Morgunblaðið - 28.04.1988, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, vpsHPn/javiNNUiir FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988
Samkeppnismál
Nauðsyn á nýrrí löggjöf
um samkeppnishömlur
og hríngamyndun
Undirbúningur að frumvarpssmíð þegar hafinn
í viðskiptaráðuneytinu
eftir Kristin Briem
EGGJABÆNDUR komu saman
til fundar dag einn í nóvember
síðastliðnum til að ræða það
verðstríð sem þá rikti á eggja-
markaðnum. Sú staða var komin
upp að verð á eggjum hafði lækk-
að langt niður fyrir kostnaðar-
verð. A fundinum tóku þeir sam-
eiginlega ákvörðun um að hækka
heildsöluverð á eggjakilói í
180.00 kr. og að hámarksafslátt-
ur skyldi vera 10%. Eftir að
uppvíst varð um málið kallaði
V erðlagsstof nun forsvarsmenn
eggjabænda á sinn fund og gerði
kröfu um að fallið yrði frá ofan-
greindri samþykkt á þeirri for-
sendu að hér væri um ólöglega
aðgerð að ræða. Félíust eggja-
bændur á að nema samþykktina
úr gildi og var þar við látið sitja
af hálfu Verðlagsstofnunar.
Skömmu síðar barst stofnuninni
undanþágubeiðni frá félögum
eggjabænda sem óskuðu eftir
undanþágu frá Iögunum á þeirri
forsendu að verðsamkeppni í
greininni væri óheppileg og
hefði þjóðhagslega skaðlegar
afleiðingar í för með sér. Málið
tók aðra stefnu þegar Land-
búnaðarráðherra samþykkti
framleiðslustýringu í eggja- og
kjúklingaframleiðslu. í kjölfar
þess lögðu framleiðendur fram
beiðni um opinbera verðlagningu
á afurðum sínum sem Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins hefur
ákveðið að verða við. Þar með
heyrir verðlagning á eggjum
ekki lengur undir samkeppnis-
lögin.
Samkeppnislögin
meingölluð
Sameiginleg verðákvörðun
eggjabænda er nokkuð dæmigerð
fyrir þann hugfsunarhátt sem virðist
ríkja hér á landi í mörgum greinum
þar sem verðlagning er fijáls. Til
að geta lifað áhyggjulausu lífí við
trygga afkomu reyna fyrirtæki að
að hefta verðsamkeppni sín m.a.
með því að hafa samráð um verð á
viðkomandi vöru eða þjónustu.
Vegna þess tjóns sem af þessu hlýst
fyrir neytendur og þjóðfélagið í
heild eru í lögum um verðlag, sam-
keppnishömlur og óréttmæta við-
skiptahætti ákvæði sem eiga að
hindra samkeppnishömlur af þessu
tagi.
Þessi ákvæði eru ýmist heimild-
arákvæði fyrir verðlagsráð til
beinna afskipta og eftirlits eða
bannákvæði sem banna skilyrðis-
laust ákveðnar tegundir samkeppn-
ishamla. Af ýmsum ástæðum hafa
þessi ákvæði ekki reynst virk nema
að litlu leyti. Það er því ekki úr
vegi að skoða nánar framkvæmd
laganna og þær hugmyndir sem
uppi eru um lagasetningu á þessu
sviði. Nýlega voru kynnt frum-
varpsdrög til laga um einokun og
hringamyndun á ráðstefnu Varðar
um samkeppnishömlur og hringa-
myndun sem ætlað er að vera um-
ræðugrundvöllur um þessi mál hér
á landi. Áhugi manna á að breyta
eða bæta núgildandi samkeppnis-
löggjöf virðist því vera fyrir hendi
ekki síst vegna þess ríkisstjómin
hefur það á stefnuskrá sinni að
endurskoða lögin.
Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður
samgönguráðherra, flutti erindi um
stöðu samkeppnismála á íslandi á
ráðstefnunni og lýsti stuttlega nú-
verandi fyrirkomulagi: „Segja má
að ákvæði IV. kafla laganna um
markaðsráðandi fyrirtæki og sam-
keppnishömlur hafí verið sett til
stuðnings þeirri meginstefnu lag-
anna að verðlagning §kyldi vera
fíjáls. Fram til 1982 vom ákvæði
um að sérstök samkeppnisnefnd
ætti að fylgjast með og vinna gegn
hvers kyns samkeppnishömlum
markaðsráðandi fyrirtækja. í
nefndinni áttu sæti formaður verð-
lagsráðs og fulltrúar Hæstaréttar í
verðlagsráði. Á árinu 1982 var lög-
unum breytt og þriggja manna
nefnd, skipuð formanni verðlags-
ráðs auk fulltrúa ASÍ og VSÍ, kom
í stað samkeppnisnefndar en í raun
fólst þessi breyting í því að verð-
lagsráð sjálft varð virkara varðandi
framkvæmd samkeppniskafla lag-
anna. Sá kafli er nýmæli í lögum
en það verður að segjast eins og
er að hann er meingallaður og
þarfnst endurskoðunar."
Ónothæfar skilgreiningar
Hreinn benti á að engar skil-
greiningar væri að fínna í þessum
kafla um hvað fælist í hugtakinu
markaðsráðandi fyrirtæki sem væri
forsenda þess að unnt væri að fram-
kvæma lagaákvæði um eftirlit með
slíkum fyrirtælq'um. Hins vegar
væri gerð tilraun til að skilgreina
hugtakið samkeppnishömlur í 20.
gr. laganna þar sem þær væru tald-
ar skaðlegar, þegar þær hefðu
ósanngjörn áhrif á verðmyndun og
atvinnustarfsemi og kæmu í veg
fyrir bestu hagnýtingu í fram-
leiðslu, vörudreifingu og þjónustu.
Taldi Hreinn þessa skilgreiningu
með orðinu ósanngimi vera ónot-
hæfa vegna þess að hún væri allt
of rúm og gæfí enga leiðbeiningu
um framkvæmd.
Af framangreindum orsökum og
veikum mætti framkvæmdaaðilans
sagði Hreinn lítið hafa orðið úr
framkvæmd um aðgerðir gegn
markaðsráðandi fyrirtækjum á borð
við SÍS. Framkvæmdin hefði því
sem næst einskorðast við 21. gr.
laganna sem fæli í sér bann við
samningum, samþykktum og öðm
samráði milli fyrirtækja um verð.
Jóhannes Sigurðsson, lögfræð-
ingur, hélt erindi á ráðstefnunni um
löggjöf um hringamyndun og sam-
keppnishömlur erlendis. Hann
samdi frumvarpsdrögin um einokun
og hringamyndun sem áður er
minnst á og hefur kynnt sér þessi
mál rækilega. í athugasemdum við
0HAUS
TÖLVUV0GIR
KEmm
Skipholti 7, sími 91-27036