Morgunblaðið - 28.04.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988
B 13
Bílar
Övenjuleg
söluaðferð
Benz í
Banda-
ríkjunum
Vestur-Berlín, frá Ketilbirni Tryg^va-
syni, fréttaritara Morgunblaðsins.
VEGNA óhagstæðrar gengis-
þróunar þýska marksins gagn-
vart Bandaríkjadollar hefur sala
á vestur-þýskum bifreiðum í
Bandaríkjunum dregist saman
um 10—20% á seinustu mánuðum.
Þýskir bílaframleiðendur hafa
af þessari sök þurft að grípa til
ýmissa aðgerða. Framleiðendur
Volkswagen og Audi hafa nú
þegar látið loka einhveijum af
söluskrifstofum sínum í Banda-
ríkjunum, framleiðendur Porsc-
he hafa þurft að draga úr fram-
leiðslu í verksmiðjum sínum í
Þýskalandi og aðrir framleið-
endur hafa þegar eða í huga að
gripa til svipaðra aðgerða.
Sölufyrirtæki Daimler Benz í
Bandaríkjunum hefur ákveðið að
reyna aðrar aðferðir til að mæta
þessari þróun. Til að lífga upp á
sölu á bifreiðum fyrirtækisins hefur
verið ákveðið að bjóða kaupendum
á Mercedes Benz ókeypis ferð til
Þýskalands fram og til baka til að
ná í bílinn sinn sjálfur. Ofan á
ókeypis ferð fyrir sig og jafnvel
maka sparar kaupandinn einnig ein
11% af kaupverði bflsins miðað við
verð í Bandaríkjunum. Það eina sem
hann þarf að skuldbinda sig til er
að kaupa bílinn sinn í Þýskalandi á
fyrirfram ákveðnu verði og láta
flytja hann til Bandaríkjanna á sínu
nafhi.
Skýringin á því að Daimler Benz
getur leyft sér svona dýra söluher-
munum í verksmiðjur og dreifingar-
kerfi.
Bretland ráðgáta
Bretland hafði um langt skeið ver-
ið ráðgáta fyrir Kóka kóla fyrirtæk-
ið. Neysla Breta á mann var miklu
minni en gera mátti ráð fyrir í ensku-
mælandi þjóðfélagi með náin menn-
ingartengsl við Bandaríkin. Fyrir
nokkrum árum var svo ákveðið að
kanna málið ofan í kjölinn. Kóka
kóla fyrirtækið festi kaup á annarri
af tveimur áfyllingarverksmiðjum í
Bretlandi og sendi Bandaríkjamann,
Harry E. Teasley til Bretlands til
þess að reka verksmiðjuna.
Hr. Teasley var fljótur að sjá að
breska markaðnum væri betur þjón-
að með einni og áhrifaríkari áfylling-
arverksmiðju. Þess vegna fékk Kóka
kóla fyrirtækið Cadbury Schweppes
PCL, hið risastóra matar- og drykkj-
arfyrirtæki, til þess með naumindum
þó að ráðast út í sameiginlegt
áhættufyrirtæki og yfirtaka báðar
áfyllingarverksmiðjumar. Þessi
djarflega sameining, þekkt undir
nafninu Coca-Cola & Schweppes
Beverages Ltd., stórbætti tengslin
við smásöluaðilana og með ýmsum
nýjum aðgerðum tókst að auka sölu
á Coke framleiðsluvörum um 31% á
síðastliðnu ári.
í Þýskalandi er aðalhindrunin enn
sem fyrr allt of margar áfyllingar-
verksmiðjur. Orsökina má rekja til
áranna fyrst eftir heimsstyijöldina
síðari, þegar margir sjálfstæðir at-
vinnurekendur vildu fá einkaleyfi til
áfyllingar á Kóka Kóla, en þeir höfðu
svo lítið fjármagn. Kóka kóla fyrir-
tækið hjálpaði til við að koma á fót
meira en 120 smáfyrirtækjum, sem
voru hvert fyrir sig einráð um eigin
markaðssteftiu, dreifingu og verð-
stefnu. Afleiðingamar hafa orðið
þpar, að alltof margir aðilar ná sam-
eiginlega alltof lítilli sölu.
Kóka kóla fyrirtækið hefur því
tekið til hendinni í Þýskalandi og á
síðustu árum hefur því tekist að
fækka áfyllingarverksmiðjunum þar
úr 120 niður í 65 með því að sam-
eina smærri verksmiðjur.
Heimild: Herald Tribune
SÖLUBRELLA —
Sölufyrirtæki Daimer Benz
ákveðið að bjóða kaupendum á
Mercedes Benz ókeypis ferð til
Þýskalands fram og til baka til
að ná í bílinn sinn sjálfur.
ferð í Bandaríkjunum liggur eflaust
í því að hér er ekki verið að tala
um ódýmstu gerðir af Mercedes
Benz.
Bandaríkin
Framleiðslukostnaður
hækkaði um
Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara
VÍSITALA framleiðslukostnaðar
hækkaði um 0,6% í mars síðast-
Iiðnum í Bandaríkjunum og hef-
ur það endurvakið ótta hagfræð-
inga um aukna verðbólgu á
næstu mánuðum. Fyrstu þijá
mánuði ársins hækkaði vísitalan
um 3,1% framreiknað til 12 mán-
aða, en á síðasta ársfjórðungi
1987 lækkaði hún um 2,1% miðað
við eitt ár.
Alan Greenspan, seðlabanka-
stjóri, hefur margsinnis gefið til
kynna að Seðlabankinn muni grípa
til aðgerða ef sýnt væri að verð-
bólga yrði of mikil. Það er einkum
hækkun vaxta sem bankinn kann
0,6%imars
Morgunblaðsins
að nota í baráttunni gegn hugsan-
legum verðlagshækkunum. Vanda-
málið er að hærri vextir geta kom-
ið sér illa hjá repúblikönum á kosn-
ingaári, þar sem þeir að öðru jöfnu
draga úr hagvexti.
Flestar hagtölur benda til að
bandarískt efnahagslíf standi stöð-
ugum fótum og sé í stöðugum
vexti. Iðnaðarframleiðslan jókst um
0,1% í mars eftir að hafa verið
óbreytt í febrúar. Og samkvæmt
upplýsingum viðskiptaráðuneytis-
ins reikna bandaríks fyrirtæki með
að auka fjárfestingar í verksmiðjum
og tækjum um 8,8% á þessu ári.
Allt þetta eykur þrýsting á verðlag.
TILBOÐSVERÐ
Á JARNHILLUM
FYRIR LAGERINN,
GEYMSLUNA,
SKRIFSTOFUNA.
Tvær uppistöður
með sex hillum kr. 4.895,-
- viðbótaruppistaða kr. 570,-
- viðbótarhilla kr. 571
GRAFELDUR
Borgartúni 28. sími 62 32 22.
Toik. Þegar hreinlæti
er nauðsyn.
Tork kerfið er ómissandi öllum sem bjóða aðeins
vandaða framleiðslu og góða þjónustu. Tork kerfið saman-
stendur af hylkjum og grindum ásamt einnota vörum til
notkunar hvar sem hreinlætis er þörf.
í nútíma framleiðslufyrirtækjum skiptir þrifnaður
miklu máli. Þá koma yfirburðir Tork best í ljós. Starfsfólk
þitt kann vel að meta hversu Tork kerfið er einstaklega
þægilegt í notkun. Sannir atvinnumenn biðja
um Tork vegna þess að Tork er hagkvæmara
og gæðin einstök.
TORKl
Nafn:
Fyrirt*ki:
Vleinúlisfang-
[ Starfsgrc'n'- —
I Simf'.-------' TduTfrekari uppfy^gat
1 o Vinsarnfega sendio
I n ö”t “ •-
1 íiá.
um
fe asiaconj
"T ****»£■ rfmi: 91-26733
' Beykiay^ ~
Tork kerfíð. Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.Mölnlycke