Morgunblaðið - 28.04.1988, Page 14

Morgunblaðið - 28.04.1988, Page 14
14 B . MORGUNBLAÐIÐ, yiDSKDPTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 'P Hlutabréf amarkaður Breyttar skattareglur ogþátt- taka lífeyrissjóða eru forsendan - segir m.a. í tillögum Eskilda Securities um það hvernig byggja megi upp virk- an hlutabréfamarkað hér á landi BRÝNASTA verkefnið á íslenska hlutabréf amarkaðinum er að hvetja til aukinnar eftirspurnar, segir í niðurstöðum skýrslu breska fyrirtækisins Enskilda Securities um þróun hlutabréfa- markaðar hér á landi sem unnin var fyrir Iðnþróunarsjóð og Seðlabankann. Tvö mikilvægustu atriðin í þá veru að auka eftir- spurnina eru annars vegar hin skattalega meðferð hlutabréfa og hins vegar afstaða lífeyrissjóða til fjárfestingar í hlutabréfum, segir ennfremur i skýrslunni. Sérfræðingar Enskilda segja enn- fremur í niðurstöðum sínum að um leið og myndast hafi aukin eftir- spurn eftir hlutabréfum, sé rétt fyr- ir eitt eða tvö fyrirtæki að fara á markað með hlutabréfaútgáfu af hóflegri stærð fyrir almenning. Brýn nauðsyn sé á því að þessar fyrstu útgáfur heppnist sem best og fjár- festar nái þar sanngjömum hagn- aði, því að slíkt muni vekja áhuga fjárfesta á slíkum útgáfum í framtí- ðinni auk þess að tryggja betri eftir- markað svo og að bréfin verði alltaf seljanleg. Ef þeir hluthafar, sem fyrir eru, telji það takmarka völd þeirra, sé hægt að gefa út hlutabréf með takmörkuðum atkvæðisrétti. Sér í lagi eigið það við þegar reynt sé að selja slík hlutabréf til er- lendra. Sérfræðingar leggja mikla áherslu á hlutverk Verðbréfaþings- ins og stöðu í uppbyggingu hluta- bréfamarkaðar hér á landi, og á vandaðar reglur um þann markað. Skýrsla Enskilda Securities er mjög ítarleg og út úr henni má lesa að sérfræðingamir telja mjög brýnt að koma hér á virkum markaði fyrir hlutabréf. Þeir benda á að mörg íslensk fyrirtæki séu skuldsett um of miðað við eiginfjárstöðu, enda hafí þau átt greiðan aðgang að láns- fjármagni. Nú séu hins vegar mnnir upp breyttir tímar með því hávaxta- skeiði og verðtryggingu sem nú ríkir. Á það er hins vegar bent að miðað við gildandi lög hafi íslending- ar mun minna skattalegt hagræði af því að festa fé í hlutabréfum held- ur en í skuldabréfum. Þá er einnig vakin athygli á því að íslensk fyrir- tæki séu einnig treg til að leggja út í hlutabréfaútgáfur vegna þess valdaafsals sem í slíku felst, því að flest fyrirtæki hér á landi í einkaeign séu í eigu fjölskyldna sem ekki vilji deila eigninni með öðmm, og ýmiss stærri hlutafélög sé undir stjóm smárra hópa hluthafa sem séu treg- ir til að láta skerða yfírráðarétt sinn. Þá hafí skortur á eftirspum eftir hlutabréfum heldur ekki hvatt fyrir- tæki til að gefa út ný hlutabréf. Sérfræðingar Enskilda Securities hafa gert ítarlegar tillögur um úr- bætur til að koma megi á virkum hlutabréfamarkaði hér á landi. Pyrst leggja þeir fram tillögur um aðgerð- ir til að auka eftirspum eftir hluta- bréfum, en sfðan hvemig megi auka framboð hlutabréfa ásamt tillögum um reglur og hlutverk Verðbréfa- þings og um upplýsingagjöf. Þessar tillögur fara hér á eftir í meginátrið- um: Eftirspum 1. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðimir ráða yfir u.þ.b. 50% af því fé sem fyrir hendi er til fjárfestingar í verðbréfum á íslandi. Því er virk þátttaka þeirra á hluta- bréfamarkaðinum óhjákvæmilegur hluti af þróun hans. ■ a. Byggingarsjóður ríkisins Núverandi fjármögnun lífeyrissjóða á Byggingarsjóði kemur í veg fyrir að lífeyrissjóðir geti stjómað verð- bréfaeign sinni með góðum árangri. Endurskoðun stjómvalda á þessu mikilvæga máli þarf að hraða svo sem kostur er. b. Eftirmarkaður Núverandi reglur um Byggingarsjóð ríkisins hindra frekari þróun við- skipta á eftirmarkaði. Fara verður fram gagnýnin endurskoðun á regl- um þessum af hálfu stjómvalda. c. Möguleiki til fjárfestingar í hlutabréfum í dag em það aðeins fáir lífeyrissjóð- ir sem hafa leyfí samkvæmt reglu- gerðum sínum til að fjárfesta í hluta- bréfum. Samkvæmt fmmvarpsdrög- um yrði lífeyrissjóði heimilt að fjár- festa allt að 5% af árlegu greiðslu- flæði sínu í hlutabréfum. Við teljum þessa tillögu vera til bóta en emm þó þeirrar skoðunar að lífeyrissjóð- um ætti að vera heimilt að fjárfesta allt að 25% af árlegu greiðsluflæði sínu í hlutabréfum. d. Stjórnun Hvetja ætti stjórnir lífeyrissjóða til að framselja vald sitt til almennra verðbréfaviðskiptaákvarðana í hend- ur hæfra starfsmanna sem annast daglega framkvæmdastjórn þeirra. 2. Verðbréfasjóðir a. Skráning Við teljum það vera til hagsbóta að skrá verðbréfasjóði á Verðbréfaþing- inu. Hægt er að höndla með hluta- deildarbréf sjóðanna á sama hátt og hlutabréf. b. Innlánsbinding og lausafjár- hlutföll Okkur hefur verið tjáð að komið hafí til álita að láta reglur um innl- ánsbindingu og lausafjárhlutfall gilda um verðbréfasjóði. Við teljum það vera mikilvægt að slíkar reglur verði þannig að þær dragi ekki úr möguleika þessara tækja, sem sam- eina fé til fjárfestingar í verðbréfum (pooled investment vehicles) til að gegna lykilhlutverki í þróun hluta- bréfamarkaðar. 3. Skattlagning Skattlagningarramminn hefur mikla þýðingu fyrir þróun virks hlutabréfamarkaðar. Auk þess sem við leggjum fram tillögur um aukin viðskipti í hlutafélögum á þinginu, höfum við einnig yfírfarið aðgerðir til að hvetja til fjárfestinga og við- skipta í einkafyrirtækjum. Við telj- um mikilvægt að þróa þessi fyrir- tæki vegna þess að þau munu í framtíðinni leggja fram mikið af nýjum hlutabréfum á þinginu. Okkur skilst að stjómvöld vilji draga úr því misræmi sem nú við- gengst í skattalögum á kostnað hlutabréfaeignar samanborið við önnur spamaðarform en vilji á sama tíma ná jöfnuði í rekstri ríkisins. Þótt mikið af þeim tillögum sem taldar em upp hér á eftir mundu minnka skattstofninn, þá mundi álagning veltuskatts á verðbréf svo og takmörkun á frádrætti vaxta af lánum vega þetta upp að hluta þeg- ar til lengdar lætur. Hægt er að jafna skattmeðferð skuldabréfa- og hlutabréfatekna hjá einstaklingum annað hvort með því að skattleggja tekjur af skuldabréf- um, sem nú em utan tekjuskatts- stofns, eða með því að veita frekari skattaívilnanir gagnvart fjárfestingu í hlutabréfum en nú er gert. Okkur hefur verið tjáð að skatt- lagning tekna af skuldabréfum. Væri síðari leiðin farin, ættu tillögur okkar jafnt við, að frátöldum tillög- um (f) og (g) hér á eftir hvað varð- ar skattlagningu arðs. Við höfum lagt til ákveðin mörk fyrir skattundanþágur. Þessi mörk em lögð til eftir að hafa litið yfír þau mörk er tíðkast annars staðar í Evrópu og ætlast er til að þau myndi gmndvöll að umræðum um þetta efni. Alls staðar í skýrslu þessari höfum við lagt til ákveðin undanþágumörk, sem væm til staðar fyrir einstakling og á sama hátt ræðum við núver- andi mörk sem einstaklingi standa til boða. í sérhveiju tilfelli mundu hjón fá tvöfalda slíka upphæð. Til viðbótar teljum við að vísitölutryggja eigi þessar upphæðir til að tryggja raunvirði þeirra í verðbólguum- hverfí. Hér á eftir fara þau sérstöku at- riði sem við teljum að stjómvöld eigi að athuga. a. Skattlagning söluhagnaðar Undanþiggja ætti skattlagningu söluhagnaðar frá tekjuskatti hjá ein- staklingum upp að árlegu hámarki er nemur 400.000 kr. (11.000 dollur- um). Því til viðbótar ætti að lækka raunvemlega tekjuskattlagningu á söluhagnað eftir því sem eignatíma- bil á hlutabréfum lengist. Ef hlutabréf væm þannig í eigu sama aðila lengur en eitt ár ætti að minnka skattskyldan söluhagnað við sölu um 25%, bæði fyrir einstaklinga og lögaðila, og ef hlutabréf em í eigu sama aðila lengur en 2 ár ætti að minnka skattskyldan söluhagnað um 50%. b. Hrein ný fjárfesting í hlutafé- lögum með skráð hlutabréf. Hámarkið sem sett er fram í lögum nr. 9/1984 um frádrættarhæfí frá tekjum einstaklings vegna hreinnar nýmar fjárfestingar í þeim fyrirtækj- um sem þar koma til greina ætti að auka í 120.000 kr. (3.300 dollara). c. Fjárfesting i einkafyrirtækjum Til að hvetja einstaklinga til fjárfest- ingar í ákveðnum einkafyrirtækjum leggum við til að komið verði á „við- skiptahvatningu" („business ex- pansion scheme") með því móti að fjárfesting án áhrifa („arms-lenght investment") í fyrirtækinu yrði frá- dráttarbær frá skatti að hámarki 1 milljón króna (28.000 dollara) á ein- stakling á ári. d. Kaupfyrirkomulag á hluta- bréfum fyrir starfsmenn Við leggum til að sett verði upp fyrirkomulag þar sem starfsmönnum eru boðin hlutabréf í fyrirtækjum þar sem þeir vinna sem hluta af heildarlaunagreiðslu þeirra. Þetta yrði til að hvetja starfsmenn til að íjárfesta í hlutabréfum þess fyrir- tækis sem þeir eru starfsmenn hjá. Slík hlutabréf yrðu þá ekki tekju- skattsskyld í höndum viðtakanda svo framarlega sem bréfín væru í eigu hans í ákveðinn lágmarkstíma. Ef svona fyrirkomulag nær árangri gæti það reynst starfsmönnum vel að setja upp fyrirkomulag þar sem þeir öðluðust rétt til að kaupa hluta- bréf á ákveðnu verði þannig að þeir gætu síðar notað sér þann rétt ef hlutabréf hækkuðu í verði. e. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa Við teljum að útgáfa jöfnunarhluta- bréfa sé tímafrek og ónauðsynleg. Nú er nauðsynlegt að gefa þessi bréf út til þess að hámarka arð- greiðslur samkvæmt skattalögum. Það væri hægt að tengja þetta há- mark við hreint eigið fé hluthafa. Við leggum því til að útgáfa jöfnun- arhlutabréf verði lögð niður. f. Frádráttarhæfi arðgreiðslna Til að jafna skattalega meðferð vaxtatekna og arðgreiðslna leggjum við til þá tímabundnu ráðstöfun að frádráttarhæfí arðgreiðslna verði aukið í 15% af nafnvirði hlutabréfa þar til hætt verði útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Tvöföld skattlagning mun eiga sér stað á arðgreiðslur umfram þessi mörk þar em þær yrðu þá skattlagð- ar bæði hjá fyrirtækinu og tekju- þega. Til að komast framhjá þessu ættu hluthafar að hljóta skattfrá- drátt fyrir þann skatt sem fyrirtæk- ið greiðir af arðgreiðslum. Þessu til viðbótar ætti hlutafjáreign sem notuð er til grundvallar útreikn- ings á hámarksarðgreiðslu að vera sú sem fyrir hendi er við lok þess fjárhagsárs sem arður er greiddur af. g. Skattfijáls arður fyrir ein- staklinga Sá arður sem leyfður er skattfrjáls hjá einstaklingum ætti að hækka í 150.000 kr. (4.200 dollara) eða 15% af nafnvirði slíkra fjárfestinga, hvort sem lægra yrði. Þegar hætt verður við útgáfu jöfn- unarhlutabréfa ætti að miða við hámarksskattundanþágu fyrir ein- staklinga vegna arðs við það mark sem arður á hlutabréf er frádráttar- hæfur til skatts hjá fyrirtækinu sem greiðir arðinn, þó háð þeirri tak- mörkun sem áður gat, 15.000 kr. (4.200 dollarar). h. Stimpilgjald Stimpilgjald er nú 2% á útgáfu nýrra hlutabréfa. Við leggjum til að stimp- ilgjaldið verði lækkað í ‘/2%. Við mundum vilja ræða hvort það sé fjár- hagslega hagkvæmt að innheimta slíkt stimpilgjald ef það verður að- eins V2%. i. Eignaskattur Við leggjum til að undanþága vegna hlutabréfa frá eignaskatti ætti að vera aukin í 2 millj. kr. (56.000 dollara). Því til viðbótar leggjum við til að þeir sem ekki eru heimilis- fastir hér á landi verði algjörlega undanþegnir eignaskatti. j. Frádráttarhæfi til skatts af vaxtagjöldum/arðgreiðslum af hlutabréfum i. Við leggum til að, að svo miklu marki sem vaxtakostnaður er frá- dráttarhæfur við uppgjör hagnaðar í fyrirtækjum, þá skuli hann vera takmarkaður við langtíma vaxtaber- andi skuldir upp að 65% af summu slíkra skulda og hlutafjár. Það gæti verið æskilegt að hafa þennan þrö- skuld mismunandi eftir atvinnu- greinum. Þessa takmörkun þyrfti að taka í lög yfír t.d. þriggja ára tímabil til að auðvelda aðlögunar- hæfni og valda ekki of miklu álagi á fjármál fyrirtækja. ii. Við leggjum til að skattlagning hagnaðar fyrirtækja verði skipt upp. Þannig ætti sá hluti hagnaðarins að skattleggjast vægar sem svarar til hlutdeildar nýrra hlutabréfa af heild- arhlutabréfastofni fyrirtækisins. Þessi lækkun ætti að taka til þriggja ijárhagsára frá útgáfuári slíkra hlutabréfa. Þetta yrði fyrirtækjum hvatning til að gefa út ný hlutabréf. k. Veltuskattur Veltuskattur er lagður á verðbréfa- viðskipti í flestum Evrópulöndum. Slíkur skattur dregur úr verðbréfa- viðskiptum. Þó er svo að einu sinni þegar markaðurinn er kominn vel á skrið teljum við að leggja mætti á veltuskatt er nemi 0,5% á innlend verðbréfaviðskipti og þar með yrði skattstofninn breikkaður. 4. Erlendar fjárfestingar a. Erlend þátttaka Við teljum það mikilvægt að hvetja til aukins áhuga hjá erlendum fjár- festum. Það er samt þýðingarmikið að innflæði erlends fjár verði haldið í skefjum til að forðast auknar sveifl- ur á innlenda hlutabréfamarkaðin- um. Okkur væri ánægja að ræða þetta frekar með það fyrir augum að skrifa skýrslu um þróun erlendrar hlutafj árfestingar í gegnum verð- bréfasjóð eða annað álíka tæki. b. Takmörkun gjaldeyris- reglna Eins og nú er ástatt þarf útlending- ur leyfí til þess að færa arð og fjár- magn út úr landinu. Okkur skilst að í frumvarpi til laga sé lagt til að útlendingar megi bæði færa arð og fjármagn út úr landinu. Við styðjum þessa tillögu. c. Höndur á hlutabréfaeign erlendra aðila Þeir sem ekki eru heimilisfastir á íslandi geta nú í raun ekki átt meira en 50% af hlutafé í ákveðnum íslenskum fyrirtækjum. Því til við- bótar hafa mörg fyrirtæki frekari takmarkanir í samþykktum sínum, sem útheimta samþykki stjómar fyr- ir sölu hlutabréfa til útlendra §ár- festa. Við teljum það rangt af al- menningshlutafélögum að taka þurfí stjómarákvörðun í hvert sinn sem hlutabréf em seld erlendum aðilum. Erlend eignaraðild í slíkum fyrir- tækjum ætti frekar að vera takmörk- uð við ákveðið hlutfall atkvæða eða hlutabréfa eins og nú er alls staðar á Norðurlöndum. Til að koma í veg fyrir að útlendingar hefðu óeðlilega mikil ítök í sljóm fyrirtækja ætti gefa út ný hlutabréf með takmörk- uðum atkvæðisrétti er sérstaklega væri beint til útlendra íjárfesta. Þessi möguleiki er þegar fyrir hendi í íslenskum lögum (sjá einnig „Fram- boð“ hér á eftir). Framboð a. Nýjar útgáfur Við teljum okkur sjá ákveðin fyrir- tæki sem mundu vilja gefa út hluta- bréf fyrir almenning. Árangursrík almenningsútgáfa væri meiriháttar skref í að bæta ímynd hlutabréfa- markaðarins á íslandi. b. Hlutabréf með takmörkuðum atkvæðisrétti Minnkandi yfírráð er lykilatriði í ákvörðunum fyrirtækja um útgáfu nýrra hlutabréfa. Sá möguleiki að gefa út hlutabréf með takmörkuð- um atkvæðisrétti er þegar fyrir hendi í íslenskum lögum og við Iftum svo á að hvelja eigi fyrirtæki til að nota sér þessi ákvæði, ekki aðeins hvað varðar hlutabréf sem beint er að erlendum fjárfestum heldur líka innlendum. c. Stjórn á nýjum útgáfum Þróun markaða er mjög næm fyrir offramboði. Verðbréfaþingið ætti að stjóma biðröð eftir nýjum útgáf- um á hlutabréfum til almennings til að forðast offramboð. Reglur og markaðurinn a. Kerfi Verðbréfaþingsins Verðbréfaþingið á að vera miðstöð viðskipta og stjómunar á verðbréf- um á Islandi. Sama kerfíð á að eiga við bæði fyrir skuldabréfa- og hlutabréfaviðskipti. Þetta mundi þá taka til núverandi starfsemi hinna tveggja hlutabréfamiðlara sem birta verð fyrir hlutabréf. Núver- andi upplýsingakerfí milli miðlara er nægjanlegt til að dreifa nauðsyn- legum upplýsingum. b. Húsnæði Verðbréfaþings og starfslið: fic ;n-ivd rnunfimil 69!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.