Morgunblaðið - 28.04.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSHPTI/JflVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988
B 15
Við teljum að innan skamms þurfí
Verðbréfaþingið á starfsliði í fullri
vinnu auk eigin húsnæðis að halda.
Með tímanum kann það að reynast
gerlegt að fjármagna starfsemina
af skráningargjöldum. Þingið mun
vissulega halda áfram að nýta sér
utanaðkomandi sérfræðikrafta eftir
því sem það þarf. Samt lítum við
ekki svo á að nauðsynlegt verði að
setjá upp húsnæði beinlínis til við-
skiptanna.
c. Viðhald á tilboðs- og við-
skiptaskrám
Verðupplýsingar og önnur viðkom-
andi atriði um viðskipti ættu að
vera nákvæm og innihalda nýjustu
upplýsingar. Því þyrfti að uppfæra
þessar upplýsingar daglega og upp-
lýsingar um verðlag í síðustu við-
skiptum ættu að vera birtar al-
menningi.
d. Skráning hlutabréfa
Hvetja ætti öll fyrirtæki er full-
nægja skilyrðum laga nr. 9/1984
til að sækja um skráningu á bréfum
sínum. Auk þess ætti að hvetja þau
fyrirtæki er fullnægja skilyrðum
laga nr. 9/1984, en beita takmörk-
unum á kaup og sölu hlutabréfa
sinna, að afnema þessar takmark-
anir og sækja um skráningu bréf-
anna. Alls staðar í skýrslu þessari
höfum við talað um þessar tvær
tegundir af fyrirtækjum sem al-
menningshlutafélög (public comp-
anies). Auk þess þyrfti að koma á
því skilyrði að sérhvert hlutafélag
er óskaði að gefa út ný hlutabréf
til almennings þyrfti þá að sækja
umskráningu á bréfum sínum. Eng-
ar takmarkanir á viðskipti ætti að
leyfa á skráðum bréfum.
e. Miðlarar
Allir miðlarar sem ætla sér að eiga
viðskipti í verðbréfum við almenn-
ing eiga að vera aðilar úr Verð-
bréfaþinginu.
f. Viðskipti í skráðum verðbréf-
um
Auka þyrfti við viðskiptaskrána á
þann veg að hún nái til allra við-
skiptamiðlara í skráðum verðbréf-
um. Þetta myndi þýða að gefa þyfti
út tvær skrár, eina er tæki saman
viðskipti milli tveggja miðlara (eins
og nú er) og aðra er tæki saman
viðskipti við viðskiptavini. Ekki yrði
nauðsynlegt að taka fram mótaðila
í síðari skránni.
g. Rannsóknir.
Birting greinargerða um skráð fyr-
irtæki, sem einkum miðuðust við
þarfír fyrirtækja og sjóða sem fjár-
festa í verðbréfum myndi auka
áhuga á fyrirtækjum og þar með
auka viðskipti.
h. Skuldbinding miðlara til við-
skipta
Sérhvert skráð verðbréf ætti að
hafa a.m.k. tvo miðlara er tækjust
á hendur viðskipti með viðkomandi
verðbréf eftir bestu getu.
i. Eign miðlara með verðbréfi
Verðbréfamiðlurum ætti að vea
heimilt að eiga verðbréf í þeirri von
að þau hækki í verði þó með þeim
takmörkunum sem eiginfjárstaða
þeirrar setur þeim. Miðlarar ættu
hins vegar ekki að mega selja verð-
bréf sem þeir eiga ekki til afhend-
ingar síðar í þeirri von að bréfín
lækki frá söludegi til afhendingar-
dags („short selling").
j. Sljóm verðbréfasjóða
Ef stjóm verðbréfastjóða og miðl-
araviðskipti eiga sér stað innan eins
og sama fyrirtækis verður að setja
upp „kínamúr" milli þessara
tveggja sviða svo sem kostur er.
k. Innheijaviðskipti
Setja verður lög um innheijavið-
skipti hvað varðar viðskipti í hluta-
bréfum skráðra fyrirtækja.
l. Viðskipti forráðamanna fyrir-
tækja
Forráðamenn fyrirtækja ættu ekki,
án þess að gefa það upp eða fá
samþykki fyrirtækisins á almennum
hluthafafundum, að geta hagnast á
aðstöðu sinni sem forráðamenn fyr-
irtækis með því að ganga inn (
samninga við fyrirtæki sitt, öðru
vísi en á fjarlægum (arms-length)
grundvelli.
m. Reglur um yfirtöku fyrir-
tækja-a!*í'iiiíí‘
Með tímanum þyrfti að kortiá rá>a
reglum um yfírtöku fyrirtækja á
hlutabréfamarkaði.
n. Viðskipti fyrirtækis í eigin
hlutabréfum
Almenningshlutafélagi ætti að vera
bannað að kaupa eigin hlutabréf á
eftirmarkaði nema undir sérstökum
kringumstæðum og þá með sam-
þykki hluthafa.
o. Hagnaður til útborgunar
Hámark arðgreiðslu ætti ekki að
vera meiri en nemur uppsöfnuðum
nettóhagnaði fyrirtækis.
p. Reglur um miðlara
Reglur um verðbréfamiðlara eru í
lögum um verðbréfamiðlun nr.
27/1986. Við höfum farið yfír lög
um verðbréfamiðlun og sett fram
hér á eftir nokkur viðbótaratriði
sem við teljum að ættu að falla
undir slík lög eða reglur.
Fyrst og fremst verður að krefjast
þess af miðlurum í viðskiptum
þeirra að þeir haldi sér við strangar
reglur um viðskiptaheiðarleik. Sér
í lagi gildir það um allar deilur sem
koma kynnu upp milli miðlara og
viðskptavinar, en þá yrðu hagsmun-
ir viðskiptavinarins að sitja í fyrir-
rúmi við lausn deilunnar.
Upplýsingar frá
fyrirtælqum og
uppgjöf þeirra
a. Upplýsingar um markaðinn
Auka verður þekkingu fjárfesta á
íslenskum fyrirtækjum. Meiri upp-
lýsingar ættu að vera til handa al-
menningi um viðskiptalífíð og um-
hverfí þess, sér í lagi:
i. Fyrirtæki ættu að halda fundi
með helstu fjárfestum til að ræða
framtíð fyrirtækisins og fyrirætlan-
ir; og
ii. Verðbréfaþingið ætti sjálft að
tala_ máli hlutabréfamarkaðarins.
b. Ársreikningar og milliupp-
Ársrekiningar allra íslenskra fyrir-
tækja ættu að vera birtir almenn-
ingi innan átta mánaða frá lokum
reikningsárs. Ársreikningar allra
almenningshlutafélaga ættu að
vera fáanlegir innan fjögurra mán-
aða frá lokum reikningstímabilsins.
Hlutafélög með skráð verðbréf ættu
að sýna hálfsárs milliuppgjör eða
oftar eftir því sem hægt er.
c. Hlutur stærri hluthafa og
forráðamanna
Upplýsingar ættu að vera fyrir
hendi um hlut stærri hluthafa (þ.e.
þeirra er eiga meira en 10% hluta-
fjár eða hvaða önnur prósenta sem
kann að vera samþykkt) ásamt ein-
stökum atriðum um hlut forráða-
manna (eiginkvenna og bama).
Þessar upplýsingar ættu að vera
fyrir hendi í ársskýrslu fyrirtækis-
ins.
d. Endurskoðun
Nú er þess aðeins krafíst af ákveðn-
um fyrirtækjum sem uppfylla viss
skilyrði að þau hafí óháðan endur-
skoðanda. Bankar, hluthafa, al-
mennir lánardrottnar og skattyfir-
völd þurfa að treysta reikningum
fyrirtækja og óháð endurskoðun
eykur trúverðugleika slíkra reikn-
inga. Okkur hefur verið tjáð að til
standi að gera auknar kröfum að
fyrirtæki leiti óháðrar endurskoð-
unar.
e. Reikningsskilaaðferðir
Reikningsskilaðferðir þær sem not-
aðar eru við verðbólgureikningsskil
geta haft þýðingu. Það er núna
fleiri en ein slík regla í gangi á
íslandi og því er ekki mögulegt að
gera marktækan samanburð á nið-
urstöðu mismunandi fyrirtækja. Við
teljum því nauðsynlegt að fyrirtækj-
um verði gert skylt að sýna áhrif
verðbólgu á samstæðan og sam-.
bærilegan hátt.
Sefur þú áhyggjulaus?
Vátryggingamál fyrirtækja eru margbrotin og flókin.
Oft svo flókin að enginn hefur heildarsýn yfir þau.
Þess vegna valda þau líka áhyggjum.
Ef þú vilt losa fyrirtæki þitt við þessar
áhyggjur í eitt skipti fyrir öll, er ein leið öðrum betri:
Atvinnurekstrartrygging Sjóvá.
Atvinnurekstrartrygging Sjóvá kemur í stað margra flókinna
vátrygginga. Henni fylgja einir
skilmálar, eitt vátryggingar-
skírteini og eitt heildar iðgjald.
Hafðu samband við Sjóvá
og láttu áhyggjurnar ekki
halda lengurfyrir þér vöku.
Tryggingarfélag í einu og öllu.
Sjóvátryggingarfélag íslands hf., Suöurlandsbraut 4, sími (91)-692500.