Morgunblaðið - 28.04.1988, Síða 16
pti0r«0Mm®rtofoííí»
VIDSKIPn AIVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988
Fyrirtæki
Velgengnin byggist
á vöruþekkingu
Rætt við dr. Ara Kr. Sæmundsson og
Jafet Ólafsson hjá Gróco hf.
LYFJAMARKAÐURINN hér á landi hefur verið i býsna föstum
skorðum um langt skeið með tiltölulega fáum en grónum fram-
leiðslu- og innflutningsfyrirtækjum enda um all sérhæfða vöru að
ræða.
Eitt ungt fyrirtæki hefur þó
verið að sækja inn á þennan mark-
að í vaxandi mæli undanfarið og
ef marka má forsvarsmenn þessa
fyrirtækis telja þeir það eiga erindi
sem erfiði inn á íslenska lyfjamark-
aðinn. Þetta er fyrirtækið Gróco
hf. en það var stofnað fyrir réttum
5 árum og hefur á því tímabili
verið að hasla sér völl sem leiðandi
þjónustufyrirtæki við rannsókna-
stofur. Einnig flytur fyrirtækið inn
hjúkrunarvörur og lyf eins og áður
er nefht.
Fyrirtækið hefur komið sér fyrir
í vistlegum húsakynnum að Grens-
ásvegi 16 og þar voru tveir af eig-
endum fyrirtækisins, þeir dr. Ari
Kr. Sæmundsen, líffræðingur og
framkvæmdastjóri Gróco og Jafet
Ólafsson, stjómarformaður, beðnir
að segja lítillega frá starfsemi fyr-
irtækisins.
„Fyrsta árið sem Gróco starfaði
fór í að kanna markaðinn og afla
umboða. Við fluttum síðan í kompu
í Skipholti með einn starfsmann'*
og höfum síðan smá saman verið
að færa okkur upp á skaftið og
fluttum í nýtt, eigið húsnæði um
síðustu áramót. Nú erum við fímm,
sem störfum hjá fyrirtækinu," seg-
ir Ari.
„Velgengni okkar má fyrst og
fremst rekja til þess að við höfum
mikla þekkingu á þeim vörum, sem
við seljum, og þess vegna getað
veitt góða þjónustu. Auk þess hef-
ur okkur tekist að afla okkur góðra
umboða," bætir hann við. „Okkar
stærstu viðskiptavinir eru rann-
sóknastofur sjúkrastofnanna, há-
skólastofnanna og fyrirtækja í
matvælaiðnaði."
En auk þess að selja rannsókna-
vörur og hjúkrunarvörur, þá hefur
fyrirtækið leyfi til innflutnings og
dreifingar á lyfjum.
Nýjar leiðir í innflutningi
samheitalyfja
Jafet Ólafsson er spurður nánar
um þessa hlið á starfsemi fyrirtæk-
isins:
„Við ákváðum að kanna nýjar
leiðir varðandi innflutning á svo-
nefndum samheitalyfjum (gen-
erics). Þetta eru þau lyf nefnd, sem
ekki eru lengur vemduð með
einkaleyfum. Þessi lyf bera því
ekki þann mikla rannsókna- og
þróunarkostnað, sem er á nýjum
lyfjum. Gæði samheitalyfja eru þó
fyllilega sambærileg við uppruna-
legu lyfin. Þau lyf, sem Gróco
hyggst flytja inn koma fyrst og
fremst frá Bandaríkjunum og eru
viðurkennd af bandaríska mat-
væla- og lyfjaeftirlitinu (Food &
Drug Administration), en sú stofn-
un er talin setja hvað strangastar
gæðakröfur í heiminum."
Jafet segir að verð samheitalyfja
geti verið allt að helmingi lægra
en þeirra lyfja, sem fyrir eru á
markaðinum. „Vandamálið er að
skráningartíminn hér er mjög
langur, allt að tvö ár. Við höfiim
hins vegar bent á að þessi lyf hafa
verið á markaðinum mjög lengi.
Allar verkanir og aukaverkanir eru
því vel þekktar.
Þar sem samheitalyf eru mikið
ódýrari en frumlyfín, þá væri hægt
að spara tugi milljóna í lyfjakostn-
að með því að stytta skráningart-
Cation
FC-3, FC-5
Ijósritunarvélar lækkuðu
um 40% um áramót.
Við hækkuðum ekki
vélarnar við 6% gengis-
fellinguna.
Canon
FC-3, FC-5
Viðhaldsf ríar vélar
Ljósritar í 5 litum
Fyrir minni fyrirtæki og deildir
stærri fyrirtækja o.fl. o.fl.
FC-3,
FC-5
Canoíi
gæði
Canon
þjónusta
Lægsta
verð
Viðhaldsfríar
Ijósritunarvélar
Verð aðeins
FC-3,36.900,- kr. stgr.
FC-5, 39.900,- kr. stgr.
l<rifvélin hf
Suðurlandsbraut 12,
sími 685277.
GROCO — Starfsfólk fyrirtækisins (t.v.): Adda Björk Jónsdóttir, ritari, Ólafur Ölafsson, lyflafræðing-
ur, Helgi Benediktsson, hjúkrunarfræðingur, dr. Ari Kr. Sæmundsen, framkvæmdastjóri, og Elín María
Guðjónsdóttir, gjaldkeri.
ímann verulega. í þessu sambandi
má benda á að skráningartími
samheitalyfja hefur verið styttur
niður í 3—6 mánuði t.d. í Banda-
ríkjunum og Svíþjóð."
Jafet segir að heilbrigðisyfir-
völdum hafí verið skrifað bréf og
óskað eftir að skráningu samheita-
lyfja verði hraðað eins og tíðkast
annars staðar. „Það er með öllu
ófært að bíða í allt að tvö ár eftir
leyfi, þegar hægt er að sýna fram
á mikinn þjóðhagslegan spamað.
Við bíðum enn eftir svari heilbrigð-
isyfirvalda,“ segir hann.
Auglýsingar
Fimmtíu stofnendurað
Samstarfi auglýsenda
„SAMTöK okkar, sem hlotið
hafa nafnið „Samstarf auglý-
senda“ eiga örugglega mikla
framtíð fyrir sér. A undanförn-
um árum hefur komið fram
mikill áhugi hér á landi á stofn-
un slíkra samtaka auglýsenda.
Nú hefur verið ákveðið að gera
eins árs tilraun í þessu skyni
með aðstoð Verzlunarráðs.
Síðan munum við skoða og
kanna, hvort grundvöllur er
fyrir áframhaldandi starfsemi
af þessu tagi. Sjálfur er ég ekki
í nokkrum vafa um, að svo sé.“
Þetta kom m. a. fram hjá Sig-
urði B. Sigurðssyni, markaðsstjóra
hjá Nóa-Síríusi hf. og H. Benedikt-
syni hf. í viðtali við Morgunblaðið,
en hann er fyrsti formaður hinna
nýstofnuðu samtaka auglýsenda.
Yfír 50 fyrirtæki stóðu að stofnun
samtakanna og eru í þeirra hópi
flestir stærstu auglýsendur í
einkarekstri á landinu og margir
hinna minni. Aðild er þó bundin
við þá, sem „einvörðungu eru aug-
lýsendur og reka hvorki jafnframt
fjölmiðla né auglýsingastofur á
almennum vettvangi.“
Á fyrsta stjórnarfundi samtak-
anna, sem haldinn var á mánudag,
vart ákveðið að leggja meginá-
herzlu á þrenns konar verkefni til
að byrja með. Samstarfíð mun
leggja þunga áherzlu á, að upplag-
seftírlit Verzlunarráðs nái til allra
blaða og tímarita og eins á stöðug-
ar og nákvæmar lesenda- og hlust-
endakannanir. Þetta hvort tveggja
Sigurður B. Sigurðsson, formað-
ur samtakanna Samstarf auglý-
senda.
saman er talið nauðsynlegt til þess
að fá yfirsýn yfír auglýsingagildi
fjölmiðlana, hvort sem þeir ná til
almennings eða einstakra hópa í
þjóðfélaginu.
Þá verða samskipti við auglýs-
ingastofur undir smásjá, jafnt
þjónusta þeirra og verðlagning.
Ennfremur verður lögð áherzla á
fræðslu af ýmsu tagi og loks á
menntunarmál þeirra, sem marka
og framkvæma auglýsingastefnu
fyrirtækjanna. Þar kemur til
greina samvinna við auglýsinga-
stofur og fleiri aðila um fagskóla.
„Við teljum að við eigum rétt á
að fá allar upplýsingar, sem auð-
veldað geta fyrirtækjum ákvarð-
anatöku varðandi markaðsupp-
byggingu og aulýsingastefnu. Up-
plög blaða og tímarita eru þar
afar nauðsynlegar upplýsingar,"
sagði Sigurður B. Sigurðsson að
lokum.
í stjóm samtakanna Samstarf
auglýsenda eiga sæti 11 manns,
en þeir eru auk Sigurðar þau Elín
Agnarsdóttir hjá Hans Petersen
hf., sem er ritari samtakanna,
Valur Blomsterberg hjá Fjárfest-
ingarfélagi íslands hf.j gjaldkeri,
en aðrir í stjóm em Ágúst Har-
aldsson hjá Kristjáni Skagfjörð
hf., Gunnar Kr. Siguijónsson hjá
Radíóbúðinni hf., Kristín Rafnar
hjá Landsbanka íslands, Ólafur
J. Ingólfsson hjá Almennum
tryggingum hf., Sigurður Geirsson
hjá Utvegsbanka Islands hf., Will-
iam Gunnarsson hjá Heimilistækj-
um hf., Þórhildur Gunnarsdóttir
hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. og
Þorvarður Guðlaugsson hjá Flug-
leiðum hf.
Öðrum fyrirtækjum innan VÍ
en stofendum er heimil aðild að
Samstarfi auglýsenda, fullnægi
þau skilgreiningunni um auglýs-
endur, sem ekki em jafnframt í
auglýsingaþjónustu eða útgáfu-
starfsemi.