Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 B 3 Símamotta nr. 5. Standandi kona. Giacometti heim til sín I kvöld- verð, sem átti eftir að snúast upp í yfirheyrslur og réttar- höld; Giacometti var farinn að vinna að þeim hlutum er gerðu hann frægan, hann mótaði hausa og fígúrur, sem Breton sagði að væru auð- þekkjanlegar. Bannfærði Breton Giacometti! Framan af var Alberto allt- af meira og minna skítblank- ur, og þegar hann tók saman við eiginkonuna Annette, átti hann ekki fyrir mublum í stof- una, þannig að hann málaði húsgögn á veggina. Hann hafði miklu meiri þörf fyrir fyrirsætur en sófasett. Bróðir- inn Diego sat fyrir og eigin- konan stóð fyrir; þetta voru helstu fyrirsæturnar. En svo kom fyrir, að hann brotnaði á rist í afleiðingu bflslyss og urðu þá til risastórir fætur sem steyptir voru í bronz. Og nefnandi fætur: Margar höggmynda listamannsins reyna einmitt að höndla skref- ið , hreyfinguna — hreyfing- una sem í reynd er ómögulegt að móta í mynd og kyrið. Eftirsóknin í þetta óhöndlan- lega, þar sem tilraunin skiptir öllu máli eðlis vegna, er sú Diego í blússu. grensa þar sem eru skilin á milli gervi og alvöru. Styttumar i Stuttgart ýmist eins og skáru rýmið sem þær voru settar í, eða þá að höggmyndin fékk á sig blæ teikningar, þar sem hvítur veggur var bakgrunnur. Kemur þá að Bandaríkja- manninum Walter de Maria, sem fæddur er 1935. Hann er í hópi upphafsmanna að Minimal Art, Land Art og konseptlist. Kunnur m.a. fyrir að fylla sýningarsali af mold. Á „dokumenta 6“ í Kassel 1977 boraði hann holu oní jörðina, 5 cm að þvermáli og kflómetra á lengd — og fyllti svo upp með messingstöng- um; „Lóðréttur jarðkíló- metri," hét það verk. Á ber- svæði í New Mexico er verkið „Eldingavangur;" 400 oddmjóar eðalstálstengur standa upp úr jarðveginum með jöfnu millibili á svæði sem er mfla sinnum kílómetri að flatarmáli. Hlutverk þeirra er að hremma eldingar. Verk de Maria í Staats- galerie Stuttgart heitir „5 heimsálfuskúlptúr." Það legg- ur undir sig heilan sal, þar sem áður voru marmarastytt- ur. Hæðin er 75 cm, en breiddin 13 metrar og lengdin 23,5 metrar. Eitthvað um 200 rúmmetrar af marmara og kvarzi, nálægt 325 tonn af hvítu gijóti. Tvö ár tók að setja þetta verk upp og grótið var fengið frá Brasilíu, USA, Indlandi, Kenýa og Grikk- landi. „Vildi listamaðuinn með þessu verki gefa til kynna á einfaldan og órækan hátt, að sama efnið er í öllum löndum, sama hvar í álfu þau standa,“ segir í prentuðum texta frá listfræðingum. Heyrzt hefur að safnið klæi í lófana og vilji endilega kaupa hið glitrandi hvíta gijót. Sagt er að verðið nemi tveimur milljónum marka, aðeins____ Og í þriðja lagi er svo að geta fyrstu yfirlitssýningar á teikningum eftir Dieter Roth. Það eru þijú söfn sem standa að: Kunsthall í Hamburg, Staatsgalerie Stuttgart og Kunstmuseum Solothum í Sviss — er um farandsýningu að ræða. Ætla ég að fylgja f framhaldinu fréttatilkynn- ingu frá Graffsku safndeild- inni í St. St. þar sem segir meðal annars þetta: Vart verður betur lýst en þegar sagt er að Dieter Roth sé eins- mannshreyfing í listinni. Hann er listamaður myndar- innar og málsins: Málari, ob- jektgerðarmaður, grafiker, bókahöfundur, bókagerðar- maður, útgefandi — með vögguprenti sínu á fimmta áratugnum var hann upp- finningamaður þess, sem f dag er nefnt „listamanna- bók.“ Jafnframt er hann kvik- myndager'ðarmaður, vídeó- og performanslistamaður sem og músfkant. Ekki svo ýkja ófárra-þjala-smiður, blandar undirritaður sér inn í gæsa- lappalausan, en þrátt fyrir það tilvitnaðan texta. í fyrsta skipti eru nú til sýnis teikni- blöð frá árunum 1944—87. Teikniverk listamannsins hef- ur fram til þessa verið nánast í „óyfirliti" vegna umfangs; einkum þó og sér í lagi vegna þess að trissumar eru út um allt, eins og þeir segja í Mos- fellssveitinni, þar sem Dieter býr einmitt einum þræðinum. Dieter Roth er svissneskur listamaður, fæddur f Hannov- er árið 1093; hann er með sterkustu listamönnum sem ísland hefur nokkru sinni átt. Morgunblaðið/Emilía Þau sýna i austursal Kjarvalsstaða: Leifur Vilhjálmsson, Sara Vilbergsdóttir, Svan- borg Mattíasdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Vinnum eins og hinir og málum þegar við getum Fjórir myndlistarmenn opnuðu samsýningu í austursal Kjarvals- staða sl. laugardag. Þetta eru þau Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Sara Vilbergs- dóttir, Svanborg Mattíasdóttir og Leifur Vilhjálnisson. Öll fjögur útskrifuðust þau úr málaradeild Myndlista- og handlða- skóla íslands vorið 1985; eftir samsýn- ingu 1986 skildu leiðir en liggja núna saman aftur þessa vordaga á Kjarvals- stöðum. Á sýningunni eru Qörutíu og níu verk sem skiptast í nokkuð jöftium hlutföllum á milli myndlistarmannanna Qögurra. Ekki verður séð af sýningunni að verkin séu efnislega samvalin eða unnin með slfkt f huga, enda neita þau flórmenningarnir því staðfastlega þegar um er spurt. „Ástæðan fyrir því að við sýnum saman nú er sú að við héldum samsýningu í Gall- erí íslensk list árið 1986. Sú sýning tókst vel og við ákváðum að stefna á aðra samsýn- ingu í framtíðinni. Sara og Svanborg héldu sfðan utan til frekara náms, Sara á Listahá- skólann í Osló, Svanboig á Jan Van Eyck- listaskólann í Maastricht í Hollandi. Um jólin 1986 var sfðan ákveðið að panta salinn héma og stíla á aðra samsýningu," segja þau í sameiginlegu svari við spumingu blaðamanns. „Það er mjög spennandi að sjá verk hvers annars eftir þennan tíma, því við höfum ekki getað fylgst náið hvort með öðm undanfarið. Það er margt sem mælir með því að sýna saman. Það er léttara og við höfum stuðning hvort af öðm, einnig er auðveldara að kljúfa allan kostnað við sýningarhaldið — þó það sjónarmið hafi reyndar ekki komið fram fyrr en eftirá — og svo er fólk misjafnlega fljótt tilbúið að sýna á stórri einkasýningu. Við emm enn á því stiginu að koma okkur á framfæri og okkur finnst gott að byija á samsýningu. Það er einnig heilmikill lærdómur í því að setja upp svona stóra sýningu. Þó höfum við öll sýnt áður, bæði á samsýningum og einnig á litlum einkasýningum í tengslum við skólana erlendis. Þá má nefna að ein mynd eftir Svanborgu fékk verðlaun á IBM- myndlistarsýningunni á Kjarvalsstöðum í fyrra.“ Aðspurð um möguleika ungra myndlistar- manna á íslandi í dag verða svörin löng og margslungin en lfklega má draga þau sam- an í þetta sameiginlega svar „Það er nauð- synlegt fyrir alla myndiistarmenn að sýna. Það gerir manni kleift að átta sig á hvar maður er staddur. En ungir myndlistarmenn lifa ekki af list sinni. Við vinnum fulla vinnu og málum sfðan í frístundum. í þeim skiln- ingi erum við frístundamálarar. Ungir myndlistarmenn á íslandi hafa þann mögu- leika að sýna, annað hvort einir eða fleiri saman, vekja á sér athygli og byija að selja verkin sín. Erlendis er þessu öðruvísi farið, þar er t.d. meira um samsýningar á vegum stofnana og hins opinbera, þar sem hægt er að leggja inn verk sem dómnefndir §alla um. Þannig felst ákveðin viðurkenning í því að eiga verk á slfkum samsýningum. Af slíku héma heima má nefna UM (ungir myndlistarmenn) sýninguna 1983 og IBM- sýninguna á sfðasta ári. Það mætti vera meira af slíku. Viðhorf fólks — almennings — til mynd- listarmanna er yfirleitt jákvætt. Sumir eru með fordóma — segja unga myndlistarmenn vera að leika sér — aðrir eru jákvæðir. Öll getum við verið fordómafull á það sem við skiljum ekki í fari annarra. Það eru viss forréttindi fólgin í því að stunda listsköpun. Ungir myndlistarmenn eiga kannski ekki að fá allt upp í hendumar en engu að sfður mega þeir njóta skilnings á vinnu sinni. Það væri t.d. gott ef við þyrftum ekki að vinna fulla vinnu meðfram myndlistinni. Það er slæmt að vinna tvöfaldan vinnudag. En okkar viðhorf mótast dálítið af því að vera búin að herða okkur upp meðan á námi stendur og reikna með því að þetta verði þungur róður. Einhveiju verður alltaf að fóma og oft verða iífsgæðin fyrir valinu. Myndlistarmenn dragast oft aftur úr í lífsgæðakapphlaupinu — þeir hafa hvorki tfma né peninga til að taka þátt í því. I þeim skilningi em ungir myndlistarmenn ekki í góðu sambandi við þjóðfélagið. En við emm ekki í neinum fílabeinstumum. Við emm útí þjóðfélaginu vinnandi eins og allir hinir og málum þegar við getum. Við emm þvf í góðu sambandi við fólkið og lífið." Með þeim orðum lýkur spjallinu sem fór fram á Kjarvalsstöðum fyrr í vikunni. Sýn- ing þeirra fjórmenninganna er opin til 8. maf f austursal Kjarvalsstaða eins og áður sagði. H. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.