Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
Á myndinni sem Chagall nefndi Birt-
ing fjölskyldu iistamannsins, sem
hann vann að 1935-47, má sjá hann
umkringdan þeim sem honum þótti
vænst um, eiginkonunni (fyrri) Bellu,
dótturinni Idu og öllum horfnu ætt-
i ingjunum. í bakgrunni má sjá tákn
gyðingdóms þeirra, engillinn með
w
AListahátíð í júní í sumar gefst
kostur á að sjá á íslandi verk
meistara Chagalls, þessa
heimsþekkta listamanns sem lést fyrir
þremur árum, á 98. aldursári. Dóttir
listamannsins, Ida Chagall, kemur með
35 málverk og teikningar, sem hún
lánar á sýningu í Listasafni íslands.
Marc Chagall lét eftir sig mikinn flár-
sjóð, því hann lagði upp úr því að hafa
í kringum sig sem flest verka sinnna
í húsi sínu „La Coline“, þar sem hann
bjó í útjaðri Saint-Paul-de-Vence við
Miðjarðarhafið, í miðjum 5 hektara
garði með stórum furutrjám. Þar hafði
hann hengt upp margar frægustu
myndir sínar. Enda þurfti hann ekki
lengur að hugsa um að selja meðan
greiddar voru fúlgur fyrir hvert verk
sem hann lét frá sér. En varla var
hann látinn á árinu 1985 þegar Vava
konan hans þurfti að taka ofan af
veggjum í setustofunni sinni málverk
sem hún hafði hengt þar upp og haft
fyrir augum í 20 ár. Franska ríkið hafði
valið upp í erfðaskattinn þessi meistara-
verk aldarinnar meðal 500 annarra
málverka, teikninga og leirmuna. En
gnægð var eftir, og nú fáum við að sjá
ofurlítið brot af því. Og er það stór
viðburður í íslensku myndlistarlífí.
Fram í andlátið safnaði Chagall i
kring um sig málverkum sínum og
myndum. Hér situr hann i setustofu
þeirra hjóna á tíræðisaldrí. Á veggj-
um má sjá tvær af frægum myndum
hans, sem ríkið kaus sér upp í erfða-
skattinn, Þökin og Brúðhjónin við
Eiffeltuminn.