Morgunblaðið - 30.04.1988, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.04.1988, Qupperneq 8
CfA gg SSP. t JÍH^A. .OF. flUÖAOfíAÖUfi 8 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 SIGRÚN VALBERGSDÓTTIR Starfið byggist á hugsjón en verður ekki rekið á henni einni Bandalag íslenskra leikfélaga heita samtök áhugaleikfélaga um land allt og hefur þaó innan sinna vébanda 84 leikfélög. Á vegum Bandalags leikfélaga voru frumsýnd 43 leikrit víðsvegar um landið í vetur. Skrifstofa Bandalagsins er í Reykjavík og framkvæmdastjóri þess er Sigrún Valbergsdóttir. Vegna starfa sinna fyrir Bandalagið hefur Sigrún góða yfírsýn yfír starfsemi áhugaleikfélaganna í landinu á undanförnum árum og ákveðnar skoðanir á tilgangi þeirra og árangri. Við settumst niður á skrifstofu hennar eitt síðdegi í fyrri viku og ræddum saman. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga. Yetrarstarfi leikfél- aganna fer nú senn að ljúka. Það liggur fyrir að af þessum fjörutíu og þremur uppfærslum í vetur voru þrír fjórðu hlutar íslensk verk og einnig var um ellefu frumupp- færslur að ræða bæði á þýddum verkum og nýjum íslenskum. Sjö bamaleikrit vom sett upp og þijú unglingaleikrit. Það færist heldur í vöxt að leikfélögin flylji barnaleikrit. Aukín samkeppni er til góðs Þegar rætt er um áhugaleik- starf getur verið um svo marga þætti í skapandi starfi að ræða. Sviðið er mjög breitt og afrakstur leikársins er nærri jafn fjölbreyttur og félögin eru mörg. Þróunin und- anfarin ár hefur verið bæði jákvæð og neikvæð. Aukin Qölmiðlun, myndbönd og sjónvarp, hafa haft neikvæð áhrif en þó aðeins um stundarsakir. Það sem er jákvætt er að aukin samkeppni við aðra miðla hefur hvatt fólk til dáða og fengið það til að leita nýrra leiða. Á síðustu árum hafa orðið ýmsar breytingar. Þróunin hefur verið sú að áhugi félaganna á frumsömdu íslensku efni eða frumflutningi á þýddum verkum hefur aukist til muna. Þá hefur einnig færst í vöxt að félögin efni til bókmenntakynn- inga. Þar hefur oft verið um meira en beinan upplestur að ræða, jafn- vel sviðsettar kynningar á verkum eins höfundar, sem mynda leik- ræna heild. Það hefur einnig auk- ist að félögin fái höfunda til að skrifa fyrir sig verk. Stundum er efni slíkra verka staðbundið, stundum ekki. Efnið er oft sótt í sögu eða samtíma heimabyggðar- innar sem gerir sýninguna áhuga- verðari fyrir áhorfendur. Dæmi um þetta tvennt eru t.d. leikritin Síldin kemur og sfldin fer og Engin mjólk og enginn sykur. Þá eru félagar í leikfélögunum iðnir við að lesa erlend verk og láta þýða fyrir sig. Allt er þetta svar leikfélaganna við harðnandi samkeppni við aðra fjöl- miðla. Tilfínning mín er sú að leik- félögin séu að jafna vogarskálam- ar og muni á næstu árum fjölga áhorfendum frá því sem verið hef- ur síðustu tvö árin. Áhorfendum fjölgar aftur Áhorfendatölur síðustu ára eru á þann veg að 1984-1986 fækkaði áhorfendum að meðaltali. 1987 stóðu tölur í stað frá árinu á und- an. Ég er sannfærð um að þegar þetta leikár verður gert upp hafí áhorfendum Qölgað. Áhugaleik- félögin hafa því brugðist hratt og vel við, lagað sig að 'oreyttum að- stæðum og munu líklega koma sterkari út fyrir bragðið. Mynd- bandavæðingin hafði þau áhrif að leikfélögin hugsuðu: Við tökum það sem hæstur styrkur fæst út á þ.e. íslensk verk sem aftur er mest- ur áhuginn fyrir meðal áhorfenda. Þannig brúuðu félögin bilið fjár- hagslega og lögðu grunninn að framhaldinu. Ein skýring á þessum skjótu og skynsamlegu viðbrögðum er stór- aukinn áhugi meðal fólksins í leik- félögunum á möguleikum til menntunar og fræðslu í leiklist og leiklistargreinum. Á hverju sumri er stór hópur fólks sem eyðir frítíma sínum og íjármunum til að sækja námskeið til Norðurland- anna og víðar. í sumar t.d. eru fímm leiklistamámskeið í boði auk þriggja leiklistarhátíða og eru þau haldin í Danmörku, Svíþjóð, Ung- verjalandi og Póllandi. Bandalagið sjálft gengst einnig árlega fyrir námskeiðum af ýmsu tagi og loks efna leikfélögin sjálf oft á. tíðum til námskeiða á hverjum stað fyrir sig. Börnin áhorfendur framtíðarinnar Samstarf leikfélaganna á hverj- um stað við aðrar greinar menn- ingarstarfsemi verður einnig sífellt veigameira. Þar má t.d. nefna sam- starf við tónlistarfólk og tónlistar- skóla, en krafan um Iifandi tónlist í leiksýningum verður sífellt sterk- ari. Samvinna leikfélaganna og skólanna hefur einnig færst í vöxt og er mjög mikilvæg, því þannig má vekja áhuga bama og unglinga fyrir leiklistarstarfí og leikhúsi al- mennt. í þessu samhengi má nefna sfaukinn fjölda sýninga áhugaleik- félaganna fyrir böm og er þar um heilan kapitula að ræða útaf fyrir sig. Það er t.d. athyglisverð stað- reynd að í Reykjavík og nágrenni hafa áhugaleikfélögin að mestu leyti tekið að sér þetta sjálfsagða hlutverk gagnvart bömunum; hlut- verk sem felst í því að ala upp leikhúsáhorfendur framtíðarinnar. Aftarlegast á merinni í leiklist- arstarfí áhugaleikfélaga er að mínu mati það sem snýr að leik- mynd. Þar er oft verið að vinna með lausnir og aðferðir sem gengu úr sér fyrir 10-20 ámm. Maður tekur oft eftir því að þegar leik- félögin leita að leikriti til uppsetn- ingar er oft falast eftir einhveiju sem hefur bara eitt svið. Þama er oft um vankunnáttu að ræða, mörg svið geta verið einfaldari í framkvæmd en eitt, ef lausnin er nægilega einföld og snjöll. Óvant leikhúsfólk þekkir kannski ekki leiðina að slíkum lausnum. Þama kemur til kasta atvinnumannanna — leikstjóranna sem félögin ráða til sín — að vera starfi sínu vaxnir og kunna skil á þessum þáttum vinnunnar. Nýjar leiðir Það er ljóst að starf áhugaleik- félaga skapar sér aldrei merkan sess ef reynt er að apa eftir at- vinnuleikhúsunum. Fyrsta svarið er að gera eitthvað sem alls ekki er hægt að gera í atvinnuleikhúsi — eða öllu heldur gera það sem áhugaleikarar geta einungis gert. Við höfum atvinnuleiklist alls stað- ar fyrir augunum, í sjónvarpi, kvik- myndum, myndböndum og leik- húsunum. Áhugaleikfélögin þurfa að fínna sér innihald og form sem skapar áhuga. í þessu sambandi má nefna að félagsheimilin eru oft á tíðum óhentug leikhús. Stundum eru þau of fín, stundum eru þau of lítil og stundum henta þau ekki efni verkanna. Stundum má fínna aðra staði sem henta jafn vel eða betur. Tökum nýlegt dæmi frá Hvolsvelli. Þar er ekkert félags- heimili. Engu að síður réðst leik- félagið á staðnum í að setja upp leiksýningu. Leikhúsið var gömul og ónotuð saumastofa kaupfélags- ins. Þama settu þau upp Sauma- stofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Þama var gerð tilraun með form sem hentaði innihaldinu frábær- lega. Skilningur á möguleikum í leikhúsi eykst fyrst og fremst með því að fólkið fái fjarlægð á eigin verk og hafí tækifæri til að sjá hvað aðrir eru að gera. Þar koma námskeið og leiklistarhátíðir til sögunnar. Áhugaleikfélögin eru alls staðar Hlutverk áhugaleikfélags er fyrst og fremst tvenns konar. í fyrsta lagi er um að ræða menning- arstarfsemi og í öðra lagi er um að ræða félagsstarfsemi. Ég hef einnig tekið eftir því að þetta tvennt fylgist að. Því lengra sem félagið er komið félagslega og því betur sem það er skipulagt, því stærri sess skipar það menningar- lega. Það er svo staðreynd að starf- semi eins leikfélags byggist oft á framlagi einnar eða örfárra mann- eskja. Eg tek eftir því í gegnum starf mitt hvaða áhrif það getur haft þegar fólk flyst úr einum stað í annan. Það getur þýtt dróma eins félags en verið lífgjafi annars. Ég veit einnig dæmi þess að fólk hafí ákveðið búsetu sína eftir orðspori leikfélagsins á staðnum. Gott og öflugt leikfélag getur þannig laðað til sín skemmtilegt og lífsglatt fólk úr öðram byggðarlögum. En á sama hátt og driffjaðrir sumra leikfélaga era fáar era önnur leik- félög sem hafa fjölda virkra félaga. Áhugaleikfélög hljóta alltaf að byggja starfsemi sína á þvi að sýna fyrir áhorfendur. Það er ekki hægt að stilla dæminu upp þannig að með harðnandi samkeppni við flölmiðla eigi leikfélögin að snúa sér meira að félagslega þættinum í starfí sínu. Sköpun leikhússtarfs krefst áhorfenda. Á sama hátt og rithöfundur þarf lesendur að verk- um sínum, þarf leiklistin áhorfend- ur. Það er vegna öflugs áhugaleik- starfs um allt land í áratugi sem þetta listform er aðgengilegt fyrir alla þjóðina. Skilningur þjóðarinn- ar á leiklist er sameigjnlegur, hann skiptist hvorki eftir stéttum eða búsetu. Það þykir alls staðar sjálf- sagt að það sé leikfélag á staðnum. Allir sem vilja fá skapándi útrás og taka þátt í slíku starfi hafa aðgang að leikfélagi, hvar á landinu sem þeir era niðurkomnir. Skrifstofan er tengiliðurinn Skrifstofa BÍL er nauðsynlegur tengiliður í öllu þessu starfí. Skrif- stofan er þjónustumiðstöð leik- félaganna, með einu símtali geta þau pantað leikrit, leikstjóra, smink, Ijósabúnað og fengið ráð og ráðgjöf um allt er lýtur að starfí þeirra. Þetta byggist auð- vitað á því að hér starfí fagfólk á sviði leiklistar. Fagfólk sem þekkir bæði til starfs áhugaleikfélaganna og býr yfír kunnáttu í leiklistar- starfi. Hlutverk skrifstofunnar er einnig að horfa fram á veginn fyr- ir hönd leikfélaganna og líka að slást um peninga hins opinbera í samvinnu við stjóm Bandalagsins. Þá þurfum við hér á skrifstofunni að fylgjast með því sem er að ger- ast erlendis og koma þeim upplýs- ingum áfram til leikfélaganna. Þar er t.d. um að ræða leiklistarhátíð- imar og námskeiðin sem áður vora nefnd. Þjónusta við menningar- starf í landinu Skrifstofan héma sinnir ekki bara leikfélögum í Bandalaginu. Hingað leita allir sem starfa að einhvers konar áhugaleiklist í landinu, hvort sem það era kvenfé- lög, skólafélög, skólayfírvöld, starfsmannafélög, unglingaleik- hópar eða Lionsmenn og þannig mætti áfram telja. Það hefur sífellt færst í vöxt að hingað sé leitað. Mér fínnst mjög mikilvægt að þetta komi fram því fólk gerir sér áreiðanlega ekki almennt grein fyrir þessu hlutverki skrifstofúnn- ar. En þróunin hefur verið sú að í gegnum þessa skrifstofu, þar sem aðeins starfa tvær manneskjur, er ákveðinn hluti af menningarstarfi þessarar þjóðar þjónustaður. Skrif- stofan heftir engan fjárhagslegan ávinning af því að þjónusta þá sem ekki era í Bandalaginu en mér fyndist það ábyrgðarhluti að vísa öllum frá sem hingað leita eftir upplýsingum og ráðgjöf, bara fyrir það eitt að vera ekki í Bandalag- inu. Því það er ekki í neitt annað hús að venda fyrir þessa aðila. Hingað hafa t.d. leitað unglingar sem vilja stofna leikhópa. Ef þeir væru krafðir um gjald fyrir þjón- ustuna væri strax búið á loka á þá öllum dyram. Styrkur til reksturs þessarar starfsemi frá hinu opinbera er lítill og það er tæpast hægt að leggja meira á leikfélögin. Stundum fínnst mér þetta einna helst líkjast sendiráði, þegar síminn glymur samtímis frá einu eða. fleiri löndum og straumurinn af fólki, ungling- um og börnum er stöðugur héma inn og út. Það er hugsjón að baki þessu starfí, sú hugsjón sem býr að baki allri áhugaleikstarfsemi í landinu; þessari sömu hugsjón er haldið á lofti með því að hafa hér opnar dyr fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa að leiklist. Hins vegar verður hvorki þessi skrifstofa né nokkurt áhugaleikfélag rekið af hugsjóninni einni saman." H. Sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.