Alþýðublaðið - 16.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.10.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fyrír Templara, Fyrir Templara. Hlutavelta st. Skjaldbreið nr. 117 fer fram á morgun, sunnud. 17. okt. kl. 7 e. h. í G.-T.-húsinu. Margir göðir munir, þar á meðal málverk, vasaklukka og margt fl., sem oflangt yrði upp að telja. — Tekið á móti munum í Goodtemplara-húsinu í :: dag og til hádegis á morgun. :: Fyrir Templara. - Fyrir Templara. Takið eftir. Hin ágæta skósverta »Gljái*. ásamt fleiri vöruteg- undum, er m5 komið í verzl. borgarinnar. — »Gljái« fæst í dósum af mismunandi stærðum, sem er mjög hentugt fyrir smærri og stærri heimili. — Skrif- legar pantanir eru þakksamlega mótteknar. — Llka tekið á móti þeim í síma 'T'22. . N: I Hinar íslenzku efnasmiðjur, Reykjavík. Túngötu 2. £XMSK.PArJ£t (#\S^SA I E .8. Snðurland fer héðan til Vestfjarða föstu- dag 22 okt. Viðkomustaðir: Sandur, Ólafs- vík, Grundarfjörður, Patreksfjörð- ur, Dýratjörður, ísafjörður. A heimleið: Önundaríjörður, Dýrafjörður, Bíldudalur, Patreks- fjörður, Flatey, Stykkishólmur og Ólafsvík. andinn, Amerisk /andnemasaga. (Framh.) Sá, er sfðast hafði komið, var ekki sfður einkennilegur, en for- ingi hestaþjótanna. Hann var hár maður, sem teymdi eftir sér gaml- an og haltan jálk, og á eftir þeim kom Iítill svartur, luralegur hundur. „Sko“, mælti ofurstinn, „þetta er Nathan blóðugi. Þarna kemur hann nó með hest sinn i taumi og ber byrgðar hans á baki sér. Maður hlýtur að kenna í brjóst um Nathan gamla'. Þegar maður þessi nálgaðist, sá Roland, að hár og magur lík- ami hans var vaflnn skinnum, jafpvel hattur hans var saumaður úr ósútuðu skinni. Ytri föt hans voru líkari poka en klæðum og voru þau þakin bótum og pjötl um með öllum regnbogans litum og af ýmsum stærðum. Hann reiddi langa byssu um öxl og bar hníf í belt.i sér, en hvorttveggja var illa hirt, í utliti þessa manns, sem var tæplega fimtugur, var svo mikil villimenska, að það virtist réttlæta hið hræðilega nafn hans. En þegar Roland gáði bet- ur að, kom honum til hugar, að nafnið væri ekki gefið honum f tllefni af vígahug hans og grimd, heldur miklu fremur til þess að henda gaman að honum. Andiit hans var nærri því eins veðurbitið og íöt hans; nefið langt og bogið. Hakan var framstæð, munnurinn, sem var stór, klemdur saman og ekki laust við þung- lyndisdrætti kringum hann, augun stór og tinnusvört voru góðleg og meinleysisleg. Jafnvel göngu- lagið, þegar hann kom höktandi upp brekkuna, var klunnalegt og hikandi, eins og hann byggist við hæðni og frýjunarorðum. Auk þess bar það, að hann bar stóran skinnstranga á bakinu til þess að létta á klárnum, vott um hugar- far, sem ekkert ilt gat loðað við. Lttli svarti hundurinn hans var sýnilega raggeit, því hann skreið milli fóta hestsins, og virtist með skottinu, sem ýmist drógst með jörðinni eða difaði ögn til, vera að biðja félaga sína úr víginu vægðar. Roland vissi ekkí, hvort hann álti heldur að kenna í brjóst um manninn, eða taka undir hlátur hinna. Ef til vill hefði hláturinn náð yfirtökunum hjá Roland, ef augnatillit Nathans, sem hann sýnilega ætlaði að reyna að láta hafa áhrif á það, að menn létu vera að hæða hanm hefði ekki afmáð brosið af vöruru hins unga hermanns. „Þarnal" hrópaði Tom Bruce og sló á herðar Hrólfi, „þarna er maður, sem þú getur reynt kraft* þína á". „Eg ét hann með haus oZ halal" æpti Öskur-Hrólfur. „Hald- ið í frakkalöfin mín þegar eg gleypi hann!“ Þegar hann sagði þetta, stökk hann ýmist upp í loftið eða út undan sér eins og fælinn foli, og loks skeiðaði hann á móti Nathan. sem var dauðhræddur, og hneggj' aði svo að hvein í. Alþbl. kostar I kr. á mánuöi- Ritstjórl og ábyrgfiarmaðor: Ólafur Friönknon. PrentsmiAjan Gntenberp,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.