Alþýðublaðið - 16.10.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.10.1920, Blaðsíða 1
O-efiO j&ib jaf .áLlþýOufloklauuiiL. 1920 Laugajdaginn 16. október. 238. tölubl. Sósíalistar og* kommúnistar. (NI) Aðalmunurinn á sósíalistum og kommúnistum er þá þessi, að só- síalistar (jafnaðarmenn) vilja taka framleiðslutækin smátt og smátt, ©g greiða þau að fuilu, en kom- •múnistar vilja taka meirihluta þeirra í einu, eða á mjög skömm- um tíma, og þeir vilja-gera þau íjpptæk án þess að verð komi fyrir, því þeir segja að það sé að féttu lagi þjóðin (almenningur) sem eigi þau (sbr. það sem sumir segja: Guð á allar eignir, og það verður að fara þannig með þær að almenningur njóti þeirra, en ekki einstakir menn), Kommúnist- ar afnema þó ekki eignarréttinn á þvf, sem í beinásta skilningi er eignarréttur einstaklinganna, svo -sem það sem hver framleiðir sjálf- «r, eða það sem hann þarf til persónulegrar notkunar, svo sem fatnað, nauðsynlega búsmuni o s.frv. Sósfalistar hafa með sér alþjóða- félagsskap, sem nefndur er 2. al- þjóðafélagið (2. Internationale), en kommúnistar hafa með sér alþjóða- ^élagsskap sem nefndur er 3. al- þjóðafélagið (3 Internationale) og stendur stríð um það í verka- *nannaflokkum í flestum löndum, fcverju aiþjóðasambandinu þeir eigi að fylgja- Danski verkamanna- *okkurinn er í 2. aþjóðasamband- 1«u, en sá norski er f 3. alþjóða- samb. (alþjóðabandalagi kommún- ista) Bæði alþjóðafélögin hafa haldið uQdi eða þing á þessu sumri. "afa komtnúnistar sett mjög ströng ski|yr9í fyrir. upptöku í alþjóða- ,e'Bgsskap sinn, meðal annars að Pe*>" flokkar, sem í honum væru tækju upp kommúnistanafnið og íækju alla verkamannaforingja frá Völdum, sem ekki játuðu skilyrð ^laust stefnuskrá kommúnista. ^efir staðið mikil deila um það í ^"sum vei kamannaflokkum hverju a Pjóðafélaginu þeir eigi að fylgja, og stendur sú deila yfir enn, meðal annars í flokki óháðra jafnaðar- manna í Þýzkalandi. Heldur sá flokkur allsherjarþing í þessum mánuði í borginni Halle, og verð- ur þá tekin ákvörðun um hverri stefnunni eigi að fylgja. Háfa tveir af aðalstjórnendum 3. aiþjóðafél., þeir Sinovjeff og Bucharin, boðað komu sína þangað. og beðið þýzku stjórnina um vegabréf. €rle»9 síraskeytt. Khöfn, 15. okt. Heimastjórnarlög Irlands. Símað er frá London, að neðri málstofa brezka þingsins komi saman á þriðjudaginn kemur, og byrji þegar að ræða um heima- stjórnarlögin. Pýzka prentaraverkfallinn lokið Símað frá Berlín, að Berlínar- bjöðin séu nú aftur farin að koma út. Árás á póiitík Lloyd George. Blaðið Matin ræðst mjög að pólitík Lloyd Georgé. Fnndnr óháðra jafnaðarmanna. óháðu jafnaðarmennimir þýzku halda þing f Halle til þess að ræða um afstöðu sfna til 3. al- þjóðasambands verkamanna (bolsi- víka). Apabit. Símað er frá Aþenu, að uppá- haldsapi Alexanders konungs hafi bitið hatín nýlega, og liggi hann fyrir dauðanum. Hlntaveltn fyrir temþlara held- ur st. Skjaldbreið á morgun, sem sjá má af auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. toiliirmn á . Það hefir flogið fyrir hér.á landi, líklega tekið eftir norskum blöð- um, að saltfiskstollur hefði hækk- að allmikið á Spáni, eða alt að 26,50 procent. Nokkuð er að vísn hæft í þessu, en þó ekki það, að tollurinn hafi hækkað. Utanríkis- máladeild Noregs gerði fyrirspurn um þetta til sendiherra sfns í Mad- rid, og fékk það svar, að tollur- inn hefði ekki verið hækkaður, en að fregnin um hækkun mundi stafa af mismuninum á verðgildi gull- og pappírspeninga sömu myntar. Samkvæmt spönskum lög- um 20. marz 1906 á sem sé að greiða inn- og útflutningsgjöld f gulli, og vegna þess að verðmun- ur á gull- og pappírspeningum (spönskum) er nú 26,71 procent, verður að slengja þessu gjaidi of- an á spanskar tollgreiðslur — einnig af saltfiski — svo framar- lega að þær séu greiddar í papp- írspesetas (spánskri mynt). JErlencl mynt. Khöfn 15. okt. Sænskar krónur (100) kr. 142,00 Norskar krónur (100) — 98,75 Dollar (1) — 7,24 Pund sterling (1) — 25,13, Þýzk mörk (100) — 10,50 Frankar (100) — 47.25 Reventlow greifi> hinn frægi þýzki blaðamaður og stjórnmálamaður, hefir nýlega yf- irgefið blaðið „Deutsche Tagezei- tung" og hefir stofnað nýtt blað er byrjaði að koma út 1. október og heitir „Der Reichswart".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.