Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 19
jttwgmiMaMb /IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 3. MAÍ 1988 B 19 KNATTSPYRNA / ENGLAND i- ' ^ !liS| 1111 i§j ÉBi Tony Cascario, miðheiji Millwall til vinstri leikur i 1. deild á nœsta keppn- istímabili. Lawrenson í efsta og nedsta sæti! Mark Lawrenson vann titilinn, en féll samt. Portsmouth, Oxford og Watford féllu. Millwall í 1. deild - ÞETTA keppnistímabil hefur verið undarlegt hjá Mark Lawrenson. Hann er meistari með Liverpool, én hann lók með liðinu framan af keppn- istímabilinu, en tók svo við Oxford sem framkvæmda- stjóri. Það gekk ekki eins vel því Oxford fóll í 2. deiid ásamt Portsmouth og Watford. Eftir leikina í gaer er ljóst hvaða lið falla í 2. deild. Þijú af ný- legn liðum 1. deildar féllu. Portsmo- uth eftir aðeins eitt ár í 1. deild, Oxford féll eftir þriggja ára veru í 1. deild og Watford féll eftir 6 ár í deildinni. Portsmouth, sem var eina liðið af þessum þremur sem gat bjargað sér, tapaði fyrir Newcastle á heima- velli, 1:2. Mick Quinn skoraði eina mark Portsmouth, en áður höfðu þeir Kenny Scott og Tony Lormor skorað fyrir Newcastle. Oxford tapaði fyrir Manchester United á heimavelli, 0:2. Gestimir brenndu af tveimur vítaspymum. Jesper Olsen og Peter Davenport misnotuðu vitaspymumar, en Viv Anderson og Gordon Strachan skor- uðu mörk United. Þá eru kjallaramál 1. deildar komin á hreint, nema hvað varðar úrslita- keppnina. Ekki er ljóst hvort það verður Charlton eða Chelsea sem þarf að leika um fall í 2. deild. Láð- in mætast á laugardaginn, en Charlton nægir jafntefli í þeim leik. Jafnt hjá Uverpool Láverpool fékk afhendan bikarinn fyrir sigur í 1. deildinni fyrir leik liðsins gegn Southampton á An- fíeld. En þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættir voru á Anfield fengu ekki að sjá sigur hjá sínum mönn- um. John Aldridge náði forystunni fyrir Liverpool með 28. marki sínu í vet- ur, en Rodney Wallace jafnaði fyrir Southampton í síðari hálfleik, 1:1. Leroy Rosenior átti eftirminnilegan leik fyrir West Ham sem sigraði Chelsea 4:1. Hann skoraði tvö mörk í fyrri háifleik, en fékk rauða spjald- ið í þeim síðari fyrir að slá Steve Clarke. En það breytti engu fyrir West Ham því Paul Hinton og Tony Cottee bættu tveimur mörkum við. Mark Reid átti einnig undarlegan leik með Charlton gegn Tottenham, en leiknum lauk með jafntefli, 1:1. Hann átti sök á marki Tottenham sem Steve Hodge skoraði, en baðst afsökunar þremur mínútum sfðar er hann skoraði úr vítaspymu. Mlllwall í 1. deik) Millwall tryggði sér sæti í 1. deild- inni í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á Hull á útivelli, 0:1. Það var Kevin O’Callaghan sem skoraði sigurmark Millwall á 11. mínútu. Það eru tvö lið sem fara beint upp í 1. deild, en liðin sem hafna í 3.-5. sæti fara í úrslitakeppni, ásamt lið- inu sem hafnar í flórða neðsta sæti 1. deildar, um eitt laust sæti í 1. deild. Mark Lawrenson ■ Úrsllt/B14 ■ 8taAan/B14 LAUGARDAGUR Gott að heyra ekki í áhorfendum á Stamford Bridge - sagði John Bames, knattspyrnumaður ársins, sem lét ókvæðisorð sem vind um eyru þjóta JOHN Barnes, sem enskir íþróttablaöamenn kusu knatt- spyrnumann órsins um helg- ina, ótti stórleik með Liverpool gegn Chelsea ó laugardaginn. Margir áhorfendur kunnu samt ekki að meta snilldina — kyn- þáttafordómarnir voru allsráð- andi á pöllunum. Barnes lót ekkert raska ró sinni. „Það jó- kvæða við Stamford Bridge er að áhorfendur eru svo langt í burtu að maður heyrir ekki í þeim,“ sagði Barnes, sem var valinn maður leiksins. Gordon Durie náði forystunni fyrir heimamenn á 72. mínútu úr umdeildri vítaspymu, en Bames jafnaði þremur mínútum síðar úr aukaspyrau af um 20 metra færi. Fjórum mínútum fyrir leikslok fékk Liverpool vítaspymu á silfurfati, en Kevin Hitchcock varði frá Peter Beardsley — fyrsta vítaspyma Liverpool í vetur, sem fer forgörð- um. „Þegar ég var hjá Mansfíeld varði ég að meðaltali annað hvert víti. Ég vona bara að ég hafi forðað okkur frá falli með þessari markvörslu," sagði Hitchcock og bætti við að hann fylgdist vel með vítaskyttum annarra liða. „í sjón- varpinu sá ég Beardsley taka víti fyrr í vetur og gerði ráð fyrir að hann færi nú eins að — og sú varð á raunin,“ sagði markvörðurinn. Oxford kvaddl Sfðan í ágúst hefur legið í loftinu að Oxford, sem hefur verið í 1. deild undanfarin þijú ár, myndi falla, en á laugardaginn varð það endanlega ljóst, er liðið tapaði 3:1 fyrir Newcastle. Anthony Loromer, sem er aðeins 17 ára og lék sinn fyrsta leik, gerði fyrsta markið, Michael ONeill bætti öðra við og Paul Goddard rak smiðshöggið á sigur Newcastle, en Les Phillips átti síðasta orðið. Peter Davenport var maður leiks- ins, er Manchester United vann QPR 2:1. Hann lagði upp hvert marktækifærið á eftir öðra og átti heiðurinn að sigurmarkinu — sjálfs- marki Pauls Parkers undir lokin. Steve Brace gerði fyrra mark Un- ited, en Alan McDonald jafnaði. Charlton hefur aðeins tapað einum leik af síðustu níu og verðskuldaði jafntefli við Everton. Útlitið var samt ekki bjart, þegar Trevor Ste- ven skoraði úr vítaspymu fyrir heimamenn 13 mínútum fyrir leiks- lok. En leikmenn Charlton tvíefld- ust við mótlætið og Steve Mac- Kenzie jafnaði mfnútu sfðar. MethjáShllton Peter Shilton, markvörður Derby, lék sinn 825. deildarleik, sem er met í Englandi. „Þegar ég hætti eftir tvö ár, getur verið að þetta met verði mér kært, en nú skiptir öllu að hjálpa til við að halda Derby í 1. deild,“ sagði Shilton eftir 1:1 jafnteflið gegn Watford. Nigel Cal- laghan skoraði fyrir gestina á 10. mínútu, en Iwan Roberts jafnaði fyrir Watford skömmu fyrir hlé. „Við höfum fengið tvær hæpnar vítaspymur dæmdar á okkur í sfðustu tveimur leikjum og slfkt gerir eki annað en bijóta menn nið- ur,“ sagði Alan Ball, stjóri Portsmo- uth, eftir 1:0 tapið gegn Coventry. Brian Kilcline gerði eina mark leiks- ins úr vitaspymu á 17. mínútu. Nottingham Forest og Wimbledon gerðu markalaust jafntefli. Heima- menn höfðu undirtökin en fóra illa með góð marktækifæri. John Fas- hanu, Terry Gibson og Alan Cork léku ekki með Wimbledon. Bonds skoraðl tvívegls „Ég vona að þessi mörk verði ekki til að senda West Ham í 2. deild. Ég fæddist rétt hjá Upton Park og var fastagestur á leikjum West Ham. Það yrði slæmt fyrir 1. deild að vera án West Ham,“ sagði Ke- vin Bonds, fyrirliði Southampton, sem gerði bæði mörk Southampton á síðustu 16 mínútunum f 2:1 sigri gegn West Ham. Cottee gerði mark gestanna á 59. mfnútu. „Við getum sjálfum okkur um kennt,“ sagði Dave Stringer, stjóri Norwich, eftir 2:2 jafntefli gegn Luton. Heimamenn komust f 2:0 með mörkum frá Drinkell og Put- ney, en ungu strákamir f Luton gáfust ekki upp og jöfnuðu á þrem- ur sfðustu mfnútunum. Fyrst skor- aði Mark Stein og Wilson jafnaði á lokamínútunni. ■ Úrsllt/B14 ■ Staðan/B14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.