Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Guðað á skjáinn Sam „Stjörnubjartur“ Neill Sam Neill heitir hann. Hann er kvennamaður á hvíta tjaldinu en rómantískur draumóramaður í einkalífi. Hann er einn af fremstu og sannarlega einn af þekktustu kvikmyndaleikurum Ástralíu en líklegast þekkja íslenskir sjón- varpsáhorfendur hann best úr breska myndaflokknum um meist- aranjósnarann Reilly. Hann hefur leikið í nokkrum góðum myndum („My Brilliant Career") og slæmum („Omen III") eins og gengur og gerist en líklega hefur honum hvergi vegnað eins vel og i sjón- varpi. Nýjasti myndaflokkurinn með honum er nú sýndur hjá ríkis- sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum þessar vikumar en hann heitir Kúrekar í Suðurálfu („Robbery Under Arms"). í honum leikur Neill enn einn ævintýramanninn, kaptein Stjömubjart. Myndaflokkurinn, sem ku vera sá dýrasti sem gerður hefur verið niðri í Ástralíu, er í sex hlutum og íjallar um bófaforingjann Stjömu- bjart og þann óvenjulega glæp hans að stela hundruðum nautgripa og flytja langa og stranga vegu um merkur Ástralíu til kaupand- ans. 0g eins og kannski mátti bú- ast við gengur ekki allt eins og í sögu hjá Stjömubjarti og félögum hans. Sam Neill er raunar ekki fæddur Ástrali. Hann fæddist á írlandi fyrir réttum 40 árum en þegar hann var sjö ára flutti flölskylda hans til Nýja-Sjálands. Sam litla var mikið strítt í skóla í nýja landinu, bæði var hann lítill og Sam Neill í hlutverki S^ömu- bjarts í myndaflokki ríkissjón- varpsins. væskilslegur og talaði með írskum hreim, en það sem gerði útslagið var að hann stamaði. Hann mátti því beija frá sér, slást og rífast frá byijun. Það var ekki fyrr en hann varð 14 eða 15 ára sem hann rak af sér slyðruorðið þegar leikfélag- amir fóru að leika sér í klettum og róa niður straumharðar ár. Sam litli reyndist vera sá hugaðasti í hópnum og fór létt með það sem aðrir ekki þorðu. Um svipað leyti hætti hann að stama. Honum þótti frá unga aldri óskaplega gaman að fara í bíó og þegar kom að því að hann þurfti að ákveða hvað hann ætlaði að verða f lífínu datt honum ekkert annað í hug en að verða leikari. Sem var nokkuð erfítt mál á Nýja- Sjálandi á þeim árum því enginn leiklistarskóli var í landinu öllu. Hann hafði ekki efni á að koma sér eitthvað annað svo hann kom sér í samband við leikhús og leik- húsmenn og ferðaðist með leik- hópum um landið og yfir til Ástr- alíu. Hann fór fljótlega að leika í bíó- myndum en frægð hans náði aldrei útfyrir heimalandið og Ástralíu og Sam Neill gæti vel verið óþekktur ennþá ef ekki hefði komið til fræg- ur, frábær breskur leikari að nafni James Mason. Hann sá mynd með Sam Neill og þótti svo varið í hann að hann einsetti sér að koma hon- um áfram á leiklistarbrautinni. Þar með var framtíð Neills tryggð. Það er ofsögum sagt að Sam Neill sé á góðri leið með að standa jafnfætis stórstjörnum eins og Rob- ert Redfords og Clint Eastwoods enda er honum ekkert sérlega umhugað um að vera stjama. Hann hefur mjög gaman af að ferðast og gerir það mikið vegna vinnunn- ar en langskemmtilegast þykir hon- um að vera úti í náttúrunni. í einn mánuð á ári dregur hann sig f hlé og fer til Skotlands með konunni sinni, syni og tjaldi og slappar af í einveru við náttúruskoðun og veiðar. — ai. MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson VÉLABRÖGÐ REYNOLDS SPENNUMYND SHARKY’S MACHINE ★- ★ ★ Leikstjóri: Burt Reynolds. Handrit: Gerald Di Pego, byggt á samnefndri skáldsögu e. Will- iam Diehl. Kvikmyndatöku- stjóri: William A. Fraker. Tón- list: Snuff Garrett. Aðalleik- endur: Burt Reynolds, Rachel Ward, Vittorio Gassman, Brian Keith, Charles Durning, Earl Holliman, Henry Silva, Darryl Hickman Bemie Casey, Ric- hard Libertini. Stereo. Bandarisk. Warner Bros 1981. WHV 1983. Steinar 1988. 118 min. Sharky’s Machine hefur elst hálf illa, rétt eins og stjaman sjálf. Annars er það viðbúið að ofbeldismyndir gangi fljótt úr sér, meginkappsmál þeirra flestra er nefnilega að slá næstu mynd á undan út í hverskyns bellibrögð- um, misþyrmingum og kjafthætti. Enda hafa tiltölulega fáar „löggu- og-glæpona-myndir“ síðustu ára- tuga orðið sérstaklega minnis- stæðar, að maður tali ekki um sígildar. Sharky’s Machine var mun betri afþreying fyrir fímm ámm, er hún var sýnd í kvikmyndahúsi, en í dag. Enda framþróuniii mik- il. Tökum sem dæmi Stakeout, sem fjallaði um svipað efni og var ein vinsælasta myndin á síðasta ári. Maskínan hans Sharky stenst illa samanburðinn. En þá vaknar líka önnur spuming: hvaða augum lítum við Stakeout að fímm árum iiðnum? Hér er Reynolds f sínu besta formi, bæði framan sem aftanvið tökuvélamar. Sharky’s Machine er, þegar öllu er á botninn hvolft, að öllum líkindum heilsteyptasta leikstjóraverk Reynolds, (þó svo ég hafí lunkið gaman að The End). Hraður og hrottafenginn þriller frá upphafí til enda með mörgum, forvitnilegum persón- um. Nokkur átakaatriðin prýðis- vel úr garði gerð. Sharky’s Machine gerist í Atl- anta, en svo virðist sem þar sé tekinn við völdum undirheimanna, nýr, útsmoginn forsprakki sem hefur kverkatök á allri glæpa- starfsemi í borginni og aukin- heldur engu síðri tök á stjóm- málamanni sem á sigurinn vísan í væntanlegum kosningum. Ná lögreglumaðurinn Sharky (Reyn- olds) og menn hans til höftið- paursins og morðhunda hans með hjálp lúxusskækjunnar Dominoe, (Rachel Ward). Og að vonum grípur ástin unglingana. Reynolds er snaggarlegur og fylginn sér framan við mynda- tökuvélina og heldur uppi dampi sem leikstjóri. Enda er hann hér á hápunkti ferils síns. Þeir Dum- ing, Gassmann, Libertini og Silva þétta myndina með ólíkri og sterkri persónusköpun og Ward er kynþokkinn holdi klæddur. Örugg afþreying þrátt fyrir nokk- ur ellimörk. GÆÐAKONAN OG GÖTUSTELPAN FJOLSKYLDU- MYND CANDLESHOEA ★ Leikstjóri Norman Tokar. Handrit David Swift og Rosem- ary Anne Sisson. Byggt á bók- inni Christmas at Candleshoe, eftir Michael Innes. Framleið- andi Ron Miller. Aðalleikendur David Niven, Helen Hayes, Jodie Foster, Leo McKern, Vi- vian Pickles. Bandarísk. Walt Disney 1977. WDHV/Bergvík 1988. 96 mín. Bragðarefurinn Bundage, (McKem), fær Casey, (Foster), Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Veldi sólarinnar ★ ★ ★ Framsækin og metnaðarfull, en Spielberg kannski full hátíðlegur á hæstu nótunum. Konfekt fyrir aug- að - síður eyrað - og hinn ungi Christian Bale er eftirminnilegur í erfiðu aðalhlutverki. Mynd fyrir vandláta. -sv. Sjónvarpsfróttir ★ ★ ★ 1/2 Einstaklega skemmtileg og mein- fyndin rómantísk gamanmynd um fólk í sjónvarpsfréttum þar sem meiru máli skiptir að velja rétt bindi við jakkafötin en skrifa góða frétt. Holly Hunter, William Hurt og Al- bert Brooks fara á kostum og Jam- es L. Brooks leikstýrir af smekk- vísi, skynsemi og hugsun sem er sannarlega dýrmæt í því skel- þunna skemmtanafári sem imbinn heldur sífellt að fólki. -ai. Fullt tungl ★ ★ ★ Töfrandi rómantísk gamanmynd frá Norman Jewison með Cher í aðalhlutverkinu. Myndin fjallar um Ástina með stórum staf og Cher er ómótstæðileg. -ai. Þrír menn og barn ★ ★ ★ Þrír piparsveinar taka að sér sex mánaða gamla stúlku í þessari bráðskemmtilegu og indælu gam- anmynd sem byggð er á frönsku myndinni „Trois hommes et un couffin". Tom Selleck er senuþjóf- urinn. -ai. Wall Street ★ ★ ★ Nýjasta mynd Olivers Stones um völd og græðgi á Wall Street með Michael Douglas, Charlie Sheen og Daryl Hannah í aðalhlutverkum. -sv. HÁSKÓLABÍÓ Metsölubók ★ ★ Brian Dennehy og James Woods eru ólíkir en góðir saman í þessari Wambaugh-legu félagamynd. Vondi gæinn á líka að vera góði gæinn en það gengur ekki upp í þessu tilfelli. Victoria Tennant er algjörlega útá þekju. -ai STJÖRNUBÍÓ Dauðadansinn ★ ★ 1/2 Norman Mailer hefur grimmt gam- an af að filma sína eigin skáldsögu með Ryan O’Neal í kynlífs- og morömálum í þungskýjaðri sveit- inni. Sannarlega kjaftshögg á Amerískan hversdagsleika. -ai unga götustelpu til liðs við sig til að komast yfír fjársjóð sem falinn er í kastala gamallar konu í Eng- landi. Á Casey að þykjast vera horfin dóttir-dóttir hennar og kaupir Candleshoe, (Helen Hayes) - gamla konan - þetta alltsaman hrátt. Er Casey tekin inní fjöl- skylduna, sem reyndar telur að- eins þær tvær, þjóninn Priory, (Niven), sem verður að bregða sér í býsna mörg hlutverk, og krakka af munaðarleysingjahæli. En götustelpan fyrrverandi fer fljótlega að læra að meta sóma- fólkið í kastalanum og hinn út- smogni Bundage smá-missir tökin á henni. Að endingu snýst hún á móti honum og allir leggjast á eitt svo Candleshoe gamla haldi kastalanum fyrir kóngsins skatt- heimtumönnum. Dæmigert, góðlátlegt Disney- ævintýri um góða menn og vonda. Heldur rýr í roðinu en þokkalegur ieikhópur hressir svolítið uppá sakimar. Niven er bestur í marg- földu hlutverki. Illur grunur ★ ★ ★ Hæggeng á köflum og rokkar á milli drama, spennu og ástarsögu en kostir hennar sem spennu- myndar hafa vinninginn. -sv. BIÓHÖLLIN Aftur til baka ★ 1/2 Döngunarlítill draugagangur þar sem handritshöfundar koma öllu í algjörar ógöngur. Heldur veik- burða leikhópur kann fátt til bjarg- ar. -sv. Fyrir borð ★ ★ 1/2 Létt, brosleg en vantar sterkari brodd. Hawn er ætíð skemmtun á að horfa en mætti að ósekju vera kröfuharðari á handritin. -sv. Hættuleg fegurð ★ ★ ★ Formúlan gengurfirnavel upp, ekki síst fyrir tilstuðlan Whoopi Gold- bergs sem á hér sinn langbesta gamanleik. -sv. Þrír menn og barn Sjá Bióborgin. Þrumugnýr ★ ★ ★ Arnold Schwarzenegger á flótta í framtíðarþriller. Enn ein sem hittir í mark hjá Arnold. -ai. Spaceballs ★ ★ ★ Mel Brooks gerir grín að stjörn- ustríðs- og öðrum geimvísinda- myndum, framhaldsmyndum, leik- fangagerð og sölubrögðum í Holly- wood á sinn frábærlega geðveikis- iega máta. -ai. REGNBOGINN Hetjur himingeimsins ★ Að slepptum hriplekum sögu- þræði, síðustu mínúndunum og Dolph Lundgren í hlutverki Garps, má hafa gaman að Mattel leik- föngunum. -ai Gættu þfn kona ★ 1/2 Mynd um konu sem kúguð er af kynferðislega brengluðum manni. Tekur á svolítið frumlegan hátt á kunnuglegu efni og vill gera vel en er illa leikin og á margan hátt hroð- virknislega gerð. -ai. Hentu mömmu af lestinni ★ ★ ★ Fyrsta bíómyndin sem Danny DeVito leikstýrir kemur mjög skemmtilega á óvart. Morð og meiðingar eftir uppskrift frá Hitch- cock fá hinn skondnasta svip og mamman er dásamlegt furðufól. yai. Síðasti keisarinn ★ ★ ★ 1/2 Epískt stórvirki. Efnið og kvik- myndagerðin með ólíkindum margslungin. Síðasti keisarinn er næsta óaðfinnanleg að allri gerð og hefur kvikmyndaárið 1988 með glæsibrag. -sv. Brennandi hjörtu ★ ★ 1/2 Einkar geðþekk, mannleg og ekta gamanmynd frá frændum vorum Dönum. -ai. Hættuleg kynni ★ ★ ★ ★ Glæsilega uppbyggður og velleik- inn þriller um hættuna sem hlotist getur af framhjáhaldi þegar við- haldið vill vera meira en bara stundargaman í lífi mannsins. Vek- ur spurningar og er verulega spennandi. -ai. LAUGARÁSBÍÓ Kenny Harla óvenjuleg mynd um ungan, glaölegan og gáfaðan strák sem á vantar neðri hluta líkamans. En hann lætur ekki stjórnast af þess- ari miklu fötlun og er því hvatning okkur hinum að ráöa framúr ólíkt léttari vandamálum. Einstök mynd sem er að sjálfsögðu hafin yfir stjörnuflokkun. -sv. Rosary-morðin ★ ★ Hæggeng, nostursamleg saka- málamynd sem nýtur góðs af hlýj- um undirleik Donalds Sutherlands, sem hér er víðsfjarri sinni gamal- kunnu skálksímynd. -sv. Hróp i frelsi ★ ★ ★ Hvað snertir þá ætlun aöstand- enda „Hróps á frelsi" að ýta við samvisku heimsins með gerð myndarinnar er hún lítið meira en hálfkæft óp. Stendur sýnu betur sem okkar góða og gamalkunna spennumynd. -sv. Skelfirinn ★ ★ Hér er að finna sitt lítið af hverju fyrir unnendur lögreglumynda og geimvísindahrollvekja þótt það hljómi skrítilega. En Skelfirinn er líka skrítin mynd og ágæt afþrey- ing. -ai.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.