Alþýðublaðið - 18.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidisla blaðsíns er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í siðasta iagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjaíd ein k;r. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Viital vii Trotskij. Um mánaðamótin átti fréttaritari brezka blaðsins .Mauchester Guar- dian" viðtal við Trotskij, og ritar eftirfarandi bréf frá Moskva til blaðs sfns: „Trotskij veitti mér í dag á- heyrn, og gaf mér eftirfarandi upplýsingar um afstöðu hersins: ,Um miðjan ágústmánuð var afstaða hers vors lakari en álitið var meðal bandamanna. En nú er afstaðan langt um betri en álitið er alment f Vestur Evrópu. í þeim ófriði, er vér nú eigum í og sem nær yfir ótrúlega rnikla víðáttu, með tillölulega fáoiennum her, geta smábreytingar á herlínunni ekki haft neina teljandi þýðingu. Við áhlaup vort í júlí hepnaðist okkur ekki að brjóta herstyrk ó- vina vorra á bak altur, þó við hjyggjum stór skörð í lið þeirra og næðum stórum iandsvæðuin undir okkur. Með gagnáhlaupi sínu hepnaðist Pólverjum ekki heldur að beygja herstyrk vorn, heldur unnu þeir oss aðeins nokk- urn skaða og náðu aítur á vald sitt nokkuru af því laadi er þeir höfðu mist. Pólski herinn er enn við lýði og hefir náð sér aftur. En það sama má segja um her vorn, og meira en það, því mátt- ur harts vex stöðugt. Við vorum neyddir út í pólska stríðið á því tímabili, þegar her vor og herframleiðsla var Iögð niður, meðan við söfnuðum öllu því fólki er við höfðum á að skipa, til þess að reisa aftur við fjárhag þjóðarinnar. Þrátt fyrir þær fáheyrðu til- slakanir við pólsku stjórnina, er við höfðum gert vorum við neyddir í stríðið. Við áttum einkis úrkostar, nema berja fram frið með vopnum. Tilraunir okkar gáfu ekki úrslitin. Við sýndum mátt vorn, en hepnaðist ekki að gersigra her hins hvíta Póilands. Enn fremur; við neyddumst til að hörfa aftur á bak; en bændur og verkamenn Rússlands, sem aldrei hafa fengið vímu af sigur- gleði, hafa heldur aldrei orðið ráðþrota þó móti blési, t. d. við borgarhlið Varsjár — einasta tak- mark okkar er friður, og við bjóðum enn Pólverjum frið með hinum beztu kjörum, vafaiaust miklu betri en bandamenn hafa ætlast til. Það er sannarlega hreinasta blindni eins og ýmsir hafa gert, að telja friðarboð okk- ar merki um vanmátt, þar sem hið nýja tilboð er í raun og veru merki um mátt okkar. Göfug- menskan í tilhliðrunum okkar mun tvöfalda, meira að segja þrefalda, fórnfýsi allra rússneskra verka- manna; og vilji hið hvíta Póiland ekki frið með þessum kjörum, sannfærir það hinn afturhaldssam- asta bónda í fjarlægasta afkyma tíkis vors um það, að ómögulegt er að öðlast frið með öðru móti en því, að berjast til sigurs". Er eg spurði hann um hans eigin álit á því hvort friður mundi verða með þessum kjörum, mælti Trotskij: „Eg veit ekki, og eg held þeir viti það ekki heldur í Varsjá. Þeir fá þar skipanir frá París og London. í París vita þeir það heldur en ekki, hvað þeir vilja. — Þeir viija eyðileggja Rússland, útiloka það, hrjá og búta í sundur. En á hinn bóginn er eg í óvissu um herrana í Lon- don. Eg veit ekki hvað þeir viija, sfzt af öllum Lloyd Gorge*. Er Trotskij var spurður um, hvort friður mundi hafa afvopnun í för með sér í raun og veru, svaraði hann: „Ef við fáum frið bráðlega, hefst að afliðnum þess- um vetri, áköf starfsemi í þá átt að rétta við fjárhag landsins. Höfuðherstyrkur vor verður látinn vinna við að koma samgöngunum í lag og að afla eldiviðar til iðn aðarins. En fáum við ekki frið, munum við berjast og, að því er eg held, sigra". Trotskij svaraði spurningu minnf um það, hvaða samband væri miili hernaðarráðstafanaa sovejet- stjórnarinnar og stjórnmálastefnu hennar og baráttunni fyrir heims- byltingunni: „Þessi spurning er mjög flókin. Við marxistar áiítum byltinguna beina framþróun, og afleiðingu af þróun og ofvexti auð- valdsins á stríðstímanum. Það er alveg ómöguiegt að segja fyrir tímalengd eða hraða slíkrar fram- þróunar. Auðvitað er það ekkert lauuungarmál, að við fylgjumst með áhuga með verkamannahreyf- ingunni f öilum löndum, og kys- um heizt, að þeir tækju völdin sem fyrst. En ef Churchill (brezki)f heldur, að sovjetstjórnin sé ekkert annað en samtök til þess að rnynda eitt aiþjóða byitingasamsæri, þá er það vegna þess, að hann skortif dómgreind, Okkur hefir aldrei dottið það í hug, að sagan haft lagt þá skyldu á herðar rússnesk- um bændum og verkainönnuu>« að neyða stjórnbyltingu upp á allan heiminn. Við erum sannfærðir um, að mesti greiðinn, sem Sovjet Rúss- land getur gert alheimshreyfiirgu verkamanna, er sá, að leggja stund á, að reisa aftur við fjár- hag og menningu Rússiands. Endurreisa fjárhags og raenning- arstarfsemi Sovjet-Rússlands mun betur en nokkuð annað sýna öH' um heiminum, hvílít ótæmands aft og menningar möguleikar eru duldir í verkaiýðsstéttinni, og sanna sjerhverjum manni, að kommunisminn (bolsivisminn) ef ekki eyðandi og truflandi afli heidur skapandi og bætandi kraft' ur. Þetta er ástæðan til þess, a® við beinlínis og án þess að reyu* hið minsta til að blekkja heiraiuu eða sjálfa oss með tilliti trl þess hverjir við erum, skuidbinduU1 okkur í íullri alvöru til þess, skifta okkur ekki af innanríkis' málum annara þjóða, meðan v$ erum Iátnir í friði. Þetta getuiU við gert, þar eð við trúum óbif' anlega á hina rökrjettu söguíeg^ framþróun, og á hinn bógio11 treystum við á hæfileika okksf til þess að endurreisa land voft fjárhagslega*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.