Alþýðublaðið - 18.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ um hámarksverð á steinoliu. Verðlagsnefndin hefir samkvæmt lögum nr. io, 8. septbr. 1915 og nr. 7, 8. febr. 1917 svo og reglugerð um framkvæmd á þeim lög- um 28. septbr. 1920, ákveðið, að hámark söluverðs í Reykjavík á steinolfu skuli fyrst um sinn vera þannig: Sólarljós....................86 aurar lítrinn. Óðinn........................85 aurar Iítrinn. Skrá um hámarksverð þetta, sem seljanda nefndrar vöru er skylt að hafa auðsýnilega á sölustaðnum, samkvæmt 5. gr. framan- nefndrar reglugerðar, fæst á skrifstofu lögreglustjóra. Þetta birtist hér með til leiðbeiningar og eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík 6. okt. 1920. Jón Hermannsson. IfógaTandinn. Amerisk tandnemasaga. (Framh.) „Þú munt varla leyfa þessum geggjaða drjóla, að fara illa með vesiings manninn", mælti Roland við ofursfcann. „Engin hætta“, mælti Bruce. „Hrólfur gefur hreysti sinni aldrei of lausan tauminn, nema þegar við rauðskinna eða hesta er að etja. Hann ætlar bara að hræða karlinn“. „Hver er þessi öldungur?* spurði Roiand, „og hvers vegna kallið þið hann Nathan blóðuga?* „Við köllum hann Nathan blóðuga“, mælti ofurstinn, „vegna þess, að hann er eini maðurinn í Kentucky, sem ekki vill berjast. Hann er veslings kvekari frá Pennsylvaníu, og enginn veit, hvers vegna hann er kominn hingað til Kentucky, þar sem enginn trúarbróðir hans er. Marg- ir segja að hann sé þjófskur, og hafi þess vegna farið að heiman, en eg hefi aldrei orðið var við að hann hafi stolið hér í Kentu- cky. Aðrir halda því fram, að hann sé ekkl með.öllum mjalla, og að mínu áliti, er það ekki ósennilegí, þar eð hann ráfar stöðugt um skógana og aflar sér á þann hátt matar og skinna, svo hann kemst af. Einu sinni sá eg hann fá lcrampaflog, og vall þá froðan úr vitum hans. Ekki er að sjá, að hann sé mjög smeikur við rauðskinnana; og svo er sagt, að þeir geri honum heldur aldrei mein. En hvernig sem þessu nú er varið, þá gerir hann gagn, þvf stundum finnur hann för rauð- skinnanna, þar sem engum kom til hugar að þeir væru; þá að- varar hann bndnemana. En það gerir hann að eins, að því er hann segir, til þess að afstýra raanndrápum. Fyrir þremur árum kom hann til mín, og í stað þess að segja: „Oiursti, eg sá tuttugu Tauðskinna niður við neðra vaðið á Saltá, þar sem þú getur veitt þá“, sagði hann: »Viöur minn, láttu menn þína ekki koma of nærri neðra vaðinu á Saltá, þvf þar eru rauðskinnar, sem gætu gert þeim ilt“, að svo mæitu fór hann leiðar sinnar; en eg fór með tuttugu og fimm menn niður eftir og rak rauðskinnana á burtu; sex féilu, en hinir flýðu. Hann átti sannarlega ekki sjö dagana sæla hjá okkur, veslingurinn, því okkur gramdist að sjá hann svo frið- sælan, að hann vildi ekki einu sinni drepa einn einasta af þess- um horngrýtis rauðskinnum. Einu sinni tók eg byssuna frá honum, vegna þess að hann vildi ekki gegna herþjónustu, þrátt fyrir það, að eg hafði skrifað hann. En eg kendi f brjóst um hanq, veslingin, hann átti ekki nema ofurlítið korn í kofa sícum og hafði ekkert til að afla sér veiði- bráðar með; eg fékk honum því byssuna aftur og kallaði hann fífl og raggeit“. Meðan Bruce ofursti gaf gesti sfnum þessa lýsingu á Nathan blóðuga, varð karlian að þola háðglósur piltanna. Og var hesta- þjófurinn þeirra nærgöngulastur. Sparið 100 kr. Nokkur karlmannsföt, mjög vönduð, fást með gjafverði. —- Til sýnis á afgr. Alþýðublaðsins. Á Óðinsgðtu 30 getið þið alþýðumenn og konur fengið hagkvæmust kaup á mat- vörum og ýmiskonar smávörum til vetrarins, Rúgmél fæst einnig með hámarksverði og minna ef keypt er 5 kg. eða meira. — Vörurnar sendar heim til yðar ef þér óskið. Sími 951. — Sími 9 51. 'Theódör 8igurgeirsson„ Tækifæriskort og heillaóskabréf, er þér sendið vinum og kuuningjum, fá- ið þér fallegast og ódýrust á Laugaveg 43 B. Friðfinnur Guðjónsson. Á Kergstaðastræti 8 er gert við olíuofna og Prfmusa, lakkeraðir jármnunir og gert við allskonar olíulampa og luktir. Brýnd skæri og fleira. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: _______Ólafar FriðriUstan. Prentsmiðjan GateuberK,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.