Morgunblaðið - 03.06.1988, Side 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3, JÚNÍ 1988
Morgunblaðið/Sverrir
Ásdís Eva Hannesdóttir umsjónarmaður Barnabreks og Eggert Gunn-
arsson dagskrárgerðarmaóur við klippitœkin.
Morgunblaðið/Bjarni
Helga Steffensen umsjónarmaður Stundarinnar f góðum hópi. Með henni á myndinni eru Úlfurinn,
Geitapabbi, Agnarögn, Steini Steinn, skelin Kolfinna úr leikritinu í fjörunni og aðeins sóst f Kaktusinn
geðilla úr þættinum um Mexikó.
Sjónvarpið:
Allt erlent barnaefni
verði með íslensku tali
Að undanfömu hefur mikið
verið rætt manna á meðal að
fslenskrí tungu stafi hætta af öllu
því erienda myndefni sem iands-
mönnum er bóðið upp á. í þvf
sambandi eru þá sérstaklega
böm og unglingar höfð f huga.
Sjónvarpið býður börnunum upp
á eríent og innlend myndefni aila
daga vikunnar. Af barnaefninu
bera þó hæst þrfr þættir: Stundin
okkar, sem veríð hefur á dagskrá
frá því Sjónvarpið hóf útsending-
ar, Töfragiugginn, þar sem teikni-
myndir eru aðal uppistaðan og
nýr þáttur, Barnabrek, þar sem
er blandað saman nýju og gömlu
efni.
Dagskrárfulltrúi barnaefnis
Sjónvarpsins er Sigríður Ragna
Sigurðardóttir. Sigríður Ragna hef-
ur verið dagskrárfulltrúi í þrjú ár
og líkar mjög vel. „í þessu starfi
er aldrei dauður punktur, það þarf
að gefa sér góöan tíma til að skoða
þær myndir sem berast, ræða við
umsjónarmenn, raða barnaefninu
niður, ráða nýtt fólk og svo þarf
að ákveða dagskrána nokkra mán-
uði fram í tímann, þó oft komi eitt-
► hvað óvænt upp á og þarf þá að
breyta og hliðra til.
Það er okkur mikið kappsmál
að hafa allt erlent barnaefni með
íslensku tali en það getur oft verið
erfiðleikum bundið því til aö hægt
sé að lesa inn á myndirnar þarf
að fylgja sérstakt hljóðspor með
umhverfishljóðum og engu tali.
Þetta fylgir þó ekki öllum erlendum
myndum þannig að það þarf að
lesa ofan í erlenda taiið, sem er
mjög slæmt. En síðustu ár hefur
þetta batnað til mikilla muna því
nú leggja framleiðendur áherslu á
að möguleiki sé að tala inn á mynd-
imar.“
Aðspurð hvað réði vali erlendra
mynda svaraði Sigríður Ragna:
„Fyrst og fremst verður efni mynd-
anna að vera skemmtilegt. Ég
reyni eftir bestu getu að velja þær
myndir sem ekki innihalda ofbeldi,
eitthvað sem vekur ekki ótta hjá
börnunum heldur myndir sem hafa
góðan boðskap. Starfsfólk inn-
kaupa- og markaðsdeildar Sjón-
varpsins fer á sýningar erlendis
og kaupir þar myndir sem ég síðan
fer yfir og vel. Sjónvarpið hefur
samstarf við Norðurlöndin um að
skiptast á myndum og tvisvar á
ári fer ég til Norðurlandanna og
vel myndefni. Annars koma mynd-
irnar aðallega frá Evrópu, Kanada,
Bandaríkjunum, einstaka frá Sov-
étríkjunum og Japan.
í flestum tilfellum leitum við til
leikara til að lesa inn á myndirnar
jrá öðrum séu gefin tækifæri. Ef
þarf tvær eða fleiri raddir í sama
þáttinn tel ég það algera nauðsyn
að fá leikara, þar sem þeir kunna
Morgunblafiið/Sverrir
Þór Elís Pálsson dagskrárgerðarmaður Stundarinnar okkar á milli
tveggja fsjaka sem notaðir voru f vetur.
Töfraglugginn
Töfraglugginn er á dagskrá
Sjónvarpsins á sunnudögum. Þá
spjallar Bella við börnin og kynnir
teiknimyndir. Edda Björgvinsdóttir
leikur Bellu, stúlku sem telur sig
mikiö fyrirmyndarbarn. Umsjónar-
maður Töfragluggans er Árný Jó-
hannesdóttir og safnar hún og
setur saman teiknimyndirnar sem
Sigríður Ragna hefur valið. Einnig
semur hún kynningarnar og sér
um að búið sé að lesa inn á allar
myndirnar. Árný sagði að um 150
myndir bærust til Töfragluggans í
hverri viku, en því miður væri ein-
ungis hægt að sýna um 15 mynd-
ir af öllum þeim fjölda.
sýndar ýmsar norrænar barna-
myndir.
Sjónvarpið er nú að láta vinna
íslenska barnamynd sem er hluti
af samnorrænum barnamynda-
flokki sem nefnist Góð saga fyrir
litlu börnin. Það er kvikmyndafyrir-
tækið Hrif sem vinnur að gerð
myndarinnar en kvikmyndatöku
stjórnar Ari Kristinsson. Myndin
heitir Pappírs-Pési og er gerð eftir
samnefndri sögu Herdísar Egils-
dóttur. ( skiptum fyrir Pappírs-
Pésa fær síðan Sjónvarpið myndir
frá hinum Norðurlöndunum til sýn-
ingar.
Þegar talið barst að því hversu
margir starfa við barnaefnið sagði
Sigríður Ragna að það væri æði
misjafnt. „Otrúlegur fjöldi fólks
stendur á bak við einn þátt og
eflaust gera sjónvarpsáhorfendur
sér ekki grein fyrir hve mikil vinna
liggur að baki hvers þáttar. Fast
starfsfólk við hvern þátt er umsjón-
armaður, dagskrárgerðarmaður
og skrifta. Og svo auðvitað tækni-
mennirnir, kvikmyndatökumenn og
klipparar."
Stundin okkar
Af innlendu barnaefni ber fyrst
að nefna Stundina okkar. Umsjón-
armaöur er Helga Steffensen, um
dagskrárgerð sér Þór Elís Pálsson
íslenskt efni fyrir börnin. Það er
hægt að koma svo mörgu á fram-
færi í gegnum brúðurnar, bæði
fræðslu,- og skemmtiefni. Brúðurn-
ar höfða mjög sterkt til barnanna
og þau fara að þekkja persónurnar
og vita við hverju má búast af
þeim. Og þó þetta sé tími barn-
anna hafa hinir fullorðnu ekki síöur
gaman af brúðum.
Brúðuleikhús hentar ákaflega
vel fyrir sjónvarp og er mikið notað
við gerð barnaþátta út um allan
heim og næsta vetur munu brúð-
urnar skipa veglegan sess í Stund-
inni okkar," sagði Helga.
Þór Elís Pálsson sagðist að-
spurður skipuleggja alla tækni-
vinnu, stjórna upptöku og sjá um
að allt gangi sem best upp. „Auk
þess sé ég um f samráði við
myndatökumann hvernig best er
að raða hlutunum upp. Loks klippi
ég efnið til. Það er mikil vinna sem
er því samfara að halda úti viku-
þætti en jafnframt mjög lífleg og
skemmtileg.
Við fáum einn dag í upptökusal
og verðum þá að vera tilbúin með
allt efni þannig aö dagurinn nýtist
sem best og er þá unnið allan
daginn, frá hálftíu til um klukkan
sjö.“
Honum til aðstoðar er skrifta
og hefur Marteinn St. Þórsson
haft þann starfa með höndum, en
hann er að fara í kvikmyndatöku-
nám til Kanada.
Barnabrek
Sjónvarpið hefur nýlega hafið
sýningu á nýjum innlendum þætti
er nefnist Barnabrek og er sýndur
á laugardögum. Þetta er þáttur
með blönduðu efni fyrir börn og
unglinga, allt frá smábörnum til
fimmtán ára. í þáttunum er sýnt
nýtt og gamalt efni og er lögð
mikil áhersla á að taka fyrir það
sem efst er á baugi hverju sinni.
Umsjónarmaður Barnabreka er
Eva Ásdís Hannesdóttir og er
henni til aðstoðar ungur maður,
Kristján Eldjárn Þórarinsson. Dag-
skrárgerð og upptökustjórn ann-
ast Eggert Gunnarsson. „Starf
dagskrárgeröarmanns og upp-
tökustjóra er fjölbreytt en í stórum
dráttum er það einskonar verk-
stjórn," sagði Eggert. „Ég byrja á
að undirbúa tökudaga, ræða við
umsjónarmann og sjá um að efnið
sé tilbúið. Það er mjög skemmti-
legt og áhugavert að vinna með
efni fyrir börn.“
Morgunblaðið/Sverrir
Sigríður Ragna Sigurðardóttir dagskrárfulltrúi inn-
lends og eríends barnaefnis á skrifstofu sinni.
að beita og breyta röddinni. Sumar
myndirnar þarfnast þó ekki leik-
lesturs og reynum við þá að gefa
sem flestum tækifæri til að lesa
inn á," sagði Sigríður Ragna.
Sjónvarpið býður börnunum upp
á fjölbreytt úrval af erlendum
barnamyndum, bæði teiknimyndir
og leiknar. Auk þess eru þrír inn-
lendir þættir, Stundin okkar,
Barnabrek og Töfraglugginn. Ef
nefna á nokkrar af þeim myndum
sem sýndar verða í sumar þá tek-
Morgunblaöið/Sverrir
Árný Jóhannesdóttir umsjónarmaður Töfra-
gluggans tekur hér upp nokkrar af þeim fjölda
mynda sem berast vikulega.
og leikmyndina hannar Anna Þ.
Guðjónsdóttir. Stundin okkar er
ekki á dagskrá á sumrin en það
er ekki þar með sagt að umsjónar-
menn séu í fríi, því yfir sumar-
tímann er unnin mikil undirbún-
ingsvinna fyrir næsta vetur. Heíga
Steffensen er löngu kunn fyrir starf
sitt með brúður og þekkir börnin
og þarfir þeirra. Hún hefur unnið
við brúðuleikhús síðan 1972, bæði
í Leikbrúðulandi og Brúðubílnum.
„Það er mjög mikilvægt að hafa
ur Litla prinsessan við af Galdra-
karlinum í Oz, Bangsi bestaskinn
verður áfram sýndur á þriðjudög-
um fram í byrjun júlí, en þá verða
sýndar teiknimyndir með Villa
spætu. Þegar Anna og félagar
hverfa af skjánum í júní veröur
sýndur teiknimyndafiokkur sem
gerður er eftir sögunni um Heiöu.
Sindbað sæfari heldur áfram í
sumar og í vetur hefur göngu sína
nýr teiknimyndaflokkur um tró-
strákinn Gosa. Auk þessa verða