Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 3
Utanríkisviðskipti MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 B 3 Austurríkismenn vilja aukin viðskiptí HLUTDEILD Austurríkismanna i heildarinnflutningi til íslands hefur farið vaxandi undanfarin ár, var um 0.5% árið 1985 en um 0.8% í fyrra. Að sögn verslunar- fulltrúa Austurríkis á íslandi og í Noregi, dr. Wilfrid Mayrs, von- ast Austurríkismenn til að geta aukið útflutning sinn til íslands enn með þvi að fjölga austurrísk- um vörum sem hér eru á boðstól- um og flytja þær út án milliliða í öðrum löndum. Verslunarráð Austurríkis stóð af þessu tilefni fyrir vörukynningu á hótel Holiday Inn fyrr í þessari viku ásamt fiilltrúum nokkurra austurr- ískra útflytjenda. Verslunarráðið stóð fyrir svipaðri kynningu hér- lendis fyrir tveimur árum og telur dr. Mayr að hún hafí gefíð góða raun. Þær vörur sem Austurríkismenn hafa flutt til íslands eru aðallega fatnaður og ýmiss konar heimilis- tæki auk skíða og skíðabúnaðar, t.d. skíðaljrftur. Einnig er eitthvað um að íslendingar kaupi ýmsar fjár- festingarvörur frá Austurríki. Stór hluti af verslun á milli land- anna fer fram fyrir milligöngu aðila í Vestur-Þýskalandi og Danmörku og leggja Austurríkismenn áherslu á að breyta þessu þannig að við- skipti fari fram án milliliða í öðrum löndum. A síðasta ári nam útflutningur beint frá Austurríki til íslands 146 milljónum schillinga eða ríflega hálfíim milljarði króna á núgildandi gengi. Erfítt er að meta hve mikið af austurrískum vörum berst til íslands í gegnum heildsala í öðrum löndum en dr. Karl Kuncar starfs- maður austurríska verslunarráðsins í Vín sem kom hingað með dr. Mayr telur að það sé töluvert, kannski fímmtungur eða íjórðungur þess sem flutt er út beint. Útflutningur íslendinga til Aust- urríkis er mun minni, var á síðasta ári jafnvirði tæplega 24 milljóna schillinga eða um 86 milljóna króna. Undanfarin ár hafa Austurríkis- menn flutt inn talsvert meira af vörum en þeir hafa flutt út en náð jöfhuði á viðskipti sín við útlönd með umtalsverðum tekjum af ferða- mönnum. Dr. Kuncar var spurður hvort hann sæi þess merki að um- ræðan um fortíð Waldheims Aust- urríkisforseta hefði gert Austurrík- ismönnum erfítt fyrir með útflutn- ing eða að dregið hefði úr ásókn ferðamanna. Hann sagði Austurrík- ismenn lítið fínna fyrir þessu. Þó mætti sjá dæmi um slæm áhrif umræðunnar, t.d. þegar hætt hefði verið við einstaka ráðstefnu sem halda átti í Austurríki. Þetta hefði Morgunblaðið/BAR AUSTURRÍKI — Dr. Wilfrid Mayr, verslunarfulltrúi Austurríkis á íslandi telur að Austurríkismenn geti _ aukið markaðshlutdeild sína á íslandi. þó ekki haft nein teljandi vandræði í för með sér. „Helstu vandræði okkar nú í utanríkisviðskiptum stafa ekki af Waldheim heldur af falli dollarans," sagði dr. Kuncar. Eitt af því sem auðveldar við- skipti á milli íslands og Austurríkis er að Austurríki er, eins og ísland, aðili að EFTA en verslunarráðið, sem er opinber stofnun sem öll fyr- irtæki í Austurríki eiga aðild að, hefur hvatt til þess að Austurríki gangi í Evrópubandalagið. Þeir dr. Kuncar og dr. Mayr töldu allar líkur á því að Austurríki myndi einhvem tíma á næstu ámm sækja um aðild að EB enda væru jafnt ríkisstjómin sem stærsti stjómarandstöðuflokk- urinn, Frjálslyndi flokkurinn, hlynntir aðild og Græningjar í raun einir á móti. Innganga í EB er þó mjög við- kvæmt mál því að við endurreisn Austurríkis eftir síðari heimsstyij- öldina var ævarandi hlutleysi bund- ið í stjórnarskrá auk þess sem Aust- urríki var bannað að sameinast Þýskalandi en Vestur-Þjóðveijar eru sem kunnugt er aðilar að EB. Margir óttast því að Sovétmenn muni taka inngöngu Austurríkis- manna í EB illa en dr. Mayr telur þó ekki að þetta muni koma í veg fyrir að af henni geti orðið. „Við hljótum sjálfír að skilgreina okkar hlutleysi," sagði dr. Mayr. Samgöngur Amarflug og KLM með sameigin- lega söluskrifstofu ARNARFLUG og hollenska flug- félagið KLM opna á miðvikudag- inn sameiginlega söluskrifstofu á annarrí hæð í Austurstræti 22 þar sem áður var verslunin Garbo. Að sögn Kristins Sigtryggsonar framkvæmdastjóra Arnarflugs er með þessu ætlunin að nýta þá möguleika sem bjóðast eftir að Am- arflug tók að fljúga daglega til Amsterdam en þar em höfuðstöðv- ar KLM. „KLM flýgur til 133 borga í 76 löndum," segir Kristinn. „Þama tengjumst við því mjög öflugu neti.“ Einkum er ætlunin að höfða til þeirra sem þurfa að ferðast í við- skiptaerindum til borga sem íslensku flugfélögin fljúga ekki til. Einnig segir Kristinn að starfs- fólk söluskrifstofu Amarflugs í Lágmúla hafí ekki undan á mestu álagstoppum og því hafí verið orðið æskilegt að opna aðra söluskrif- stofu í Reykjavík. Meöal nýjunga: „Skywinder" vinnupallur, 8 metrar í fullri lengd. Heildarþyngd aöeins 100 kg, hægt að flytja hann í venjulegum skutbíl. Og þaö tekur aöeins 5 mínútur aö setja vinnupallinn saman. Einfaldur, þægilegur, öruggur. Leiga og sala á vinnupöllum, stigum, tengimótum og undirstöðum. Gerum tilboö í verk. 1. Auðvelt að hækka og lækka. 2. Hæö vinnupalls aukin eftir þörfum - hámark 8 m. Kynning föstudag 10. júní kl. 8 til 18 og laugardag 11. júní kl. 8 til 12. W VERKPALLAR TENGIMOT. UNDIRSTÓÐUR Terkpul&ri Opið má-fö 8-18 lau 8-12 Bíldshöföa 8 Reykjavík Sími 67 33 99 Húsi Bifreiðaeftirlits ríkisins SYNING A VINNUPÖLLUM í NÝJU HÚSNÆÐIOKKAR AÐ BÍLDSHÖFÐA 8 HÓSIBIFREMEFTIRLITS RÍKISINS G ÆÐIOG GLÆSILEIKI OPIÐ LAUGARDAGA hl)iR)LA)))-)).))! ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.