Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 11
m ivfut. ,e auoAonTTMMH 'ÖFJHMÍWK'miaSŒnr ,aioAjaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKDTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 ul B 11 SYNING — Í tilefni af samstarfínu við Esselte System efndu Arnco og Örtölvutækni — Tölvukaup til_ kynningar á Toshiba ljósritun- arvélum og Okifax fjarljósriturum. Á myndinni sjást f.v. Morten Christiansen og Jöran Erlingsson frá Esselte System, Öm Guðmunds- son frá Amco, og Öm Kristinsson og Sigurður S. Pálsson frá Örtölvu- tækni — Tölvukaupum. Sjónarhorn Tölvur WordPerfect á Macintosh og VAX WORDPERFECT er nú fáanlegt á VAX-tölvur og ■ Macintosh að sögn Lúðviks Friðrikssonar hjá Rafreikni hf., umboðsaðila Word- Perfect Corp á íslandi. Búið er að þýða WordPerfect fyrir VAX- tölvur og unnið sé að þvi að þýða Macintosh-útgáfuna. Notkun WordPerfect á öllum þess- um tölvugerðum er svo til eins og sagði Lúðvík að ætlunin væri að gera fólki sem hefur notað forritið á einni tölvugerð kleift að nota það á annarri án þess að þurfa að end- umýja kunnáttuna. Óft hafí fyrir- tæki þurft að eyða miklum fjármun- um í að endurþjálfa starfsfólk , en nú þurfí þess ekki. Auk þess er WordPerfect fáanlegt á Amiga og væntanlegt á Unix- tölvur á þessu ári. Á öllum þessum tölvum er WordPerfect með fjölda aðgerða og skipana, m.a. með íslensku orðasafni til að leiðrétta prentvillur. WordPerfect fyrir Macintosh kom út í Bandaríkjunum í apríl á þessu ári og mun það forrit því verða fáan- legt á íslensku 3 mánuðum eftir að það kemur fyrst út. Lúðvík sagði að árið 1988 yrði ár nýjunga hjá Rafreikni þar sem á þessu ári yrði boðið upp á fleiri nýj- ungar en áður hefur verið. Meðal nýjunga sem þegar hafa komið fram nefndi Lúðvík nýtt launaforrit, Plan- Perfect-töflureikninn sem kom út á íslensku í febrúar og DataPerfect- gagnasafnsforritið sem kom í jan- úar. „Seinna á árinu er væntanlegt WordPerfect Office sem er innan- hússboðskiptakerfí (Offíce Autom- ation) fyrir PC- og VAX-tölvur, WordPerfect á Unix, PlanPerfect á VAX og síðan nýtt WordPerfect í lok ársins." BASIC Skrifstofuhúsgögn Finnskhönnun Hagstætt verð GRÁFELDUR Borgartúni 28. s(mi 62 32 22. Amco fær umboð fyrirEsselte System Samstarf við Örtölvutækni — Tölvukaup um sölu og viðhald FYRIRTÆKIÐ Arnco hf. - Heild- verslun tók í síðasta mánuði formlega við umboði Esselte Sy- stem hér á landi, em það er hluti af Esselte Group. fjölþjóðlegu fyrirtæki með aðalbækistöðvar í Svíþjóð, þó að það teygi anga sína um allan hinn vestræna heim. Esselte System annast sölu og dreifingu á hvers kyns skrif- stofubúnaði og er stærsta fyrir- tækið á þeim markaði á Norðurl- öndum, að sögn Arnar Guð- mundssonar, forsvarsmanns Atrnco. „Sala á fyrstu merkjunum sem við fáum frá Esselter System er þegar hafín en það eru annars veg- ar Toshiba ljósritunarvélar og hins vegar Okifax íjarljósritarar," segir Öm. „Þetta er í fyrsta sinn sem Toshiba ljósritunarvélar eru fluttar inn hér á landi, sem er reyndar ótrúlegt þegar þess er gætt að vél- ar Toshiba eru meðal mest seldu ljósritunarvéla í heimi og Toshiba meðal stærstu og framsæknustu fyrirtækja Japans á rafeindasvið- inu.“ Á sýningu sem haldinn var ný- lega hér á hótel Holiiday Inn á veg- um Amco og söluaðila þess, Ört- ölvutækni—Tölvukaupa hf., voru kynntar ýmsar mismunandi út- færslur bæði af Toshiba Jjósritunar- vélunum og Okifax íjarljósriturun- um. Jöran Erlingson, sölustjóri Es- selte System fullyrti þar að Okifax- inn væri hraðvirkasti íjarljósritar- inn á markaðinum um þessar mund- ir en það tæki hann aðeins 10 sek- úndur að senda A4 blað hvert sem væri í heiminum. Hægt er að setja allt að 99 símanúmer í minni. Einn- ig má geyma í minni allt 80 A4 bls. og sendingar er unnt að stilla inn á ákveðinn tíma. Ef ekki næst samband, þegar fyrst er reynt að hringja, hringir tækið aftur þar til samband næst án þess að sendand- inn sjálfur þurfí að standa í því að hringja í hvert skipti. Að sögn Erl- ingson er Okifax mest seldi íjarljós- ritarinn á markaðinum um þessar mundir. Um samstarf Amco og Örtölvu- tækni-Tölvukaupa sagðist Öm vera mjög ánægður með að þetta sam- starf skyldi hafa tekist. „Örtölvu- tækni mun annast alla þjónustu á þessum tækjum og er það mikils virði, því að fyrirtækið hefur löng- um haft orð á sér fyrir fagmann- lega tækniþjónustu," segir hann. „Ortölvutækni hefur verið ört vax- andi fyrirtæki á tölvu- og rafeinda- sviðinu og verið að færa sig meira yfír í skrifstofubúnað. Með þessari viðbót, Toshiba-lósritunarvélum og Okifax-tækjunum, á það enn betra með að sinna þröfum viðskipta- mannahóps fyrirtækisins. Ég tel því að Arnco hafi ekki getað verið heppnara með samstarfsaðila." NorðEX norrœna viðshiptasímashrdin 1989 er í buíMnum. Tilhynntu þdtttöhu sem fyrst ordEX gæti auðveldað þér og fyrirtæki þínu leiðir að nýjum viðskiptasamböndum. NordEX er norræn viðskipta- símaskrá, sem hefur að geyma upplýsingar um rúmlega 10.000 fyrirtæki á Norðurlöndum. NordEX er gefin út á 5 tungumál- um og dreift ókeypis til innflytj- enda og annarra, sem leita eftir nýjum viðskiptasamböndum. í NordEX gefst fyrirtækjum kostur á að auglýsa og kynna starfsemi sína með nýjum hætti. Við hvetjum alla þá sem hafa fengið gögn varðandi NordEX 1989 að senda þau sem allra fyrst í pósthólf 311, 121 Reykjavík. Þeir sem ekki hafa fengið send gögn, en hafa áhuga á að vera með, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við auglýsinga- deild símaskrárinnar í síma 29141. Mundu, að NordEX 1989, norr- æna viðskiptasímaskráin, er alveg í burðarliðnum. PÓSTUR OG SÍMI 1 CHEVROLET CHEVROLET! PICKUP ! Gott verð á góðum vinnubíl, Chevrolet Pickup 4x2 4,1 Itr. bensínvél eða 3,9 Itr. Perkings dísilvél 4ra gíra m/átaksgír. Burðargeta frá 1.060 kg. HAGSTÆÐ GREIÐSLUKJÖR ÆSf S’M 't 1H —— Umboðsmenn: Akureyri, Véladeild KEA—Reyðarfirði, Lykill ^9§WrKPlfwlaf SrT Njarðvíkum, Bílabragginn-Borgarnesi, Bílasala Vesturlands HOFÐABAKKA 9 5IMI 687300 Vestmannaeyjum, Garðar Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.