Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 4
4 B MÓRGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNUlÍF FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 véla í stað DC-8-63 flugvélanna, sem þjónað hafa félaginu vel og dyggilega síðustu 16 árin. Hann segir að ákvörðun í þessu efni komi upp á sama tíma og unnið er að endurskoðun á stefnumörkun fé- lagsins varðandi N-Atlantshafið. Á þeim markaði hefur rekstrarum- hverfið gjörbreyst á síðustu 5 árum, þannig að nú er ljóst að fjöldaflutn- ingur farþegar milli Luxemborgar og Bandaríkjanna með millilending- um á íslandi, og á lægstu fargjöld- um, er ekki lengur samkeppnisfær við bein flug annarra alþjóðlegra flugfélaga milli fjölda áfangastaða vestan hafs og austan. Leifur segir hins vegar eins ljóst að Flugleiðir muni áfram sinna hefðbundnum flugflutningum milli Bandaríkjanna og íslands, svo og milli Luxemborgar og íslands. Einnig verði sinnt að vissu marki flutningi farþega milli Banda- ríkjanna og Norðurlanda en þá yfír- leitt skipt um flugvél á Keflavíkur- flugvelli. Leifur bendir þó á að minnkandi vægi fjöldaflutninga milli Luxemborgar og Banda- ríkjanna hafi óhjákvæmilega afger- andi áhrif á ákvarðanir félagsins um heppilegustu stærð flugvélar til þessa verkefnis. „Ef slík vél er of stór, verður vikuleg ferðatíðni með öllu óviðunandi, og því hefur at- hygli Flugleiða í vaxandi mæli beinst að Boeing 757 flugvélum, sem gætu boðið upp á 200 til 210 farþegasæti," segir Leifur. Mikil þróun hefur átt sér stað í hönnun farþegaflugvéla síðustu ár- in, ekki síst með tilliti til rekstrar- hagkvæmni ásamt bættu öryggi og minni hávaða. Gömlu DC-8-63 vélar Flugleiða eru t.d. fjögurra hreyfla og B727 vélarnar eru með þijá hreyfla. í flugáhöfn véla af þessari gerð eru jafnan tveir flugmenn og einn flugvélstjóri. Allar nýjar þotur á stærðarbilinu 100-300 sæti eru hins vegar 2ja hreyfla og með ein- ungis tvo flugmenn í áhöfn. Leifur segir einnig, að á undanförnum árum hafi verið gerðar veigamiklar breytingar á rekstrarreglum slíkra flugvéla, sem fela m.a. í sér að sumum þessara flugvélagerða er nú heimilt flug yfir úthafssvæðum í fjarlægð samsvarandi allt að 135 mínútna flugi frá nothæfum vara- flugvelli. Á vegum bandarísku flug- málastjórnarinnar er síðan unnið að frekari þróun þessara reglna, sem getur leyft flug í fjarlægð sem Flugmál Hvers vesma völdu Flugleiðir Boeing 757? Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri, svarar því og segir frá þessari flugvéla- gerð sem er skyndilega orðin ein eftirsóttasta vél Boeing-verksmiðjanna ÞÓTT Flugleiðir hafi nú fest sér tvær Boeing 757 þotur í N-Atl- antshafsflugið árið 1990 og kauprétt að þriðju þotunni ár siðar, þá eru kaupin ekki í höfn. Eftir er að sjá fyrir endann á þvi gífurlega fjármögnunar- dæmi sem hér er á ferðinni. Teyi forsvarsmenn félagsins sér ekki fært að ráða fram úr því við núverandi kringumstæður, hafa þeir þó engu að tapa. Stóraukin eftirspurn og stórpantanir öflug- ra erlendra flugvélaga á Boeing 757 gerir það að verkum að for- svarsmenn Flugleiða munu vafa- laust geta verslað með af- greiðslusæti félagsins hjá verk- smiðjunum, farið þá aftar í af- greiðsluröðina eða skoðað aðra kosti, enda þótt erfitt sé að sjá að á markaðinum sé önnur flug- vélagerð sem henti félaginu bet- ur miðað við nýja stefnumörkun Flugleiða í N-Atlantshafsfluginu. Hafa verður þó í huga að Flug- leiðir standa þegar í gífurlegri fjár- festingu flugflotans fyrir Evrópu- flug félagsins, en í júní í fyrra, þegar 50 ár voru liðin frá stofnun Flugfélags Akureyrar, fyrirrennar Flugfélags íslands og þar með Flug- leiða, var gengið frá samningum við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tveimur 737-400 þotum, sem verða afhentar félaginu í maí á næsta ári. Jafnframt hefur félagið tryggt sér kaupréttinn að tveimur öðrum þotum af sömu gerð. Boeing 737-400 vélarnar verða með 156 sæti og er ætlað að sinna áætlunar- og leiguflugi Flugleiða á Evrópuleiðum, sem nú er þjónað af Boeing 727. Þessar vélar full- * STJ iRNUN — Á myndinni má sjá tölvuvæddan stjórnklefa B757 flugvélar. Flugleiðir hafa fest kaup á tveimur Boeing 757 vélum til afgreiðslu 1990 og kaupréttinn að þeirri þriðju ári síðar, en þó er ekki þar með sagt að kaupsamningurinn sé í höfn. nægja þeim ströngu hávaðakröfum sem taka munu gildi 1992 og eru búnar nýjum CFM56 hreyflum, sem geta geflð allt að 40% lækkun elds- neytiskostnaðar miðað við núver- andi flugvélar. Nýviðhorf k- Boeing 737 þotumar hafá hins vegar ekki nægilegt flugdrægi til flugs á flugleiðum Flugleiða til Bandaríkjanna né heldur á lengstu leiguflugsleiðum, eins og til Kana- ríeyja. Að sögn Leifs Magnússonár, framkvæmdastjóra flugrekstrar- sviðs Flugleiða, hafa Flugleiðir nú um nokkurt árabil haft til athugun- ar ýmsa valkosti í öflun nýrra flug- Eigendur og útgefendur skuidabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf f sölu hiá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans Ný spariskírteini 7 2-8 5% ávöxtun umfram verðbólgu Eldri spariskírteini 8,5-8,8% ávöxtun umfram verðbólgu Veðdeild Samvinnubankans 10,0% ávöxtun umfram verðbólgu Samvinnusjóður íslands hf.* 10,5% ávöxtun umfram verðbólgu Lind hf.* 11.5% ávöxtun umfram verðbólgu Glitnir hf. I 1,0% ávöxtun umfram verðbólgu Önnur örugg skuldabrcf 9,5-12,0% ávöxtun umfram verðbólgu Fasteignatryggð skuldabréf 12-15,0% ávöxtun umfram verðbólgu * Með endursöluábyrgð Samvinnubanka • Við innleysum spariskírteini ríkissjóðs íslands hf. fyrir viðskiptavini okkar Nánari upplýsingar í Bankastræti 7, Reykjavík, 3. hæð, ® 91 - 20700 w UERÐBREFflurasKiPTi fjármál eru samvinnúbankans okkar fag GSFÍ GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS ICELANDIC ASSOCIATION FOR QUALITY Félagsfundur í Gæðastjórnunarfélagi íslands undir kjörorðunum: Gæði á markaðnum. Að mæta þörfum viðskiptavina. Fundurinn verður haldinn á Holiday Inn þriðju- daginn 14. júní og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Gæðastjórnun og gæðatrygging til verndar við- skiptavininum: Guðmundur Benediktsson, markaðsstjóri og Einar Einarsson, verkfræðingur hjá BM Vallá hf. Viðurkenning á gæðakerfum, byggð á úttekt þriðja aðila. - Breytingar m.t.t. staðla um gæða- kerfi og sameiginlegs innri markaðar í Evrópu: Vilhjálmur Guðlaugsson, Ríkismati sjávarafurða. Fundurinn er öllum opinn og er félögum bent á að taka með sér gesti. Aðalfundur verður haldinn í framhaldi af félags- fundinum og hefst kl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.