Alþýðublaðið - 19.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. gími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í siðasta lagi kl. IO árdegis, þaan dag, sem þær eiga að koma í fclaðið. Áskriftargjald ein Izr> á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. ilt þó almenningsálitið hafi lengst- um tekið hart á því. Þó segir hann þetta ærið viðsjála braut, meðal annars af því, að áður en vari, sé unga óspiita stúlkan, sem framtíðin brosti við, orðin »um- talsefni allra farisea og kjaftakerl- ingac. Segir hann, að hver karl- maður skuli við stúlku breyta eigi miður en menn vilji að annar maður breytti við systur hans, þvf hvort maður sé heiðinn eða kristinn, gildi sú regla fullum fet- um: »Það sem þér viljið að menn- nrnir géri yður, það skuluð þér þeim gera«, og mun flestum þykja það vel mælt. „Það er engin tilviljun" segir bókarh. „að hjónaband er hvar- vetna talið bezta skipulagið á sambúð karla og kvenna. Menn haýa reynt alt og þad reynst bezt!“ Að lokum skal þess getið að bókin er eins konar minnismerki yfir nánazarhátt og smásálarskap landsstjórnarinnar. Á bókinni stendur að hún sé gefin út að tilhlutun landsstjórnarinnar, og hvað bókin vera 35 aurum ódýr- ari (I!) en ef landstjórnin hefði Iátið málið afskiftalaust. Eini gall- inn á bókinni er að hún kostar 2,65 en svona bók ætti að kosta 50 aura til þess allir keyptu hana. Kjósendnr! Veitið auglýsingu borgarstjóra um kjörskrárkærur athygli. Guðmundur frá Narfeyri Viðtal. Hér var (staddur um helgina Guðmundur frá Narfeyri, forstjóri kaupfélags verkamanna í Stykkis- hólmi og einn helsti frömuður verklýðshreyfingar þar. Guðm. er maður á milli þrítugs og fertugs. „Þið keyptuð skip f vor?" spyrj- um við Guðmund. „Já, við keyptum tvö smáskip, Sleipnir og Sösvalen, sem eru milli 20 og 30 smálesta." „Fenguð þið þau fyrir sæmilegt verð?" „Já, verðið var fretnur gott. Fyrir skipin tvö, ásamt fiskhúsi og fiskreitum, létum við 29 þús. krónur. En því miður hefir aflinn verið rýr í sumar. Fram í júní var hann góður, en eftir það var hann afleitur, því þá var hann ekki að hafa nær en norður í Strandabugt, en það er nokkuð langt fyrir ekki stærri skip." „Hvað selur kaupfélagið útlend- ar vörur fyrir mikið?" „Eg býzt við að það verði um 100 þús. kr. í ár.“ „Hvað eru mörg hcimili í kaup- félaginu og hvað ætli það séu mörg heimili ails í Stykkishólmi ?“ „1 kaupfélsginu eru 60 meðlimir og flestir þeirra eru heimilisfeður, en alls munu vera í Stykkishólmi eittvað dálftið á annað hundrað fjölskyldur. íbúarnir eru alls um 700, eða vfst tæplega það." „Er íbúum nokkuð að fjölga eða fækka?" „Þeim mun vera heldur að fjölga." „Er þá ekki húsnæðisleysi hjá ykkur?" „Jú, það er farið að gera dálítið vart við sig, og þó hefir nú dálítið verið bygt í sumar." „Hvað eru margir í verkamanna- félaginu hjá ykkur?" „Það eru um 80.“ . „Á það sér ennþá stað, að kvenfólk vinni að því að bera þungavöru við uppskipun?" „Nei, það er sama sem hætt." „Hvað hefir valdið þeirri breyt- ingu?" „Ja, það mun nú aðallega að þakka verkamannafélaginu. Það hefir sem sé sett hámarksverð á vinnu kvenfólks, en eftir að það var komið, þótti enginn akkur í því að nota kvenfólk við uppskip- un." „Kemur ekki maður frá ykkur á alþýðusambandsþingið í næsta mánuði?" „Jú það vona eg.“ Guðmundur fór vestur aftur á Gullfossi. Hffl daginn o| veginn. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi siðar en kl. 5 l!z í kvöld. Síóin. Nýja bíó sýnir „Dóttir' guðanna" (síðari hlutam;). Gamla bíó sýnir „Mr. Grex frá Monte Carlo". Veðrið í morgun. Stðð Loftvog m. m. Vindur Loft Hitastig Átt Magn Vm. 7515 S 6’ 5 7.2 Rv. 7519 A 6 2 5.o Isf. 7593 NA 6 3 0,0 Ak, 7601 NNA 4; 4 0,0 Gst. 7606 NA 2 4 -6,5 Sf, 7603 logn 0 3] 4,2 Þ.F 7600 SV 5 4 9,8 Strn 7563 NA 4 3 2,0 Rh. 7618 ANA 4 8 0,2 Magn vindsins í tölum frá o—12 þýðir. logn, andvari, kul, gola, kaldi, stinnings gola, stinnings kaldi, snarpur vindur, hvassviðri, rok- stormur, fárviðri. — Loft í tölum frá o—8 þýðir: Heiðskýrt, létt- skýjað, hálfheiðskýrt, skýjað, al- skýjað, regn, snjór, móða, þoka- -f- þýðir frost. Loftvægislægð fyrir suðvestaö Reykjanes, loftvog stígandi á Norð- austurlandi, norðaustlæg átt á Norðurlandi, suðaustlæg á Suður landí. Mjög óstöðugt veður. Trúlofun. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Lár» Jónsdóttir og Kristján Schratn stýrimaður. Smápeningaskortnr. Kvartað er mjög um það, að viðskifti ðU innanlands gangi stirðara en ella, vegna skorts á smápeO' ingum. Dönsku krónuseðlarnir ero að hverfa úr umfetð, eða eru orðnir svo skítugir og rifnir, ^ þeir eru til lítiis sóma. Til þe®5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.