Alþýðublaðið - 19.10.1920, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
K@
iör
w
við kosningu 6. nóv. 1920, á einum bæjarfulltrúa og
8 mönnu í niðurjöfnunarnefnd, liggur frammi, al-
menningi til sýnis, á skrifstofu bæjargjaldkera í
slökkvistöðinni, frá 19. október til 2. nóvember,
að báðum dögum meðtöldum. — JK ærur
um að nokkur sé oftalinn eða vantalinn á kjör-
skránni skal senda kjörstjórninni ekki seinna en
þriðjudag 2. nóvember.
Borgarsljórinn í Rej'kjavík 18. ókt. 1920.
K. Zimsen.
fer til Borgarness miðvikudag 20.
október klukkan 8 árdegis.
ifogaæ andinn.
Amerisk /andnemasaga.
(Framh.)
Lesarinn má ekki halda, að
Öskur-Hrólfur hafi í raun og veru
verið sá angurgap’, sem hann
Iést vera. Fíflalæti hans og grobb
var að eins gríma, sem var eina
ráð hans, tii þess að leiða at-
hygli manna að sér og losna
þannig við fyrirlitninguna, sem
hann óhjákvæmilega hefði annars
orðið að þola, vegna þess hve
durgslegur hann var í klæðaburði
og óheiðarlegur til orðs og at-
hæfis.
„Nathan blóðugi“, sagði hann,
þegar hann hætti hnegginu og
stökkdansinum, „ef þú hugsar
nokkurn tíman um endalok æfi
þinnar, þá hefurðu fulla ástæðu
til þess núna. Kastaðu birðinni,
því eg get engu rent niður, með-
an hjartarhár loða við það“.
„Vinur“, mælti Nathan blóðugi
í blíðum bænarrómi, „lof mér að
fara leiðar minnar. Eg er frið-
samur maður".
Að svo mæltu ætlaði hann að
halda áfram; en Hrólfur aftraði
honum, tók annari hendi í skinna-
baggan og sparkaði í hann hægri
fæti, svo hann þaut hátt í loft
upp, en skráþur skinnin tyfstruð-
ust í allar áttir, svo áhorfendurnir
ráku upp skellihlátur.
„Vinur“, mælti Nathan, sem
tók þessu með mestu rósemi,
„hvað vilt þú mér, fyrst þú leik-
ur mig svona?"
„Berjast við þig!“ öskraði
Hrólfur og iaust upp herópi.
„Þá kemur þú í geitnahús að
leita ullar", mælti Nathan, „lát
þú mig í friði fara leiðar minnar".
„Ha?" æpti foringi hestaþjóf-
anna, þandi út nasirn&r og skældi
sig allan eins og hann væri bál-
reiður. „Það er sagt um þig, að
þú álítir það gagnstætt skyldu
þinni og samvisku að drepa
rauðskinnana. Þú hliðrar þér hjá,
að verja konur og börn fyrir
rauðu þorpurunum. Og hvers
vegna? Vegna þess, að þú ert
friðarins maður, en ekki stríðsins.
— K'oflacgi, heimski þrjótur 1 En
eg er staðráðinn í, að gera mann
úr þér! Kastaðu byssunni og —
eg skal reka ragmenskuna úr
þér“.
„Vinur“, mælti Nathan, og
virtist auðmýkt hans verða að
fyrirlitningu, „þú ert sjálfur rag-
geit, annars mundir þú ekki ráð-
ast að manni, sem þú veist vel,
að getur ekki barist við þig.
Þú mundir ekki svona gleiður,
ef þú ættir við þér jafnsnjallan
mann".
Meðan hann sagði síðustu orð-
in, laut hann niður til þess, að
tína upp skinnin, en Hrólfur, sem
nú var orðinn að athlægi, þreif í
herðar han9, sneri honum við og
lét sem hann ætlaði að berja
hann.
Hinn friðsami Nathan þoldi
þetta jafnvel, án þess að róta sér;
en hann misti þolinmæðma, þegar
Hrólfur snéri sér að hundi hans,
sem reyndi . að hjálpa húsbónda
sínum með því að urra, og spark-
aði svo hranalega í hann, að
hépni hentist burtu og Iá ýlfrandi
þar sem hann kom niður.
Eínar Helgason garðyrkjustjórí
verður til viðtals um garðyrkju-
mál á Eyrarbakka og Stokkseyri
vikuna 25.—31. þ. m. — Funda-
höld um sama efni, nánar aug-
lýst þar eystra.
Reykiavík 16. okt. 1920.
Hannes Thorsteinson,
Tækifserislsiort og
heillaóskabréf, er þér
sendið vinum og kunningjum, fá-
ið þér fallegust og ódýrust á
Laugaveg 43 B.
Friðfinnur Guðjónsson.
Verzlunin Hlíí á Hverfisgötu
56 A selur lxreinlsstisvör-
ur, svo sem: Sólskinssápu, R.S.
sápu, þvottaduft í pökkum og
lausri vigt, sápuspæni, sóda og
Iínbláma, »Skurepulver« í pökk-
um af þremur stærðum, fægidult,
ofnsvertu, skósvertu og góðar ert
ódýrar handsápur. — Athugið, að
nú er ekki nema Htið orðið eftif
af riðblettameðalinu góða.