Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 Betra er heilt bein en vel gróið RÆTT VIÐ BRYNJÓLF MOGENSEN SÉRFRÆÐING í BÆKLUNARLÆKNINGUM UM SLYS Á BEINUM OG LIÐUM Flest okkar hafa tilhneigingu til að taka heilbrigði líkamans sem sjálfsagðan hlut — það er að segja þar til hann verður fyrir áföllum. Stoðkerfið, hin rammgerða grind sem við stöndum og föllum með í bókstaflegri merkingu, á það til að bresta á mikilvægum stöðum við ólíklegustu aðstæður. Hve margir hafa ekki fundið fyrir bakverk og stirðleika í lið, eymsli í mjöðm eða verk í hné. Skýringar á þessum algengu og oft sársaukafullu fyrirbærum eru sjaldnast augljósar. Því var leitað svara hjá sérfræðingi á einu sjúkrahúsi borgarinnar. Brynjólfur Mogensen. Yngra fólkið kemur hingað vegna einhverskonar áverka eftir íþróttir. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því, að mjög stór hluti þessa aldurshóps stundar einhverskonar íþróttir, en aðeins lítill hluti þeirra kemur tii okkar vegna meiðsla." Það er nú svo komið, að fái kona yfir fertugt sprungu í bein eða brot, er henni sagt að þetta sé aldurinn og hún sé sennilega kom- in með beinþynningu. Slík fullyrð- ing virðist oft vera úr lausu lofti gripin. Brynjólfur var því spurður nánar um þennan þátt. — Er beinþynning algengari en áður var eða er þetta orðið einskonar „tískuorð"? „Beinþynning er algengari nú vegna þess að fólk verður eldra en beinþynning er miklu algengari hjá eldra fólki. En fjölgun mjaðma- brota er þó meiri en sem svarar auknum aldri fólks. Skýringin á þessu er ekki alveg Ijós. Ein aðal Ungur maður með vafið hné hökti um stofur Borgarspítalans fyrir skömmu og læknirinn gaf honum góð ráð. Hann sagði: „Þú ferð vel með þetta hné næstu vikuna, þú veist að þar eru dempararnir þínir." Piltur skildi samlíkinguna prýðilega, — þó mað- ur fari nú ekki að taka ,,“sjensa“ með eigin farkost — aldeilis ekki! Áverkar á liðum Samlíking læknisins var bráðsnjöll. Við hugsum sjaldan um mikilvægi hnés eða liða í eigin líkama, nauð- synleg hreyfitæki eigin „farar- skjóta". Við báðum því Brynjólf Mogensen sérfræðing í bæklunar- sjúkdómum að lýsa slysum og sköddun á liðum og helstu áhættu- þáttum. Algengir áverkar á hnó? „Það má skipta áverkum á hné í nokkra flokka," sagði Brynjólfur, „má þar nefna tognanir og lið- bandaslit, liðþófaáverka, liðhlaup á hnéskel og brot. — Hverjir eru helstu slysavald- arnir? „íþróttir eru algengasti áhættu- þátturinn hjá þeim yngri og þá helst handbolti og fótbolti, en skíðaíþróttin veldur einnig oft tognunum í hné. Fleira getur kom- ið til, fólk getur misstigið sig og slasast þótt það sé aðeins úti að ganga.“ Aföll þegar skokkað er á malbiki Það hefur ekki farið fram hjá nein- um að skokkið er talsvert stundað hér af ákveðnum hópi fólks. Stund- um má sjá til þeirra áhugasömustu á hlaupum við sólarupprás á morgnana. Við heyrum oft um áföll hjá skokkurum og spurðum um helstu slysavalda í þessari íþrótt. Brynjólfur sagði að skokkarar hér hlypu venjulega á hörðu. „Þeir sem ætla að iðka þessa íþrótt, ættu að byrja á styttri vegalengd- um og hlaupa í skóm með góðum botni sem tekur í sig mestan kraft frá götunni. Á þann hátt minnka þeir álagið á stoðkerfið." Og hann bætti við: „Menn ættu að vanda skóvalið vel, en oft skortir leiðbeinenda- þáttinn í verslunum þar sem skórn- ir eru keyptir. Það þarf að liggja fyrir í upphafi á hverskonar undir- lagi á að hlaupa. Oft kaupir fólk skó fyrir mjúkt undirlag, en hleypur síðan á hörðu. Þetta fólk finnur fljótlega til í flestum liðum, t.d. í ökklum eða hnjám, jafnvel í mjöðmum og örugglega í baki. Þarna skipta skórnir miklu máli Annað atriði er mjög mikilvægt, Fremra krossband Ytri liöþófi Sperrileggur Yfirlitsmynd af hné. en það er að fólk „hiti sig upp" og geri teygjuæfingar áður en það fer að skokka eða fer í aðra líkams- rækt." Það hefur lengi verið til umræðu hvort næg áhersla sé lögð á nauð- synlega fagþekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttum og í heilsu- rækt. - Eru nœglega góðir leiðbein- endur á heilsuræktarstöðvum? „Hér á landi hófst líkamsrækt í stórum stíl með tilkomu ung- mennafélaganna." sagði Brynjólf- ur. „Áherslur hafa breyst í tímans rás og í dag er í tísku að vera i líkamsrækt. Ég tel að öll heilsu- rækt sé af hinu góða. Fjöldi fólks ræktar líkama sinn að einhverju ráði, sem betur fer, bæði andlega og líkamlega. En það verða alltaf óhöpp öðru hvoru, hjá því verður ekki komist. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli, að á þessum heilsuræktarstöðvum séu til staðar góðir leiðbeinendur, en það á einnig við um allar íþrótt- ir og í lífinu yfirleitt. Þetta gildir einnig um vinnustaði. Á íslandi virðist það vera algengt að menn séu settir í vinnu við ákveðin verk án þess að fá nauðsynlegar leið- beiningar. Það er án efa meginá- Ör bendir á rifu f liðþófa stæðan fyrir því hve vinnuslys eru algeng. Ég held að fólk geri sér almennt Slæmt liðbandaslit. ekki grein fyrir því, hve nauðsyn- legt það er að stunda heilsurækt eða líkamsrækt í einhverri mynd. Það þarf ekki nauðsynlega að vera erobik eða lyfting á tækjum. Góð gönguferð og sund er sennilega besta lausnin fyrir flesta." Slys eru mjög algeng hér á landi og það þarf að efla markvisst áróð- ur fyrir slysavörnum, og við spurð- um: — Hjá hvaða aidurshópum verða flest slys? „Hér á slysadeild sjáum við alla aldurshópa," sagði Brynjólfur, „þeim má skipta í fjóra aldurs- hópa; börn, ungt fólk, miðaldra og eldri borgara. Umferðarslys eru algeng hjá fyrstu þremur hópun- um, en slys í heimahúsum eru mjög algeng hjá börnum og þeim öldruðu. Hjá fólki sem komið er yfir sex- tugt er beinþynning óft farin að segja til sín. Það þarf oft lítinn áverka til þess að brotna um úlnlið eða í mjöðm. Tvítugur einstakling- ur myndi ekki brotna við sama fall, heldur aðeins finna til óþæginda í smá tíma. skýring er breytt hormónastarf- semi á breytingaskeiði kvenna. Önnur skýring gæti verið ál eða aluminíum í umhverfinu. Það er talið að álið geti borist inn í líka- mann með umhverfismengun, t.d. úr andrúmsloftinu, og valdi bein- þynningu. Þetta er þáttur sem ver- ið ér að rannsaka nánar. Það má vera að álið sé lítill hluti af þessum beinþynningarvandamálum, en ég tel þó rétt að fólk eldi matinn frek- ar í stálílátum en álílátum", sagði Brynjólfur. Umræða um þátt álsins í bein- þynningu er mjög athyglisverður. Notkun áls er mjög mikil hér sem annarstaðar. Það er ekki aðeins að álpottar og álpönnur hafi verið mikið notaðar, heldur einnig ál- þynnur og hverskonar álmót til eld- unar í ofni og til bökunar. Oft hef- ur slétt yfirborð þessara íláta rofn- að bæði þegar þau hafa verið mótuð eða með hníf eða öðrum eldhústækjum. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort óæski- leg efni hafa losnað um þessar rif- ur og borist í matvælin. Annar alvarlegri sjúkdómur hef- Lærleggur Sköflungur Aftara krossband Innra hliðar- liðband Innri liðþófi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.