Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 7
6 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 C 7 aaaiAisiaaaiasa □ aanatEEmsitui Þegar svo er komið í samlífi manns og konu, hjóna eða sambúðarfólks, að samveran er kvöl, tilfinningarnar blendnar og ónægjan, ósættið og sálarkreppan kraumandi innra með, er þá komið að leiðarlokum? í sumum tilvikum er það vissulega svo að ekkert er eftir til að reisa úr rústunum og sálarheill beggja aðila fyrir bestu að ganga sína leið í burtu hvort frá öðru. En skilnaður er ekki ein- föld lausn og jafnvel alls engin lausn, þegar ennþá eru til staðar tilfinningar, elska og þrá eftir nálægðinni við hinn aðilann, þrátt fyrir allt og allt. Börn og sameiginlegt bú sem byrj- að var að hlúa aö með bjartsýni, skilningi og ástúð, og ekki verður máð burt með skilnaði. Það er örugglega erfitt að finna það sam- band tveggja einstaklinga sem ekki reynir á í einni mynd eða annarri og þar sem erfiðleik- ar, utanaðkomandi eða sálrænir, koma ekki upp á yfirborðið í einni eða annarri mynd við mismunandi aðstæður. Kannski gerir fólk sér ekki grein fyrir því að flestir mæta erfiðleikum og vandamálum í samlífi með maka sínum og fæstir eru píslarvottar í þeim efnum. Það er á hinn bóginn mjög mismunandi hvernig fólk mætir slíkum erfiðleikum og hversu sterkt sambandið er þegar á reynir. með utanaðkomandí hjálp íslendingar hafa sjaldnast verið þekktir fyrir að bera sín vandamál á torg og margir hafa sett upp undrunarsvip þegar eitthvað nákom- ið hjónaband sem „hefur alltaf verið svo in- dælt og venjulegt út á við“ brestur skyndilega að því virðist, með miklum átökum og á dag- inn kemur að hjónin hafa átt í miklum erfiðleik- um, jafnvel í langan tíma, sem svo vandlega voru faldir undir sléttu og felldu yfirborðinu, að nánustu ættingja og vini grunaði ekki neitt. Það er misjafnt hvernig fólk mætir sínum sam- eiginlegu erfiðleikum, sumum tekst með sam- heldni og væntumþykju að leysa úr sínum málum sjálft og taka höndum saman utan um þá skjaldborg sem það í upphafi reisti um sitt hjónaband eða sína sambúð. En stundum þarf aðstoð þriðja aðila að koma til, utanaðkomandi aðila sem horfir á sambandið raunsæum augum og tekur ekki málstað annars aðilans. Slíkur aðili getur ver- ið ættingi eða vinur, en í mörgum tilvikum getur lausnin falist í að leita til ótengds aðila um ráð — og það er ekkert athugavert við að leita slíkra lausna, sé vilji á annað borð til að bæta það sem miður hefur farið. Slíkur ótengdur aðili getur verið félagsráð- gjafi, sálfræðingur, prestur, geðlæknir og á undanförnum árum hefur viðhorf til þeirra sem veita þessa þjónustu mikið breyst og eftir- spurnin aukist, hvort heldur er innan opinbera geirans eða í einkafyrirtækjum, enda misjafnt hvar fólk vill ræða við sinn ráðgjafa. Sumir geta til dæmis ekki hugsað sér að koma til félagsráð- gjafa, sálfræðings eða geð- læknis á göngudeildum sjúkrahúsanna, en leita til sömu aðila á einkastofum. í síðustu viku birtum við í Daglegu lífi fyrri hluta þess- arar greinar, um 1T Margir hafa undrast þegar nákomið hjónaband sem „hefur alltaf verið svo indœlt og venjulegt út á við“ brestur skyndilega og á daglnn kemur að hjónln hafa átt í miklum erfiðleikum sem svo vandlega voru faldir undir erfiðleika sléttu og felldu yfirborðinu fólks í daglegu samlífi, sam- gronaðííkkílTÍit? ætt,ngia búð eða hjónabandi, sér- staklega á upphafsárum li þess. Hér, í síðari hlutanum er fjallað um það að leita sér aðstoðar hjá utanaðkomandi að- ila, ýmist í hjónaráðgjöf við að lagfæra og breyta því sem orsakar sálarkreppuna, skiln- aðarráðgjöf, sem miðar að því að hjálpa þeim hjónum sem komin eru að leiðarlokum að kveðjast vel, ráðgjöf af kirkjunnar hálfu og lögfræðilegar hliðar málsins. ♦ Vilborg Einarsdóttir Viðhorfti! hjónameðferðar hafa mikið breyst Rætt við Nönnu K. Sigurðardóttur, félagsráðgjafa ' Það að leita til sórfróðra um aðstoð vegna persónulegra vandamála getur reynst mörgum manninum erfitt — hvað þá ef um er að ræða ekki bara erf iðleika hjá einum einstaklingi heldur tveimur, sambýlisfólki eða hjónum. Erfiðleika, sem kannski eru svo persónulegir að viðkomandi aðilar geta varla rætt um þá sín á milli — hvað þá við aðra. En íþví getur lausnin einmitt legið, að ræða erfiðleikana áður en þeir verða að alvarlegu vandamáli sem hefur áhrif á fjölskyldulífið og uppeldisaðstæður barna. Utanaðkomandi aðstoð getur verið einn liður í átt að lausn. Hjónaráðgjöf og hjóna- meðferð, s.s aðstoð sérmenntaðra fé- lagsráðgjafa hefur lengi þekkst erlendis og færst í vöxt hér á landi á und- anförnum árum. Þessháttar að- stoð flokkast undir geðvernd fjöl- skyldunnar og er þá greint á milli langtíma hjónameðferðar og skammtíma hjónaráðgjafar á af- mörkuðu sviði. Það eru vandamál parsins sem verið er að reyna að greiða úr. Þar af leiðandi taka báð- ir aðilar þátt í vinnunni og koma yfirleitt saman í viðtölin. Hjónaráðgjöf þrotalausn? En er það þrotalausn að feita sér aðstoðar f para- og hjónamál- um? Við leituðum svara við þess- ari og fleiri spurningum hjá Nönnu K. Sigurðardóttur, félagsráðgjafa, sem undanfarinn áratug hefur starfað á þessu sviði hér á landi, í Danmörku og Bandaríkjunum. „Fyrir suma er það þrotalausn að leita sér utanaðkomandi að- stoðar, sérstaklega var það al- gengara áður fyrr. Þá var viðhorfiö á þá lund að venjuleg lífsvandamál leysti fólk sjálft eða a.m.k. innan fjölskyldunnar. Að leita til sérfræð- inga var þá ákveðin staðfesting á að það gengi ekki, eða að um ein- hverskonar „klikkun" væri að ræða, ef það gengi ekki. Það hafa orðið töluverðar breyt- ingar á þessu viðhorfi á undanförn- um árum. Fjölskyldan og fjöl- skylduböndin hafa breyst mjög mikið. Hjónameðferð og hjónaráð- gjöf hefur verið algengari til dæm- is í tengslum við skilnaði og það að leita sér aðstoðar felur ekki lengur í sér þá „stimplun" sem var áður. í skilnaðarráðgjöf er ekki óalgengt að fólk hafi á oröi: „Þetta hefðum við átt að vera búin að gera fyrr." Fagfólk sem starfar á þessu sviði mælir yfirleitt með því að leita fyrr en seinna. Að leita sér aðstoð- ar áður en búið er að segja og gera of margt innan sambandsins og of seint er að byggja upp trún- aðarsamband að nýju. En stundum kemur fólk það seint að í raun er ekkert eftir nema skilnaðarvinnan, þar sem reynt er að hjálpa fólki að kveðjast vel og ganga vel frá öllum málum." Þriðji aðilinn — Er algengt að fólk sem kem- ur í viðtöl geti einungis talað sam- an í gegnum þriðja aðila? „Ef þú átt við hvort fólk geti ekki ræðst við yfir höfuð, nema með aðstoð fagmanneskju, þá er það mín reynsla að það sé ekki algeng staða. Einna helst finnst mér það vera í tengslum við skiln- að. Hins vegar þegar vandamál pars hafa þróast og fest í blindgöt- um þá gegnir þriðji aðili mikilvægu Morgunblaðið/Rúnar Þór Nanna K. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi. hlutverki í tjáskiptum. Þriðji aðili í þessari merkingu er þá ekki fagmanneskja heldur einhver annar/aðrir nákomnir par- inu. Börn til dæmis lenda oft í þessu hlutverki og verða ómiss- andi hlekkur í tjáskiptum foreldr- anna. Vanda af þessum toga getur oft verið erfitt að koma auga á og er yfirleitt ekki skilgreindur sem vandi parsins, heldur sem vandi barnsins. Barnið getur þá farið að hegða sér óæskilega í skólanum eða sýna einhver önnur einkenni um vanda fjölskyldunnar." — Er fólk þá oft búið að leita til annarra, s.s. vina eða ættingja og er einhver munur á körlum og konum að þessu leyti? „Mín reynsla úr meöferöarstarfi er að konurnar séu yfirleitt búnar að ræða við einhvern, oft vinkonu, móður eða vin. Karlmenn virðast ragari að ræða sín einkamál við vini eða fjölskyldu. Stundum koma upp mikil sárindi einmitt í kringum þetta atriði, þegar öðrum hvorum aðilanum finnst trúnaður sam- bandsins hafa verið rofinn við að vandamálin hafi verið rædd við aðra. Þess vegna, meðal annars, er lögð áhersla á það í hjónavinn- unni að parið eða hjónin séu virkir þátttakendur og að báðir aðilar mæti í viðtölin." — Er fólk oftast sammála um að um vandamál sé að ræða? „Já, það finnst mér nú yfirieitt enda leynir það sér sjaldnast. Hins vegar éru hjónin oft alls ekki sam- mála um hvaða leiðir eigi að velja til að leysa vandann, eða hvenær og hvort nauðsynlegt er að leita aðstoðar fagfólks." Stóru og litlu vandamálin — Hvað þarf fólk að eiga f „stórum“ vandamálum til að leita sér utanaðkomandi aðstoðar? „Þetta er náttúrulega allt svo afstætt og einstaklingsbundið með „stóru" og „litlu" vandamálin. Það eru átök í öllum sambönd- um. Pör og hjón geta verið meira og minna ósammála í mörgu af því sem kalla má daglegan og hversdagslegan rekstur fjölskyld- unnar. Má þar nefna barnaupp- eldi, peningamál, hve oft eigi að bjóða tengdafólki í heimsókn, hvernig best sé að eyða sumarfrí- inu og svo framvegis. Eftir því sem parsamband þróast kemurfólk sér upp ákveðnum leikreglum í þessu sambandi. Stundum eru þessar reglur mjög meðvitaðar, eitthvað á þessa leið — ég ræð öllu í eld- húsinu en ég skipti mér ekkert af garðinum, hann er þín deild. En inn í þessa samningagerð koma líka allar óorðuðu og ómeð- vituðu reglurnar þar sem hvor aðil- inn um sig hugsar sitt eða fer eft- ir þeim reglum sem hafa verið lærðar í bernsku, þ.e.a.s. gerir oft- ast ómeðvitað eins og gert var í hans upprunafjölskyldu. Þegar hlutirnir eru ósagðir Rómantík og ýmsar goðsagnir í SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. ©Cd) Vesturgötu 16, sími 13280 Bladiö sem þú vaknar vió!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.