Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 8

Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 S>A>jJi A>_Rj, K>_R>_E>_pJ,p> aJmJJ™ tjáskiptum tengdar henni geta tor- veldað svona samningagerð um leikreglur. Þá er hugsað eitthvað á þessa leið — ef hún/hann elskar mig, þá veit hún/hann um mínar þarfir, hvað mér finnst gott og hvernig ég vil að komið sé fram við mig ... Þetta er mikill miskiln- ingur. Annað svipað fyrirbæri er það þegar fólki finnst að við það að orða hlutina þá verði þeir á ein- hvern hátt ósannir eða óekta — alltjent miklu órómantískari. Þá er gjaman sagt — ertu að gera þetta af því aö þig langar til þess eða bara af því að ég talaði um þetta í gær? Þessi samningagerð erflók- in og í henni birtast bæði „stóru" og „litlu" vandamálin. Verkaskipting um daglega hluti, hver eigi að gera hvað, má sjálf- sagt flokka sem eitt af litlu hvers- dagsvandamálunum, en þar á bak við getur líka legið mjög djúpstæð- ur grundvallarágreiningur. Stund- um eru vandamálin afmörkuð á einhverju sérstöku sviði, til dæmis í kynlífi, samskiptum við fólk utan sambandsins, eða vandamál tengd ákveðnu fjölskylduformi, t.d. stjúpfjölskyldu. Hvenær er aöstodar þörf Yfirleitt leynir það sér ekki ef ástæða er til aö leita utanaðkom- andi aðstoðar. Þá fara að koma upp hliðstæðar stöður aftur og aftur. Samningar takast ekki, málin eru ekki afgreidd og koma endur- tekið upp, undir ólíkum formerkj- um. Stundum er líka ákveðin stöðnun komin upp og báðir aðilar orðnir leiðir á sambandinu. Eins og komið var inn á hér að framan þá er rík ástæöa til að hvetja fólk til aö reyna að koma í veg fyrir að parsamband þróist í óæskilegan farveg. Þarna gegnir fræðsla mikilvægu hlutverki. Því miöur er nánast ekkert lesefni til á íslensku um hjónabandið, en vin- sældir þeirra fáu bóka sem hér hafa komið út, þýddar eða frum- samdar á íslensku, þar sem, kom- ið er inn á persónuleg mál, s.s. hjónabandsmálin, sýna að þörfin er rík. Má nefna í þessu sambandi bækur eins og Elskaöu sjálfan þig, Konur sem elska of mikið og Nútímafólk. En kannski vegna þessa skorts á aðgengilegu lesefni um málið leita margir sér aðstoðar einfald- lega til að fræðast og deila með fagmanneskju hugrenningum og vangaveltum. í viðtölum af því tagi er fræðslan aðalatriðið." Vandamál unga parsins — Eru vandamál parsins á þrítugsaldrinum og þess á fimm- tugsaldrinum þau sömu? „Það er yfirleitt ekki. Ef við tölum um ungt fólk á íslandi þá er það ekki undirbúið sérstaklega, t.d. af skólakerfinu fremur en öðr- um aðilum, til að ganga inn í par- samband. Ungt fólk nú hefur í mörgum tilvikum alist upp við það að fólk sem á í vanda skilji. Það eru skilnaðir allt í kringum það í þjóðfélaginu. Fólk á (slandi byrjar oft mjög snemma að vera saman og fer í sambúð eða hjónaband beint úr foreldrahúsum. Hjónaband sem á að byggja á sterkum grunni verður að hlúa að strax frá upphafi. Það gengur ekkert hjónaband ham- ingjusamlega af sjálfu sér án þess að nokkur geri neitt. Mörg vanda- mál í hjónabandi hjá ungu fólki eru komin til vegna eðlilegra þroska- breytinga þess sjálfs og sam- bandsins. Það eru átök i kringum leikregl- urnar á meðan verið er að móta þær. Þessar reglur er mikilvægt að setja í sameiningu. Sé svo ekki er hætt viö að einföldustu hlutir verði að vandamálum, til dæmis að hún verði afbrýðisöm ef hann dansar við aðra, eða þá aö hann verði reiður og finnist sér hafnað ef hún fer í saumaklúbb. Hlutir á borð við þessi dæmi koma upp í flestöllum samböndum og fólk verður aö koma sér saman um þau, en því miður gerist það stundum í ungum samböndum að svona mál koma af stað miklum erfiðleikum. Þess vegna eru tjá- skipti parsins, það að geta rætt saman um hlutina og tekið ákvarð- anir í sameiningu mikilvægt atriði. Of mikið í elnu Það eru tveir grundvallarþættir sem hjónaband eða sambúð verð- 1» ur að byggja á, trúnaður og tjáskipti. Fólk verður að geta talað saman og deilt saman. Hinsvegar gerist það oft hér að ungt fólk er að gera allt of mikið á sama tíma og ræður ekki við það. A fyrstu árum sambands, árunum sem það er að mótast er mikilvægt að báðir aðilar sinni því af alúð — þá er svo margt annað að gerast hjá ungu fólki samtímis. Það er að koma sér fyrir, fjár- festa í þaki yfir höfuðið, mennta sig, vinna af of- urkappi og jafnvel að _____________ eignast börn. ■■■■ Hver þessara þátta, einn og sér, er mjög stór og krefst mikils af einstaklingnum, en þegar allt kemur saman og fólk er ekki nægilega undirbúið og þroskað til að takast á við ailt í einu þá er kannski ekki undarlegt að eitthvað láti undan. Bætist svo við þetta að samverustundir pars- ins séu fáar og ekki nýttar þannig að hvor aðili um sig deili með hin- um því sem hann er að gera er hætt við að algert sambandsleysi verði og hvor um sig fari að sinna sínum hlutum í sínum heimi, sem hinn aðilinn hefur ekki aðgang að. Þegar börnin eru á burt En þú spuröir um vandamál hjá eldra parinu. Erfiðleikar sem koma upp hjá hjónum sem eiga að baki t.d. 20 ára hjónaband eiga sér aðrar rætur. Oft verða mikil tilfinningaleg átök hjá einstaklingum á þessum aldri, börnin eru fullorðin og farin burt og fólkið er að eldast. Sú til- hugsun ein, að eldast, getur orðið til þess að fólki finnist það vera aö missa af lestinni og nú sé að hrökkva eða stökkva. Annaöhvort að una viö allt í sama horfinu eða að brenna allar brýr að baki sér, jafnvel að finna sér nýjan maka og hefja hreiðurgerðina á nýjan leik. En það verður að líta á hlutina í samhengi. Á þessum aldri er far- iö að hægjast á allri líkamsstarf- semi fólks og oft einnig á líffræði- legu hlutverki. Þó er alls ekki svo Rómantíkin og ýmsar godsagnir í tjáskiptum tengdar henni, geta torveldað samningagerð hjóna. Þá er hugsað eitthvað á þessa ieið - ef hann/hún elskar mig þá veH hann/hún um mínar þarfir, hvað mér þykir gott og hvemig ég vil að komið sé fram við mig... Þetta er mikill miskilningur u að lífið sé búið, eins og sumum finnst. En það eru margir hræddir við þessar eðlilegu breytingar, að eldast og reyna að endurlífga og taka upp verkefni, sem kannski frekar tilheyra yngri kynslóðinni. Makaskipti geta veriö tíð á árun- um milli fertugs og fimmtugs og þau eru oft afleiðing þessarar hræðslu. En í þessu samhengi verður líka að líta á þann aðstöðu- mun sem oft er á hjónum á þess- um aldri. Kona á fimmtugsaldri sem hefur helgað sig heimilinu er ekki lengur með börn inni á heimil- inu og vill kannski fara að nota tímann tii að sinna nýjum hlutum. Oftast er þá um að ræða að hún fari í nám eða út á vinnumarkaðinn og er þá líkleg til að gera það af miklum krafti og áhuga. Á sama tíma getur eiginmaöur hennar ver- ið í þeirri aðstöðu að finnast hann vera búinn að skila sínu allrækilega í starfi og viljað fara að draga sam- an seglin, eiga betri tíma til að njóta heimilisins og áhugamála. Við slíkar aðstæður skapast oft mikil togstreita." Erfiöleikar að vlnnulok um — Hvað um enn eldri hjón? „Ef við tölum um fólk sem er komið að vinnulokum, sem eru mjög mikil breyting á högum þess, þá er það oft ekki nærri nógu vel undirbúið undir þessi þáttaskil. Það er mikil breyting frá því að hjón vinni bæði úti eða annað og hafi alla tíð gert, yfir í að bæði eigi nú allan daginn til að vera hvort með öðru. Samverustundirnar sem allt í einu eru orðnar til staðar koma á óvart og það er kannski ekki undarlegt því fólk hefur eytt ævinni saman án þess að hafa nokkurn tímann fyrr haft svo mik- inn tíma hvort með öðru og hefur því jafnvel aldrei reynt að þjálfa samskipti sín með tilliti til þess. Þetta getur orðið mjög erfitt tíma- bil." Séríslensk vandamál — Nú er hjónaráðgjöf mjög algengt fyrirbæri t.d. í Banda- rikjunum og margir menntaðir þaðan. Gilda sömu lögmál varð- andi hjónaráðgjöf hér og t.d. þar? „Allar hugmyndir um hjónaráð- gjöf og meðferð hér eru upprunnar erlendis, en það er afskaplega margt sem við, sem störfum að þessu hér, sjáum að er séríslenskt. Hvað parsambönd varðar þá byrjar fólk hér ungt á að „fara á fast" og bindur sig mjög oft ungt í hjónaband eða sambönd. Óvígða sambúðarformið var líka orðið mjög vinsælt hér löngu áður en slíkt gerðist víðast annarsstaðar. Mér finnst líka gæta ákveðins umburðarlyndis í þessum málum hér og vægi fjölskyldunnar þrátt fyrir alit vera meira en ég hef kynnst annars staðar. Nú, svo spilar fámennið sitt hlutverk í málinu því allar rásir í svona litlu þjóðfélagi verða mjög stuttar og þaö er kannski viss vörn hjá fólki að flíka ekki mjög sínum málum og tala ekki um of um sína persónulegu hluti hvorki við hvort annað eða utanaðkomandi aðila. Hinsvegar er það með hjónaráð- gjöf hér eins og annars staðar að hún verður alltaf mjög persónu- bundin í hverju tilviki fyrir sig rétt eins og vandamál einstaklinganna eru." VE H VAÐ HJONAMEÐFERD? í Læknablaðinu birtist á liðnu ári, tbl. 73, grein eftir Sigrúnu Júlíusdóttur, yfirfélagsráðgjafa við geðdeild Landsprtalans, þar sem hún fjallar um hjónameðferð é göngudeild. Við grfpum hér niður upphaf greinarinnar. Hjónameðferð hvílir á traustum fræðilegum forsendum og hefur lengi verið stundið er- lendis. Hér á landi hefur slík meðferð færst í vöxt á liðnum árum. Mikilvægt er að greina á milli hugtakanna hjónameðferð og hjónar- áðgjöf. Hið síöara er yfirleitt fólgið í örfáum hjónavið- tölum. Viðfangsefnið er áþreifanlegt og afmarkað og veitt- ar eru upplýsingar, fræðsla eða bein ráðgjöf." HjónameAferA Hjónameðferð tekur hins vegar yfir lengri tíma og bein- ist að djúpstæðari erfiðleikum og samskiptamynstri. f báðum tilvikum kemur ákvarðanataka oft inn í myndina, en í hjónameöferð byggist hún ekki á sérfræðingsáliti eöa ráðleggingum, heldur á ferlisvinnu sem miðar að innsæi hjónanna sjálfra. Hjónameöferö má skilgreina sem „Meöferð þar sem skipulegum aðferðum er beitt til að umbreyta tengslum hjóna þar sem skortir aðlögun og samstillingu". Af hverju í hjónameAferA? Valíð á hjónmeðferð sem aðferð miðast við einhverjar af eftirfarandi orsökum: 1. Fólk kemur sjálft og segist eiga í hjónabandserf iðleikum. 2. Barn sýnir einkenni sem við nánari greiningu tengjast trufluðu samspili foreldra eða hjóna. 3. Fjölskyldumeöferð leiðir I Ijós að hjónaeiningin þarfnast sérstakrar afmörkunar eða þróunar. 4. Kynlífsvandi. 5. Skilnaöur er á döfinni og þörf á tilfinningalegu uppgjöri. 6. Skvndileg röskun, innri eða ytri, verður í fjölskyldukerfi. í þeirri grein Sígrúnar Júlíusdóttur sem hér er vitnað til, byggði hún m.a. á könnun sem gerð var á meöal 36 hjóna eða 72 maka, sem fengið höfðu hjónameöferð. Sigr- ún segir könnunina fyrst og fremst hafa miðað að því að fá gæðamat á hjónameðferðinni, en ekki töifræðilegar niðurstöður um árangur samanborið við aðrar aðferðir. Reynslan aff meAferA Meðal þess sem fólk var beðið að svara voru spurning- ar um reynslu af meöferðarvinnunni. Hér eru nokkur dæmi um svör: „Mjög góð, ég lærði að meta afstöðu mína að nokkru leyti og skilja hvað ollu sumu af því sem ég hafði engan skilning á áður, t.d. hvernig viðbrögð min voru ef eitthvað kom upp á en oftast gerist það við íhugun eftir áu „Mér fannst ég Iftið geta sagt og fannst ég gera mig að fifli að kvarta um sambandið, en nú höfum við náð betur saman og ég er ekki lengur hrædd við fólkið i kring- um mig og get betur verið ég sjálf. Maðurinn minn geng- ur til sálfræðings og er að nálgast mig meir og meir“ „Upphaflegur ásetningur var að bæta slæmt kynlif eða kynlífsleysi. Komist var að því að kynlifserfiðleikarnir væru í rauninni eitt einkenni dýpri erfiðleika í samskiptum. / meðferðinni tókst að bæta ýmislegt i samspili okkar en að mínu mati tókst ekki að komast frá vandanum sem ég tel að sé til staðar. Sá vandi sem upphaflega rak mig í meðferð er enn til staðar en reynslan af henni er að mörgu leyti jákvæð og hefur bætt margt. “ „tg hafði mikla hjálp í því að fá að koma til ykkar þó svo að meðferð hafi lokið með skilnaði okkar hjóna...ég veit að þetta var eina lausnin og ég reyni að trúa því að hún hafi verið sú besta, þó erfið sé. Er þakkát fyrir alla þá hjálp og aðstoð sem okkur var veitt." AA lokinnl meAferA Þá voru þáttakendur einnig beðnir að segja til um að- stæður þeirra á þeim tíma sem könnunin var gerð og voru mörg svörin opin og fróðleg. Lftum á nokkur dæmi: „Þær (aðstæðurnar) eru að flestu leyti sæmilegar. ég hef vinnu sem ég kann vel við. Ég er að kaupa ibúð svo skemmtanir verða að bíða. Ég hafði hugsað mér a bæta við menntun mina en það verður líka að biða. Ég er búin að endurheimta mina sálarró. Það finnst mér best. “ „Eru svipaðar, samt örlítið betri. Okkur gengur betur að tala saman, samskipti við tengdaforeldra og systkyn hafa lagast. Ofbeldi sem var yfirleitt samfara drykkjuskap hefur stórlagast. Ástandið er betra en samt ekki nógu gott. Oft verða árekstrar enn. “ „Að mörgu leyti sáttur við einlífið, sakna þó barnanna. Einmanaleiki sækir á mig af og til þar sem flestir vinir og kunningjar eru ekki i sömu aðstöðu og ég, en flest er fjöl- skyldufólk. Ég hef aftur á móti miklu frjálsari hendur um eigið líf og aðstæður. “ „Fluttum erlendis eftir að meðferð lauk, eftir nokkra vikna aðskilnað. Gátum út frá meðferðinni byrjað nýtt líf úr frá öðrum forsendum en áður." TilvísunarleiAir Annar athyglisverður hlutur sem kemur fram í könnun- inni, eru tilvísunarleiðir þeirra sem hún náði til og ástæð- ur komunar. Kemur þar m.a. fram að 5 einstaklingar komu að eigin frumkvæöi, eða makans, 4 vegna ráðlegginga frá vini sem sjálfur hafði farið I hjónaráðgjöf, 12 vegna ráðlegg- inga frá vini sem starfaði í heilbrigðis- eða félagsmálaþjón- ustu, 12 vegna tilvísunar frá heimilislækni, félagsmála- stofnun eða öðrum meðferðaraöila og 9 var vlsað í kjölfar móttökusamtals á göngudeild geðdeildar. ÁstæAur komu Þegar spurt var um ástæður komunar voru svörin eftir- farandi: 13 aðilar kváðust hafa komið vegna skilnaðar- hugleiðinga, þar af 9 til að fá hjálp við ákvarðanatöku og 4 vegna tilfinningalegrar uppbyggingar. 29 kváðu ástæðu komunnar vera almenna samskiptaörðugleika. Þarf af til- greindu 14 erfið tjáskipti, ágreining um ábyrgð og kyn- hlutverk sem ástæðu. 11 tilgreindu sérstaklega stjúp- tengsl og uppeldisvandamál sem ástæðuna og 4 kynlífs- vanda. Sem fyrr segir var ekki um að ræða tölfræðilega könn- un, en eftir sem áður eru þessar niðurstöður athyglisverð- ar og í samantekt segir m.a.: Niðurstöður könnunarinnar eru áþekkar hliðstæðum erlendum athugunum, þeir sem hljóta hjónameöferð eru að miklum meirihluta (70% - 90%) ánægðar eftir en áður og hafa merkt jákvæðar breyt- ingar. VE I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.