Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
C 11
fræðsla er nauðsynleg, ekki síst
vegna þess að fólk býr lengi að
henni og leitar þá frekar eftir að-
stoð áður en vandamál verða of
erfið. Eins væri óskandi að við
ættum eftir að sjá fræðslu af þess-
um toga inni í skólakerfinu.
óraunhæfari væntingar um hjóna-
bandið. Jafnframt er svo mikilvægt
að fólk standi saman á upphafs-
árum hjónabands gegn því ytra
álagi, sem því miður er einkenn-
andi fyrir þetta tímabil í lífi ungs
fólks hér hjá okkur. Þetta álag er
mikill skaðvaldur. Húsnæðismálin,
allt of mikil vinna og fjarvera frá
heimilinu og það álag sem fylgir
því að koma sér fyrir er mjög
áþreifanlegt í þessu sambandi,
ekki síst þegar þetta er á sama
tíma og hlúa þarf að viðkvæmri
aðlögun og barneignir koma til.
Það fylgir því ákveðin röskun á
hjónasamspilinu að eignast fyrsta
barn, sem alltof lítill gaumur er
gefinn. Fólk hefur líka ákveðnar
og ólíkar hugmyndir um hvernig
t.d. verkaskiptingu á heimilinu
skuli háttað. Það hefur með sér
ólíkar hefðir úr foreldrahúsum sem
oft rista dýpra en nýjungar tíðar-
andans, m.a. um kynhlutverk,
samábyrgð og persónufrelsi.
Það má segja að oft sé ytra álag
ástæða erfiðleika í yngri sambönd-
um. Þá er fólk ekki búið að vera
nógu lengi í hjónabandi til þess
að alvarlegir innri árekstrar séu
komnir til sögunnar, einnig sam-
einar oft hreiðurgerð og barnaupp-
eldi hjón í ákveðinn tíma, en svo
seinna meir þegar hreiðrið fer að
tæmast geta' alvarlegir innri
árekstrar, vonbrigði og ágreining-
ur, farið að gera vart við sig. Það
tímabil er börnin eru ekki lengur
börn, getur verið erfitt í hjóna-
böndum og það er afar misjafnt
hvernig fólki tekst að vinna úr því.
Skilnaðir ekki óalgengir á því tíma-
bili.“
AðstoA að loknum
skilnaði
— Þegar fólk er búið að koma
f skilnaðarráðgjöf eða meðferð,
er einhver eftirmeðferð í boði?
„Margir óska eftir því og þurfa
á áframhaldandi stuðningsvið-
tölum að halda eða jafnvel með-
ferð. Öðrum hentar betur að sækja
námskeið eða vinna að sínum
málum í hóp. Það var líklega 1978
sem við Nanna K. Sigurðardóttir,
félagsráðgjafi, fórum fyrst af stað
með skilnaðarhópana. Þetta eru
námskeið, fyrir fráskilið fólk, hvort
heldur sem það hefur leitað sér
aðstoðar áður eða ekki. Það hefur
frá upphafi verið geysilegur áhugi
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sigrún Júlíusdóttir, yfirfólagsráðgjafi við geðdeild Landspítalans.
fyrir þessum námskeiðum. Fólk er
í þörf fyrir hjálp og leiðsögn og
finnst gott að bera sig saman við
aðra sem eru að glíma við það
sama. Það er mjög mismunandi
hvernig stuðning er að fá frá um-
hverfinu eða hvernig hann nýtist.
Við reynum að hafa hópana sem
breiðasta, s.s. hvað varðar aldur,
en vinnan er byggð á því sameigin-
lega. Það eru ákveðnir hlutir sam-
eiginlegir hjá flestum sem skilja,
til dæmis spurningin um hvernig
tengsl eiga að vera við gömlu
tengdafjölskylduna, vinina og fyrr-
verandi maka. Hvenær á að segja
frá skilnaðinum og hvernig.
Ekki of snemma
í sambúð á ný
Annað atriði sem oft kemur upp
í umræðu í hópunum eru viðhorfin
til gagnstæða kynsins. Sumir
verða líkt og bólusettir við skilnað,
eru dauðhræddir við hitt kynið og
vilja sem minnst af því vita. Svo
eru aðrir sem bregðast þveröfugt
við og flýja með það sama í annað
samband. Það er eitt að fara í
annað samband í kjölfarið á skiln-
aði, en ég ráðlegg fólki eindregið
að fara ekki of snemma í aðra
sambúð. Fyrst eftir skilnað er fólk
í tilfinningalegu ójafnvægi og
hreinlega ekki í stakk búið til að
fara í sambúð á ný með öllum
þeim umbreytingum, nýrri ábyrgð
og skuldbindingum sem því fylgir.
Æskilegra er að fólk gefi sér góðan
tíma og jafni sig, en hraði sér alls
ekki yfir fyrsta kaflann í næsta
sambandi, þó hann sé sársauka-
fullur og einkennist oft af söknuði,
einsemd og óöryggi.
Þetta atriði kemur ekki síst við
börnin. Það má ekki gleyma því
að það er eitt fyrir börn að þola
skilnað, en hitt getur orðið þeim
þungbærara, að þola nýja sambúð
foreldra fljótlega á eftir.“
Það má segja um alla skilnaðar-
vinnu að hún sé til góðs — þó svo
að hún sé ekki komin til af góðu.
Ráðgjafarnir gera engin kraftaverk,
þó fræðileg þekking sé mikilvæg.
Okkar vinna er svolítið í ætt við
vinnu kennarans, leiðsögumanns-
ins eða landbúnaðarverkamanns-
ins. Til að vinna hans skili sér verð-
ur jarðvegurinn að vera góður og
jarðvegurinn og móttökuskilyrðin
eru forsendur árangursins.
Það sem við ráðgjafarnir byrjum
á að gera í meðferðinni er að
meta þann jarðveg sem vinna á
Skilnaður
ekki eins
algeng lausn
og áður
— Finnst þór einhver
breyting vera á viðhorfi
fólks til skilnaðar?
„Breyting hefur vissu-
lega orðið þar á undan-
farið. Það ríkir ekki leng-
ur þetta gamla viðhorf
um að skilnaður sé end-
anlegt sk'ipbrot eða fé-
lagsleg hneisa. En skiln-
aður er eftir sem áður
alltaf tilflnnlngalegt áfall
og vonbrigði, því það
ætlar sér enginn að skilja
þegar hann gengur að
altarinu. Því má ekki
gleyma að skilnaður,
hvernig svo sem hann
kemur til, hefur áhrif á
sjálfsímynd viðkomandi,
það að skilja er að vissu
leyti eins og að missa
hluta af sjálfum sér.
Önnur breyting sem
mér finnst vera merkjan-
leg nú er það viðhorf,
sértaklega yngra fólks,
að skilnaður sé ekki eins
bein leið út úr vandamálum, eins
og mér fannst á tímabili vera of
ríkjandi.
Ég er viss um að það er hægt
að spyrna talsvert gegn skilnaðar-
tíðninni með aukinni aðstoð og
fræðslu, og sem betur fer á það
vaxandi vinsældum að fagna. Þar
á ég við undirbúningsfræðslu fyrir
hjónaband, hvort sem er á vegum
félagsmálageirans, kirkjunnar eða
einkaaðila. Slík undirbúnings-
frapAQla pr i
WFyrst eftir skilnað
erfólkí
tilfinningalegu ójafnvægi
og ekki í staíck búið til að
fara í sambúð á ný með
öllum þeim
umbreytingum, nýrri
ábyrgð og
skuldbindingum sem því
fylgir. Æskilegra er að
fólk gefi sér góðan tíma
og jafni sig, en hraði sér
ekki yfir fyrsta kaflann í
næsta sambandi, þótt
hann sé sársaukafullur og
einkennist oft af söknuði,
einsemd og
óöryggi
úr, stýra svolítið ferðinni í upphafi
og opna augu viðkomandi aðila,
en síðan kemur til þeirra kasta.
Þetta er ekki svo einfalt að góð ráð
dugi til. Þetta er krefjandi vinna,
hún byggir á samstarfi, gagn-
kvæmum áhuga og trausti, en fyrst
og fremst er það manneskjan sjálf
eða parið í sameiningu sem vinnur
úr málunum.
VE
Sambúðarsamningur
Eins og áður kom fram kveða
engin lög á um réttindi og skyldur
aðila í óvígðri sambúö. „Réttar-
staða er eins og tveggja einstakl-
inga. Þó má geta þess og vekja
athygli fólks á að á grundvelli
samningsréttar er unnt að gera
svonefndan sambúðarsamning.
Slíkur samningur kveður á um
hvernig leysa skuli vandamál sem
upp kunna að koma í sambúðinni
og við hugsanleg slit.“
Ingibjörg segir að í Danmörku
færist það mjög í vöxt að fólk geri
með sér sambúðarsamning og í
Svíþjóð hafi verið sett sérstök lög
varðandi fólk í óvígðri sambúð.
„Sambúðarsamningur er enginn
eilífðarsamningur og ef aðilar eru
sammála um breytingar eða riftun
á honum þá stendur ekkert í vegi
fyrir því. Til sambúðarsamnings er
vert að vanda. Þeir eru ekki skrán-
ingarskyldir eins og kaupmálar.
Vegna mikilvægis kaupmála og
samninga sambúðarfólks er nauð-
synlegt að vanda til verks þannig
að ekki komi til deilna um gildi
þeirra og túlkun.
í upplýsingaherferð sænska
dómsmálaráðuneytisins, þegar
nýendurskoðuð sifjalöggjöf þar i
landi tók gildi, þá voru sænskir
þegnar hvattir til að nýta sér samn-
ingaleiðir í upphafi hjónabands eða
sambúðar. Á auglýsingaspjöldum
kynningarherferðarinnar stóð:
„Semjið áður en ástin kólnar". í
þessum orðum leynist visst sann-
leikskorn, þvi sanngirnin er miklu
meiri meðan tilfinningarnar eru
heitar heldur en þegar allt er kom-
ið í þrot.
Sambúðarsllt
Til að slíta óvígðri sambúð þarf
ekkert leyfi. Hinsvegar þurfa aðilar
að koma sér saman um öll sömu
atriði og hjón við skilnað, nema
hvað varðar lifeyrisgreiðslu með
öðru hvoru. Verði deila um eigna-
skiptin má skjóta þeim ágreiningi
til skiptaréttar sbr. lög nr.
13/1986.
Sambúðarslita-
samningur
Það er engin heildarlöggjöf til
varðandi réttarstöðu fólks í sam-
búð eins og áður kom fram. Skal
þó vakin athygli á því að sömu
reglur gilda við skilnað eða sam-
búðarslit varðandi forsjá barna,
umgengnisrétt og framfærslu-
skyldu. Hjúskaparstaða foreldr-
anna hefur engin áhrif á réttar-
stöðu barna varðandi þessi atriði.
Nokkuð hefur færst í aukana að
við sambúðarslit sé gerður svokall-
aður sambúðarslitasamningur þar
sem kveðið er á um skiptingu
eigna í óvígðri sambúð. Mun al-
gengara er að samningur sem
þessi sé gerður í lok sambands
heldur en sambúðarsamningurinn
í upphafi.
Hjónaskilnaður
Hjónaskilnaður er tvíþættur, skiln-
aður frá borði og sæng og lögskiln-
aður.
Algengast er að fólk fái fyrst
skilnað að borði og sæng og síðan
lögskilnað ári síðar. Til að hljóta
lögskilnað strax þurfa sérstakar
ástæður að liggja fyrir svo sem
framhjáhald eða misþyrmingar.
Séu hjón að huga að skilnaði
þarf sáttavottorð frá presti eða
forstöðumanni safnaðar að liggja
fyrir svo hægt sé að veita leyfi til
skilnaðar. Einnig þarf að ganga frá
eftirfarandi atriðum: Hvort hjóna
eigi að fara með forsjá barna,
hvernig haga skuli umgengni við
börnin af hálfu þess foreldris er
ekki fær forsjá og hve hátt meðlag
eigi að greiða. Þá þarf einnig að
ganga frá því hvort öðrum aðila
hjónabandsins beri að greiða hin-
um lífeyri og skipti á eignum og
skuldum þurfa að liggja fyrir.
Skilnaðarleyfi
Ef samkomulag er um öll ofan-
greind atriði veita sýslumenn og
bæjarfógetar — borgardómara-
embættið í Reykjavík — leyfi til
skilnaðar að borði og sæng.
Ef aðilar eru ósammála um eitt-
hvert ofangreindra atriða er málið
sent til dómsmálaráðuneytisins til
úrskurðar, nema eignaskiptum,
sem vísað er til skiptaróttar. Þau
mál þar sem annað hjóna er ósam-
mála skilnaði og mætir ekki til
dómara er farið með á sama hátt.
Ári að eftir leyfi til skilnaðar að
borði og sæng var gefið út getur
hvort hjóna um sig krafist lögskiln-
aðar.
Algengustu vandamólin
við slit hjúskapar eða
sambúðar
Aðspurð eru þau Ingibjörg og
Kristján sammála um að allt geti
orðiö tilefni deilna við skilnað eða
sambúðarslit, en sársaukafyllst sé
vafalaust að horfa upp á deilur um
forræði barna.
„Ef annar aðilinn er ósáttur við
skilnað eða upp koma deilur um
eignir er ekki óalgengt að forsjá
og umgengnisréttur sé notað sem
vopn í baráttunni milli hjónanna
eða sambúðarfólksins.
Niðurstaða þeirra aðila sem
hafa úrskurðarvald í forsjár- og
umgengnisréttardeilum miðast
hinsvegar einungis við það sem
talið er börnunum fyrir bestu."
Ingibjörg segist halda að fólk
geri sér ekki alltaf grein fyrir því
hve erfitt og afdrifaríkt það sé að
fara í mál út af forræði barna. Hún
segir að utanaðkomandi aðilar,
félagsráðgjafar og sálfræðingar
komi til með að rannsaka einka-
hagi foreldranna niður í kjölinn
áður en úrskurður er upp kveðinn.
„Með lögum nr. 9/1981, hinum
svokölluðu nýju barnalögum, sem
leystu af hólmi lög frá árinu 1966,
var lögfest sú grundvallarregla að
réttur og hagur barns skuli ávallt
vera i fyrirrúmi. í fyrri lögum var
talað um rétt foreldranna en nú er
í hinum nýrri lögum talað um skyld-
ur foreldranna við barnið.
Með þessum nýju barnalögum
varð réttur barna í sambúð og
hjónabandi nákvæmlega hinn sami
varðandi forsjá, meðlag og um-
gengnisrétt.
GRG