Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Rœtt við Elías B. Halldórsson listmálara ÞAÐ ER HVÍLD í LANDSLAGINU V _I__J lías B. Halldórsson opnaði á dögnnum málverkasýningu í Listastofu Bókasafns Kópavogs. Á sýningunni eru 11 olíumálverk, landslagsmálverk frá þessu sumri. Elías var búsettur um 23 ára skeið á Sauðárkróki en fluttist til Reykjavíkur fyrir 2 árum og í Kópa- voginn fyrir ári síðan. Þar er hann búinn að koma sér vel fyrir í rúm- góðu húsi og sambyggðri haganlega innréttaðri vinnustofu. Elías lætur vel yfir búsetunni í Kópavoginum og telur það mikinn mun frá skarkalanum í Reykjavík. „Ég bjó á Leifsgötunni í fyrra og hafði vinnuaðstöðu inn í vogum. Það var ómögulegt, ég var að keyra á milli og var annars hugar, alltaf með hugann við málverkið, og lenti í vandræðum í umferðinni, villtist jafnvel. Hér í Kópavoginum er ró- legra og gott að hafa vinnustofuna heima hjá sér. Ég kann miklu betur við það fyrirkomulag,“ sagði Elías þegar ég sótti hann heim fyrripart dags í vikunni. Elías tók vel á móti okkur og sagðist hafa verið á fótum frá því klukkan fimm um morgun- inn. „Nei, ég fer ekki svo snemma á fætur alla jafna," sagði hann, „en það ásótti mig draugur svona rosa- lega í fyrrinótt að ég er varla búinn að jafna mig enn. Fyrir nokkrum árum myndskreytti ég tvær bækur um Eyjasels-Móra og mér er sagt að hann fylgi mér síðan. Annars er ég vanalega byijaður að vinna um hálfáttaleytið á morgnana og vinn í tveimur áföngum yfir daginn. Fram- undir hádegi og tek mér síðan hvíld og kem svo aftur að málverkinu seinnipart dagsins." Elías B. Halldórsson er nær óþarft að kynna fyrir listunnendum en þó er rétt að stikla hratt yfir sögu. El- ías er fæddur á Borgarfírði eystra árið 1930 og stundaði nám við Myndlista-og handíðaskóla íslands árið 1955-1958. Framhaldsnám stundaði hann við listaakademíuna í Stuttgart í Þýskalandi og við Kon- unglegu listaakademíuna í Kaup- mannahöfn. Fyrstu einkasýningu sína hélt Elías í Bogasal Þjóðminja- safnsins árið 1961 og hefur síðan haldið íjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Skemmst er að minnast stórrar sýningar sem hann hélt á Kjarvalsstöðum 1985 og einkasýn- ingar í Gallerí Borg í apríl í vor. Okkur verður fyrst fyrir að ræða , flutning hans á mölina; eftir 23 ára búsetu í nábýli við eyjar, haf og íjöll Skagafjarðar er hann kominn í bland við tröllið - þéttbýliskjamann á Suð- vesturhominu. „Það fylgja þessu bæði kostir og gallar. Fyrir norðan fannst mér ég vera farinn að leika fyrir tómu húsi, það var kominn í mig einhver leiði. Maður einangrast dálítið úti á landi og saknar nábýlis við aðra listamenn. Það verða að vera listamenn á staðnum svo hægt sé að þrífast til lengdar. Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að staðir eins og Sauðárkrókur eigi að koma upp vinnuaðstöðu fyrir listamenn og bjóða þeim síðan afnot um tiltekinn tíma. Þetta yrði bæði staðnum og listamönnunum sjálfum til fram- dráttar. Héma í Reykjavík og Kópa- voginum sakna ég helst nábýlisins við náttúmna. Það er ómögulegt að komast í náið samband við hana hér. Það er til dæmis ekki hægt að ganga meðfram sjónum hér í Kópa- voginum, göngustíginn vantar. Þeg- ar maður er úti á landi sér maður Reykjavík í hillingum, oftrúin á Reykjavfk hefur verið mikil úti á landi en ég held að þetta sé að breyt- ast.“ Elíasi verður tíðrætt um náttúr- una og hlutverk landslagsins í list- sköpuninni. Þó hefur landslagið ekki leikið stórt hlutverk í málverkum hans. Hann hefur fyrst og fremst haslað sér völl sem einn okkar fremsti abstraktmálari. Skiptir landslagið hann samt svona miklu máli? Það er svo mikil hvíld í því að mála landslag. Ég er fyrst og fremst abstraktmálari en landslagsmál- verkið tekur öðruvísi í - það er ekki þessi djöfullegi bardagi eins og í abstraktinu. En nábýlið við landið og náttúruna eflir sköpunargáfuna, það breikkar hana. Hugmyndaflugið fer af stað þegar maður gengur um landið. Maður fer úr einu landslagi í annað á augabragði. Hérna í þétt- býlinu fer maður líka á mis við öll veður og litbrigði. Ég hef t.d. hvergi séð eins svakalega birtu og í Skaga- fírði á veturna. Hvemig Hjaltadalur- inn getur lýst upp í gulgrænni birtu í miðjum vetrargrámanum. Það eru miklar stemmningar í veðri og litum í Skagafírði," segir Elías og ást hans á íslenskri náttúru er greinilega hrein og laus við allan hégóma- skap.„Það ætti að bjóða fólki sem er aðframkomið úr stressi að flytjast út á land og stunda þar búskag með rollur og sækja físk á trillu. Ég er alinn upp við þetta. Karlamir vom greindir og skemmtilegir og fólkið var í jafnvægi. Það heyrði til undan- tekninga ef einkver bilaðist á geði.“ Ég spyr hvort þetta sé ekki bara rómantík - afturhvarf til lífshátta sem heyra til öðmm tíma? „Jú, þetta er voðaleg íhaldssemi. En það er bara þörf fyrir þetta núna áður en allt fer í vitleysu," segir Elías og hvort honum er fullkomin alvara fær að liggja á milli hluta. Ég kasta því fram að landslags- „...Allt öðruvísi karakter en þegar ég byijaði", segir Elías B. Halldórssc Skúrin fer hjá. Tímalaust eins og verk Shakespeares Alþýðuleikhúsið sýnir Elskhugann eftir HaroldPinter r T -1- Asmundarsal við Freyjugötu leggja liðsmenn Al- þýðuleikhússins nótt við dag í undir- búningi sýninga á leikriti Harolds Pinter, Elskhuginn, sem fmmsýnt ing verður fimmtudaginn 18. ágúst. Það em þau Ingunn Asdísardóttir og Martin Regal sem þýtt hafa verkið og er Ingunn jafnframt leik- stjóri. Viðar Eggertsson og Erla B. Skúladóttir fara með aðalhlut- verkin, hjónin Richard og Söm, en auk þeirra leikur Kjartan Bjarg- mundsson lítið hlutverk. Blaðamað- ur fékk að fylgjast með æfingu á Elskhuganum og eftir hana var Ingunn Ásdísardóttir, leikstjóri og annar þýðenda beðin að segja lítil- lega frá verkinu. „Það hefur oft verið spurt að því hvort Pinter sé yfirleitt að fjalla um eitthvað í verkum sínum og þá hvað. Hann dregur upp myndir sem áhorfendum er algjörlega í sjálfs- vald sett að túlka, en það er ljóst að hann er að fjalla um mjög alvar- lega hluti. Hann er að fja.Ha um, eða öllu heldur skoða mannssálina við hinar fjölbreyttustu tilfinninga- legu aðstæður og. hvernig mann- eskjan annars vegar bregst við innra með sér og hins vegar hvað hún sýnir heiminum". Þetta verk er skrifað 1963, hvers vegna veljið þið það til sýninga nú? „Þetta er svo skemmtilegt verk, sérkennilegt og magnað. Þótt það sé skrifað 1963 þá er það ekki bund- ið neinum tíma frekar en verk Sha- kespeares. Það fjallar um hluti sem hafa fylgt manninum allt frá Ne- anderdalsmanninum fram á okkar daga. Það er í eðli mannsins að sýnast, allir gera það að einhveiju „Ertu viss um að þú viljir ekki ijóma?“, John (Kjartan Bjargmundsson) og Sara (Erla B. Skúladóttir).“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.