Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 B I Guðlaugur Þór Ásgeirsson myndlistarmaður. Morgunblaðið/Börkur Segi aldrei skilið við myndirnar mínar Guðlaugur Þór Ásgeirsson sýnir á Kjarvalsstöðum Guðlaugur Þór Ásgeirsson myndlistarmaður sýnir þessa dagana 53 málverk f vest- ursal Kjarvalsstaða. Verkin eru ÖU máluð á undanförnum tveim- ur árum með olíupastel og olíulit- um. Guðlaugur Þór lauk námi frá Myndlista-og handíðaskóla íslands árið 1981 og hélt sína fyrstu einka- sýningu í Djúpinu það sama ár. Arið eftir hélt hann aðra einkasýn- ingu og tók síðan þátt í samsýningu í Asmundarsal árið 1984. Þessi sýn- ing Guðlaugs Þórs er því hin fyrsta frá hans hendi í fjögur ár og að eigin sögn skiptir hann sýningunni lauslega í tvo hluta eftir myndefni; annars vegar eru sjálfsmyndir, port- rett og fígúratívar myndir og hins vegar eru landslagsmyndir.„Þessar myndir eru mjög ólíkar þeim sem ég sýndi í Ásmundarsal 1984. Ég er kahnski búinn að þróast nokkuð síðan og kominn nær upphafinu aftur. Myndefnin á þessari sýningu eru svipuð og ég fékkst við áður en ég fór í Myndlista- og handí- ðaskólann. Þó að myndirnar frá þeim tíma hafi verið óþroskaðar frá faglegu sjónarmiði finnst mér yfir þeim svipaður andi og í þessum myndum núna," segir Guðlaugur Þór í upphafi spjalls okkar. „Ég leita gjarnan fyrirmynda í mínu nánasta umhverfi; fígúratívu myndirnar lýsa mínum nánasta heimi, mér sjálfum, fjölskyldu og vinum." Ég hef orð á því við Guð- laug Þór að sjálfsmyndir séu marg- ar á sýningunni. „Ég byggi mikið á því sem fyrir mig hefur komið — leita í eigin reynslu. Ég mála jafn- vel tvaer eða þrjár sjálfsmyndir í sama málverkinu. Ein myndin sem heitir „Sjálfsmyndir" sýnir mig sem barn, fullorðinn og síðan gamlan. Þetta er líf mitt í hnotskurn." Ég impra á því að slíkar sjálfsmyndir bendi til ákveðinnar leitar að sjálfum sér. Guðlaugur Þór vill ekki gefa mikið fyrir slíkar skýringar. „Ég er kannski ekki beint að leita, heldur frekar að reyna að skilja sjálfan mig. Það er einnig algengt að mynd- listarmenn sem mála fíguratívt máli sjálfa sig. Bæði er maður sjálf- ur handhæg fyrirmynd en einnig nota ég sjálfan mig sem fyrirmynd þó það eigi ekki endilega að vera ég." „Það eru nú ekki allir sáttir við portrettin mín," segir Guðlaugur Þór, um leið og við stöldrum við mynd sem nefnist Amma og sveita- síniinn. Ég spyr hvers vegna. „Sum- um finnst ég kannski óvæginn, því ég reyni að mála manneskjuna eins og ég upplifí hana en ekki endilega eins og hún lítur út á yfirborðinu." Aðspurður um íhaldssemi segir Guð- laugur: „Ég hef alltaf verið „íhalds- samur" ef ihaldssemi í þessum skiln- ingi táknar fígúratíva myndlist. Slík íhaldssemi S menningarmálum al- mennt beinist að því að halda í ákveðnar grunnhefðir. Það sem skiptir mig mestu máli í myndlist- inni er fígúran — hlutirnir. Auðvitað er aðalatriðið að tjá eitthvað og varast að festast í innantómum stflbrögðum. Það skiptir mestu máli að vera einlægur og sjálfum sér samkvæmur og vera ekki að eltast við einhverja tískustrauma. Allir þessir ismar skipta engu máli leng- ur. Það er búið að prófa allt og finna allt upp. Uppúr síðustu aldamótum og framundir seinna stríð var mest að gerast í myndlistinni. Síðan hafa myndlistarmenn verið að vinna úr öllum þeim hugmyndum. Það ríkir ekki það ástand lengur að menn þori ekki að sýna af því þeir eru ekki með abstraktmyndir einsog all- ir hinir." Guðlaugi Þór var í vor úthlutað þriggja mánaða listamannalaunum og segir hann að sú viðurkenning hafi komið sér mjög vel. „Ég hef^ til þessa alltaf skipt árinu í tvo?> hluta. Frá því á vorin og fram á haust hef ég stundað garðyrkju og á veturna mála ég. Þetta er erfitt því það tekur langan tíma að kom- ast í gang við málverkið á haustin og á vissan hátt er maður alltaf að byrja upp á nýtt. Kostirnir eru þó þeir, að maður metur aðrar árstíðir en sumarið betur en ella. Veturinn er mjög heillandi þó að hann sé bæði kaldur og dimmur. Starfslaun- in gerðu mér kleift að taka mánað- arfrí frá garðyrkjunni í sumar til að mála landslag." Afraksturinn af þeirri vinnu getur að líta á sýning- unni Okkur verður nokkuð tíðrætt um frelsi listamannsins og svigrúm til listsköpunar í ljósi óumflýjanlegs brauðstrits. Guðlaugur Þór hefur komið sér upp fyrirkomulagi sem gerir honum kleift að sinna mynd- list sinni. Hann vinnur nær tvöfalt annan helming ársins "til að geta sinnt þessu hugðarefni sínu hinn hluta þess. „Ég hef aldrei reiknað með að myndlistin skili mér tekjum. Ég lít ekki á myndlist sem verslun- arvarning og geri ekki ráð fyrir að selja myndirnar mínar. Satt að segja þá tími ég því varla. Það er líka staðreynd að fæstir myndlistarmerin selja verk nema fyrir brot af kostn- aði. Ég vil helst hafa myndirnar mínar heima hjá mér í kringum mig. Þær eru hluti af mér sem er erfitt að skiljast við." Ég spyr hann hvers vegna hann haldi sýningu. „Það er^ ekki það sama að sýna og selja. Ég tel mig hafa eitthvað fram að færa, eitthvað sem skiptir máli. Með því að sýna sér maður einnig myndirnar sínar í ákveðnu samhengi. Þannig dregur maður vinnu sína saman og fær eitthvert tímabil í hnotskurn. En ég segi ekki skilið við myndirnar mínar bó þær hafi farið á sýningu. Þær halda áfram að vera hluti af mér,'*. segir Guðlaugur Þór að lokum. Sýning Guðlaugs Þórs í vestursal Kjarvalsstaða er opin daglega til 21. ágúst. H. Sig. augum sársauki og þrautir. En f Sögu hjartans og sfðari bókum rof- ar eilitið til. Aleixandre kemur þá með kenningu sína um „samband" milli manna, samskipti sem þrátt fyrir vonleysi tilverunnar lúta sam- eiginlegri ábyrgð allra manna og eru til vitnis um að þeir eru grein af sama meiði. Skáldskapurinn, ljóðið, er veigamesta leiðin til að menn finni til samkenndar. Vicente Aleixandre naut og nýtur mikillar virðingar á Spáni, ekki síst meðal yngri skálda sem meta for- dæmi hans. Þessi skáld gengu svo langt að búa til sögnina aleix- andrizar sem í senn merkir hinn flókna formheim skáldsins og ham- ingjuna að þrátt fyrir hin illu og tærandi öfl geta glaðst yfir þeim verðmætum lífsins sem allir eiga sameiginleg. Það er ekki erfitt að greina áhrif frá Aleixandre í verkum yngri skálda, enda höfða aðferðir og boð- skapur skáldsins sérstaklega til okkar tíma sem í eðli sínu eru mót- sagnakenndir og ekki alltaf auð- veldir að skilgreina. Á ráðstefnu um spænskar bókmenntir sem nú stendur yfir í El Eseorial kom Aleix- andre við sögu. Þá lét rithöfundur- inn og skáldið Antonio Gala svo ummælt þegar hann var spurður um hlutverk ljóðlistarinnar: „Ljóðlistin er mér könnun dýpri veruleika, sannari veruleika. Hún er meira en leið til að komast í samband við aðra, eins og Nóbels- skáld okkar, Vicente Aleixandre, komst að orði; mér er ljóðlistin veg- ur til þekkingar, persónulegrar þekkingar og jafnframt sameigin- legrar þekkingar allra manna." Ekki verður litið á þessi ummæli Antonio Gala sem gagnrýni á Vic- ente Aleixandre, sfður en svo. En þau eru til marks um að ljóðlistin gegnir afar mikilvægu hlutverki á okkar tfmum þótt aðrar Iistgreinar séu vinsælli, eins og Gala benti reyndar líka á. Að hans mati eru leiklist og skáldsögur eftirlæti margra, ekki síst ungs fólks. Hvað sem öðru lfður hlýtur grundvöllur æðri menningar að hvíla á mönnum eins og Vicente Aleixandre sem aldrei lét það eftir sér að komast auðveldlega frá því sem hann var að gera, orti ljóð sín þögull og þolin- móður og uppskar orð sem hafa meira gildi en flest önnur. Ungskáld og eldri kempur Veglegt skáldakvöld í Norræna húsinu Q. amtökin Besti vinur ljóðsins Ljgangast fyrir skáldakynn- ingu i Norræna húsinu næstkom- andi miðvikudagskvöld og hefst dagsskráin klukkan 21. Aðgangs- eyri er stillt í hóf og veitinga- stofa Norræna hússins verður opin kaffiþyrstum Uóðavinum. Að sögn Hrafns Jökulssonar eins forvígismanna Besta vinar ljóðsins verður megináherslan lögð á kynn- ingu höfunda sem gefið hafa út sínar fyrstu lóðabækur á þessu ári. „Þar er um að ræða fimm ljoðskáld sem öll eru nýliðar í ljóðagerðinni. Skáldin eru Alfreð Sturla Böðvars- son sem les úr bók sinni Hungur- djass, Anna S. Björnsdóttir les úr biok sinni Örugglega þú, Ari Gísli Bragason les úr bók sinni Orð þagn- arinnar, Jón Gnarr les úr bókinni Börn ævintýranna og Björn Garð- arsson les úr bók sinni Hlustir. Þá mun Valgarður Egilsson lesa úr nýútkominni ljóðabók sinni Dún- hárskvæði, Ingibjörg Haraldsdóttir verður einnig með ásamt Þórarni Eldjárn og Besti vinur ljóðsins kveð- ur hann á þessu ljóðakvöldi, því Þórarinn er á förum til Kent S Eng- landi til ársdvalar," sagði Hrafn Jökulsson. „Á þessu kvöldi verður Ólafs Jóhanns Sigurðssonar minnst við opnun dagskrárinnar. Einar Hei- misson mun minnast Ólafs Jóhanns og lesið verður úr ljóðum hans. Þá mun Besti vinur ljóðsins sem og oft endranær taka gleymt og gamalt skáld upp á arma sfna. Að þessu sinni hefur Bertel Þorleifsson orðið fyrir valinu og mun Kristján Þórður Hrafnsson segja frá Bertel." Aðspurður um starfsemi Besta vinar ljóðsins sagði Hrafn að hún væri ókerfisbundin og ekki væri um neinn formlegan félagsskap að ræða. „Þetta er fjórða ljóðakvöldið sem við höldum á þessu ári. Aðsókn hefur alltaf verið góð og skemmti- leg stemmning ræður ríkjum. Þetta er ekki félag í þeim skilningi að fólk gangi S það en hins vegar geta menn gerst vinir ljóðsins með því að koma á skáldakvóldin og sýna ljóðinu velvild og athygli. Áhugi á ljóðum virðist mér vera að færast í vöxt og ljóðið sjálft hefur verið að braggast á þessum áratug. Ný og fersk skáld hafa komið fram og ljóðið hefur losnað úr hremmingum sfðasta áratugar þar sem það var hneppt $ fjötra boðskapar og þjóð- félagsbaráttu. Handbragð skáld- anna hefur breyst og þau skáld sem fram koma á miðvikudagskvöldið eru mjög ólík innbyrðis." sagði Hrafn Jökulsson að lokum. H. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.