Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 eftir Einar Pálsson Árið 1963 héldu nokkrir helztu málfræðingar íslendinga erindi í útvarp um íslenzkt mál. Mér þótti þessi erindi stórfróðleg fyrir ýmissa hluta sakir, og þó ef til vill einkum vegna þeirra þátta íslenzks máls, sem þar var sleppt. Ég hafði þá alllengi stundað þær athuganir, sem lesandinn þekkir væntanlega bezt undir heitinu RÍM (Rætur íslenzkr- ar menningar), og kemst nú þama að því, mér til furðu, að þær gátur sem ég hafði talið örðugastar og brýnastar í íslenzkum fræðum, voru ekki nefndar á nafn. Þeir fræðimenn, sem þarna um ræðir, voru engir undirmálsmenn; þetta voru þeir Jakob Benediktsson, dr. phil., orðabókarritstjóri, Halldór Halldórsson dr. phil., prófessor í íslenzku við HÍ, Hreinn Benedikts- son Ph.D., prófessor í málvísindum við HÍ og Asgeir Blöndal Magnús- son cand. mag., síðar orðabókarrit- stjóri. Voru fýrirlestrar þessir gefn- ir út á bók af Almenna bókafélag- inu undir heitinu „Þættir um íslenzkt mál“ árið 1964 og ritstýrði Halldór Halldórsson verkinu. Gerði ég lauslegar athuganir við alla fyr- irlestrana og sóttist eftir því síðar að fá að rökræða hin örðugri við- fangsefnin við heimspekideild HÍ. Þeirri ósk var hafnað, eins og allir vita, og varð þar engum fortölum beitt. Skömmu áður en Ásgeir Blöndal Magnússon lézt (það mun hafa ver- ið árið 1986) hitti ég hann á götu og hóf máls á þeim rökræðum sem bannaðar voru fyrir löngu. Kom þá í ljós, að hann hafði enga hugmynd um hvað ég var að fara, og skýrði hann mér frá því vífilengjulaust, að sig hefði ekki grunað, hvað'það var sem mig langaði að ræða við þá félaga forðum. Skoðanir Ásgeirs Blöndal Svo vill til, að mér þótti Ásgeir Blöndal Magnússon setja fram þau viðhorf í umræddum fyrirlestrum, sem komust næst því sem ég taldi rétt. Nú skyldi enginn ætla, að þama sé dómur upp kveðinn yfir þeim mönnum, sem fremstir standa í málvísindum Islendinga; hitt hefur ekki breytzt, að efnið á við í dag engu síður en fyrir fjórðungi aldar. Það sem um er að ræða er einfald- lega þekkingargapið mikla í mati á goðsögnum og táknmáli þeirra. Athugasemdir þær sem ég hafði vonazt eftir að rökræða eru geymd- ar í vinnubók sem nefnd er „Nor- rænt mál og túlkun þess“ og skipt í 52 athugagreinar. Ég tók fram þessi gömlu blöð um daginn og sá þá, að mér hafði þótt sakleysisleg spuming Ásgeirs Blöndal hitta í mark: „Hvað vitum við í reynd um orða- forða fornmálsins og þá einkum landnáms- og sögualdar, og hvað getum við áætlað eftir líkum?“ (sl60). Ásgeir Blöndal kemur þarna að kjama málsins; annars vegar spyr hartn um það hvað við vitum í reynd og hins vegar hvað ætla má af líkum. „Þegar menn spyrja svo, ætti þeim að vejtast auðvelt að skilja forsendur RIM,“ hef ég skrif- að í athugagreinina. Ásgeiri Blönd- al er ljóst, að annars vegar má beita „almennum röksemdum út frá sannreyndum eða sennilegum for- sendum“ (ss) og hins vegar öðmm röksemdum, sem mönnum kynnu eigi að vera ljósar. Hugsanlegar forsendur byggðar á rannsókn hug- myndafræði em þá augljóslega ekki útilokaðar í röksemdafærslunni. Ein gmndvallarhugsun RIM er sú, að okkur beri ekki að nema staðar andspænis torskildu táknmáli fornu heldur ráðast að því með hug- myndafræði að vopni. Þetta þekkir væntanlega hver sá sem á annað borð leggur það á sig að lesa þessa grein. Mikilvægustu orð Ásgeirs Blöndal frá sjónarmiði RÍM em þannig þau er hann viðhefur um vissa leið til rannsóknar á vand- ráðnum textastöðum fornum: „En sú leið er engu að síður fróð- leg og getur vakið spurningar, sem annars hefði ekki verið spurt, og bent á úrlausnarefni, sem okkur hefði ella sézt yfir.“ (sl73). Það sem ég óskaði að gera um árið var að spyrja spurninga, sem eigi hafði áður verið spurt, og að benda á úrlausnarefni, sem íslenzk- um málfræðingum hefði ella sést yfir. Árið 1988 er hins vegar óþarft að nota viðtengingarhátt þama; íslenskum málfræðingum hefur ein- faldlega sézt yfir einhver mikilvæg- ustu atriði íslenzkrar málsögu. Ás- geir Blöndal Magnússon lýsti _sig í raun sammála forsendum RIM í erindi sínu — en hafði, að eigin sögn, ekki hugmynd um, að þetta hefði verið erindi mitt við heim- spekideild þegar neitað var um málfrelsið. Nú eru íslenzkufræðingar að sjálfsögðu ekki skuldbundnir til að rökræða fræði sín við tungumála- kennara úti í bæ, svo að þar við sat. En ólíkt væri umhorfs nú í heimspekideildinni, ef leyft hefði verið að spyija mikilvægustu spum- inganna á sjöunda áratugnum, að ekki sé minnzt á rökræður um þau úrlausnarefni, sem málfræðingum hefur svo greinilega sézt yfir und- anfama áratugi. Þótt heimspeki- deildin hafi vissulega gert mér erf- itt fyrir, er það smámunir miðað við það, hvílíkar byrðar yfirsjónin hefur lagt á íslenzkufræðinga. Mað- ur hittir varla einn slíkan svo, að hann standi ekki forviða. Enda eðli- legt: Þegar gmndvallarspurningar em ekki rökræddar gliðnar fóturinn undan greininni. Eftir situr slíkt tómarúm, að háskólinn hefur neyðzt til að lýsa sig ófæran um að kryfja efnið. Er það þó vægast sagt torskilið; svar sem virðist and- vana fætt úr geldum kviði ráðleys- is. Eða hver trúir því, að meistarar málsins guggni andspænis rök- leiðslu er varðar sjálfsögðustu spumingar íslenzkra fræða? Handritarýnin Það umræðuefni sem hér er tæpt á hefur snúizt svo, að það jaðrar við feimnismál. Ekkert var fjær mér, þá er ég sóttist eftir að rök- ræða táknmál forðum, en að kasta rýrð á mikilhæfa fræðimenn. Eng- inn efar, að vér Islendingar eigum sérfræðinga sem kunna að fást við málfræði og handritarýni. Tveir eða þrír þeirra em vafalaust frábærir. Sá er einfaldlega ekki mergurinn málsins. Það sem þarfnaðist rann- sóknar fyrir fjórðungi aldar, var það sem EKKI hafði áður verið rannsak- að — það sem fræðimönnum hafði láðst að gaumgæfa. Líkt er sem gjörvöll stétt íslenzkra málfræðinga hafi verið haldin meinloku hvað þetta snertir, meinloku sem ryðja þurfti brott. í rannsóknum á íslenzku máli er brotalöm, sem opnazt hefur vegna þess, að íslenzkufræðingar hafa ekki rannsakað fornt táknmál. Eng- inn krefst þess af mönnunum að þeir nái árangri á svipstundu, enn síður að þeir gagnþekki þær hug- myndir mannfræðinnar sem krafizt er. Hins vegar þýðir ekki lengur að láta sem brotalömin sé heil smíð. Nú nýlega hef ég rannsakað eitt mikilvægt verk íslendingasagna, Hrafnkels sögu Freysgoða, með sérstakri hliðsjón af hugsanlegum táknmálsmerkingum textans. Mun óhætt að fullyrða, að vart nokkur hlutur sem máli skiptir í þeirri rann- sókn hefur komið fram áður. Ég hef borið saman táknmálið, lið fyrir lið, línu fýrir línu, og athugað hvað aðrir fræðimenn hafa lesið út úr textanum. Er skemmst frá þvi að segja, að enginn fræðimaður hefur áður krufið textann með þá tilgátu að leiðarljósi, að táknmál kunni að búa að baki — það ég viti. Þrír fræðimenn komast næst því, G. Turville-Petre, Anne Holtsmark og Dietrich Hofmann, en þau nema öll staðar andspænis skilningsmúm- um. í raun getur sennilega enginn nema íslendingur unnið svona verk. En segja má, að táknmál Hrafn- kötlu fullkomni skilning á táknmáli Gret.tis sögu og Njálu; gjörvallur vefur þessara þriggja sagna — auk tveggja tuga annarra — myndar heild. Nú eiga menn vafalítið eftir að leggja ferskar áherzlur og end- umýja skilning á því sem þarna er grafíð upp, en það breytir ekki því, að íslendingar hefðu betur spurt þeirra spurninga sem þarna getur að líta tveim áratugum fyrr. Þá hefði margur losnað við skrýtna ritsmíð. Textafræði Það sem starfsmenn Árnastofn- unar hafa sérhæft sig í er texta- fræði. Áíá til einföldunar skipta þeirri grein í tvennt, útgáfustarf- semi annars vegar, textaskýringar hins vegar. Fáir munu efa, að starfsmenn Árnastofnunar kunni vel tif verka i útgáfustarfsemi. Er sú iðja þeirra, handritalestur og handritasamanburður algjör for- senda túlkunar á texta. Fer þannig ekki milli mála, að textafræðingar Ámastofnunar em ómissandi með öllu, enda dettur væntanlega eng- um annað í hug. Vandinn upphefst, þá er menn hyggja að skýringum texta. Jakob Benediktsson túlkaði það mál rúmt í ritinu „Mál og túlk- un“ sem út kom hjá Almenna bóka- félaginu árið 1981. Það verkefni að skýra texta telur hann „bæði skýringar á einstökum orðum og efnislegar skýringar, enn fremur rannsóknir á samhengi textans við aðra texta, heimildum hans og uppruna." (sl9). Þetta er viðamikil stefnuyfírlýsing þótt stutt sé, og er skemmst frá því að segja, að ég hygg vandræði íslenzkra fræða ekki sízt eiga rætur að rekja til þess viðhorfs sem þar kemur fram. Nú á dögum nær hreinlega enginn einn maður svo valdi á öllu rannsóknar- efni fomaldar og miðalda, að hön- um sé ætlandi tæmandi skilgreining á merkingum texta — auk þekking- ar á stafkrókum textarýninnar. Á þessi annmarki eigi einasta við um textarýnendur, heldur og um orða- bókarmenn, þá sem viða að sér orð- um, rýna í merkingar þeirra, safna á bók og bera saman orðsifjar. Verk þessa fólks er ómetanlegt og bein undirstaða annars sem unnið er í athugun á fornum merkingum. Málfræðingar jafnt sem textafræð- ingar em hornsteinninn í fræðum Islendinga. Allt um það — eða kannski þess vegna — eiga orð Ásgeirs Blöndal Magnússonar hvað átakanlegast við, þá er vér hyggjum að túlkunartilraunum þessara manna við útgáfu íslenzkra forn- rita. Þar skortir einfaldlega, að nýrra spuminga sé spurt, og að bent sé á úrlausnarefni, sem mál- fræðingum hefur til þessa sézt yfir. Hvað vitum vér í RÉYND og hvað getum vér ÁÆTLAÐ EFTIR LÍK- UM, eins og Ásgeir Blöndal spurði forðum. Og hvetjar eru þær for- sendur sem teljast sennilegar — þá er vér metum hugmyndaheim sem vart hefur verið rannsakaður svo neinu nemi? Eftir lestur meginhluta þeirra greina, sem um efnið hafa verið ritaðar á íslenzku, sýnist mér fátt ljósara en það, að einskis hefðu íslenzkufræðingar háskólans þarfnazt eins og nýrra spuminga, ferskra úrlausnarefna. En, svo sem vér vitum öll, völdu þeir annan kost. Hin forna notkun orðanna philo- logia og philologus fengu merking- una „túlkun og túlkandi bókmenn- talegra fræða“ á fýrstu öldum kristni, og er hér vitnað í Jakob Benediktsson. Mér sýnist sem þessi foma orðnotkun og samsömun hennar við starfsemi íslenzkra textarýnenda og orðabókarmanna hafi valdið tilvistarkreppu í grein- unum. Þar kemur það einkum til, að þeir sem þessi fræði stunda telja sig ekki aðeins eiga eins konar fmmburðarrétt til túlkunar fom- rita, heldur er líkt sem þeir telji að þeim beri beinlínis skylda til að kunna torveld fræði sem þeim em í raun gjörsamlega framandi. Sú spuming hlýtur að vakna, hvort lægð norrænna fræða eigi ekki rætur að rekja til þessa örlagaríka misskilnings. Þekking textaf ræðingsins Svo sem vænta má hefur Jakob Benediktssyni orðið mjög hugsað til torskilinna og óskiljanlegra staða í handritum, þar sem engin tiltök em „að vita hvað í fmmriti hefur staðið" (srs30). Þar sem svo háttar telur Jakob þörf á tilgátum — en þær verða „að styðjast við skynsam- lejg rök“ (ss). Hvað em „skynsamleg rök“ til greiningar á efniviði, sem enginn hefur rakið til rótar? Þessi spuming verður því áleitnari sem Jakob ræðir þama dirfsku og var- kámi í tilgátusmíð. Þykir honum til dæmis sem klassískir fílólógar hafi verið „æði djarfir í tilgátum" (ss) hér áður, en að þeir hafi orðið „varkárari" á síðari tímum. Notar Jakob þar orðið „varkárari" aug- ljóslega í jákvæðri merkingu. Þarna rekur mig í rogastanz, því að helzta einkenni á túlkun texta hjá meiri- hluta íslenzkufræðinga þykir mér einmitt vera óvarkárni, sem stund- um jaðrar við fífldirfsku. Þetta skilja hins vegar ekki allir sem vanizt hafa barnaskap nítjándu ald- ar í túlkun. Mikilvægasta athugasemd Jak- obs Benediktssonar vegna þess máls sem hér er til umræðu, em þó e.t.v. þau orð er hér fara á eftir: „Textafræðingur sem rannsakað hefur allar heimildir textans hefur vitaskuld orðið að reyna að skilja hann til hlítar og hefur þess vegna betri aðstöðu til þess að skýra hann en flestir aðrir, hann á að búa yfir þeirri þekkingu á málfræði, sögu og bókmenntum að hann verði skilningsríkasti lésandi textans og geti miðlað öðmm af skilningi sínum.“ (srs33). Þetta er sett á þrykk árið 1981, svo að það kemur fyrir almennings- sjónir hálfum öðmm áratug eftir að þeim sem þetta ritar hafði verið forboðið að ræða slík efni opinskátt við heimspekideild háskólans. At- hugasemdinni er skotið inn í al- menna ritgerð, svona nánast eins og tilviljun valdi, og líkt sem það þarfnist ekki umræðu. Það mál þarfnast umræðu. Sannleikurinn er sá, að þessi af- staða er eigi einasta óheppileg held- ur mjög ósanngjörn gagnvart þeim er rannsaka foma texta. Víst mætt- um vér óska þess, að textafræðing- urinn byggi yfir þeirri þekkingu á málfræði, sögu og bókmenntum, að hann yrði skilningsríkasti lesandi textans; reynslan sýnir hins vegar ótvírætt, að oftast skortir mjög á að hann geti túlkað fornan efnivið. Einkum er þetta augljóst, þegar fram koma athuganir á nýjum svið- um, svo sem þá spurt er hver hluti textans sé sagnfræðilegs eðlis og hver hluti hans sé annarrar tegund- ar. Á yfirborðinu kynni að virðast sem handritarýnir hefði beztar for- sendur til að meta slíkt efni; mér er hins vegar ekki kunnugt um einn einasta slíkan sem unnið hefur af fullri alvöru að goðfræðilegum minnum íslenzkra fornrita, hvað þá skilið þau „til hlítar". Orð Jónasar Kristjánssonar Jónas Kristjánsson er æðstur og efstur íslenzkra handritarýna, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar. Jónas sendi frá sér rann- sókn á Fóstbræðra sögu árið 1972 og kveðst hafa sýslað við verkið hálfan annan áratug áður en það er út gefið. Nú skyldi maður ætla, að Jónas eyddi allmiklu rými í að útskýra uppruna Fóstbræðra sögu, hugsanleg munnmæli sem hún er á reist, ritaðar heimildir ellegar ann- ars konar fyrirmyndir. Svo bregður hins vegar við, að Jónas kveður upp úr með það í formála, að þarna sé um mjög „torvelt" verk að ræða, enda séu öruggar sannanir fyrir munnmælasögnum „torfundnar". Tortryggja menn ýmislegt í rituðum heimildum, og að auki þarf að taka tillit til stílbragða. En ber þá að sleppa sjálfri spurningunni? Um það kemst Jónas Kristjánsson svo að orði: „Ég hafði fyrir öndverðu ætlað að skyggnast nokkuð eftir munn- mælasögnum að baki Fóstbræðra sögu, þótt það væri raunar mjög svo sjálfstætt rannsóknarefni. En athugun handrita og vísna og sam- anburður sögunnar við önnur rit reyndist fyrirferðarmeiri en ég hafði vænzt, og þegar þessu lauk var bókin orðin ærið stór. Lái mér þá hver sem vill: ég var feginn að sá þáttur hinnar fyrirhuguðu rann- sóknar sem torveldastur var við- fangs, skyldi með eðlilegum hætti falla utan við aðalumgjörð bókar- innar!“ Þarna höfum vér það svart á hvítu: sjálfur forstöðumaður Árna- stofnunar þakkar guði fyrir, að hann losnar „með eðlilegum hætti“ undan því að kljást við þann þátt rannsóknarinnar sem hann sjálfur telur torveldastan viðfangs! Verður hreint ekki séð, að Jónasi Kristjáns- syni þyki skilgreining Jakobs Bene- diktssonar hér að framan heppileg- ust á starfsvettvangi sínum, enda mála sannast, að þarna er um „mjög svo sjálfstætt rannsóknarefni“ að ræða. En hví þá ekki að skipta rann- sókninni milli þeirra sem huga að textarýni og hinna sem leggja meg- ináherzluna á túlkun hinna torveldu viðfangsefna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.