Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
B 5
kominn til að draga þennan kafla
okkar listasögu fram í dagsljósið og
gefa sannverðuga mynd af þessu
tímabili og þeirri list sem þessir
menn voru að skapa. Á þessari sýn-
ingu munum við einbeita okkur að
því að sýna verk frá því 1965 og
fram yflr 1970. Meðal þeirra lista-
manna sem eiga munu verk á þess-
ari sýningu eru Jón Gunnar Arna-
son, Kristján Guðmundsson, Sigurð-
ur Guðmundsson, Magnús Tómas-
son, Tryggvi Ólafsson, Haukur Dór,
Amar Herbertsson og Gylfí Gísla-
son. Það má einnig nefna að við
munum gefa út mjög vandaða sýn-
ingarskrá og nú er verið að skrá
sögu SÚM-hreyfingarinnar sem birt-
ast mun í sýningarskránni. Þannig
verður sýningarskráin ákveðin heim-
ild um þetta tímabil í íslenskri lista-
sögu.
I maíbyijun opnum við síðan sýn-
ingu á verkum Helga Þorgils en
hann er einn helsti fulltrúi nýja
íslenska fígúratíva málverksins sem
kemur fram við upphaf þessa ára-
tugar. Hann hefur ekki farið inn á
þess expressionísku línu sem flestir
þessara málara tileinkuðu sér, held-
ur hefur hann þróað með sér mjög
ákveðinn og persónulegan stíl. Verk
Helga hafa vakið mikla athygli bæði
hér heima og erlendis fyrir listræn
gæði og mikinn frumleika.
Síðan setjum við upp Kjarvalssýn-
ingu í Kjarvalssal 24. júní á næsta
ári og hún mun standa fram til 20.
ágúst. Það hefur komið fram hjá
fastagestum og unnendum Kjarvals
að þeim hefur fundist Kjarval hafa
verið vanræktur í gegnum tíðina.
Það er ekki alls kostar rétt en sýn-
ingar á verkum Kjarvals hafa
kannski ekki staðið nægilega lengi.
Við ætlum að reyna að bæta úr því
og setjum upp svona langa sýningu.
Hún er auðvitað bæði ætluð fyrir
íslenska áhorfendur og erlenda
ferðamenn. f Kjarvalssafni eru til
um 5.000 teikningar og skissur auk
um 100 olíuverka. Sýningum á verk-
um Kjarvals er ekki eingöngu ætlað
að vera veisla fýrir augað heldur
eiga þær að vera faglegar sýningar
sem eiga að spegla þá vinnu'sem
verið er að vinna í safni Kjarvals á
hveijum tíma.
í ágústbyrjun opnum við einnig
mjög merkilega sýningu frá Epinal-
safninu í Frakkiandi. Epinal-safnið
hefur vakið mikla athygli í Evrópu
á síðustu árum. Þetta er gamalt
safn og nýtur mikillar virðingar.
Síðastliðinn áratug hefur safnstjór-
inn lagt megináherslu á að koma
upp alþjóðlegu nútímalistasafni. Að
mínu áliti er þarna nú að fínna eitt
besta slíkt safn í Evrópu. Á þessari
sýningu sem við fáum hingað verða
verk eftir alla þekktustu alþjóðlega
listamenn sem eru starfandi í dag.
í sambandi við þessa sýningu hefur
menningarmálanefnd Reykjavíkur-
borgar samþykkt að efna til mál-
þings um listasafn. Hvað sé lista-
safn, hvemig eigi að kaupa í lista-
söfn, hvemig listasöfnin spegli lista-
söguna o.s.frv. Til þessa málþings
kemur forstjóri Epinal-safnsins sem
einn ogsér hefur valið þetta nútíma-
safn, og síðan er ætlunin að fá tvo
til þijá safnstjóra frá Skandinavíu
og hugsanlega Ameríku til að skýra
út fyrir okkur þeirra sjónarmið varð-
andi þessar spumingar. Ég held að
þetta sé mjög tímabært og gott að
fá slíka umræðu því fólk hér heima
hefur einmitt verið að velta þessu
mikið fyrir sér.
f september opnum við sýningu á
verkum Errós í Vestursal en hann
sýnir hér í boði Kjarvalsstaða. í lok
október fáum við hingað sýningu frá
Dússeldorf og þar verður um skipti
á sýningum að ræða. Samtímis þess-
ari sýningu frá Dússeldorf fer sýning
héðan til Þýskalands á verkum
íslenskra listamanna. Þetta em þær
sýningar sem verða hér á okkar
vegum en inn á milli þeirra koma
sýningar þeirra aðila sem leigja af
okkur sýningarsalina. Á meðal
þeirra má nefna FÍM, Listmálarafé-
lagið og Septemhópinn sem verða
með sýningar. Af einstaklingum sem
hér munu sýna má nefna Halldór
Ásgeirsson, Jöhönnu Kristínu, Daða
Guðbjömsson og Svein Bjömsson."
H. Sig.
Morgunblaðið/Einar Falur
leykjavíkurborgar.
Kertið 1984. Verk eftir Erró en sýning á verkum hans verður haldin haustið 1989 í boði Kjarvalsstaða.
„Fyrst er að nefna að það er
menningarmálanefnd Reykjavíkur
sem kaupir inn listaverk fyrir Lista-
safn Reykjavíkurborgar. Listráðu-
nautur er aðeins ráðgefandi aðili.
Hvað varðar val á listaverkum þá
em tvenns konar viðhorf ríkjandi.
Annars vegar kaupum við listaverk
eftir viðurkennda listamenn, fylgjum
eftir þeim mönnum sem hafa markað
listasögu okkar og drögum fram
þeirra tíma innan listarinnar. Og
hins vegar beinist athygli okkar að
yngri skapandi listamönnum sem em
að leggja til eitthvað nýtt í íslenska
listmenningu. Stór hluti af mati á
nútímalist er að í listaverki komi
fram frumleg hugsun, myndmál og
efnistök. Persónulega myndi ég ekki
sjá neina ástæðu til að kaupa mynd
af manni sem málaði fallegar „eft-
irlíkingar“ af verkum Kjarvals,
Svavars Guðnasonar eða Erró svo
dæmi sé tekið, þó svo að handverkið
væri með ágætum.“
Það felst f þessu mikið vald.
Sagan segir frá ótal dæmum um
listamenn sem samtíminn mis-
skildi og hafnaði. Er ekki hætt
við að slíkt gerist þegar fámenn-
um hópi er fengið það vald að
skrá listasöguna með listaverka-
kaupum fyrir komandi kynslóðir?
„Þegar við erum að tala um þessa
misskildu listamenn verður að líta
til sögulegra kringumstæðna. Þar
erum við að tala um mjög fram-
sækna list en mjög íhaldssöm lista-
söfn. Þá má heldur ekki gleyma því
að á hveijum tíma hafa verið til
aðilar sem séð hafa gildi slíkra lista-
verka. í dag eru listasöfn um allan
heim mjög opin. Þau eru kannski
miklu opnari heldur en eðlilegt getur
talist. Kannski vegna þess að við
vitum af mistökum fyrri kynslóða.
Auðvitað getum við ekki sagt að
safnafólk nú á tímum sé óskeikult.
Aftur á móti get ég fullyrt að for-
svarsmenn safna hér á landi í dag
eru meðvitaðir um söguna og vak-
andi fyrir því sem er að gerast í
nýsköpun í listum."
Sýningaáætlun Kjarvalsstaða
fyrir næsta ár. Hvemig lítur hún
út í stómm dráttum?
„Strax í janúar kemur hingað
norrænn textíltríennall sem er sam-
norræn sýning og verður hér í boði
Kjarvalsstaða. Síðan munum við
opna í lok janúar sýningu á verkum
Kristjáns Guðmnundssonar. Héma
er um að ræða yfirlitssýningu á
teikningum Kristjáns alveg frá.því
í byijun síðasta áratugar og til dags-
ins í dag. Kristján Guðmundsson var
um árabil starfandi í Hollandi og
það hefúr farið frekar lítið fyrir hon-
um hér heima. Hann hefur þó hald-
ið athyglisverðar sýningar og hann
er einn af fáum íslenskum myndlist-
armönnum sem hafa náð að skapa
sér persónulegan prófíl innan kon-
septlistarinnar.
í mars verður stór yfírlitssýning
á SÚMinu. SÚMið er kannski sá list-
hópur og sú tegund myndlistar sem
varð hvað mest úti í íslensku listsam-
félagi á þeim tímum þegar Listasafn
íslands var hinn eini sanni mæli-
kvarði — á árunum 1965-1975. Þá
komust SÚMaramir ekki inn í Lista-
safnið — það viðurkenndi þá ekki —
og þama er um að ræða 10-20 ára
kapítula í íslenskri listasögu sem að
fáir þekkja. Við töldum að tími væri
Skjaldbreiður. Frá sumarsýningu Kjarvalssafns í Kjarvalssal 1988.