Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 SPJALLAÐ VIÐARNOR BENÓNÝSSON, NÝRÁÐINNLEIKHÚSSTJÓRA Á AKUREYRI > ÓÐUM nálgast sú stund að líf færist í leikhús landsins eftir sumarleyfi starfsmanna. Og leikhúsið á Akureyri í gamla Samkomuhúsinu undir Brekkunni er greinilega farið að titra af tilhlökkun að leikarar taki sér stöðu á sviði. Nýr leikhússtjóri er tekinn við störfum hjá Leikfélagi Akureyrar. Það er Arnór Benónýsson, Þingeyingur að uppruna og hefur áður starfað sem leikari við Akureyrarleikhúsið. Það liggur beinast við að spyija Arnór hvernig honum lítist á að vera kominn aftur norður. ...eins og munurinn á ferskum sveppum og niðursoðnum Verkefnaskrána er fjarri lagi auðvelt að setja saman. Maður stendur frammi fyrir svo mörgum áleitnum spurningum. í fyrsta lagi hvaða leikrit mann langar til að sýna, og þau eru vissulega mörg. í öðru lagi hvaða leikrit maður hef- ur etni á að sýna og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Að lokum verður að athuga hvað er áhuga- verðast og best innan þess fjár- hagslega ramma sem setur manni skorður. Fyrsta verkefnið er leikritið Skjaldbakan kemst þangað líka eftir Áma Ibsen. Guðrún Svava Svavarsdóttir gerir leikmynd og leikstjóri er Viðar Eggertsson. Leik- arar eru tveir, Theodór Júlíusson og Þráinn Karlsson. Þetta ætlum við að frumsýna um miðjan októ- ber. Þetta er nýlegt íslenskt leikrit og þar sem mig langaði til að byija á íslensku verki fannst mér ein- boðið að velja þetta. Skjaldbakan er afspyrnugott verk, átakamikið skáldverk, fullt af kímni og sorg. Og það fjallar svo sannarlega um samfélagið sem við búum við þó að fyrirmyndin að persónunum sé sótt til útlanda. Þama er fjallað um þá áleitnu Morgunblaðið/Sverrir Arnór Benónýsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar etta er mjög gott. Ég er ákaflega ánægður og mér finnst ég að minnsta kosti miklu meira heima en ella. Ég hef verið fyr- ir sunnan meira og minna síðan 1978, það er að segja á veturna því ég var lengi vel heima í sveit- inni á sumrin. Svo var ég að vísu eitt ár fyrir norðan, lék hér og leik- stýrði hérna í nágrannabyggðunum og tók síðan að mér að vera fram- kvæmdastjóri HSÞ um sumarið. Þetta em varla nema fjögur heil ár sem ég hef verið fyrir sunnan. Mér finnst miklu betra að vera úti á landi en í Reykjavík. Ég nýt mín miklu betur. Þess vegna komu mér á óvart viðbrögð fólks syðra þegar ég ákvað núna að fara norð- ur. Það kom til mín með svip sem líktist því einna helst að það hefði misst náinn ástvin og spurði hvers vegna í ósköpunum ég væri að fara norður. Ég var að vísu störfum hlaðinn fyrir sunnan, á kafi í lista- mannapólitík og alls kyns störfum fyrir samtök leikara, en staðreyndin er bara sú að mig hefur alltaf lang- að til að fara aftur út á land. Og satt að segja hafði ég áður hugleitt að sækjast eftir þessu starfí. Þetta er svo ögrandi og skemmtilegt verk- efni. Leikfélag Akureyrar er yngsta atvinnuleikhús landsins og það er alls ekki komið í fastar skorður heldur er það í örri uppbyggingu. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigð- um, það get ég sagt þó að leikstarf- ið sé ekki komið í gang. Þetta hef- ur að vísu verið ansi erfitt, að koma nýr og byija á því að setja upp verkefnaskrá og fleira og fleira, ekki síst vegna þess að fyrrverandi leikhússtjóri var farinn burt þegar ég kom. En þetta er gaman. — Hvernig líst þér á stöðu LA sem atvinnuleikhúss? Vel, alveg tvímælalaust. Þeir sem ráða verða að vísu að gera upp við sig hvers konar atvinnuleikhús þetta á að vera, hvaða form á að vera á því. Kringumstæðurnar skapa því nefnilega annan og öðru- vísi grundvöll en til dæmis atvinnu- leikhúsunum fyrir sunnan. Við get- um sagt að markaðurinn, ef við eigum að nota það orð, sé hér smærri og samfélagið er líka öðru- vísi. Þó að hvorirtveggja séu íslend- ingar er augljós stigsmunur á því sem er hér og í Reykjavík. Af þessum sökum verðum við að leita að réttustu leiðinni, finna sér- stöðu okkar og vera ófeimin við að skerpa hana. Þetta leikhús á til dæmis ekki að vera eins og ljósrit af Þjóðleikhúsinu. Oðru nær. Og ef við gáum að hefur verið leitað að formi hér á undanförnum árum, miklar sveiflur í starfseminni hafa verið tilraunir í leit að réttu að- ferðinni. Það er staðreynd að við höfum úr miklu minna að spila en leik- húsin í Reykjavík en samt þyrftum við að vera með jafnmargar upp- setningar á ári og þau. En það er ekki ódýrara að setja upp leikrit hér en þar. Þvert á móti getur það verið mun dýrara hér þar sem við þurfum að kosta býsna miklu til okkar sýninga, til dæmis vegna húsnæðis og ferða lausráðins starfsfólks. Og það kemur að sunn- an því miðstöðin er óneitanlega í Reykjavík. Staða leikfélagsins er annars góð. Það er stundum sagt að hér á Akureyri sé leikhús illa sótt, en það er þjóðsaga. Alger þjóðsaga. Þegar leikhúsgestir á einu sýningarári geta orðið fleiri en íbúar bæjarins er það meiri aðsókn en gengur og gerist annars staðar. Þess vegna mótmæli ég þeim sögusögnum að hér sé lítill leikhúsáhugi. Hann er alveg feikilegur. Menningarpólitík stjórnvalda hlýtur hins vegar að ráða því hvort þau vilja reka atvinnuleikhús við þessar aðstæður, þar sem kostnaður er svona mikill. Samstarfssamning- ur ríkis og bæjar frá því í fyrra hjálpar til við þetta og vonandi verð- ur starfsemin tryggð. Við megum ekki gleyma því að þetta er eina landshlutaatvinnuleikhúsið á Is- landi. Þess vegna er hlutverk þess ef til vill miklu mikilvægara en ella. Ef við lítum á það sem er að ger- ast hér má bera það saman við þróunina hjá Leikfélagi Reykjavík- ur á sínum tíma. Það byijaði sem áhugaleikhús og tók áratugi að vinna sér sess sem atvinnuleikhús. Þetta sama er að gerast hér núna. Atvinnuleikhús stendur á grunni áhugaleikhúsa. Leikhúsáhuginn hér er örugglega að miklu leyti vegna þess hve sterk áhugaleikfélög eru hér allt í kring. Og þetta leikhús er raunar Fjórðungsleikhús Norður- lands, með aðsetur á Akureyri. Það er gleðilegt að töluverður hluti gesta er fólk úr hinum dreifðu byggðum Norðurlands og jafnvel Reykvíkingar gera sér ferð hingað til að sjá það sem hér er að ger- ast. Og ég endurtek að leikhús- áhuginn í bænum er mikill. Það fann ég strax og ég kom norður til starfa og ekki síður þegar verk- efnaskráin fór að kvisast út. Það er mikið um þetta rætt. — En nú er oft kvartað yfir því að í svona litlum leikhúsum séu alltaf sömu leikararnir í öll- um sýningum, sömu andlitin í breyttri umgerð. Þetta er þekkt vandamál og síður en svo bundið við Leikfélag Akur- eyrar eingöngu. Svona er þetta alls staðar þar sem eru fastráðnir leik- arar, það verður að reyna að nýta fólkið sem er á launum í sem flest verk. Þetta er ekki vandamál sem leikhúsgestir einir beijast við heldur líka leikararnir og leikhúsið sjálft. Auðvitað væri gott ef hægt væri að gefa fólki frí til að hvíla sig. þroskast og þróast annars staðar. En það er raunar dálítið undarlegt að fólk skuli tala um þetta sem meginvandamál í leikhúsi þar sem eru fáar sýningar á ári. Hvemig er með sjónvarpsþættina, til dæmis þá bresku? Þar horfir fólk á sömu leikarana í þáttaröð eftir þáttaröð og enginn virðist kvarta undan því. En við megum ekki gleyma því að hingað hafa komið ágætir leikar- ar úr leikhúsunum syðra og héðan hafa leikarar farið suður. Ég hef þá skoðun að slík leikaraskipti eigi eftir að aukast stórlega, enda fylg- ir því bæði ánægjuleg reynsla og þroski að reyna fyrir sér á fleiri en einum stað. — Nú er stundum sagt að hér séu sýnd of fá leikrit og rétt væri að bæta úr þvi, til dæmis með því að koma á fót áhugaleik- húsi. Rétt er það, verkefnaskráin er lítil og sýningarnar eru fáar, ein- faldlega af þeim sökum að okkur vantar meira fé til rekstrarins. Vissulega gæti verið geysilega já- kvætt að hafa hér líka áhugaleik- hús. Það mundi auka leikhúsáhug- ann stórlega auk þess sem það yrði afar þroskandi og góð félagsstarf- semi. En hér í bæ búum við bara við vandræði með húsnæði. Þetta gamla hús, Samkomuhúsið, er að springa undan starfi LA. Húsnæðis- leysið er trúlega það sem helst tor- veldar áhugaleikhúsi að starfa. — Lítum á verkefnaskrána. Hvað á að bjóða leikhúsgestum að sjá í vetur? spumingu hvort maður þarf að vaða út í hinn stóra heim til að þroskast sem maður og listamaður eða hvort maður getur verið heima og ræktað garðinn sinn og samt orðið maður eða listamaður. Nafnið á verkinu vísar til þessa: Skjaldbakan kemst nefnilega líka þangað. í öðm lagi ætlum við að sýna Emil i Kattholti. Þessi sýning verð- ur að mestu unnin af heimafólki. Sunna Borg verður leikstjóri, Hall- mundur Kristinsson gerir leikmynd og Jón Hlöðver Áskelsson sér um tónlistina. Leikarana er ekki tíma- bært að telja upp núna. Emil er afskaplega gott verk sem margir þekkja og Astrid Lindgren hefur einhvem veginn lag á að hitta börn á öllum aldri. Og góð barna- leikrit verða aldrei útjöskuð, þau endast vel. Það koma alltaf nýjar kynslóðir til að njóta þeirra. Svo er þetta bara svo skemmtilegt verk fyrir aila. Ég les til dæmis og horfí á verk Astrid Lindgren með mikilli ánægju. Mér finnst mikilvægt að börn kynnist leikhúsi og með þessari sýningu emm við að kynna leik- húsið fyrir ungum áhorfendum. í fyrra fór Leikfélagið í skólana og á bamaheimilin og sýndi þar Einar Áskel. I þetta sinn langar okkur til að fá bömin til okkar og éf til vill fömm við aftur til þeirra næsta ár. Mér finnst nauðsynlegt að halda sambandi við börnin, annars koma göt í leikhúsgestahópinn. Stundum virðist þetta samband hafa gleymst og til dæmis er tiltölulega fátítt núna að fólk á aldrinum 15 til 20 ára komi í leikhús. Það er líka mjög mikilvægt að rækta sambandið við skólana. Við sjáum meðal annars hvemig aðrar listgreinar hafa kom- ist miklu betur í tengsl við þá, til dæmis tónlistin og myndlistin. Nú, þriðja verkefni vetrarins er svo Hver er hræddur við Virg- iniu Woolf eftir Edward Albee. Leikstjóri verður Inga Bjarnason og leikendur allir gestaleikarar: Helga Bachmann, Helgi Skúlason, sem fékk leyfi hjá Þjóðleikhúsinu til að vinna hér og emm við Þjóð- leikhússtjóra mjög þakklát fyrir það. Og síðan em það Ellert A. Ingimundarson og Ragnheiður Tryggvadóttir. Æ, þetta er svo gott verk. Þó að það sé ekki gam- alt er það orðið klassískt — er tvímæla'.aust í hópi bestu leikverka sem hafa verið skrifuð. Þama em bókstaflega allar mannlegar tilfinn- ingar í einum suðupotti. Það er al- veg makalaust hvernig manninum hefur tekist að þjappa öllu lífínu saman í eitt verk. Við stefnum svo að því að fjórða og síðasta verkefnið verði Blúndur og blásýra. Ég kalla það venjulega reyfarafarsa. Þetta er að vísu enn í bígerð og við eigum eftir að ráða mannskapinn. Takist okkur ekki að manpa verkið með æskilegum hætti tökum við það vissulega ekki, held- ur setjum eitthvað annað á svið í staðinn. Þetta ætti að skýrast á næstu vikum. En þetta er ekki allt sem hér verður gert. Við stefnum til dæmis að því að setja í janúar upp leikhús- dagskrá með tónlist og bókmennt- um og ef til vill þáttum úr leikverk- um. Þar er verkefni fyrir kór leik- hússins, félaga í Leikfélaginu og leikara. Það er ekki rétt á þessari stundu að gera nánari grein fyrir þessu en uppi em ýmsar hugmynd- ir um viðfangsefni. Það skýrist von bráðar líka. Svo má bæta við að í októberlok kemur íslenski dansflokkurinn hingað og hefur gestaleik. Þá verð- ur meðal annars sýndur verðlauna- ballett Hlífar Svavarsdóttur Af mönnum. Og hér gætu orðið fleiri gestasýningar. — Að lokum, hveijar eru helstu breytingar á starfsem- inni? Koma nýir siðir með nýjum húsbónda? Það er nú það. í vetur verða til dæmis aðeins þrír fastráðnir leikar- ar, en það er alls ekki stefna leik- hússtjórans heldur ráða því aðstæð- ur eins og fjárhagurinn, og svo auðvitað líka verkefnavalið. I vetur verður ekki endað á stómm söng- leik eins og síðustu fimm árin eða svo. Það er heldur ekki stefna leik- hússtjórans að sýna ekki söngleiki. Það er einfaldlega fjárhagurinn sem gerir það að það er ekki hægt að hafa viðamikinn söngleik á hveiju ári. Stefna mín er að vísu sú að við eigum ekki að hafa söngleiki bara til þess að hafa söngleiki. Ef við rekumst á góðan söngleik og höfum fjárhagslegt bolmagn til að takast á við hann þá gemm við það vitan- lega. Mér er í mun að haga starfsem- inni eftir því hvað við getum gert hveiju sinni með því móti að við vöndum eins og við getum til allra verka. Og líka hitt að við kappkost- um að finna og skerpa sérstöðu þessa leikhúss. Við leikhúsfólkið trúum því að lifandi leiklist í leik- húsi sé af allt öðm tagi en til dæm- is sjónvarpið, sem dælir úr sér leiknu efni í stómm stíl. Við trúum á þetta lifandi samband leikarans á sviðinu við áhorfandann í salnum. Þetta er eins og munurinn á niður- soðnum sveppum og ferskum. Hvort tveggja em sveppir, en em þó ekki eins, öðm nær. Ég vænti þess af mínu fólki að það gangi að verki með fullri alúð við viðfangsefnið, hvert sem það er. Það er gmndvallaratriðið í allri listsköpun. Ég iít á það sem skyldu okkar að gera áhorfandanum mögulegt að setjast inn í leikhús og lifa með leikumm á sviði stund sem er tilbreyting frá hinu hvers- dagslega amstri. Viðtal: Sverrir Páll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.