Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Bandaríski rithöfundurinn Harold Brodkey Bíðið bara -hanner snillingur Gabi Gleichmann skrifar um bandaríska rithöfundinn Harold Brodkey Hi arold Bloom álítur hann einn hinn mesta af núlifandi skáld- sagnahöfundum. Bemard Malamud kallaði hann sniiling. Cynthia Ozick kallar hann „Proust Banda- ríkjanna". Susan Sontag heldur því fram aö hann sé einn fárra prósahöfunda sem sækjast eftir einhveiju verulega mikilfenglegu. Denis Donahue líkir honum við Freud og telur að vel sé hugsan- legt að hann breyti skáldsagna- gerð samtímans. Harold Brodkey - en það heitir maðurinn - verður þó fyrst að komast yfír útgáfuhræðslu sína, því hann hefur ekki enn árætt að gefa út skáldsögu. Enginn þarf því að skammast sín fyrir að hafa ekki heyrt þessa merkilega höf- undar getið, þó fremstu rithöfund- ar og gagmýnendur Banda- ríkjanna hampi honum sem ofur- menni. Brodkey er fyrirbæri í bók- menntunum sem nýtur stöðugt vaxandi umtals. Ritstörf hans eru vinsælt umræðuefni í gáfumánn- aklíkum á Manhattan; að geta sér til um hvenær hann sleppi höndum af stóru skáldsögunni er orðið að nokkurs konar bókmenntalegum samkvæmisleik þar vestra. Þrátt fyrir að skáldsögunni sé nær lokið eftir 20 ára starf er allsendis óvíst hvort Brodkey lætur gefa hana út. Hann er nefnilega hræddur - segir hann sjálfur - um að útgáfá bókarinnar muni breyta lífi hans of mikið. Eða - það sem væri enn verra - að bókin breyti alls engu. Harold Brodkey fæddist árið 1931 í borginni St. Louis, sonur rússneskra gyðinga. Hann var tæpra tveggja ára er hann missti móður sína og var tekinn í fóstur af föðurfrænda sfnum þar sem hann ólst upp í fátækri verka- mannafjölskyldu. Fyrstu ritsmíð- ar Brodkeys birtust í tímaritinu The New Yorker og fyrsta bókin kom út 1959, smásagnasafnið First Love and other Stories. Honum var fagnað sem vænlegum rithöfundi með fögur fyrirheit en Brodkey dró sig fljótt í hlé frá sviðsljósi opinberrar umræðu. Hann helgaði sig sjálfssálgrein- ingu næstu sjö árin - á sáma hátt og faðir sálgreiningarinnar Ieitaði hann á vit undirmeðvitundarinnar og rifjaði úpp sínar fyrstu minn- ingar til að kalla fram mynd hinn- ar dánu móður sinnar. Þessi tímafreka rannsókn varð undir- staðan að hinu stóra bókmennta- verki hans; að endurskapa horfna tíð og jafnframt lýsa hugar- ástandi ungs gyðings er elst upp hjá tvennum foreldrum í ógyðing- legu umhverfí. Nokkrir kaflar þessarar miklu skáldsögu birtust í tímaritunum Esquire og The New Yorker í byijun síðasta áratugar. Ekki leið á löngu þar til fiskisagan komst á flug um að Brodkey væri leggja lokahönd á bokmenntalegt meist- araverk. Árið 1977 birti stórblaðið The New Yrk Times frétt þess efnis að bókaforlagið Farrar, Straus & Giroux hefði fengið í hendur 2000 blaðsíðna handrit er gefa ætti út á bók fljótlega. Af ókunnum ástæðum fór skáldsag- an aldrei í prentun og rithöfundur- inn yfírgaf útgefenduma. Vorið 1985 kom hins vegar út Woman and Angels sem inniheldur þijá kafla skáldsögunnar er áður höfðu birst í tímaritum. Af þessu litla hefti má ráða að Brodkey skrifar í léttum og einstaklega þéttum stíl, hlaðinn fallegum líkingum, ljóðrænum táknmyndum og sál- rænu innsæi. Brodkey álftur ritlist sína verkfæri til að útskýra ver- öldina; tæki til afhjúpunar skuggahliða mannsálarinnar. í skáldskap sínum virðist honum í mun að varpa nýju ljósi á fyrir- brigði sem hingað til hafa fengið að liggja í Iáginni. Hvort Harold Brodkey er raun- verulega einn hinn mesti núlifandi skáldsagnahöfundur sem breyta mun skáldsagnagerðinni er enn ósönnuð fullyrðing. í haust stend- ur engu að síður til að gefnar verði út á vegum bókaforlagsins Alfred A. Knopfs fyrstu 300 síðumar af stórvirki Brodkéys A Party of Animals. Almenningur á íslandi treystir eigin smekk Rœtt við myndlistarmennina Kristínu Maríu Ingimarsdóttur ogJóhannes Eyfjörð au Kristín María Ingi- marsdóttir og Jóhannes Eyfjörð opna sýningu á málverkum og skúlptúr í sýningarsalnum „Undir pilsfaldinum" að Vesturgötu 3B laugardaginn 27. ágúst. Þau hafa bæði stundað nám við San Fransis- co Art Institute, Kristín María lauk BA-prófí í málun fyrir tveimur árum og Jóhannes lýkur prófí frá skúlpt- úr- og gjömingadeild næsta vor. Þessi sýning er fyrsta sýning Jó- hannesar hér heima en Kristín María hefur tekið þátt í samsýningu í Fellabæ og tók þátt í IBM-sýning- unni á sl. ári. Blaðamaður átti við þau stutt spjall um sýninguna. Hvemig sýning er þetta? Jóhannes: „Eg sýni 6 til 7 verk, fiest úr steinsteypu, öll unnin hér heima í sumar, nokkurs konar úr- vinnsla á þeim áhrifum sem veran hér hefur haft á mig. Úti hef ég mikið unnið verk sem eiga upprana sinn í íslenskri goðafræði og rúna- letri, en þessi era með allt öðram blæ. Við eram umkringd steinkum- böldum hér og eram löngu hætt að skynja sveigjanleika og möguleika MORGUNBLAÐIÐ/BJARNI Jóhannes Eyfjörð við eitt verkanna á sýningunni Kristín María Ingimarsdóttir við verkið Átta til fjögur Margt líkt mcð listalífi á íslandi og í Tckkóslóvakíu Rætt við Jiri Svestka, forstöðumann Kunstverein fiir die Rheinlande und Westfalen í Dusseldorf. Nýlega var staddur hérlendis forstöðumaður listasafnsins Kunstverein fiir die Rheinlande und Westfalen í Diisseldorf í Vestur-Þýskalandi, Jiri Svestka, til viðræðna við forráðamenn Kjarvalsstaða um skipti á sýningum á íslenskri og þýskri nútímalist. Fyrirhugað er að sýningaskiptin fari fram á næsta ári og var tilgangur heimsóknar Svestka að kynna sér verk íslenskra myndlistarmanna. í stuttu spjalli var Svestka beðinn að segja örlítið frá þessu verkefni. Eg kynntist Gunnari Kvaran á Feneyjabi- ennalnum og hreifst af því hvað hann var áhugasamur og fús til að reyna eitthvað nýtt og mig lang- ar til að hjálpa honum til þess. Meiningin er að ég haldi eina sýn- ingu á íslenskri nútímalist I Dusseldorf í ágúst eða september á næsta ári og í staðinn komi ein sýning frá okkur hingað. Ég vil frekar halda sýningu á verkum fárra listamanna, tveggja til þriggja kannski, en stóra yfírlitssýningu með verkum sínu úr hvorri áttinni. Ég held að góð sýning á verkum fárra góðra myndlistarmanna yrði betri kynning á íslenskri myndlist, en eitthvert yfírlit sem hvorki væri fugl né fiskur." Hvemig stofnun er Kunstverein? „Þetta er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 1829, með 8000 styrkt- armeðlimi, sem greiða visst árgjald og fjármagna þannig sýningar safnsins. Við rekum þetta á mjög kapitalfskum granni, það er líka leitað til fyrirtækja og einstaklinga um að styrkja sýningar, en við hljót- um enga fyrirgreiðslu frá borginni. Ég legg mesta áherslu á nútímalist og er tilbúinn til að hætta töluverðu til að koma á framfæri listamönnum sem mér fínnst vera að gera merki- lega hluti. Síðastliðna fjórtán mán- uði hafa verið tíu mismunandi sýn- ingar í Kunstverein og við vonumst til að geta haldið áfram að kynna núlifandi myndlistarmenn frá sem flestum löndum". Hvað geturðu sagt mér um list- alíf í Diisseldorf? »Ég er ekki Þjóðveiji heldur Tékki, en ég hef verið í Þýskalandi f sjö ár í mismunandi borgum og ég held mér sé óhætt að segja að hvað myndlist snertir sé Dusseldorf sú áhugaverðasta. Þar er fræg aka- demfa, ein sú besta í Þýskalandi og menn era mjög opnir fyrir nýj- ungum. Áhugi á myndlist er mikill og menn ræða verk á sýningum í alvöra, ekki eins og t.d. í París þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.