Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 B 3 Svo er að sjá sem andi norræn- unnar hafi kafnað í þessum flösku- stút. íslenzk menning Sigurður Nordal var sammála Jónasi Kristjánssyni um örðugleika í túlkun fomrita. í mestu rannsókn sem hann lét frá sér fara um þau efni — Hrafnkötlu árið 1940 — kemst hann svo að orði: „Grunsemdir gilda lítið gagnvart svona verki, því að hvar gengur hnífur rannsóknanna í það?“ (s5) Og hann heldur áfram: „I þessu yfirliti hef ég neyðzt til að halda fram þeim skoðunum um eðli og uppruna sagnanna, sem ég tel réttar, þó að rúmið hafi ekki leyft að rökstyðja þær nema að litlu leyti og þær geti því oft litið út fyrir að vera staðlitlar fullyrðingar. Þessar skoðanir koma ekki einung- is í bága við trú flestra fyrri tíma fræðimanna og almennings á Is- landi á sannindi sagnanna, heldur líka við það álit, sem almennt er nú ríkjandi meðal erlendra fræði- manna um traustleik hinna munn- legu sögusagna og meðferð sögurit- ara á efninu. Það má búast við, að þeim verði ekki tekið með þögn og þolinmæði. En það er gagnslaust að karpa um jafnflókið rannsóknar- efni með almennum hugleiðingum og dæmum gripnum af handahófi héðan og handan. Allar bollalegg- ingar um íslendinga sögur yfirleitt hljóta að svífa í lausu lofti, þangað til þær sögur, sem unnt er að lesa sæmilega niður í kjölinn, hafa verið krufðar hver út af fyrir sig.“ (s6—7). Nordal kemst ekki svo langt. Hann greinir sundur hinn íslenzka sagnfræði- og ætta-þátt Hrafnkötlu og kemst að því, að sagan sé „tóm- ur skáldskapur" (sl5). En á hveiju er hún þá byggð? Þar strandar Sig- urður Nordal — og sérhver spor- göngumaður hans. Þannig eigum vér á prenti yfirlýsingu mesta bók- menntafræðings er um fomsögum- ar fjallaði auk hins æðsta handrita- rýnis þess efnis, að túlkun íslend- ingasagna sé þeim t raun ofviða. Flestar bollaleggingar norrænu- manna um íslendingasögur hafa þannig svifið í lausu lofti síðastliðna hálfa öld. Þetta er ekki minn dómur heldur Nordals. Viðamestu rann- sóknimar þetta tímabil hefur Her- mann Pálsson gert í Edinborg. Það bjargaði því að eitthvað var unnið, að Edinborgarháskóli skaut skjóls- húsi yfir Hermann. Hins vegar hef- ur Hermann illu heili rígbundið sig við samanburð á rituðum heimildum hin síðari árin og sleppt að ræða mikilvæg gögn annarrar tegundar. Og framhaldið hjá Nordal verður lítt rakið, því að hann sendi aldrei frá sér það verkið sem beðið var eftir með mestri eftirvæntingu: ís- lenzka menningu. Þetta stórvirki, sem boðað var með lúðraþyt og söng sá aldrei dagsins ljós. Hvers vegna? Ég fæ ekki séð annað en Nordal svari því sjálfúr í framan- greindum tilvitnunum. Uppgjöfin Kjarni þessa máls er sá, að eng- inn textafræðingur getur talið sig hafa rannsakað „allar heimildir textans" ef hann hefur látið sér sjást yfir hugsanlegt táknmál fomra menningarheiida. Sama máli gegnir um torskilin orð sem slík: ef textarýnirinn gerir sér enga grein fyrir því, að dýpri merking kann að leynast í fjölda máleininga sem hann skilur að nútíðarhætti, hefur hann vitaskuld ekki rannsakað „all- ar heimildir textans“. Hann hefur gert tvennt: annars vegar rannsak- að stafkróka, orðsiflar, sagnfræði, ættir og aðra menningarhætti sam- kvæmt viðteknum aðferðum, hins vegar hefur hann blekkt sjálfan sig. Og þá fer að reynast djúpt á „skilningsríkasa lesanda textans“. Sá sem þetta ritar hefur eytt allnokkrum tíma í að ráða tákn- mál. Niðurstöðumar af þeim rann- sóknum benda skelfílega oft til þess, að norrænumenn sofi, þá er þeir hyggja sig „skilningsríkustu lesendur textans". Sannleikurinn er sá, að íslenzkufræðingar virðast enn ekki skilja hvað það er sem þeim hefur láðst að rannsaka. Svo skrýtið er þetta, að þeir sýnast koma af fjöllum, þegar minnzt er á helztu viðmiðanir miðaldalær- dóma. Fleygletur Súmera skilja þeir, slíkt ið sama helgiletur Egypta — það er að segja: þeir skilja, að þeir skilja ekki þessar leturtegund- ir, þar sem þær em þeim framandi og augljóslega gjörólíkar því letri sem þeir hafa vanizt á íslenzku bókfelli. Táknmál íslenzkra fomrita kemur þeim hins vegar svo mjög á óvart af því, að þeir hugðu sig skilja sjálf orðin — sem þeir í raun botnuðu hvorki upp né niður í. Þeir lögðu nútímamerkingar í foma hugsun. Mér datt í hug samlíking, þegar Sovétríkin léku knattspymu hér um daginn í búningum merktum CCCP. Skákblinda norrænumanna felst í því, að þeir telja sig skilja þessa stafi — i hliðstæðu — sem CCCP. Spyijið síðan einhvem sem þekkir letur það sem notað er þar eystra og hann mun lesa CCCP sem SSSR. Þetta dæmi er í raun fjarska hliðstætt meinloku heimspekideild- ar: með því að banna rannsókn á hugsanlegum eldri merkingum táknmáls loka starfsmenn háskól- ans fyrir skilningarvitin. Neyðarúr- ræðið verður síðan, sem jafnan þar sem menn treystast ekki til að leggja sjálfstætt mat á verkefni, að leita til útlendinga um staðfest- ingu á eldri trú norrænunnar. Nokkrir slíkir eru til, aldir upp í hefð svonefndrar „bókmenntarann- sóknar" og þeir gera vafalaust það sem þeir megna í lokaðri stöðu. Gallinn er einungis sá, að flestir þeirra em ámóta utangátta og íslenskufræðingar í táknmálinu, enda grunar þá ekki yfirlýsta af- stöðu heimspekideildar — þess efn- is, að enginn við háskólann sé fær um að rökræða sík efni — þeir hyggja íslenzka norrænumenn hafa rannsakað þessi mál ofan í Iq'ölinn. Því er fátt þangað að sækja, enda íslendinga sjálfra að ráða gátur eigin menningarsögu. Ólíkt höfumst vér að íslenzkufræðingar mega muna tímana fyenna. Hér áður áttu þeir vonina, þá von, sem þeir sjálfir hafa nú lýst tálvon, sem sé, að þeim tækist að túlka íslenzk fomrit með aðstoð hinnar gömlu fílólógíu einnar saman. Allir sem einn eru þeir nú sammála um að þetta sé ekki rétt. Hver á fætur öðrum heykjast þeir á túlkun fomrita; jafnvel Einar Ólafur Sveinsson skilaði ekki marg- boðuðu og og bráðnauðsynlegu rit- verki um fomsögumar. Ljóðurinn á ráði heimspekideildar er sá, að árið 1988 hafa íslendingar ekki leyfí til að haga háskólastarfi þann veg. Þeir hafa fengið handritin heim. Og þeir hafa gefið það eindregið í skyn, að handritin skyldu endur- heimt einmitt til að örva nýjar rann- sóknir á nýjum sviðum. Staðreynd- irnar sýna annað: að heimspeki- deildin hefur unnið markvisst gegn nýjum rannsóknum á nýjum svið- um. Fádæma þrautseigju og brenn- andi hugsjón sýnist þurfa til að standa svo að verki. Vel og illa Nú skulum vér endurtaka upp- hafið. Það sem háskólinn gerði vel er ættað frá hefðbundinni fílólógíu. Við háskólann er lesinn frumtexti, þar er hugað að orðsifjum, skáld- skap, sagnfræði og ættrakningu, einatt að staðfræði. Það sem há- skóiinn gerir ekki vel — raunar svo, að nálgast karíkatúr — er að túlka hugmyndafræði og fomt táknmál. Má raunar segja, að sú grein sé vart til á þeim bæ. Sjálfur hef ég reynt að troða ekki deildinni um tær; valið vandlega þau rann- sóknarsvið, sem norrænumenn hafa EKKI stundað. Þetta hefur ekki borið neinn árangur. Heimspeki- deildin hefur, að eigin sögn, ekki treyst sér til að rökræða þau efni. Og það svar þykir við hæfi. Augljóst má sýnast, að þar sem rökræður em bannaðar koma menn af fjöllum þegar lausnir birtast á örðugum úrlausnarefnum. Þá geta menn sagt með sanni, að þeir viti ekki um hvað efnið snúist — enda hafí þeir ekki vitað hvað það var sem bannað var að rökræða forðum. Þetta á ekki að vera sneið til ein- staklings, heldur athugasemd al- menns eðiis. Það sem ég hef setið við er að reikna út hugmyndafræði af fomum textum, grein sem flest- ir ef ekki allir norrænir fílólógai hafa talið sér ofviða. Harmleikui þess máls, eins og hann snýr við mér, virðist þannig hrein tragi- kómedía. Eigi fæ ég þó séð, að þau örlög komist í hálfkvisti við þann harmleik sem Háskóli íslands hefur bakað sjálfum sér. Háskólinn sem er siðferðilega skuldbundinn til að örva rannsóknir á íslenzkri menn- ingarsögu virðist telja sér standa bein ógn af nýjum viðhÍOTfum, fersk- um rannsóknaraðferðum, óvenju- legum efnistökum og — einkum og sér í lagi — óvæntum lausnum. En svo er háttað fræðum, að lausnimar verða eigi aftur -teknar. Þær liggja fyrir á bók — raunar á sjö bókum, sem enn er ósvarað. Þar eru krufðar fomar arfsagnir og merkinga leitað, af þeim sjömflna- stígvélum verður sú niðurstaða eigi auðdregnust, að norrænumenn hafi kmfið „állar heimildir textans" í fomritum vomm. Enda vekur stað- an nú jafnvel vofur fortíðar til fflós- ófiskra bollalegginga. Staðan nú Sigurður Nordal og Einar Ólafur Sveinsson hafa hvorki verið flokk- aðir sem málfræðingar né handrita- rýnar. Þeir vom bókmenntamenn. Samt tókst þeim ekki að finna lausnir á vanda túlkunar; hvomgum auðnaðist að ljúka því verki sem boðað var og mestu skipti. Þetta vom ástsælir menn, og mikið mega íslendingar þakka fyrir að hafa átt þá, en það breytir engu um þessa staðreynd. Vér höfum heyrt and- varp Jónasar Kristjánssonar; staðan nú er einfaldlega sú, að engum starfsmanni háskólans hefur auðnazt að leysa helztu gátur sem við blasa í eiztu menningarsögu íslendinga. Þessa stöðu mála verða íslendingar að horfast í augu við. Norrænumönnum er m.ö.o. engin launung á þvi sjálfum, að rannsókn íslenzkra arfsagna hefur verið þeim ofraun. Orsakar er vafalaust að leita í þeirri staðreynd, að þeir snið- gengu örðugustu og biýnustu gátur efniviðarins; þekkingargapið mikla er staðreynd, sem háskólinn neyðist til að gangast við. En þekkingargap brúar enginn með því að sniðganga helztu röksemdir ellegar að kasta á glæ forsendum sem líklegar em til úrlausna. Og, svo sem öllum má ljóst vera, er ein helzta orsök vand- ans að sjálfsögðu sú, að bannað hefur verið að spyija spuminga sem áður hefur ekki verið spurt og að benda á úrlausnarefni, sem háskól- anum hefur til þessa sézt yfir. Þeg- ar ekki er leyft að spyija sezt mein- lokan að sem varanlegt innanmein. Ásgeir Blöndal Magnússon sá, að unnt var að áætla margt um fomt mál eftir líkum. Hann skildi, að þörf var á nýjum tilgátum, þar sem rannsóknir hafði rekið í strand. Það sem núverandi heimspekideild virðist ekki ljóst, er, að „skynsam- leg rök“ em eigi þau er felast í hugmyndaheimi nútímans heldur þau er felast í hugmyndafræði horf- inna tímaskeiða. Háskólanum ber því að viðurkenna afdráttarlaust, að þama er um „mjög sjálfstætt rannsóknarefni að ræða“. Þegar sú afstaða hefur verið tekin verður vandinn ekki sárt umkvörtunarefni heldur — einmitt — sjálfstætt rann- sóknarefni, þar sem beitt er nýjum aðferðum, óvæntu sjónarhomi. Eðli og uppmna íslendingasagna skilja menn einfaldlega ekki fyrr en glímt hefur verið við táknmál þeirra. Eða hví skyldu menn gleyma biýningu Nordals?: Nauðsyn ber til að rann- saka ALLAR HEIMILDIR TEXT- ANS. Það hefur ekki verið gert — varla reynt. Háskólinn í Árósum sendi út um það tilkynningu í fyrra, að hin gamla norræna væri í raun fyrir bí og að nú þyrfti að hefja allar rannsóknir á ný frá gmnni. Bjame Fidjestöl, prófessor í Bergen, lýsti því yfir árið 1983, að norrænumenn hefðu ekkert komizt áleiðis í rann- sóknum á arfsögnum íslendinga síðustu fjörytíu árin, eða allt frá ritgerð Sigurðar Nordal um Hrafn- kötlu. Háskóli íslands ber fulla ábyrgð á þessu ástandi. JÓHANN HJÁLMARSSON SKRIFAR FRÁ SPÁNI Meiraum Þegar þetta er skrifað (26. júlí) berast þær fréttir frá Madrid að skáidið Dámaso Alonso hafi verið lagður inn á sjúkrahús þungt haldinn. Þetta kemur ekki beinlínis á óvart því að nú em liðin áttatíu og níu ár siðan skáldið sá dagsins ljós í Madrid. Dámaso Alonso var líkt og Vicente Aleixandre um kyrrt á Spáni eftir sigur falangista í borgarastyijöldinni. Hann hafði ekki frekar en Aleixandre gefið út neinar varasamar pólitískar yfirlýsingar, en unað lífi sínu í spekt meðal bóka og fengist við að kenna bókmenntir. Alonso var meðal þeirra skálda sem áttu þátt í hinni nýju gullöld spænskrar ljóðlistar, en lagði meiri áherslu á að hafa ljóð sín vönduð en mörg. Fagurkerinn og lærdómsmaðurinn Dámaso Alonso kom rækilega á óvart 1944. Þá sendi hann frá sér ljóðabókina Hijos de la ira (Synir eða böm reiðinnar). í þessari bók fær angistin mál, en eyðilegging og ógn em þar líka á ferð. Ljóðin em myrk, einkum þau sem fjalla n „svartnætti sálarinnar" og hann er óvæginn við að spyija Guð áleitinna spuminga. Bókin vakti gífurlega j eftirtekt á Spáni, enda blandaðist mönnum ekki hugur um að Alonso var að yrkja um harmleik þjóðar sinnar og | jafnframt heimsstsyijöldina sem enn var ekki lokið. Tíðindum þótti sæta að bókin skyldi sleppa við ritskoðun. En Dámaso Alonso var ákaflega virtur maður á Spáni, félagi í Spænsku akademíunni frá 1945 ogforseti hennar 1948-1983. Dámaso Alonso er eitt fárra skálda Kynslóðar 1927 sem enn em á lífí. Sömu kynslóðar er Rafael Alberti sem lætur enn mikið að sér kveða á Spáni og víðar. Þetta er sú kynslóð sem líka er kennd við gullöldina. Þegar Federico García Lorca, einn úr hópnum og jafnaldri Dámaso Alonso, hélt til Bandaríkjanna 1929, m.a. í því skyni að læra ensku við Columbiaháskóla, var Alonso gistiprófessor við Hunter College. Lítið varð úr enskunámi García Lorca, en hann orti mikið og meðal þeirra sem hann hitti oft var Dámaso Alonso. Rafael Alberti sem þessa dagana kemur fram á þingi í El Escorial vék að lóðabók García Lorca: Pœta en Nueva York (Skáld í New York, 1940) og lét þau orð I falla að bókin væri mjög óllk verkum frönsku súrrealistanna. Nú hefur því löngum verið haldið fram að Skáld í New I York sé einn af helstu ávöxtum | súrrealismans og vitað er að Spánveijar fylgdust mjög náið með frönsku súrrealistabyltingunni 1924. Rafael [ Alberti skýrði þessi ummæli sín með því að benda á að verk spænskra skálda, García Lorca, Luis Cemuda, Vicente Aleixandre, væm ekki f anda þeirrar sjálfvirkni sem einkenndi Frakkana. Þetta leiðir hugann að því sem sá vísi maður og góða skáld, Luis Cemuda (1902-1963), sagði um Vicente Aleixandre: „Með honum eignaðist súrrealisminn stórskáld, en sú varð ekki raunin í föðurlandi stefnunnar." Federico García Lorca var svo altekinn af skáldskap að furðu gegnir. Eftir Bandaríkjadvölina fór hann til Kúbu 1930 þar sem hann samdi meðal annars leikritinAsí que pasen cinco anos (Svo líða fimm ár) og E1 público (Áhorfendur). Síðamefnda verkið er mjög súrrealískt og sagt er að Lorca hafí með því viljað sanna að hann væri ekki háður þjóðlegum yrkisefnum eins og í ljóðabókinni Romancero gitano (Sígaunaljóð, 1928). Vinsældir þeirrar bókar komu honum sjálfum á óvart og hann vildi ekki halda áfram að yrkja í sama stíl, heldur ná langt út fyrir landamæri Spánar. García Lorca var sífellt að reyna eitthvað nýtt, innra með honum vom mikil átök og hann breytti þeim í dýrðlegan skáldskap. í september verða Áhorfendur García Lorca sýndir í Madrid. Og fyrir nokkmm dögum kom frétt í dagblaðinu ABC sem gefið er út í Madrid að með haustinu yrði sama leikrit tekið til sýninga hjá Dramaten í Stokkhólmi. Þess er getið í fréttinni að García Lorca sé mikils metinn á Norðurlöndum. Greinarhöfundur hefur fylgst með skrifum spænskra dagblaða frá þvf í júnílok, en þetta er í fyrsta sinn í tæpan mánuð sem Norðurlanda er minnst þar. Rafael Alberti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.