Morgunblaðið - 27.08.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 27.08.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐLÐ, LA.UGARDAGUR 27. AGUST 1988 B 3 draum mjmdliatarmanns um betra líf fyrir plánetuna jörð, sem mann- eskjan er að leggja í rúst í stað þess að virða hana og lifa í sátt við hana. „Plánetan ber ábyrgð á sínu lífí í sólkerfínu rétt eins og við berum ábyrgð á okkar Iífí“, bætir hún við. „Þegar við fáum krabbamein reynir iíkaminn allt til að eyða því; á sama hátt held ég að mannkynið sé krabbamein á plánetunni jörð. Jörðin þarf kannski að reyna að hrista mann- kynið af sér ef hún ætl'ar að lifa af,“ segir Messíana. Ég spyr hana um ábyrgð mannskepnunnar á eyðileggingu umhverfísins — bera allir sömu ábyrgð eða er henni misskipt? „Hver einasta mann- eskja ber ábyrgð á öllum hinum — á vissan hátt. Það er kannski vegna þess að við öxlum ekki þessa samábyrgð sem veldur því að ástandið er éins og það er. Við látum hlutina viðgangast en ábyrgðin er söm og jöfn.“ Messíana segir í sýningarskrá að fegurðin í skilningi þeirra Muggs og Matisse sé ekki tíma- skekkja og myndlistarmaðurinn (Messíana) taki jaftiframt afstöðu gegn forfrömun ljótleikans í samt- íðinni. Ég spyr hvað hún eigi við. „í verkum þeirra Muggs og Mat- isse er ákveðin ljóðræna. Þeir taka alltaf afstöðu með fegurðinni á bjartan hátt. Við höfum undanfar- ið gengið í gegnum mjög myrkt tímabil í listum en erum kannski núna að komast útúr þessu svarta í manneskjunni — þessum stöðugu lýsingum á ljótleikanum. Mér finnst ég sjá þess merkL En ljót- leikinn er svo ráðandi á mörgum sviðum. Mikið af efni qónvarps og kvikmynda er t.d. svo gjörsam- lega mannskemmandi. Hreyfíverkið segir kannski frá því hvemig manneskjan ætti að þróast og tengir saman ljóðið og myndimar og skerpir samhengið þar á milli,“ segir Messíana. Eftir að hafa horft á hreyfíverkið hef ég orð á því að þama sé verið að segja ákveðna sögu — færa Ijóðið í leikbúning á vissan hátt. „Það er rétt,“ segir Messíana. „Ég fer þessa leið vegna þessa að ég er fyrst og fremst leikhúsmanneskja. Þegar ég hugsaði um skáldið þá hafði ég H.C. Andersen í huga. Mér fínnst hann hafa unnið svo makalaust ævistarf. Hann leitaði ævinlega að fegurðinni og fann hana í ljótleikanum. Þetta má ekki misskilja þannig að hið Ljöta sé fallegt. En fegurðin Ieynist innan um ljótleikann,“ segir Messíana að lokum. H. Sig. akademíunnarer það sagt merlqa skáldskap mitt á milli þess að vera spakmæU og tækifærisljóð; það er í anda Ieífturs að skýra hið óskýr- anlega, fanga það sem ekká verður fangað. Gómez de la Sema birti sína skýringu í forminu: „húmor + myndhverfíng= greguería". Margar gregueríur eru frægar. Meðal þeirræ „í tjöminni í tijá- garðinum þar sem við lékum okk- ur böm liggur fóstra okkar drukknuð með okkur í faðmi síruim.“ Þótt Gómez de la Sema sé skopið tamt og hann líti ekki alltaf skáldskap sinn alvarlegum augum, nær hann víða góðum ár- angri og umfram allt er hann hug- myndaríkur og nýr. Svo langt náði frægð þessa fyndna skálds að árið 1928 var hann gerður félagi í Académie de l’humour í París og samtímis hon- Ramón Gómez de la Sema. um varChaplin valinn í sömu aka- demíu. Gildi Ramón Gómez de la Sema var ekki síst fólgið í áhrifúm hans á aðra rithöfunda og skáld. Hann ferðaðist mikið, var til dæmis oft í París og kom heim til Madrid með fréttir af því nýjasta sem var að gerast í heimsborginni. Hann var náinn vinur margra evrópskra og amerískra brautryðjenda í bók- menntum og listum og boðaði óspart endurskoðun, hvatti til dáða. Margir jafnaldrar hans á Spáni vom alvörugefnari, hugsuðu um stöðu Spánar í samfélagi þjóð- anna og vom dálítið þjóðemissinn- aðir þrátt fyrir aiþjóðahyggjuna. Gómez de la Sema var heims- borgari og sem slíkur orkaði hann á þróun spænskra bókmennta. Fáir eða engir tóku upp merki hans, en hann skildi eftir sig spor og ftjóa umræðu hvar sem hann fór. Nú þegar mikið er rætt um bi- lið milli Spánar og Evrópu og hugsanlegar leiðir til að minnka það kemur Gómez de la Seraa upp í hugann. Menntamálaráðherrann nýi, Jorge Semprún, hefur lofað að vinna að þvíað færa Spán nær Evrópuþjóðum. Semprún er sjálfur kunnur rithöfundur, hefurskrifað Qölda skáldsagna og hann hefur búið lengi í París, tekið þátt i þeirri andlegu sviðsetningu sem þar ferjafnan fram. Ekki er líklegt að Jorge Sempr- ún minni á Ramón Gómez de la Sema í einkalífi, hann hefur senni- lega aldrei klifrað upp í ljósastaur eða brugðið sér á fílsbak fþvf skyni að halda ræðu. En orðstir spaugarans Gómez de la Sema var svo mikill að þegar hann lést í Buenos Aires í Argentínu 1963 var lík hans flutt heim á kostnað ríkisstjómarinnar og jarðað með viðhöfti. Heimsborgarinn var þeg- ar á allt er litið hluti af spænskri jörð, dæmi um spænskan þanka- gang sem ekki er óþekktur í fóst- urlandi prakkarasögunnar. Hann var eins konar Don Quijote og átti líka í sér sinn Sancho Panza.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.