Morgunblaðið - 17.09.1988, Side 4

Morgunblaðið - 17.09.1988, Side 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 TVÖ FJOLL‘ / í ; ’ hl j \ i / / / ' • 5 ÁSA ÓLAFSDÓTTIR MYNDLISTAR- KONA í VIÐTALI UM SÝNINGU SEM HÚN OPNAR Á KJARVALS STÖÐUM ÍDAG Að setja kraft ÞOKUFJALL4 iSi í óskir sem eiga að SYNING á myndvefnaði eftir Asu Ólafsdóttur verður opn- uð á Kjarvalsstöðum í dag. Á sýningunni verða eingöngu myndverk sem unnin eru á síðastliðnum tveimur árum og um þær segir Ása: „Með þessari vinnu minni, trúi ég því að ég hafi verið að tvinna eigin lífsþráð í vefinn. Ég hef horft til baka á síðustu tvö ár, skoðað myndirnar frá þessu tímabili og tengt þær við atburði I lífi mínu. Ég á þessum myndum mikið að þakka. Þær hafa verið mér mjóar hengibrýr yfir mórauð stórfljót sem ég varð að kom- ast yfir.“ rætast Ása Ólafsdóttir er fædd í Keflavík árið 1945. Þar ólst hún upp. „En ég á ekki margar minningar þaðan,“ segir hún. ,,Helst minningar tengdar höfninni. Eg var alltaf að flýta mér í sveitina." Sveitin var hjá ömmu og afa á Mýrum. „Afí byggði heilu borgimar úr mó,“ segir Asa, sem var með afa sínum við hleðslu úr torfí og gijóti og viðgerðum á réttar- veggjum. Þar kviknaði áhugi hennar á hleðslulistinni, sem seinna varð henni hugleikin og átti eftir að hafa áhrif á listaverk hennar. .„Á vorin var alltaf mikið óþol i mér að komast upp í sveit og ég kom aldrei aftur fyrr en eftir réttir — alltaf of sein í skólann. Svo held ég að ég hafí alltaf ver- ið dálítið skrýtin — ekki fallið í kra- mið. Það er allt ofsalega „töff“ þama. Við vorum að vísu nokkur þama úr árganginum sem vorum dálítið sér á parti og saman í bekk í gegnum bama- og gagnfræða- skóla. Þar vom meðal annars Gunni Þórðar, Rúnar Júl. og fleiri, sem nú eru þekktir hér. Við vorum alveg óskaplega miklir villingar og hrekkj- ótt og það var alveg eins og við fengjum ekki útrás þama. Kennar- amir sem kenndu okkur muna ennþá óskaplega vel eftir okkur. Við gerð- um svona hluti eins og að láta alla stóla hverfa úr kennslustofunni. Svo var samstaðan svo hrottaleg að við viðurkenndum aldrei neitt. Enginn." Ása var síteiknandi sem bam. Hún var aðeins sex ára gömul þegar hún áttaði sig á hæfileikum sínum. „Stundin þegar það gerðist er mér ljóslifandi," segir hún. „Ég var með röndóttan blýantsstubb og rifrildi af hvítum umbúðapappír og var að rissa eitthvað. Ég sá, mér til mikill- ar undrunar, að ég hafði teiknað portrett af konu, eins og fullorðnir teikna." Eftir það safnaði hún blý- öntum og pappír og eyddi öllum stundum í að teikna. „Enda var ég alltaf eins og engill í teiknitímum og Óskar Jónsson, teiknikennari, var ofsalega góður við mig,“ bætir hún við. Áhuginn á textíl vaknaði mjög snemma hjá Ásu. „Ég var fimm ára þegar ég saumaði fyrst á saumavél. Síðan fór ég að hekla, prjóna og sauma út, allt eftir mínu höfði. Mað- ur var alltaf að handfjatla tuskur og gam. Nálægðin við þessi efni hefur líklega ráðið mestu um þennan textíláhuga. Mamma rak hannyrða- verslun í Keflavík og í gegnum hana komst ég í samband við handavinnu- framleiðanda í Danmörku og fékk að hanna útsaumsmynstur. Eftir gagnfræðaprófíð fór ég að vinna á hinum ýmsu kontómm í nokkur ár og fannst það alger hryll- ingur og kvöl. Það var svo fyndið að maður var svo'sér í Keflavík á þessum ámm að maður vissi ekki að til væri myndlista- og handíða- skóli. Ég man að Guðlaug á Fram- nesi (bamakennari í Keflavík) spurði okkur einu sinni, í sjö ára bekk, hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stór og ég sagðist ætla að verða saumakona. Svo fór ég í bæinn og fór að þvæl- ast milli kontóra — alveg eyðilögð. Þangað til ég kynntist einhveijum myndlistarmönnum og það fór að smásíast inn í mig að maður gæti farið í Myndlista- og handíðaskól- ann. Ég fór að safna til að eiga fyr- ir fyrsta vetrinum í skólanum. Þá vom engin námslán. Ég var búin að vinna á svo mörgum kontómm og svo stutt á hveijum að mamma var alveg viss um að ég myndi hætta þama eftir nokkrar vikur; þetta væri bara einhver bóla. Én það þurfti að fjármagna þetta og á 3. ári var ég orðin svo krúkk að ég neyddist til að gifta mig spari- merkjagiftingu. Mér fannst alveg æðisgengið að ganga í þennan skóla. Maður gat gert allt sem mann langaði til. Mað- ur gat haft það að vinnu að skemmta sér! Ég hefði gift mig tíu spari- merkjagiftingum ef ég hefði þurft á því að halda til að komast í gegnum skólann. Þá vom forskóli I og II. Það vom tvö ár í almennu myndlistamámi. Ég vissi það um leið og ég snerti á vefnaði að þetta vildi ég alltaf gera. Ég trúi því ekki að neitt sé til sem getur stöðvað mig. Þetta er dásam- legvinna. Ég var semsagt byijuð í textjl- náminu sjálfu þegar ég gifti mig. Svo gleymdi ég því alveg að ég væri gift — svo fór allt í mgl, því vegna sjálfvirkni í kerfinu, Hagstof- unni og öllu því, átti ég allt í einu heima hjá þessum manni; var flutt upp á Ákranes og allur pósturinn minn fór þangað. Næst þegar ég

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.