Morgunblaðið - 17.09.1988, Side 8

Morgunblaðið - 17.09.1988, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 einskis eftirbátur Rætt við bandaríska listfræðinginn Leslie Luebbers í sýningarskrá Norræna graf ík-þríársins sem nú stendur yfir í Norræna húsinu ritar Leslie Luebbers formála, þar sem hún fjallar um verk listamannanna á sýningunni og tengir þau ýmsum stefnum og hræringum. Hún flutti einnig fyrirlestur í tengslum við sýninguna og ræddi þar m.a. um uppgang fígúratífrar myndlistar á síðustu árum. Blaðamaður náði tali af Leslie Luebbers og fyrsta spurningin var auðvitað hvort hún sæi einhver sameiginleg skandinavísk einkenni með norrænu verkunum á sýningunni. Leslie Luebbers Morgunblaðið/KGA Nei, alls ekki. Þetta er alþjóð- leg myndlist eins og hún ger- ist best og ef ég hefði séð sýn- inguna einhvers staðar annars staðar í heiminum hefði mér ver- ið ómögulegt að segja hvaðan Iistamennimir væru. Það er ein- mitt eitt af einkennum nútíma myndlistar hversu alþjóðleg hún er. Listamenn ferðast mikið, verða fyrir áhrifum úr ýmsum áttum og ef hægt er að greina einhver þjóðleg einkenni, eru þau oftast það vel blönduð öðrum áhrifum að það þarf sérfræðing í myndlist viðkomandi lands til að sjá þau. Enda þykir mér eðli- legra og bera vott um að verk séu betri list ef maður fer ekki strax að reyna að setja það í einhvem flokk, hvort heldur landfræðilegan eða hugmynda- legan. Listamennimir mála út frá eigin reynslu og skilningi og hafa hver sinn háttinn á að koma þeim hughrifum til skila“. Þú talar um það í formálanum að það gæti vaxandi tilhneiging- ar til að leita til eldri tíma, sálar- fræði oggoðfræði í nútíma myndlist, hefurðu einhverja skýringu á því? „Á árunum 1960 — 70 var listin gjaman smættuð niður í frumeindir, efnið var farið að skipa stærri sess en áður, allt var einfaldað og reynt að kom- ast að kjamanum. Það var ein- faldlega ekki hægt að ganga lengra í þessa átt, varð að snúa blaðinu við. Og sem andsvar við þessari ströngu krufningu listar- innar kemur bylgja af listamönn- um sem vill koma öllu mögulegu að í myndum sínum. Fólk vill hafa myndimar þrungnar inni- haldi, segja sögur, nota þver- stæður, atburði, sálarfræði, goð- fræði, allt sem tengist því að vera manneskja er orðið mynd- efni og ólíkustu hugmyndum oft blandað saman. En það kemur fleira til. Hugmyndafræði póst- módemismans, leitin að upprun- anum, þráin eftir að staðsetja sig í tilverunni og ótal margir aðrir þættir stuðla að þessari áherslu á manninn. Það eru auð- vitað til fleiri skýringar, Marxí- skir gagnrýnendur telja t.d. end- urreisn fígúratífrar myndlistar merki um vaxandi íhaldsemi og setja þá gjaman samasemmerki milli abstrakt listar og róttækni og fíguratífrar listar og aftur- haldssemi". Þessi leit að upprunanum, hvers vegpia heldurðu að hún skipi svo stóran sess í listum samtímans? „Ég held þetta sé eitthvert „fín-de-siécle“ viðhorf. Það virð- ist grípa um sig eitthvert rót- leysi þegar dregur að lokum hverrar aldar. Eg hef auðvitað ekki upplifað önnur aldalok en þessi sem nú eru yfírvofandi, en vissulega voru svipaðar hræring- ar í gangi við lok nítjándu aldar- innar. Þetta á ekki bara við í myndlistinni heldur öllum list- greinum, bókmenntum, arkitekt- úr, alls staðar verður maður var við þetta afturhvarf. Kannski við höfum verið komin hringinn á enda og verðum að byija upp á nýtt. Ég veit það ekki, þetta er flókið mál en vissulega mjög áhugavekjandi". Nú er sú skoðun mjög algeng að grafík sé síðri myndlist en t.d. málun, kanntu skýringu á því? „Það á sér sögulega skýringu. Á nítjándu öldinni voru prentan- ir aðallega gerðar eftir frægum málverkum, til dreifíngar svo fólk gæti fylgst með því sem var að gerast í myndlistinni, þótt það ætti þess ekki kost að sækja sýningar. Þá litu listamennimir sjálfír á prentanir fyrst og fremst sem eftirmyndir, og þótt þeir gerðu frummyndir fyrir prent þá var það yfirleitt aukabúgrein. Ymsir hafa þó alltaf gert frum- myndir fyrir prent og það er sorglegt að fólk skuli vera svo fast í þeim hugsunarhætti að grafík sé annars flokks mynd- list. Þetta er þó nokkuð að breyt- ast og eins og myndimar á þess- ari sýningu bera með sér er góð grafík ekki eftirbátur neinnar annarrar myndlistar. Skilin milli grafískra verka og málverka hafa minnkað og í Bandaríkjun- um t.d. er mikið um það að lista- mennimir teikni eða máli ofan í prentin. Ég hef líka stundum gefíð grafíkemm það ráð, þegar þeir byija að barma sér yfír því að verk þeirra séu ekki álitin alvöru myndlist, að sletta þá bara smávegis málningu yfir og þá sé ekki lengur hægt að flokka verkin sem grafík eða málverk og fólk neyðist til að fara að meta þau fyrir það sem þau em burtséð frá tækni eða aðferð- um“. En ef ráðið til að fá grafísk verk metin að verðleikum er að mála yfír þau, hvers vegna þá að nota prentun? „Það er mjög einfalt. Tæknin sem notuð er við vinnslu grafí- skra verka gefur möguleika á að ná fram ýmsum áhrifum sem ekki nást í málverki. Tökum Krystynu Piotrowski sem dæmi. Verk hennar á þessari sýningu em ljósmyndaætingar og það er engin leið til að mála svona myndir. Paladino vinnur mikið ætingar, hann grefur í málminn og málmurinn geymir gröftinn, það má segja að myndin sé graf- in í minni málmsins. Svo er hægt að leggja myndimar í sým og láta sýrana grafa sig inn í málminn og skapa þannig áhrif sem ómögulegt er að ná fram með málun. Grafík er ekki leng- ur þessar litlu svörtu og hvítu myndir sem unnar vom á síðustu öld. Að stærð og litanotkun gefa grafíkmyndir nútímans málverk- inu ekkert eftir og em flestar frammyndir, þannig að það er löngu orðið tímabært að fólk losi sig við þessar hugmyndir um að grafík sé eins og hver annar iðn- aður meðan málverkið sé list“. í formálanum verður þér tíðrætt um notkun þessara lista- manna sem hér sýna á manns- líkamanum í myndum sínum, en það er þó aðeins Krystyna Pitrowska sem notar líkamann beint sem tjáningarmiðil, held- urðu að konur noti meira mynd- mál líkamans en karlar? „Nei, það held ég ekki. Ef ég reyni að búa til í huga mér lista yfír myndlistarmenn sem nota mikið slíkt myndmál, þá verða á þeim lista fleiri karlar en konur. Ég reyni eftir megni að forðast að skoða myndlist með það í huga hvers lenskur eða hvors kyns listamaðurinn sé, en auðvit- að kemst maður ekki hjá því að ■ taka eftir ýmsum sameiginlegum þemum í myndverkum kvenna t.d. En það má aldrei láta það hafa áhrif á álit sitt á list, hver skapar hana. Verkin sjálf em það sem máli skiptir". Hérlendis er mikill meirihluti þeirra sem vinna grafík konur, er það séríslenskt fyrirbæri? „Já, ég held það. Flestir fræg- ustu grafíkerar heimsins em karlar og ég held mér sé óhætt að fullyrða að það em a.m.k. jafnmargir karlar og konur sem stunda grafík í Bandaríkjunum. Það em ennþá vissir fordómar gagnvart konum sem myndlist- armönnum þar og þótt nokkrar konur séu að mínu áliti jafn góð- ar og þeir karlar sem mest em metnir í Bandaríkjunum, hafa þær alltaf verið settar skör neð- ar. Þetta er því furðulegra þegar þess er gætt að langflestir for- stöðumenn gallería þar em kon- ur“. Hvað fínnst þér um íslenska grafík? Ég er kannski ekki besti dóm- arinn í því efni, til þess þekki ég íslenska grafík ekki nógu vel, en ég hef þó séð nógtil þess að ég held mér sé óhætt að segja að yfírleitt sé hún mjög góð. Islenskir grafíkerar hafa gott vald á tækni og em mjög persónulegir í list sinni, það er í henni einhver kraftur sem hrífur mig. Ég hef þekkt nokkra íslenska grafíkera í mörg ár og aðstoðaði meðal annars við und- irbúning sýningarinnar Grafíc Atlantica á Kjarvalsstöðum á sl. ári. Jóhanna Bogadóttir sýndi í galleríi mínu 1980 og síðan hef ég verið í tengslum við hana og ýmsa aðra íslenska listamenn". Og hvemig líkar þér við ís- lendinga? „Mjög vel. Það sem kemur mér mest á óvart er hversu vel fólk hér fylgist með því sem er að gerast í listalífí heimsins. Það stafar kannski af illri nauðsyn, óttinn við einangmn veldur því að fólk leggur sig í líma við að fylgjast með á sem flestum svið- um. í París og New York hefur enginn áhuga á neinu sem verið er að gera utan borgarmar- kanna, fólk í þessum borgum álítur sig búa í nafla alheimsins og ekkert sem máli skipti geti átt sér stað utan hans. Ég hef búið í New York undanfarin fjög- ur ár, en bjó áður í San Francis- co, og mér gremst oft sjálfum- gleði og hroki New York búa. Auðvitað koma sýningar til New York alls staðar að úr heiminum og listalíf á öllum sviðum er geysi fjölbreytt, en það sakar samt ekki að fylgjast með því sem ekki hlýtur náð fyrir augum menningarvita New York“. Snúum okkur aftur að grafík- þríárinu, hvað kom þér mest á óvart við þá sýningu? „Hversu góð hún er. Þetta er grafíksýning eins og þær gerast bestar og mér fínnst það mikil synd að hún geti ekki farið víðar. Auðvitað er það mikil lyftistöng fyrir sýninguna að fá Paladino sem gest, en norrænu fímm- menningamir standa honum ekkert að baki. Öll bestu ein- kenni fígúratífrar grafíkur koma fram á þessari sýningu, lista- mennimir em ólíkir og hafa sterk persónuleg einkenni hver um sig, en þó er á sýningunni sterkur heildarsvipur. Eg held mér sé óhætt að fíillyrða að þessi sýning myndi vekja athygli og hrifningu hvar í heiminum sem hún væri settupp". FB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.