Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 Jiiúrgi Útgefandi mlilftfcife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Leiftursókn Gorbatsjovs Vegna þeirra sviptinga sem nú verða innan Kremlar- múra hefur verið haft á orði, að á tímum Jóseps Stalíns hefði þeim fylgt bióðbað. Míkhaíl Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, var í gær kjörinn forseti Sovétríkjanna og fetar í því efni í spor Leonids Brezhnevs. Á hinn bóginn vill Gorbatsjov að forsetinn hafí ekki lengur aðeins formlegum skyldum að gegna heldur fylgi titlinum meira framkvæmdavald að bandarískri fyrirmynd. í fyrradag var Andrej Gromyko sviptur sæti sínu í stjómmála- ráði flokksins og gær kaus Æðsta ráðið Gorbatsjov forseta í stað Gromykos. Þar með víkur sá maður úr æðstu valdastöðum sovéska kerfísins sem hóf frama sinn undir vemdarvæng Stalíns og var síðan utanríkisráðherra í 28 ár. Hann sagðist alltaf berj- ast gegn kjamorkuvopnum en varði í nafni friðar mestu kjam- orkuvæðingn sögunnar, þegar Sovétríkin stigu hvert skrefíð eftir annað á hemaðarbrautinni. Með Gromyko hurfu flórir menn úr stjómmálaráðinu sem tengd- ust gömlum tíma og em þar nú aðeins tveir, sem áttu þar sæti á tímum Brezhnevs. Á sama tíma og Gorbatsjov verður for- seti eins og Brezhnev reynir hann enn að þvo Brezhnev- stimpilinn, stöðnunina og spill- inguna, af stjóm sinni. Þess var vænst að maður handgenginn Gorbatsjov, sem komst sem félagi án atkvæðis- réttar inn í stjómmálaráðið í fyrradag, Anatolíj Lukjanov, yrði valinn í stað Viktors Tsjebríkovs sem yfírmaður KGB. Það gekk ekki eftir. KGB-yfírmaðurinn kemur þess í stað úr röðum öryggis- og leynilögreglunnar sjálfrar en Æðsta ráðið samþykkti að Vlad- imir Krútsjkov tæki starfann að sér. Án stuðnings KGB er Gorb- atsjov ókleift að stjóma Sov- étríkjunum. Sumir segja að hann sitji ekki lengur en KGB leyfí. Gorbatsjov segist gera þessar breytingar allar í nafni efna- hagslegra umbóta og endur- skipulagningar. Til að tryggja framgang stefnu sinnar lækkaði hann til að mynda Jegor Lígatsjov í tign. Hann var annar æðsti maður flokksins, yfír- hugmyndafræðingur og eftir- litsmaður með innra flokks- starfí. Nú er hann settur til að gæta vandræðabamsins sjálfs og skipaður yfír landbúnaðar- mál í stjómmálaráðinu á tímum þegar vitað er að uppskera hefur brugðist og matarskortur eykst. Um nokkurt skeið hefur legið fyrir að breytingar yrðu gerðar á skipan æðstu stjómar Sov- étríkjanna. Öllum hefur einnig verið ljóst, að Andrej Gromyko hlyti að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir elli kerlingu. Þá hefur andóf Lígatsjovs við ýmislegt í stefnu Gorbatsjovs ekki farið fram hjá neinum og hinn afsetti KGB-foringi hefur alið á tor- tryggni vegna umbótastefnunn- ar. Með hliðsjón af þessu kemur í sjálfu sér ekki á óvart að Gorb- atsjov taki af skarið. Hitt vekur undmn að hann skuli gera það með leiftursókn og skyndifund- um í æðstu valdastofnunum Sovétríkjanna. Eitt helsta ráð sovéskra vald- hafa til að treysta sig í sessi er að stjóma með leynd, ef þannig mætti orða það, og koma mönn- um í opna skjöldu. Leyndar- hyggjan er lykilþáttur sovéskra stjómarhátta og er henni beitt jafnt inn á við sem út á við. Óttinn við skyndiárás af hálfu Sovétríkjanna er ekki ástæðu- laus og leiftursókn Gorbatsjovs innan sovéska stjómkerfísins sýnir að hann hikar ekki við að beita valdi sínu af ósvífni og fullri hörku telji hann þess þörf. En hvers vegna fínnst honum þörf á því einmitt núna að boða til skyndifunda bæði í miðstjóm og Æðsta ráði? Telur hann hættu á því að andstæðingar sínir séu að færa sig upp á skaftið? Vill hann snúast gegn vaxandi vonleysi innan iands með því að sýna að það séu ein- staklingar sem standi gegn framgangi umbótanna? Er hann að sýna þeim sem gerðu hróp að honum í Síberíu eða beijast fyrir þjóðlegum réttindum í Ármeníu og Eystrasaltslöndun- um, að þeir standi andspænis einörðum stjómanda ríkisins? Eða er hann einfaldlega að tryggja hraðari framgang um- bótastefnunnar? Á þessu stigi stöndum við frammi fyrir slíkum spumingum og mörgum fleiri. Víst er þó að efnahagslegar umbætur bera ekki árangur í Sovétríkjunum frekar en annars staðar nema þær leiði jafnframt til aukinna mannréttinda, minni miðstýr- ingar og meira frelsis. Ef Gorb- atsjov er að stíga slík skref er leiftursókn hans í rétta átt. Hinar svonefndu „fyrstu aðgerðir" vinstri stjómar Steingríms Hermannssonar eiga eitt sameiginlegt. Þær hafa nánast allar verið reyndar hér á undan- fömum ámm og ára- tugum og niðurstaðan orðið sú, að þær dygðu ekki. Ástæða er til að fara um þetta nokkmm orðum. Það á að halda frystihúsunum gangandi í nokkra mánuði með því annars vegar að breyta lausaskuldum þeirra og vanskila- skuidum í ný lán, sem fjármögnuð verða m.a. með erlendum lántökum. Þetta er gert, þótt öllum sé ljóst, bæði frystihúsa- mönnum og stjórnmálamönnum, að frysti- húsin hafa ekkert við ný lán að gera. Þau auka einungis á vandann. Það á ennfrem- ur að halda frystihúsunum í gangi í nokkra mánuði með því að taka erlent lán til þess að borga 5% verðuppbót á fisk. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, lýsti því yfir á þingi Sjómannasambandsins í fyrradag, að lánið, sem notað verður til þess að greiða verðbætur á fisk mundi falla á ríkissjóð. Þessi millifærsluaðferð gekk sér til húðar árið 1958 og engum hefur dottið í hug að reyna hana síðan þar til nú. Hvers vegna í ósköpunum leggja þessir menn ekki strax sérstakan frysti- húsaskatt á þjóðina í stað þess að byija á því að taka lán með æmum kostnaði og borga það síðan með nýjum sköttum? Ullariðnaðurinn hefur verið í erfiðleikum ekki sízt vegna þess, að hann hefur ekki verið nógu fljótur að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum erlendis með því að setja nýjar vörur á markaðinn. Nú á að bæta úr vanda ullariðnaðarins með því að auka niðurgreiðslur á ull um 40 milljónir króna! Dettur nokkrum manni í hug, að sú aðgerð verði til þess að bæta stöðu íslenzkra ullarvara á erlendum mörkuðum, sem er kjami málsins. Ríkisstjómin ætlar að beita sér fyrir því, að raforkuverð til frystihúsa verði lækkað um fjórðung. Hver á að borga það? Landsvirkjun? Hvemig? Með því að hækka raforkuverð til almennra neytenda? Hvers eiga aðrar útflutningsgreinar að gjalda? Ef ástæða er til að lækka raforku- kostnað frystihúsanna er þá ekki líka ástæða til að Iækka raforkukostnað allra þeirra fyrirtækja, sem eru í útflutningi? Hver em rökin fyrir því að gera það ekki? Ríkisstjómin ætlar að halda verðstöðv- uninni áfram. Þessi þjóð er búin að ganga í gegnum mörg tímabil verðstöðvana. Hver einasti maður veit, að verðstöðvun er verri en ekki. Hér fyrr á ámm var sýnt fram á það með óhrekjandi tölum, að langvarandi verðstöðvun leiddi til þess, að verðhækkan- ir urðu að lokum meiri en þær ella hefðu orðið. Við höfum reynslu af verðstöðvun- um. Þær duga ekki. Að lokum brestur stíflan og óskaplegar verðhækkanir demb- ast yfir fólk. Ríkisstjómin segir, að gjaldskrár opin- berra fyrirtækja eigi ekki að hækka. Við höfum líka reynslu af því. Opinberu fyrir- tækin verða að taka lán, aðallega erlend lán (!) til þess að halda rekstrinum á floti meðan stöðvunartímabilið stendur. Þegar því tímabili er lokið, verða þau að hækka gjaldskrámar enn meir en ella vegna þess, að þau hafa haft mikinn kostnað af lántök- unum og skuldasöfnun. Allar þessar aðgerðir, sem hér hafa verið nefndar og vinstri stjóm Steingríms Hermannssonar hefur nú ákveðið að grípa til hafa því verið reyndar áður. Við vitum hveijar afleiðingar þeirra verða. Við vitum, að þær em ekkert annað en sjálfsblekk- ing. Þær leysa engan vanda. Nýju lánin úr skuldaskilasjóði Stefáns Valgeirssonar em engin lausn á vanda frystihúsanna. Verðbætumar, sem borgaðar verða með erlendum lánum em heldur engin lausn á vanda frystihúsanna. Þessar aðgerðir verka nákvæmlega eins og fíkniefna- sprauta á eiturlyfjasjúkling. Þær draga úr þjáningunum skamma stund en auka á vandann, þegar til lengri tíma er litið. Lánskjaravísitalan og vextir Annar meginþáttur í aðgerðum ríkis- stjómarinnar er sá að lækka fjármagns- kostnað með lögum. Lánskjaravísitölunni á að breyta og vextir eiga að lækka. Það er auðvitað ljóst, að menn hafa staðið ráð- villtir frammi fyrir þróun peningamarkað- arins á undanfömum misseram. Fjár- magnskostnaður er gífurlega hár á ís- landi, þótt nokkur ágreiningur ríki um hversu miklu munar á milli okkar og ýmissa nágrannaþjóða okkar. í stuttu máli má segja, að ágreiningur manna um fjármagnsmarkaðinn hafi verið þessi: Stuðningsmenn vaxtafrelsis segja, að fjár- magnsmarkaðurinn muni fyrr eða síðar lækka vextina og þess vegna megi ekki grípa fram fyrir hendumar á markaðsöfl- unum. Andstæðingar vaxtafrelsis segja, að það hafi verið prófað og reynslan af því sé sú, að vextir séu hér óheyrilega háir, fyrirtækin standi ekki undir þessum fíármagnskostnaði og verði gjaldþrota og ekki sé um annað að ræða en lækka vexti með handafli, eins og það hefur verið orð- að. Það ætlar núverandi ríkisstjóm að gera. Höfundur Reykjavíkurbréfs fékk nýlega senda útreikninga, þar sem gerður er sam- anburður á þróun innlánsreiknings með lánskjaravísitölu en vaxtalausum og gjald- eyrisreikninga síðustu 5 árin. Þessir út- reikningar sýna, að til þess að standa jafn- fætis vaxtalausum en verðtryggðum inn- lánsreikningi þyrftu vextir af dollarainn- stæðu að nema 15,57%. Auðvitað hrökkva menn við, þegar þeir sjá slíka útreikninga. Vextir af verðtryggðum lánum hafa síðustu misseri verið 9-9,50%, sem þýðir skv. þessum útreikningum, að vextir hér jafngildi því, að menn greiði um 25% vexti af dollaralánum. Efnahagskerfí þjóða heims riðaði til falls fyrir nokkmm ámm, þegar vextir af dollaralánum nálguðust' 20% um hríð. Þessir útreikningar kunna hins vegar að vera vísbending um að gengi krónunn- ar sé alltof hátt skráð. Auk þess má vera að í þeim endurspeglist vemleg lækkun dollars á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuð- um. Hefði gengi krónunnar lækkað meir og erlendir gjaldmiðlar þeim mun dýrari mundi meira jafnvægi vera í vöxtum af innlendum verðtryggðum reikningum og erlendum gjaldmiðlum. Meiri lækkun á gengi krónunnar, án þess að áhrif slíkrar gengislækkunar kæmu fram í hækkuðu kaupgjaldi mundi bæta stöðu atvinnuveg- anna verulega og skerða kjör launþega vemlega. Snúast þessar aðgerðir ekki allar um það að skerða kjör fólks á þann veg, sem það sættir sig við, eins og Þorvaldur Gylfason, prófessor, segir í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu sl. þriðjudag? Hvað sem þessu líður ætlar ríkisstjómin að breyta lánskjaravísitölunni á þann veg, að laun vegi þyngra í henni. í þessu er fólginn mikill blekkingarleikur, sem vafa- laust tekst fyrst í stað. Á sama tíma og lánskjaravísitölu er breytt á þennan veg er sett á launafrysting í landinu! Auðvitað hreyfist hin nýja lánskjaravísitala ekki við þessar aðstæður. En hvað gerist svo? Hvað gerist þegar launastíflan brestur? Þá rýkur lánskjaravísitalan hin nýja upp úr öllu valdi. Hvað ætlar ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar að gera þá? Vextina á að lækka með lögum. Það er fyrst og fremst ein ástæða fyrir því, að fjármagnsmarkaðurinn hér hefur ekki leitt til vemlegrar vaxtalækkunar. Ástæð- an er sú, að ríkissjóður ef botnlaus hít. Ríkissjóður þarf stöðugt meira fíármagn og hann leitar eftir því innanlands í sam- keppni við fyrirtæki og einstaklinga. Ef ekki væri um að ræða þessa miklu og stöð- ugu lánsfjárþörf ríkissjóðs er útilokað ann- að en vextir mundu lækka vemlega. Nú á að lækka vextina með lögum án þess að draga úr þessari lánsfjárþörf ríkis- sjóðs. Afleiðingin verður sú ein, að spari- féð hverfur. Fólk tekur peningana sína og ráðstafar þeim með öðmm hætti — setur þá í fasteignir eða önnur verðmæti, sem það telur varanlegri og ömggari en ________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988_ $5 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 1. október bankabækur og verðbréf, sem hvort sem er á að fara að skattleggja! Þeir vilja kannski nýja steypuöld. Hvar ætlar ríkis- sjóður þá að fá peningana, sem þessi sjóð- ur þarf á að halda? Prenta peninga og auka á verðbólguna? Taka erlend lán í auknum mæli og gera okkur enn háðari bankastjómnum í útlöndum? RíkisjQármálin Ríkisfjármálin em einn meginþátturinn í efnahagsvanda okkar íslendinga. Þjóðin eyðir um efni fram og ríkið eyðir um efni fram. í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um fyrstu aðgerðir er þessi kostulegi kafli: „Til þess að draga úr þenslu verða fjár- lög ríkissjóðs afgreidd með (1%) tekjuaf- gangi. Með því móti dregur úr lánsfjár- þörf ríkissjóðs og samkeppnin um lánsfé verður minni. Það auðveldar lækkun vaxta. (Innskot Mbl.: Hér er með öðram orðum viðurkennt það sjónarmið, sem að framan var lýst, að lánsfjárþörf ríkissjóðs héldi vöxtunum uppi. Samt ætla þeir að lækka þá með lögum!) Þá er rétt að hafa í huga, að ríkissjóður gengur í ábyrgð fyrir láni Verðjöfnunarsjóðs að fjárhæð 800 milljón- ir króna. Jafnframt er nauðsynlegt að við gerð lánsfjárlaga fyrir næsta ár verði strangt aðhald að erlendum lántökum. (Innskot Mbl.: Hér segja þessir menn í sömu andrá annars vegar að þeir ætli að taka 800 milljónir að láni, sem auðvitað verður gert erlendis, en að það eigi að vera strangt aðhald með erlendum lántök- um!!) Þá verður ríkisábyrgð á lántökum banka og fíárfestingarlánasjóða erlendis takmörkuð." (Innskot Mbl.: Þetta segja þeir hinir sömu og ætla auðvitað að ábyrgj- ast erlendis lántökur hins nýja Atvinnu- tryggingasjóðs að upphæð einn milljarð- ur!!) Þeim sem hafa samið þetta plagg og komið sér saman um þessar aðgerðir hefur ekki verið sjálfrátt. Sú efnahagsstefna, sem hér hefur verið lýst er endaleysa og höfundar hennar vita það mæta vel sjálf- ir. En auðvitað fer að verða skiljanlegt, hvemig Alþýðuflokki og Framsóknarflokki tókst að fá Alþýðubandalag til samstarfs við sig í ríkisstjóm. Það em einungis stjómir, sem Alþýðubandalagið er aðili að, sem láta sér til hugar koma að framkvæma svona vitleysu í efnahagsmálum. Hvað á þá að gera? Um leið og slíkur áfellisdómur er felldur yfir efnahagsstefnu vinstri stjómar Steingríms Hermannssonar er eðlilegt að menn spyiji: Hvað á þá að gera? í tilraun til að svara þeirri spumingu er ástæða til að vekja athygli á grein Þorvaldar Gylfa- sonar, prófessors, sem áður var nefnd og birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Þar segir m.a.: „Ríkið hefur velt rekstrarvanda óarðbærra fyrirtækja yfir á almenning í stómm stíl með gengisfellingum og pen- ingaprentun á liðnum ámm í stað þess að draga fyrirtækin til ábyrgðar á eigin fjár- hag og knýja þau til nauðsynlegrar hag- ræðingar og endumýjunar. Þetta háttalag hefur að sínu leyti aukið verðbólguvand- ann. Sérfræðingar, sem hafa kannað áhrif kvótakerfisins hafa til dæmis sýnt fram á það með þungum rökum, að það væri hægt að veiða jafnmikið af botnfíski og nú er gert með allt að 40% minni fískiskipa- flota og minni tilkostnaði eftir því. Þetta er órækur vottur um offjárfestingu og sóun í sjávarútvegi. Það er trúlegt, að svipað eigi við um fjárfestingu í frystihús- um og fiskvinnslutælq'um. Fordómalaus rannsókn óháðra aðila gæti skorið úr því. Öflugt hagræðingarátak, til dæmis fækk- un og stækkun fiskvinnslustöðva, myndi alla vega treysta fjárhag útvegsfyrirtækja með tímanum og draga úr þörf þeirra fyr- ir sífellt gengisfall og áframhaldandi verð- bólgu eða annars konar kjaraskerðingu almennings. Sams konar hagræðingar er að vísu þörf víða annars staðar í þjóðarbú- skapnum, ekki sízt í landbúnaði, ríkis- rekstri og bönkum en það er að vísu önn- ur saga.“ Síðar í greininni segir Þorvaldur Gylfa- son: „Hver sem niðurstaðan verður, þá virðist það einsýnt, úr því sem komið er, að ýmis fyrirtæki munu óhjákvæmilega þarfrast aðstoðar ríkisins í einhverri inynd um tíma, ekki aðeins til að geta haldið áfram rekstri, heldur líka til að geta staðið í skilum við bankana. Slík aðstoð gæti tekið á sig ýmsar myndir. Til dæmis gæti það reynzt skynsamlegt að gefa þessum fyrirtækjum eftir einhvem hluta banka- skulda þeirra, svo sem erlendir bankar hyggjast nú eftir vandlega umhugsun fyr- irgefa sínum skuldunautum í fátækraríkj- um þriðja heimsins. Slíkri eftirgjöf á kostn- að almennings þyrftu nauðsynlega að fylgja ströng skilyrði um endurbætur í rekstri eða jafnvel eigendaskipti að við- komandi fyrirtækjum til að draga úr líkum þess, að sagan endurtaki sig innan tíðar. Ef illa reknum fyrirtækjum er á hinn bóg- inn bjargað skilyrðislaust, þá er hætt við áframhaldandi öngþveiti enn um sinn.“ Hér í Morgunblaðinu hefur á undanföm- um misseram verið lögð áherzla á tvennt í sambandi við vanda efnahags- og at- vinnulífs þjóðarinnar. í fyrsta lagi, að lyk- illinn að lausn margra vandamála felist í því, að ríkið sjálft sníði sér stakk eftir vexti. Það hefur það ekki gert. Morgun- blaðið hefur jafnframt bent á, að allir stjómmálaflokkar era sekir í þessum efn- um — Sjálfstæðisflokkurinn ekki síður en aðrir. Sá flokkur stjómaði Qármálaráðu- neyti og helztu útgjaldaráðuneytum frá 1983-1987 án þess að sjáanlegur árangur næðist í niðurskurði á ríkisútgjöldum. Hitt meginatriði, sem Morgunblaðið hefur iagt áherzlu á er, að takast verði á við grandvallarvanda sjávarútvegs og físk- vinnslu. Hér í Reykjavíkurbréfí hefur hvað eftir annað, við litlar vinsældir hjá forráða- mönnum sjávarútvegsins, verið bent á nauðsyn þess að loka frystihúsum og fækka þeim húsum, sem em í rekstri. Það hefur verið bent á, að hægt er að fækka húsum í Vestmannaeyjum, á Snæfellsnesi og víðar um land án þess að það þurfí á nokkurn hátt að draga úr atvinnu fólks á þessum stöðum. Þetta er auðvitað kjami málsins. Við græðum ekki nægilega mikið á sjávarútveginum vegna þess, að það er alltof mikil fjárfesting í honum og aðstæð- úr em allar gjörbreyttar. Þau sjónarmið, sem Þorvaldur Gylfason lýsir em ákaflega lík þeim skoðunum, sem Morgunblaðið hefur sett fram. Raunar segir heilbrigð skynsemi okkur, að þetta séu þau verkefni, sem við þurfum að snú a okkur að. Því miður bendir allt til að því verki verði frestað enn um sinn. „ Allar þessar að- geröir, sem hér hafa verið nefiad- ar og vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar hefur nú ákveðið að grípa til liafa því verið reyndar áður. Við vitum hveijar afleiðing- arþeirraverða. Við vitum, að þær eru ekkert annað en sjálfsblekking. Þær leysa engan vanda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.