Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 Félag íslenskra iðnrekenda: Aðgerðir stj órnarinnar mismuna atvimuigreinum í tilefoi af efnahagsaðgerðum nýrrar ríkisstjórnar hefur Félag íslenskra iðnrekenda ítrekað fyrri mótmæli sin gegn hverskonar millifærslu og styrkjakerfi fyrir einstakar greinar útflutnings- framleiðslunnar. í ályktun Félags íslenskra iðnrekenda segir orðrétt: „Þessar aðgerðir mismuna at- vinnugreinum en leysa engan vanda eins og reynslan frá fyrri árum ber glöggt vitni um. Þetta er einungis margreynd gengisfölsunarleið, sem ávallt hefur magnað taprekstur í útflutnings- og samkeppnisgreinum samhliða auknum halla ríkissjóðs og miklum viðskiptahalla. Þá mótmælir stjóm Félags íslenskra iðnrekenda sérstaklega þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar að halda íslenskum iðnaði í verð- stöðvun til 28. febrúar 1989 á sama tíma og innflutningsverslunin fær að búa við frjálsa verðlagningu. Iðnrekendur vilja einnig vara al- varlega við þeim fyrirætlunum ríkisstjómarinnar að skattleggja vexti af sparifé. Við núverandi að- stæður þar sem enn er meiri eftir- spum en framboð íjármagns myndu slík áform einungis leiða til hækk- unar á raunvöxtum f landinu og auka þannig á erfíðleika fram- leiðsluatvinnuveganna. Stjóm félagsins telur sérstaka ástæðu til að harma það að stóriðju- uppbyggingin sé enn á ný orðin pólitískt bitbein í ríkisstjómarsam- starfi hér á landi. Það getur ekki farið fram hjá neinum að nú em mnnir upp tímar mikils efnahags- samdráttar hér á landi, samdráttar sem getur fljótlega leitt til atvinnu- leysis. Við slfkar aðstæður í at- vinnumáium þurfum við á því að halda að nýta alla kosti sem við eigum til nýsköpunar í atvinnulíf- inu. Uppbygging stóriðju er þar mjög álitlegur möguleiki. Auk þess að draga úr hagvexti mun stefnu- breyting í þessum málum skerða möguleika á uppbyggingu stóriðju í framtíðinni og draga úr trú er- lendra aðila á samstarfi við íslend- inga. Undanfama daga hefur þa^- margsinnis komið fram að mark-" miðið með stofnun þessarar ríkis- sfjómar væri að forða atvinnulífinu frá rekstrarstöðvun með tafarlaus- um aðgerðum til að bæta rekstrar- stöðu útflutnings- og samkeppnis- greina. Nú þegar fyrirhugaðar aðgerðir hafa verið kunngjörðar verður ekki séð að þær megni að stöðva tap- rekstur útflutnings- og samkeppn- isfyrirtækja eða draga úr viðskipta- halla. t Þvert á móti verður að gera ráð fyrir því að flest fyrirtæki í þessum greinum verði áfram rekin með tapi, þannig að fljótlega þurfi að koma til nýjar efnahagsráðstafanir." Skógræktarfélag íslands: TOYOTA Fagnarund- irtektumvið skógrækt- arátak 1990 Aðalfiindur Skógræktarfélags Islands var haldinn að Reykholti í Borgarfirði dagana 26.-28. ágúst sl. Fundurinn var vel sóttur og voru samþykktar margar til- lögur og ályktanir þar sem m.a. kemur fram ósk um aukna áherslu á fræðslu um skógrækt og gróður- vemd. Fundinum lauk með stjómarkjöri og afgreiðslu mála. Úr stjóm áttu að ganga Ólafur Vilhiálmsson og Thomas Ingi Olrich. Olafur baðst undan endurkosningu og var í hans stað kjörinn Bjöm Amason, Hafnar- firði. Thomas Ingi var endurkjörinn. Aðrir í stjóm eru: Baldur Helgason, Kópavogi, Hulda Valtýsdóttir, Reykjavík, Jónas Jónsson, Reykjavík, Sveinbjöm Dagfinnson, Reykjavík og Þorvaldur S. Þorvaldsson, Reykjavík. í varastjóm em: Jón Bjamason, skólastjóri Hólum, Ólafía Jakobsdóttir, Hörgslandi og Sigurður Ágústsson, Stykkishólmi. Hér fer á eftir úrdráttur úr helstu tillögum sem samþykktar voru á fundinum. „Aðalfundur Skógræktarfélags fs- lands fagnar góðum undirtektum við fyrirhugað „Atak 1990“, klæðum landið, og hvetur skógræktarfélög, sveitarfélög og önnur félagasamtök til að fara nú þegar að undirbúa „Átak 1990“. Aðalfundurinn skorar á landbún- aðarráðherra og skógræktarstjóra að taka strax föstum tökum allan innflutning á tijám og plöntum, einn- ig jólatijám og greinum, til að hindra að til landsins berist fleiri skaðvaldar á gróður en þegar eru í landinu. Aðalfundurinn hvetur stjómvöld eindregið til að fylgja eftir lögum um nytjaskógrækt á jörðum bænda, með stórauknum flárveitingum. Aðalfundurinn fagnar því að sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesjum hafa sameinast um að afnema þar iausagöngu búfjár og telur að nú sé tímabært að friða land- nám Ingólfs á sama hátt. Fundurinn leggur til að stjórn fé- lagsins kanni möguleika á samstarfi við Menntamálaráðuneytið og Land- búnaðarráðuneytið um að afla kennsluefnis um skógrækt og land- græðslu til notkunar í skólakerfinu. Aðalfundurinn lýsir yfir vonbrigð- um vegna framkvæmda jarðræktar- laga er varða skjólbeltaræktun. Fundurinn beinir því til Landbúnað- arráðuneytisins, Fjármálaráðuneyt- isins og Búnaðarfélags íslands að úr þessu verði bætt. Áðalfundurinn hvetur til þjóðar- átaks og samstöðu til vemdar gróð- urríki landsins. Sérstaklega skorar fundurinn á stjórnvöld og Alþingi að veita meira fjármagni til landgræðslu .en veitt hefur verið undanfarin ár. _ L I T E A C E UPUREN BURÐUGUR! Toyota Liteace er gott dæmi um þaö aö rúmgóöur vagn þarf ekki aö vera fyrirferðarmikill. Pessl rennilega háþekja frá Toyota býr yfir mjög góöum aksturseiginleikum og getur boriö allt aö 760 kg þunga. Stórir aftur- og hliðargluggar tryggja ökumanni gott útsýni. Og síðast en ekki síst getur Liteace tekiö fimm í sæti (fellanlegt aftursæti). Tæknilegar upplýsingar: • Farangursrými: 213x144x133 cm. • Snúningsradfus 4,2 m. • Fæst bæði með bensín- og díselvél. • Vélargerðir: 63 hestöfl 1500 cc (bensín) og 66 hestöfl 1800 cc (dísel). Toyota Liteace er til afgreiðslu strax. Komiö viö og reynsluakið honum hjá Toyota á Nýbýlavegi 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.