Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.10.1988, Blaðsíða 47
88ei aaaöTxo .s auoAauwvsua .aiQAjavíuoiiOtt MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988 47 Spike Lee Óskemmti- legir skóladagar KvSkmyndir Arnaldur Indriðason Skóladagar („School Daze“). Sýnd í Stjörnubíói. Bandarísk. Leikstjóri, hand- ritshöfundur og framleiðandi: Spike Lee. Helstu hlutverk: Tisha Campell, Larry Fishburn og Ciancarlo Esposito. Hvað gerist þegar ungur og efni- legur leikstjóri og handritshöfundur gerir góða mynd fyrir litla peninga á eigin vegum og fer til Hollywood og fær milljónir dollara til að gera næstu mynd? Það verður til eitthvað eins og Skóladagar („School Daze“), sem sýnd er í Stjömubíói; algerlega misheppnuð offram- leiðsla. Spike Lee gerði litla, fyndna og velmyndaða karakterkómedíu í svarthvítu um stráka og stelpu og kallaði hana Hún verður að fá’ða en það var ein af bestu myndum síðustu Kvikmyndahátíðar. Þá var hann keyptur til stóru veranna í Hollywood og gerði risastóra, ófyndna og óþolandi langdregna gamanmynd um átök á milli svert- ingja í svertingjaháskóla. Það er ekki einn hlátur að hafa úr Skóla- dögum, ekki eitt bros. Lee kallar myndina sína „Spike Lee-vafning“. Hún gefur einsmikið stuð og gam- alt tyggjó. Lee, sem er svertingi, er að reyna að segja kynbræðrum sínum eitt- hvað um „að vakna“ en boðskapur- inn drakknar algerlega í glysmikl- um, langdregnum og óspennandi söng- og dansatriðum sem skotið er inní frásögnina tilefnislaust og minna helst á lélega ameríska sjón- varpsskemmtiþætti; óttalega kjána- legri og ófyndinni busavígslu; til- gerðarlegu og púðurlausu handriti og rómantík á milli stráka og stelpna sem mann verlqar undan í löðrandi væmni og hallæri. Það jákvæða við myndina er auð- vitað að Spike Lee gefur svertingj- um í Hollywood, sem annars eiga erfítt uppdráttar, tækifæri til að koma sér á framfæri og sýna hvað í sér býr. En þeir eiga betra skilið en þessi ósköp. Varúð: Það er hægt að tryllast úr leiðindum. NAMSKEIÐ - Sækið námskeið hjá traustum aðila - Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni: Tölvunotkun: - Grunnnámskeið í einkatölvum.......15. - 16. og 22. - 23. okt. - Ritvinnsla - WordPerfect (Orðsnilld).29. - 30. okt. - Ritvinnsla, framhald - WordPerfect.5.-6. nóv. Skrifstofu- og verslunarstörf: - Bókfærsla I - fyrri hl.........15., 16., 18., 20., 22. og 23. okt. - Bókfærsla I - seinni hl.......25., 27., 29., 30. okt., 1.-3. nóv. - Vélritun (byrjendanámskeið)..10. - 13. okt. og 17. - 20. okt. Stjórnunarnámskeið: - Reksturfyrirtækja...............3.-4.okt. - Samskipti og hvatning í starfi..5. - 6. okt. - Markaðsmál....................10.-12. okt. - Fjármál fyrirtækja............17.-20. okt. Ýmis stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma 688400. Verzlunarskóli íslands KÆLI- OG FRYSTISKAPAR Yfir 30 gerðir og stærðir af kæli- og frysti- skápum. Ryðfrítt stál utan sem innan. Auk þess seljum við önnur tæki og búnað í stór eldhús. JÓHANN DLAFSSON & C0. HF. 43 Sundaborg 13 — 104 Reykjavík - Sími 688 588 Barna- og unglingahúsgögo Islensk framleiðsla á hagstæðu verði Margar stærðir og gerðir í hvítu, gráu, eik og furu. Glæsileiki og frábær gæði Sjón er sög\i rílcari INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNAVERSLUNIN Reykjavíkurvegi 68, 222 Hafnarfirði, sími 54343.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.