Morgunblaðið - 02.10.1988, Side 47
88ei aaaöTxo .s auoAauwvsua .aiQAjavíuoiiOtt
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1988
47
Spike Lee
Óskemmti-
legir
skóladagar
KvSkmyndir
Arnaldur Indriðason
Skóladagar („School Daze“).
Sýnd í Stjörnubíói.
Bandarísk. Leikstjóri, hand-
ritshöfundur og framleiðandi:
Spike Lee. Helstu hlutverk:
Tisha Campell, Larry Fishburn
og Ciancarlo Esposito.
Hvað gerist þegar ungur og efni-
legur leikstjóri og handritshöfundur
gerir góða mynd fyrir litla peninga
á eigin vegum og fer til Hollywood
og fær milljónir dollara til að gera
næstu mynd? Það verður til eitthvað
eins og Skóladagar („School
Daze“), sem sýnd er í Stjömubíói;
algerlega misheppnuð offram-
leiðsla.
Spike Lee gerði litla, fyndna og
velmyndaða karakterkómedíu í
svarthvítu um stráka og stelpu og
kallaði hana Hún verður að fá’ða
en það var ein af bestu myndum
síðustu Kvikmyndahátíðar. Þá var
hann keyptur til stóru veranna í
Hollywood og gerði risastóra,
ófyndna og óþolandi langdregna
gamanmynd um átök á milli svert-
ingja í svertingjaháskóla. Það er
ekki einn hlátur að hafa úr Skóla-
dögum, ekki eitt bros. Lee kallar
myndina sína „Spike Lee-vafning“.
Hún gefur einsmikið stuð og gam-
alt tyggjó.
Lee, sem er svertingi, er að reyna
að segja kynbræðrum sínum eitt-
hvað um „að vakna“ en boðskapur-
inn drakknar algerlega í glysmikl-
um, langdregnum og óspennandi
söng- og dansatriðum sem skotið
er inní frásögnina tilefnislaust og
minna helst á lélega ameríska sjón-
varpsskemmtiþætti; óttalega kjána-
legri og ófyndinni busavígslu; til-
gerðarlegu og púðurlausu handriti
og rómantík á milli stráka og
stelpna sem mann verlqar undan í
löðrandi væmni og hallæri.
Það jákvæða við myndina er auð-
vitað að Spike Lee gefur svertingj-
um í Hollywood, sem annars eiga
erfítt uppdráttar, tækifæri til að
koma sér á framfæri og sýna hvað
í sér býr. En þeir eiga betra skilið
en þessi ósköp.
Varúð: Það er hægt að tryllast
úr leiðindum.
NAMSKEIÐ
- Sækið námskeið hjá traustum aðila -
Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni:
Tölvunotkun:
- Grunnnámskeið
í einkatölvum.......15. - 16. og 22. - 23. okt.
- Ritvinnsla - WordPerfect (Orðsnilld).29. - 30. okt.
- Ritvinnsla, framhald - WordPerfect.5.-6. nóv.
Skrifstofu- og verslunarstörf:
- Bókfærsla I
- fyrri hl.........15., 16., 18., 20., 22. og 23. okt.
- Bókfærsla I
- seinni hl.......25., 27., 29., 30. okt., 1.-3. nóv.
- Vélritun
(byrjendanámskeið)..10. - 13. okt. og 17. - 20. okt.
Stjórnunarnámskeið:
- Reksturfyrirtækja...............3.-4.okt.
- Samskipti og hvatning í starfi..5. - 6. okt.
- Markaðsmál....................10.-12. okt.
- Fjármál fyrirtækja............17.-20. okt.
Ýmis stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma 688400.
Verzlunarskóli íslands
KÆLI- OG FRYSTISKAPAR
Yfir 30 gerðir og stærðir af kæli- og frysti-
skápum. Ryðfrítt stál utan sem innan.
Auk þess seljum við önnur tæki og búnað
í stór eldhús.
JÓHANN DLAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13 — 104 Reykjavík - Sími 688 588
Barna- og unglingahúsgögo
Islensk framleiðsla á hagstæðu verði
Margar stærðir og gerðir í hvítu, gráu, eik og furu.
Glæsileiki og frábær gæði
Sjón er sög\i rílcari
INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNAVERSLUNIN
Reykjavíkurvegi 68, 222 Hafnarfirði, sími 54343.