Alþýðublaðið - 05.08.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.08.1932, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUB&AÐIÐ '4 finst henni að eigi sökina á þeirri sundmng, sem hun kvartar und- ian í þjóðfélaginu? Vilil hún í a/1- vöru halda þvi fram, að þiað sé hinn öryggislausi og atvinnulausi verkalýður? Hvað myndi hún gera sjálf, ef hún ætti svöng og klæðlaus börn; vildi vinna, en fengi enga vinnu? Eða ef hún væri ein af mæðr- ainum, sem neyðast til þess að sækja brauðið handa börnum sín- ,um í bæjarkassa Reykjavíkur? Trúir hún því í fullri alvöru, að heppitegasta ieiðin til friðar og blessunar sé að ríkið beiti þetta þjáða fólk valdi og taki af því það eina, sem það énn á að lög- um, nfl. hugsánafrelsi og mál- frelsi? Frúnni er svo ant um hið kristilega þjóðfélag og menning þess, að hún er hrædd um að ’guð muni ekki einfær um að sjá því borgið -Hún heitir því á ríkis- valdið að taka í taumana og nota vald sitt til þess að varðveita það. En getur nú frú Guðrún, s(em telur sig alvarfega kristna, kallað þetta þjóðfélag kristío? Er ekki tilfinning hennar fyrir lífi Krists og kenningu næmari en það, að hún geti kent slíkt við nafn hans og anda? Ég tel mig ekki geta heitið kristna, en frá mínum bæjardyrum er slíkt sem högg í ásjónu hins mikla sann- leiks- og kærleiks'postula. Ég af- saka hana þó, því sjálfsagt hefir hún aldrei hugsað svo um þetta mál, að slíkt yrði henni ljóst. Að einu langar mig enn að spyrja, af því hvað hún virðist telja prestana heilaga. Telur frú Guð- rún, að pnestar hinnar íslenzku kirkju sem heild eða einstaldiing- ar uppfylli þær kröfur, sem Kristur gerði til postula sinna? Að lokum vil ég minna hana og alla aðra, sem líkt tala og hugsa, á orð Krists við farisea og skrdft- lærða, þá, sem öðrum fremur þóttust þekkja hinn sanna guð og lög hans, og þóttust hal/da boð hans öðrum betur. Læt ég það fólk svo sjálft dæma, hvað það hyggur að Kristur hefði sagt um þeirra eigin orð og gerðór. 22. júlí 1932. Gerdiur í Garfishcmi. Um daginn ogg veginn Alþýðusamband íslands í dag boðar stjóm Alþýðusam- bandsins 11. þing þess. Verður það sett hér í Reykjavík 12. nóv- ember n. k., eða eftir 3 mánuði. Borgarstjórinn fær frí. Sökum ofþneytu hefir Kn. Zim- sen borgarstjóri fengið þriggja mánaða frí hjá bæjarstjóm. Borg- arstjóri er settur á tneðan, með samþykki bæjarstjórnar, Guð- mundur Ásbjarnarson bæjarfull- trúi. Báðir ánægðir Svo virðist sem bæði Norð- menn og Danir séu ánægðir með úrskurð gerðardómsins í Haag í Grænlandsmálinu, eða svo láta þeir að minsta kosti. Grunur liggur þó á að þetta séu hreysti- yrði hjá bræðrum vomm Norð- mönnum. Akranesförint Það rættist betur úr veðrinu ten á horfðist 2. ágúst, og förin til Akraness varð hin ánægju- legasta fyrir þá, sem tóku þátt í henni. Tvisvar gusaðist svolítið á gleðskapinn, við það að úða- köst gerðust, en það sakaði ekki mikið. Á sjöunda hundrað manns Voru í förinni með Súðinni héðan úr Reykjavík. En alls tóku þátt í samkomunni á Akranesi yfir 1000 manns. Farið var úr Reykja- vík kl. 8,30 að morgni, og komið aftur til Reykjavíkur á miðinætti. Þorsteinn Briem talaði þegar í land var komið á Akranesi, en flugeldum var skotið þegar aftur var um borð komið. Þótti hvort- tveggja ágætt, en bezt skemti danzinn að vanda. Verzhmtwm'Aitr. Útsöluverð á mjólk, íer í Sviss 35 aura, en í Þýzka- landi 31 eyrir. „Ég traktéra, þú spandéraru. í Verklýðsblaðið því er kom út 23 maí í fyrra, var auglýst að „Samband ungra kommúnista" og „Félag ungra kommúnista" ætlaði að halda „dag alþýðubarnanna“ á annan hvítasunnu þ. e. 25 maí, Verklýðsblaðið kom út aftur 26 maí, og flutti það þá langa grein er hét; Barnadagurinn 25 maí tókst ágætlega“. Er þessi dagur þar kallaður „Fyrsti almenni barna- dagur Sambands ungra kommún- ista“. Eftir að hafa lýst hvað vel þessi barnadagur hafi tekist, og hvað vel þessum tveim kommún- istafélögum hafi tekist að gleðja börnin, endar hún á þessum orð- um: Lifi Félag ungra kommúnista, lifi Samband ungra kommúnista". Það er nú gott og blessað að sem flestir verði til þess að gleðja bömin, þó sjá megi á upphrópun- unurn um Samband ungra komm- únista að tilgangurinn muni nú hafa verið ekki eins mikið það, að gleðja börnin eins og hitt að fá tækifæri til að hrósa sér af því á eftir, þar sem Verkalýðsblaðið ver svona miklum hluta af hinu litla rúmi sínu til þess að segja frá barnadeginum. rúmi sém Bryn- jólfur Bjarnason og aðrir forsprakk- ar sprengingamannanna hafa á- reiðanlega tæplega þóst mega missa, því alt af finst þeim blaðið of lítið, þvi alt af bíða skammar- greinar hjá þeim um krataforkólf- ana. Fyrir nokkurn kom út reikn- ingur A. S. V, og viti menn, það kemur þá upp úr kafinu að spreng- ingakommúnistar hafa látið A. S. V. borga fyrir sig kosínaðinn við barnadaginn, sem þeir voru búnir á útbásúna sem stór góðverk sem Samband ungra kommúnista hafi unnið fyrir verkalýð Reykjavikur. Það er ekki minna en 200 krónur sem þeir þannig hafa iátið borga fyrir sig. Það er flest eins hjá þessum náungum. Skólapiltur. Frauskt skemtiferðaskip „Columbia“, kom hinigaö í morguu kl. 61/2, Farþegar eru 380. Skemtiferð fer knattspyrnufélagið Valur á sunnudaginn kemur. Ferðinni er heitið að Álafossi og Tröllafossi. K.R. happdrættið. Nú eru að verða síðustu for- vöð með að taka ^jútt í K.-R.- happdrættinu. Dregið verður 15. þ. m. María Markan syngur í kvöld kl. 8k* Gamla Bíó. Hefir ungfrúin dvalið lengi i Þýzkalandi við söngnám 0g fengið mikið lof kennara sinna bg þýzkra blaða. Knattspyrnan í gærkveldi fór þannig, að „Valur“ vann „Brant" með 3 gegn 0. Upplestur Önnu Borg oig Pouls Reumert í gærkveldi var vel sóttur og hreif áheyrendur mjög. ©*• frétta? Nœturlælmt er i nótt Kristinn Bjarnarson, Stýrimannastíg 7, sími 1604. ( Otvarpí& í dag : Kl. 16 og 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,40: Graanmó- fónsöngur. Kl. 20: Grammófón- tónleikar.. K. 20,30: Fréttir. Kreppan hefir komið hart við Spánverja, og viðskifti þeirra eru þeim óhagstæð að mörgu leyti. Samkvæmt verzlunarskýrslum, sem nýlega voru birtar, nam veTðmæti mnflutningsins fyrstu tvo mánuði yfirstandanda árs 158 437 000 pesetum, en verðmæti útflutningsins á sama tima nam 120633 000, eða 37 804000 pes. minna. Fyrstu tvo mánuði ársins 1931 nam verðmæti innflutnings- ins 235176000 pes. (gullpes.) og ver'ðmæti útflutningsms 170 957- 000, eða innflutt umfram útfliutt 64 219000. SkýrsLur þessar bera með sér minkandi viðskifti. Mið- að við gullgengi peseta hafa við- skifti Spánverja við aðrar þjóðir rýrnað um helming frá því í jhjn- ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN, Hverfisgötu 8, sími 1204, afgreiðir vinnuna íljótl og við réttu verði. — tekur að sér alls konai tækifærisprentun, svo sem erfiljóð, aðgöngu- miða, kvittEmir, reikn- inga, bréf 0. s. frv., og Verkstæðispláss óskast 1. októ- ber. M. Buch, Skólavörðustig 5. Dívan, stóll o? borð til sölu með tækífæiisverði. ef samið er strax í Aðalstræti 9, bakhúsið. Munið, að ég nota eingöngu ís- lenzkt smjör í smákökurnar. Smá- körur, tertur, kleinur, sandkökur, sódakökur, Plúmkökur og hinar eft- irspurðu Kammerjunker-smákökur. Fást daglega nýbakaðar. Sunnudaga- og kvöldsala. Ásta Zebitz, Öldugötu 401U. úar og febrúar 1930. 1 janúair 1930 nam verðmæti innflutningsins 384 004 000 igullpesetum og út- flutningurinn 354 521000 gulipes. — Spánverjar hafa löngum flutt meira inn heldux en út, en þessi hagstæði munur á innflutningi og útflutningi jafnaðist upp að tals- verðu leyti með því, að miiMð fé streymdi árlega inn í landið frá Spán,verjum, er fluzt höfðu til Vest^xheims, aðaltega til Banda- rikjanna, Cuba, Argentínu og Bra- zilíu. Nú hafa útflutningar fólks frá Spáni sem öðrum löndum hætt áð mestu leyti, annaðhvort vegna stranjgrar lagasetningar um þessi efná, eða vegna kœppunn- ar. Spánverjar leggja því aðaiá- herzluna á það um þessar miund- ir, að draga úr innflutningi á vörum frá öðium löndum og hæna sem ftesta fer-ðamienn tái landsins, en stjórnin teggur á- herzlu á að forðast að flytja úí gull, eins og gert var mikið að seinustu daga konungsveldiisinsi og fyrstu daga lýðveldisins. U. P. FB. Geir kom af veiðum I gær m-eð 1800 körfur af fisld. Millifer’baskipin. íslandið kom að norðan í morgun. Suðurland- ið fór til Borgarntess í dag. Eldingin bræddi gullklukkima, Fyrir nokkru gekk mikið óveð- ur yfir Smáland i Noregi og gekk á þrumum og eldingum. Einni eldingunni sló niður hjá bónda- bæ nokkrum og svo einkennilega vildi til, að um leið bráðnaðl gullklukka, er hékk á veggnum skamt frá símanum, og varð af gullstykki. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Ólafur Friðriksson. AI þ ýðupren tsmið j an.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.