Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDÁGUR 16. NÓVEMBER 1988 Útgefandi imftbiftife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ** ' • Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Línurnar skerptar í stjórnmála- baráttunni Línur stjómmálanna eru skarpari eftir flokksráðs- og formannafund Sjálfstæðis- flokksins um síðustu helgi en fyrir hann. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var ómyrkur í máli í setningar- ræðu fundarins. Þar lagði hann áherslu á andstæðumar milli fijálslyndrar stefnu Sjálfstæð- isflokksins annars vegar og for- sjárhyggju vinstri flokkanna hins vegar. Hann sagði Sjálf- stæðisflokkinn sinna hinu tvíþætta hlutverki sjálfstæðis- stefnunnar að auka athafna- frelsi á sviði efnahags- og at- vinnumála, á sama tíma og þess væri gætt að treysta stoð- ir hins ijölþætta velferðarkerfis í landinu. Á hinn bóginn lýsti hann núverandi ríkisstjóm og stefnu hennar með þessum orð- um: „Þessi vinstri stjóm hefur sjálf valið forsjárstefnu sinni heitið félagshyggja. Það era dapurleg örlög fyrir þetta hug- tak. Þessi félagshyggjuríkis- stjóm hefur það að yfirlýstu markmiði að hverfa frá almenn- um vestrænum leikreglum við stjóm efnahagsmála og upp- byggingu atvinnulífs. í félags- hyggjuboðskapnum felst opin- ber forsjá fyrir atvinnufyrir- tækjum og að því er margir óttast, flokkspólitískt eftirlit með skólastarfí og menningar- málum.“ Til að undirstrika andstæð- umar milli þeirra stjómarhátta sem Sjálfstæðiflokkurinn vill fylgja og hinna sem ríkisstjóm- in telur farsælasta vitnaði Þor- steinn Pálsson í nýlega forystu- grein í Þjóðviljanum, þar sem því er haldið fram, að fráleitt sé að leysa vanda fískvinnsl- unnar með almennum aðgerð- um, heldur verði að skoða hvert fyrirtæki fyrir sig og „beita síðan einstaklingsbundinni lyflameðferð" eins og það er svo smekklega orðað. Um þetta sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins: „Hér er félags- hyggjustefnunni skilmerkilega lýst. Ef þeir sem ferðinni ráða vilja að fyrirtækin lifi, þá lifa þau, annars ekki. En bannorðið er almennar aðgerðir, því þá gætu þau fyrirtæki lifað, sem þeir hafa vanþóknun á, er ferð- inni ráða. Það er með öðram orðum ekki framtak og áræði einstaklinganna, sem á að ráða uppbyggingu atvinnulífsins, heldur geðþótti skömmtunar- stjóranna, þeirra sem ferðinni ráða.“ Þeir sem hafna vestrænum leiðum við stjóm efnahags- og atvinnumála beijast nú við hroðalegar afleiðingar þess að önnur sjónarmið hafa verið lát- in ráða ferðinni en þau, þar sem hagkvæmni og ábati hafa meira að segja en geðþótti misviturra skriffínna og stjómenda opin- berra sjóða. Hvarvetna austan jámtjalds glíma menn við mat- vælaskort, stöðnun og nú síðast þjóðfélagsólgu, sem lýsir sér helst í því að þjóðernissinnar krefjast aukins sjálfstæðis und- an miðstýringarhrammi for- sjárhyggjunnar. Hugmyndafræðilegur ágrein- ingur hefur ávallt verið fyrir hendi í íslenskum stjómmálum. Hann hefur sett mismikinn svip á stjómmálalífíð. Er það eðli- legt í stjómmálakerfí, þar sem flokkar verða að taka höndum saman til að mynda meirihluta á Alþingi. í ljósi þess hvemig hugsjónabaráttan hefur verið háð á undanfömum áram og hve miklar öldur orðið „fijáls- hyggja" hefur vakið era þessi orð í ræðu Þorsteins Pálssonar athyglisverð: „Vel má vera að við höfum tapað orrastunni um merkingu orðsins fijálshyggja í því mikla áróðursstríði sem um það hefur snúist. En hitt verður ekki hrakið, og það skiptir höfuð- máli, að við höfum sótt fram og unnið í baráttunni fyrir ein- staklings- og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta í huga, í samræmi við þá hugsjón sem þessi flokkur var stofnaður um fyrir tæpum 60 áram. Sjálfstæðisstefnan hefur því sem fyrr verið aflvaki nýrra viðhorfa, nýrra átaka, ásamt því að vera traustur bakhjarl á sviði velferðarmála." í bráð og lengd skipta deilur um einstök orð og merkingu þeirra minna máli í lífí og starfi þjóðar en að sú stefna sem þjóð- inni er mörkuð sé reist á skyn- samlegum rökum og miði til réttrar áttar. Þegar á heildina er litið verður því ekki á móti mælt að frelsið sem er aðal sjálfstæðisstefnunnar er heilla- drýgra en hin opinbera forsjá yinstrisinnanna. Bólusetning gegn mislingum eftir Margréti Guðnadóttur Mislingar eru einn þeirra sjúk- dóma, sem Heilbrigðisstofnun Sam- einuðu þjóðanna ætlar að útrýma úr heiminum fyrir árið 2000. Til þess þarf samstillt átak allra þjóða og aðstoð hinna betur stæðu við þróunarlöndin. Ymsa kann að furða á því, að svo miklu púðri skuli vera eytt á þennan algenga bamasjúk- dóm, sem einu sinni' var talinn ein- faldastur allra sjúkdóma. Nú er ljóst, að engin ein sýking á jafn- mikla sök og mislingar á ungbarna- dauðanum í þriðja heiminum. Misl- ingar eru sérstaklega hættulegir vannærðum bömum, sem búa við stöðugan eggjahvítuskort í berkla- veiku þjóðfélagi. Þetta þekkjum við Islendingar vel úr okkar eigin sögu, og höfum heimildir um tugi dauðs- falla af völdum mislinga, bæði í bömum og fullorðnum, meðan að- búð þjóðarinnar var slæm og berklar landlægir. Þar sem aðbúð er góð em mislingar samt ekki hættulausir, sérstaklega fyrir þá veikbyggðu og fólk með ýmsa lang- varandi sjúkdóma. Mislingar em þung kvefsótt, sem getur haft í för með sér svæsnar lungnasýkingar og dauðsföll af þeirra völdum. í sjaldgæfum tilvikum geta mislingar valdið miklum heilaskemmdum, sem hafa í för með sér varanlega örorku eða dauða. Sumar sjaldgæf- ar heilaskemmdir eftir mislingasýk- ingu koma fyrst fram mörgum ámm síðar. Þáttur mislinga í lang- varandi taugasjúkdómum er ekki að fullu þekktur. Þó að alvarlegir sjúkdómar eftir mislingasýkingu komi ekki oft fram í vel nærðum bömum, er talið, að mislingar dregi úr andlegum og líkamlegum fram- fömm bama um nokkurt skeið á eftir. Böm sem nýlega hafa fengið mislinga, em oft lin og þreytt, lasin og kvefsækin fyrstu mánuðina á eftir þeim, og námsgeta talin lé- legri en ella. Að öllu þessu saman- lögðu ákváðu forráðamenn Heil- brigðisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna að hefja útrýmingarherferð gegn mislingum og er hún nú í fullum gangi. Líkumar á því að hún heppnist em taldar góðar. Mislingar og smitleið þeirra Mislingar em veimsjúkdómur með mjög reglubundinn gang, eins og bólusóttin var. Smitleið mislinga er nær eingöngu um öndunarveg, og er sjúklingur með mislingakvef bráðsmitandi. Kvefið byrjar 9-12 dögum eftir smitun. Þegar misl- ingakvefið með hósta og hita hefur varað í nokkra daga koma fram sérkennileg rauð útbrot, ekki vess- andi og ekki smitandi. I kjölfar út- brotanna kemur svo batinn með lækkandi hita, minnkandi kvefi og mikilli mótefnamyndun, sem ver sjúklinginn ævilangt fyrir endur- sýkingu. Fólk fær því mislinga að- eins einu sinni á ævinni, nema í algjörum undantekningartilvikum, sem koma sárasjaldan fyrir. Einkennalausar mislingasýking- ar eru líka mjög sjaldgæfar. Misl- ingaveirusýking gerir fóik veikt í marga daga, og útbrotin eru það sérkennileg að flestir vita, eða geta vitað, hvort þeir hafa fengið misl- inga. Þeir, sem aldrei hafa fengið mislinga og hafa ekki verið bólu- settir gegn þeim, eru í smithættu, ef mislingar eru í umhverfi þeirra. Mislingar eru mikið smitandi og mjög litlar líkur til þf að óbólu- settir, sem aldrei haf, fengið misl- inga, sleppi við sjúkdóm, ef þeir umgangast fólk með mislingakvef. Orsök mislinga er stór, sérkennileg veira, mislingaveiran. Af henni er aðeins til ein ætt, mjög stöðug, og hún á sér ekkert athvarf í náttúr- unni utan mannfólksins. Slík veira ætti' að láta undan í útrýmingar- herferð, sem nær til alls mannkyns. Þróun mislingabóluefriis Virkilega gott mislingabóluefni var til í Bandaríkjunum á árunum 1955-’60. Líffræðingurinn John Enders við Harvard-háskóla í Bost- on, sá, sem fyrstur ræktaði mænu- sóttarveiru í mannafrumum í til- > raunaglösum, varð einnig fyrstur til að rækta mislingaveiru m_eð svip- uðum aðferðum, árið 1954. Á næstu árum vann hann að því að veikla mislingaveiruna með ýmsum ráð- um, svo að hún missti hæfileikann til að valda kvefi. Enders hóf til- raunir með lifandi, veiklaðar misl- ingaveirur í bóluefni gegn misling- um árið 1957-’58. Um 1960 var þessi bóluefnisgerð svo vel á veg komin að næstu árin voru stórir hópar bólusettir í mörgum löndum, m.a. um 1000 fullorðnir hér á landi. Ýtarlegar samanburðarrannsóknir á árangrinum voru gerðar á vegum Heilbrigðsstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Veiklaða bóluefnið veitti greinilega mjög góða vörn, sem hefur dugað svipað og eðlileg sýk- ing, en þeir bólusettu urðu flestir lasnir af sprautunni, fengu hita og stundum útbrot, sem líktust rauðum hundum. Ástæða þótti því til að veikla mislingaveiruna enn frekar. Eftir 1965 hafa verið notaðir í misl- ingabóluefni nokkrir meira veiklaðir stofnar af mislingaveiru, allir ætt- aðir úr upphaflegri bóluefnisgerð Enders, en veiklaðir á mismunandi rannsóknastofum í ýmsum löndum. Hér á landi var valinn svokallaður Schwarz-stofn og hefur hann verið í öllu mislingabópluefni hérlendis síðan 1965. Af honum höfum við langa og góða reynslu. Hann veldur litlum veikindum við bólusetningu og vekur langvarandi mótefna- myndun, sem ver fólk svipað og eðlileg sýking gerir. Misiingasýk- ingar geta þó komið fyrir í einstöku bólusettu fólki, sem myndar léleg mótefni eftir allar sýkingar. I slíkum tilvikum kemur fram mild- ara form af mislingum, svo að sjúkl- ingurinn verður minna veikur en hann hefði orðið óbólusettur. Meðferð mislingabóluefiiis Stundum mistekst mislingabólu- setning. Er þá oftast um að kenna rangri meðferð eða rangri geymslu á bóluefninu, sem er lifandi og því viðkvæmt í meðförum. Stundum má kenna því um, að hinn bólu- setti hafi verið of ungur. Ungböm taka ekki mislingabólusetningu, fyrr en þau eru búin að missa mót- efnin, sem þau fengu frá móður sinni í veganesti við fæðingu. Misl- ingamótefni frá móður finnast í blóði margra ungbarna allt fyrsta árið, og stundum lengur. Heppileg- asti aldurinn til mislingabólusetn- ingar á bömum er 18-24 mánaða. Ef vemleg smithætta er í umhverfi bamsins má byrja fyrr. Þá þarf að endurtaka bólusetninguna, ef hún skyldi hafa misheppnast. Annars er talið nægjanlegt að gefa vel geymt og vandað mislingabóluefni einu sinni á ævinni, eftir 18 mán- aða aldur. Aldrei er of seint að gefa mislingabóluefni vegna aldurs. Það má gefa eldri börnum, ungling- um, fullorðnum og gamalmennum, ef heilsufarsástæður mæla ekki gegn bólusetningu með lifandi veim. Veikindi eftir mislinga- bólusetningu Mislingabóluefnið er lifandi, veikluð veira. Það getur valdið lítils háttar veikindum, hita og stundum útbrotum, á annarri viku eftir bólu- setningu. Áríðandi er, að hinn bólu- setti eða aðstandendur hans, ef um böm er að ræða, viti um þessi veik- indi, og að farið sé varlega á þeim tíma, sem búast má við þeim. Til er fólk, sem þolir ekki mislingabólu- setningu, t.d. vissir hópar sjúklinga í langvarandi ljrfja- eða geislameð- ferð og sjúklingar með hvítblæði eða ónæimsbilanir í vissum fmmum í vamarkerfi líkamans. Þessa sjúkl- inga er hægt að veija um skamman tíma í einu með því að gefa þeim mótefni úr heilbrigðum manni í stað bólusetningar. Þetta má líka gera, ef fólk er þegar smitað og orðið of seint að bólusetja. Ef óbólusettur maður lendir í smithættu, sem hann veit um, hefur bólusetning betur en sýking, ef bólusett er sama sólar- hringinn. Seinna er gagnslaust að bólusetja í slíku tilviki. Mótefni úr öðmm geta dregið verulega úr veik- indum, eða komið alveg í veg fyrir þau, séu þau gefið næstu 2-4 daga eftir smitun. Ef lengri tími er liðinn er lítið hægt að gera. Ef mótefni úr öðmm eiga að verja fólk lengur en 4-6 vikur, þarf að endurtaka inndælingu þeirra. Mislingabólusetning og ófrískar konur Ekki er æskilegt að þurfa að bólusetja ófrískar konur með neinu lifandi bóluefni. Stundum koma þó upp tilvik, þar sem ófrísk kona þarf vöm gegn mislingum, vegna bráðr- ar smithættu, sem hún er í. Ýmist má þá gefa henni mótefni úr öðmm og endurtaka þá inndælingu nokkr- um sinnum, ef þörf er á, eða reyna að bólusetja konuna, ef hún er kom- in langt á leið. Ekki er vitað að neitt hafi komið fyrir þær fáu, ófrísku konur, sem hafa verið bólu- settar gegn mislingum hér á landi á seinni mánuðum meðgöngu. Misl- ingar valda aftur á móti fósturláti, ef ófrísk kona veikist illa af þeim. Konur á bameignaskeiði ættu því að athuga um varnir sínar gegn mislingum. Þær konur, sem hafa ekki fengið mislinga og ekki verið bólusettar gegn þeim, ættu að fara í bólusetningu, þegar vel stendur á og þær em ekki ófrískar. Mislingasbólusetning hér á landi Regluleg mislingabólusetning byijaði í ungbarnavemd hér á landi víðast hvar árið 1976 og var þá byijað á tveggja ára börnum (f. 1974). Bólusetning í eldri ár- göngum er víðast hvar óregluleg, og ekki létu allir bólusetja börnin fyrstu árin sem bólusetning var boðin í ungbarnaverndinni. í öllum eldri árgöngum, bæði meðal eldri barna, unglinga og fullorðinna á öllum aldri, geta enn verið einstakl- ingar, sem hafa aldrei fengið misl- inga og hafa ekki verið bólusettir. Þetta fólk ætti að athuga sinrt gang og láta bólusetja sig, þegar vel stendur á, ef heilsufarsástæður mæla ekki gegn bólusetningu. Hér á landi vantar aðeins þátttöku þessa fólks í bólusetningunni til að hæt- tunni á mislingasýkingu sé útrýmt úr landinu að fullu og öllu. Fullorðn- ir og foreldrar ættu því að kanna, hvort varnir gegn mislingum em nægar í þeirra nánasta umhverfi. Hér sem annars staðar á Vestur- löndum, er mislingabólusetning nú fastur liður í ungbarnavernd, nema heilsufar barnsins geri hana óæski- lega. Eigi það markmið Heilbrigðis- stofunar Sameinuðu þjóðanna að nást, að mislingum verði útrýmt úr heiminum fyrir árið 2000, má ekki slaka á bólusetningum í ung- bamavernd. Bam, sem á að bólusetja, þarf að vera frískt og kveflaust, þegar bólusetningin er framkvæmd, og forráðamenn bamsins þurfa að vita, að það getur orðið lasið og þurft umönnun vegna veikinda á annarri viku eftir sprautuna. Tíma má yfir- leitt velja þannig, að bólusetningin gangi vel og valdi litlum óþæging- um, þó að barnið verði lasið. Þá, sem þola ekki mislingabólusetningu vegna langvarandi vanheilsu, má veija fyrir mislingum með mótefn- um úr öðru fólki, ef smithætta er í nánasta umhverfi þessara sjúkl- inga. Um tíma vom gerðar tilraun- ir með dautt mislingabóluefni. Þær mistókust, og dautt mislingabólu- efni er hvergi fáanlegt nú. Lifandi, veiklað mislingabóluefni er aftur á móti talið vandaðasta veimbóluefn- ið, sem gert hefur verið. Höfundur er prófessor. Menntaskólinn í Reykjavík: Vinnueftirlitið gerir at- hugasemdir vegna þrengsla Búið að gera kauptilboð í ísafoldar- húsið, en kaup ekki frágengin enn Byggðastofhun: Skipaútgerð ríkisins ekki nægjanlega skilvirk Til greina kemur að bjóða út strandsiglingarnar Rekstrarfyrirkomulag Skipaútgerðar ríkisins er ekki nægjanlega skilvirkt að mati Byggðastofnunar. Stofnunin bendir á ýmsa aðra möguleika til að leysa úr nauðsynlegri flutningaþjónustu við þá staði sem ekki njóta hennar að öðrum kosti. Til dæmis væri hægt að bjóða út tiltekinn viðkomufíölda á þeim höfhum sem um ræðir og greiða hinum skipafélögunum fyrir að koma þar við. „ÞAÐ HEFUR staðið til að við fengjum viðbótarhúsnæði, þannig að við getum losnað út úr þessum vítahring með tvísetninguna. Ríkið var búið að gera tilboð í hús ísafoldarprentsmiðju hérna uppi í Þingholtsstræti og við bfðum eftir ákvörðun stjómvalda um hvað á að gera í þvf,“ sagði Guðni Guðmundsson rektor Menntaskól- ans f Reykjavík. MR er nú tvíset- inn og er kennt í sex húsum, sums staðar við slæmar aðstæður og hefur Vinnueftirlit ríkisins gert athugasemdir vegna þess. Félag kennara við skólann hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ráðamenn að vinda bráðan bug að því að sjá skólanum fyrir viðunandi húsnæði. í ályktun kennara f MR segir m.a.: „Skólinn er tvísetinn, þrengsli mikil og víða er kennt við algerlega óviðun- andi aðstæður. Má í þvi sambandi benda á nýlega úttekt Vinnueftirlits ríkisins á húsnæði skólans. Ekki eru horfur á því að nemendur verði færri í skólanum í náinni framtíð og því er brýn nauðsyn á slqótum úrbótum." Guðni sagði nemendur í MR nú vera rétt undir átta hundruðum tals- ins. Hann sagðist ekki hafa neina trú á að þeim fækkaði á næstu árum, því að árgangar fari enn stækkandi. „Næsta vetur kemur álíka fjöldi inn í framhaldsskólana eins og gerði núna og til þess að bjarga því þá bættum við tveim heilum bekkjum við, tókum 50 manns fleira heldur en við raunverulega hefðum gott af. Það á eftir að hefna sín mjög.illa næsta ár ef þessi lausn fæst ekki, þá veit ég bara ekki hvemig í ósköp- unum á að bjarga málunum. Ég taldi að þessi húsakaup myndu ganga og við yrðum búin að fá viðbótarhús- næði, þannig að við værum ekki að setja á guð og gaddinn. Það eina sem getur bjargað okkur núna er að fá Isafoldarhúsið og síðan þarf að kaupa lóðimar sem okkur vantar og byggja íþróttahúsið," sagði Guðni. Hann sagði að athugasemdir Vinnueftirlitsins hafi einkum beinst að íþróttahúsinu. „Þetta er elsta leik- fimishús landsins og við tókum þar fyrir mörgum árum kjallarann til bráðabirgða undir böð. Það vita allir að þessi kjallari er algerlega ófull- nægjandi. Lofthæðin er ekki nema einn og níutíu og menn mega helst ekki vera neitt voðalega stórir ef þeir eiga ekki að þurfa að fara á hnjánum í sturtu." Vinnueftirlitið gerið ennfremur athugasemdir við einstakar stofur og almenn þrengsli í skólanum. Guðni sagði að skólinn væri þéttar setinn en reglur kveða á Ætlunin er að byggja nýtt íþrótta- hús, þar sem einnig verða kennslu- stofur, á fimm lóðum ofan við skól- ann. Loforð hefur fengist fyrir lóðun- um á milli Amtmannsstígs og Bók- hlöðustígs, upp að lóðunum við Þing- holtsstræti. Tvær lóðanna hafa þegar verið keyptar, en Guðni segir ekki vara hægt að hefja framkvæmdir fyrr en hinar þijár hafa einnig verið keyptar. Þegar ísafoldarhúsið er fengið, á að leggja niður kennslu í einu húsanna sem nú eru notuð, þar sem aðstaða þar er mjög bágborin og einungis til bráðabirgða. í ársbyrjun fór þáverandi sam- gönguráðherra, Matthías Á. Mathie- sen, þess á leit við Byggðastofnun að hún tæki að sér könnum á til- teknum atriðum í samgöngumálum til að geta „lagt raunhæft mat á framtíð þeirra strandflutninga sem styrktir eru af ríkissjóði og hvort unnt sé að sinna þeim með ódýrari hætti en verið hefur og draga þar með úr framlögum úr ríkissjóði.“ Stofnunin hefur nú lokið við skýrslu sína. í skýrslunni kemur fram að það mikla átak sem gert hefur verið í varanlegri gatnagerð hljóti að bæta rekstrarskilyrði landflutninga miðað við sjóflutninga. Með því að hið opinbera styrki hluta sjóflutninga en skattleggur landflutninga sé ekki óeðlilegt að náið sé fylgst með því hvort framlögin jafni aðstöðu byggðarlaga á hagkvæman og áhrifaríkan hátt. Forsenda þess að ríkisvaldið reki Skipaútgerðina og styrki önnur strandflutningafyrir- tæki sé að með því væri reynt að jafna aðstöðu byggðarlaga sem ann- ars fengju ekki aðflutninga nema með afarkjörum. Ef einhveijar þær breytingar verði á flutningatækni og öðrum samgöngum að þær breyti þessari aðstöðu sé mjög mikilvægt að stuðningur ríkisvaldsins breytist til samræmis. I niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að sífellt stærri hluta landsins er þjónað landveginn með stóran hluta flutninga. Eftir sem áður verði margir þéttbýlisstaðir án þeirrar þjónustu af landfræðilegum ástæð- um. Það flutningamagn sem flytja þarf réttlæti sjóflutninga og áfram verði nauðsynlegt að styykja þá af almannafé. Almenn verslunarvara til þessara staða muni þó í vaxandi mæli verða flutt með bilum. Um- rædd landsvæði eru Vestfirðir, Norðausturland frá Kópaskeri og Austfirðir allt suður til Breiðdalsvík- ur. í skýrslunni er ekki felldur afger- andi dómur um hvort hentugt sé að breyta rekstrarfyrirkomulagi Skipaútgerðar ríkisins, en sagt að flutningar stofnunarinnar muni minnka og því mikilvægt að draga úr kostnaði. í lok skýrslu Byggðastofnunar segir: Rekstrarfyrirkomulag Skipa- útgerðar ríkisins er ekki nægjanlega skilvirkt. Fyrirtækið hefur óskil- greinum skyldum að gegna varð- andi flutningaþjónustu við fámenna og dreifða staði og er jafnframt í samkeppni við hin skipafélögin um flutninga til stærri staðanna. Það fær veruleg framlög af fíárlögum en hefur verið rekið með tapi um- fram framlögin ár eftir ár. Slíku samblandi af opinberri þjónustu og venjulegum atvinnurekstri er ekki hægt að mæla með. Ef fyrirtækið á að halda áfram í óbreyttri mynd þarf að marka mun skýrar en nú er hvaða skyldum það hefur að gegna sem ekki svara kostnaði og að ríkið greiði fyrir það sérstaklega. Að öðru leyti verður fyrirtækið að standa á eigin fótum. Hægt er að hugsa sér ýmsa kosti til að leysa úr nauðsynlegri flutn- ingaþjónustu við þá staði sem ekki njóta.hennar að öðrum kosti. Hægt væri að bjóða út tiltekinn viðkomu- fjölda á þeim höfnum sem um ræð- ir og kanna með því hversu mikið þyrfti að greiða hinum skipafélög- unum fyir að koma þar við. Hugsan- legt væri einnig að selja skipin þeim sem vildu taka að sér þjónustuna. Þá má hugsa sér að selja fyrirtækið að hluta. Einnig kemur til greina að stofna fyrirtæki sem hefði það hlutverkk að útvega flutningaþjón- ustu á hina tilteknu staði án þess að reka skip sjálft. Fyrirtæki þetta fengi ríkisstyrk til að kaupa fíutn- ingaþjónustu frá öðrum aðilum. Varðandi aðra ríkisstyrkta flutn- inga er bent á mikilvægi þess að kannaður sé rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem veita á áður en ráðist er í byggingarframkvæmd- ir eða kaup á skipum. Hvalkjötsmálið í Finnlandi: Búist við málssókn gegn grænfriðungnm ÞRJÁR finnskar stúlkur úr röðum stuðningsmanna grænfriðunga verða væntanlega ákærðar í Finnlandi vegna þess sem gerðist á hafnarbakkanum i Helsinki, höfúðborg landsins, í byijun júlí, þegar flutningur á íslensku hvalkjöti til Japans var stöðvaður þar. Stúlk- umar aðstoðuðu þá þijá sænsku og þýsku grænfriðunga, sem hlekkj- uðu sig fasta við kranana, er nota átti til að lyfta gámunum með hvalkjötinu. Það voru grænfriðungar frá Svíþjóð, Vestur-Þýskalandi og Bretlandi, sem skipulögðu þessar aðgerðir í fríhöfninni í Helsinki. Þær miðuðu að því að stöðva flutn- ing á átta frystigámum með íslensku hvalkjöti, sem voru á leið frá íslandi til Japans. Mótmælin fóru friðsamlega fram í fyrstu en þegar finnsk stjórnvöld tóku ákvörðun um að senda kjötið aftur til íslands, gripu grænfriðungamir til þess ráðs að trufla vinnu við höfnina. Vildu þeir að kjötið yrði gert upptækt. Hafa finnsku stúlk- umar þijár verið ákærðar fyrir hlutdeild í þessari röskun á starf- semi við höfnina. Að mati hafnaryfirvalda í Hels- inki þurftu þau að bera 500 þúsund íslenskra króna aukakostnað vegna mótmæla grænfriðunga gegn hval- kjötinu. Þar kemur til kostnaður vegna aukinnar gæslu á svæðinu en ekki síst vegna þess að það þurfti að leigja sérstakan krana til að lyfta gámunum um borð í skip, er flutti þá aftur til íslands. Græn- friðungamir þrír og finnskar hjálp- arhellur þeirra gerðu tvo gáma- krana í höfninni óvirka með því að hlekkja sig við þá. Matti Wuori, lögfræðingur grænfriðunga í Finnlandi, segir í finnska blaðinu Helsingin Sanomat að honum þyki það hið mesta órétt- læti verði stúlkumar þijár látnar' sæta ákæru og dæmdar til að borga jafnvirði hálfrar milljónar íslenskra króna vegna hlutdeildar í verknaði sem aðrir skipulögðu og stóðu fyr- ir. Þá sé lítil sanngimi í því að kæra stúlkumar fyrir að beijast fyrir þessum málstað, friðun hvala, sem flestir Finnar styðji. Útlendingarnir þrír, einn Svíi og tveir Vestur-Þjóðveijar, sem hlekkjuðu sig við kranana fóru frá Finnlandi strax eftir verknaðinn og vænta menn þess ekki að ná til þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.