Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 Vilhjdlm/ db ég Ka-P; <dki/ebíá ob skipc) (nann í embætfci n/jja forstjóvams á. Hcrwaii Ég sá reykmerkið frá þér. ° c? c * % 3 Þú ert líka altaf að brúka kjaft yfir matnum. Varaflugvöll tafarlaust IŒLANDAIR Ágæti Velvakandi. Undanfarin ár hefur verið rætt um hugsanlegan varaflugvöll fyrir farþegaflug og fyrir NATO, og hef- ur Sauðárkrókur meðal annars ver- ið nefndur sem hugsanlegur staður fyrir farþegaflug og flug á vegum NATO. Nú hefur því miður orðið sú breyting á að kommúnisti fer með embætti samgöngumálaráð- herra í ríkisstjóm íslands, og er það miður. Enda byrjaði sá á því að taka íslendinga úr nefnd, sem átti að fjalla um þessi mál á vegum NATO, og er það fyrsta óhæfuverk- ið sem þessi maður fremur. Við vitum öll, að það var hópur óþjóð- hollra íslendinga sem sí og æ var á móti byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar svo bygging hennar dróst árum saman til óbætanlegs tjóns fyrir þjóðina. Nú í dag eru þessir sömu menn í sælu er þeir svala þorsta sínum í glæsilegri Flugstöð Leifs Eiríkssonar eins og annað fólk. Við íslendingar höfum fengið tvo flugvelli ókeypis, Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll. Sem sagt aldrei lagt í þann gífurlega kostnað sem því fylgir að byggja flugvöll. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er greidd að meirihluta af Bandaríkjamönn- um. Varaflugvöllur á Sauðárkróki gæti hugsanlega kostað með öllu 10-12 miljarða króna og bæri NATO allan kostnað. Sá sem stend- ur á móti slíkri framkvæmd er á móti öryggi í farþegaflugi og er ekki vinur vinnandi stétta, nema síður sé. Ég skora á forsætisráð- herra og utanríkisráðherra að gefa í og láta þennan draum rætast um varaflugvöll fyrir farþegaflug á ÍS- landi. Látið ekki óábyrga menn hindra eðlilegar framkvæmdir á íslandi. Kristinn Sigurðsson Lifum á heiðarlegan hátt Til Velvakanda. Á æskuárum mínum þótti það meira en sjálfsagt að menn væru heiðarlegir og jafnframt bindindis- og reglusamir. Heimili og skóli stóðu vörð um þessar dyggðir. Þá sá maður auglýsingar þar sem ósk- að var eftir vinnukrafti og tekið fram: Aðeins reglumaður kemur til greina. Það þóttu þá sérstök með- mæli ef maðurinn var í samtökum bindindismanna. Þá var honum treyst. Þá voru aldrei afsökuð brigð- mælgi eða vanræksla. Það þóttu ókostir sem erfitt var að fyrirgefa. Neysla tóbaks og áfengis voru þá ekki í hávegum höfð, mönnum þótti það engin dyggð að eitra andrúms- loftið hvorki fyrir sér né öðrum. Þess vegna fannst mér að ég gæti ekki gert framtíð minni og ham- ingjuleit betri greiða en gerast bind- indis- og hugsjónamaður. Og því sé ég svo sannarlega ekki eftir og ég er alltaf að sjá það betur og betur að farsælt spor var þar stig- ið. Og að finna það að manni er treyst, er mikil lífsfylling. Boðskap- ur Krists tekur skýrt fram hver sé hamingjuleiðin. Hun verður aldrei vörðuð með brennivíni og öðrum eiturefnum, sem gera manninn ósjálfbjarga og óábyrgan athafna meðan það skeið stendur yfir. Og hversu margir eru þeir sem sjá eft- ir þeim tíma sem þeir hafa varið í að spilla sínu lífi. Og svo er talað um áfengissýki. Þetta orð heyrði ég aldrei í mínu ungdæmi og þeim fáu mönnum sem neyttu áfengis í ríkum mæli var sannarlega ekki vorkennt og samtíðin hafði síður en svo samúð með þeim og lét þá vita stöðu sína í þjóðlífínu og ein- mitt þetta varð svo oft til að bjarga þeim. Þeir hreinlega skömmuðust sín fyrir að láta sjá sig ofurölvi og lærðu af andúð samborgara sinna. Þessi dæmi vissi ég mörg. En nú er öldin önnur. Ég er nærri farinn að halda að það þyki fínt í dag að eyðileggja líf sitt í vímu og alltaf er verið að afsaka og kannske er þessi afsökun orðin að krabbameini í íslensku þjóðlífi. Menn tala um áfengissjúklinga. Þetta sé veiki, ég get nú ekki tekið undir það, því þá er þetta eina veik- in á Islandi sem menn kaupa dýrum dómum og getur svo hver og einn dæmt um svona viðskipti. En hvað telja menn heiðarleika í dag? Verð- um við ekki að horfa upp á fólk sem fær vini og kunningja til að skrifa upp á ábyrgðir fyrir sig og hlaupa svo frá allri ábyrgð, og þegar taka á til og innheimta gera menn sig gjaldþrota því þeir vita ef til vill að þar er skjólið. Þetta er bara eitt af svo mörgu. Og hvar er það sem áfengið skilur ekki eftir djúp för spillingar og óheiðarleika í þjóðlíf- inu? Eg sé þar hvergi neinn ham- ingjuvott. Þetta skyldi íslenska þjóðin hugleiða nú þegar syrtir í álinn ,snúa við og gá að gömlu götunum. Og fara þær. Það er ham- ingjuleiðin, segir okkur bók bók- anna, Biblían. Og hveijum hefír hún brugðist? Árni Helgason HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar Nú eru komin út tvö tölublöð af sunnudagsblaði Morgun- blaðsins eftir nokkrar breytingar, sem á því hafa verið gerðar. Yfir- leitt hafa viðtökur lesenda verið góðar, þótt sumum þyki óþægilegt, þegar fastir dálkar eru færðir til. Vanafesta lesenda er mikil. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem umtals- verðar breytingar eru gerðar á Morgunblaðinu. í eina tíð voru aug- lýsingar jafnan á forsíðu og hefur það sjálfsagt þótt mikil bylting, þegar þær voru færðar af þeim stað. Þá var gerð breyting á Lesbók blaðsins fyrir tæpum þremur ára- tugum, sem olli nokkru fjaðrafoki. Ástæðan var m.a. sú, að broti Les- bókar var breytt og fór það mjög í taugarnar á þeim, sem höfðu safn- að Lesbók fram að þeim tíma. Sú var líka tíðin, að helztu fréttir blaðs- ins voru í Dagbókinni. Til er skemmtileg frásögn Valtýs Stef- ánssonar, sem var ritstjóri Morgun- blaðsins í nær fjóra áratugi um áhrif þess að færa fréttir úr Dag- bókinni! XXX Frásögn Valtýs Stefánssonar er á þessa leið:“Áður fyrr var það fastur siður, að lesendur lásu ekki nema dagbókina, enda var það svo fyrsta sumarið, sem við störfuðum við blaðið, að við þurftum að fara út um hvippinn og hvappinn til að leita að dagbókarefni, smásam- tölum við fólk, upplýsingum um skipakomur o.fl. Ef lesendur fundu ekkert læsilegt í dagbókinni, fannst þeim lítið til blaðsins koma. Ég get sagt þér dálitla sögu, sem varpar skýru ljósi á þetta. Éinn morguninn var sagt frá því í blaðinu, að bíl hefði hvolft í Sogamýrinni með séra Bjarna og Áslaugu konu hans. Þeg- ar ég var kominn á skrifstofuna um morguninn hringdi ung stúlka til að spyijast fyrir um, hvort það væri rétt, sem hún hefði heyrt, að bíl sr. Bjarna hefði hvolft. “Jú“ sagði ég. “Það er alveg rétt“. “En hvemig stendur þá á því, að það er ekki í Morgunblaðinu?“, spurði stúlkan steinhissa. “Það er í blað- inu“, sagði ég, “þér finnið það, ef þér leitið vel“., “Nei, það er ekki í blaðinu", sagði stúlkan, “éghef leit- að alls staðar í dagbókinni, en það er hvergi þar.“ Fréttin um slysið hafði birzt á öðrum stað í blaðinu með stóm letri, en stúlkan ekki tekið eftir henni, vegna þess, að hún var ekki í dagbókinni.“! XXX Lesendur Morgunblaðsins hafa vanizt því með tímanum, að fréttir væm annars staðar en í dag- bókinni! Þess vegna þurfa menn ekki að örvænta, þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar á sunnudagsblaði. Þær em jú gerðar í þágu lesenda. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.