Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 J- að komast til fyrri starfa Bágt er að hafa ekkert fyrir stafni og slíkt getur ýtt undir kveinkan og kvöl að sitja auðum höndum. Næði, ró og hvíld er öllum nauðsyn, en hitt er ekki síður líklegt til að leiða til víls að horfa í gaupnir sér meira en góðu hófi gegnir. Þeim sem eiga við innri vanda að stríða, hættir oft til að eiga erfitt | með að einbeita sér að viðfangsefnum, þó að fátt sé einmitt Ifklegra j til að bæta og birta upp en það að hafa eitthvað handa á milli til að fást við. Ekki síst á þetta við um það sem glæðir sköpunargleðina og leysir úr læðingi getuna tii að tjá. Holiustan af iðju er löngu kunn og hefur um árin gjarnan verið beitt á sjúkrastofnunum. stórt en þaó eru fatlegir munir sem blasa við augum þegar inn (iðju- þjálfunina er komið á geðdeild Borgarspítalans. Fólk situr og keppist við að sauma út, sumir eru að smíða barnaleikföng og aðrir að prjóna á barnabarniö sitt eða vefa teppi til heimilisins. Jónína Björnsdóttir hefur verið yfirmaður iðjuþjálfunar frá árinu 1974. „Við reynum að virkja fólkið í handavinnu og föndri, búum til nytjahluti, gjafir handa börnum eða barnabörnum eða eitthvað sem fólkið sjálft getur notað." Jónina segir að markmiðin með iðjuþjálfuninni séu þau að einstakl- ingurinn þrói með sér sjálfsskipu- lag og huggetu og efli með sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.