Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 Persónuleg JOLA KORT leðileg jól farsælt komandi ár“. Jói, Sigga og börn eða Ella og Bárður...! Sama setningin á öllum kortunum bara með mismun- andi undirskriftum. Og mörg kortin eru lík að útliti, jafnvel stór hluti þeirra alveg ná- kvæmlega eins. En mitt á meðal kortanna lólin Jkoma er „öðruvísi" kveðja sem stingur í stúf, jólakveðja sem sendandinn hefurdundað við, — heimatilbúið jólakort. Viðtakandinn er svo ham- ingjusamur með kveðjuna að hún fær heiðursstað á píánó- inu og er sýnd hverjum sem vill. Þetta tilfelli er líklega ekkert einsdæmi og flestum kemur óneitanlega skemmtilega á óvart þegar þeir fá kort sem sendandinn hefur lagt tíma í og vinnu. Kveðjan gleður og yljar þeim sem hana fær. Ekki þarf kortið að líta út eins og listaverk, nóg er að það hafi verið nostrað dálítið við það. Krakkar hafa gaman af því að föndra fyrir jólin og það er tilvalið að gefa þeim mismun- andi skrautpappír, lím, liti og skæri og láta svo ímyndunar- afliðráða ferðinni. Það eru kannski til garnaf- gangará heimilinu og þá eru til ótal skemmtileg mynstur sem má sauma. Ef efnisbútar eru nægir þá má klippa þá út og útfæra jólamyndir sem síðan eru límdará pappa. Og þá er bara að hefjast handa. Hér á síðunni gefur að líta nokkrar útfærslur sem kannski koma ykkur á sporið. GRG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.