Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988
Aldrei stóð
ég uppi í hárinu
á neinum. Eg
var stilltur og
hlýðinn.
Þannig ólst ég upp, laus við árás-
argirni, að minnsta kosti þá árás-
argirni sem sést á yfirborðinu.
veldur ónædi
anmg
hefst pist-
ill um til-
finninga-
lífið sem
birtist í
The New
York Ti-
mes
Magaz-
ine. Höf-
undur er Jerry Rockwood leiklistar-
kennari í New Jersey og hann heldur
áfram:
Þetta hefur orðið mér dýrkeypt. Ég
tel ástæðuna fyrir því að ég gerðist
leikari að sumu leyti hafa verið þá að
með því móti gat ég fengið útrás fyr-
ir bælda árásargirni og fjandskap í
gegnum persónumar sem ég lék á
sviðinu. En maður þarf að búa yfir
mikilli árásargimi til að ná frama á
leiksviðinu og þar af leiðandi hlaut ég
aldrei þann frama sem ég vildi. Þegar
tímar liðu sneri ég mér að leiklistar-
kennslu í framhaldsskóla.
Nú hef ég verið að fylgjast með
Matthew syni mínum sem lauk fram-
haldsskólanámi í fyrrá og hann ber
með sér sama skort á árásargimi.
Hann minnir mig á sjálfan mig —
þegar varð fyrir óþægindum og hrökk
við eða sneri mér undan. Matthew
segir: „Ég taldi ekki rétt.. .“ Þannig
afsakar hann sig þegar hann forðast
eitthvað sem hann ætti að hoFfast í
augu við. Mér lízt ekki á þetta. Það
leiðir hugann að því gildismati sem
við innrætum bömum okkar í uppeld-
í augum indíánaföður var menntun
í því fólgin að kenna syninum að veiða
með boga og ör, að læðast hljóðlaust
um skóginn. I augum eskimóaföður
fólst hún í því að kenna honum að
höggva í ísinn til að spá í þykkt hans
og styrk og meta dýpt vatnsins. Hjá
þeim drengjum var menntun það að
læra á umhverfið.
Var það líka svo hjá Matthew þegar
hann var drengur? Ég held ekki. Hann
var í ágætum skóla. Dýmm einka-
skóla þar sem kennd var öll þessi
sanna og fagra speki sem átti að
stuðla að því að krakkamir yrðu fróð-
leiksfúsir og einlægir og næmir og
samvinnufúsir og skapandi og athafn-
asamir — og vísuðu á bug ofbeldi og
ófriði og illsku og undirferli. í skóla
Matthews var ágreiningur jafnaður
fyrir atbeina nærfærinna og skilnings-
ríkra kennara. Tilfínningar voru viðr-
aðar, sjónarmið áréttuð, stungið upp
á valkostum. Allt á hreinu.
Hins vegar get ég ekki gleymt at-
viki sem átti sér stað þegar Matthew
var 9 ára. Strákur að nafni Kevin,
foringi lítillar hrekkjusvínaklíku, lagði
hann í einelti. Ég man að ég sagði
eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, Math,
ef Kevin er að uppnefna þig og stríða
þér, þá er hann ekki góður strákur
svo það er bezt að láta eins og hann
sé ekki til. Hlæðu bara að honum og
labbaðu í burtu.“
„En hann eltir. Og svo fer hann að
hrinda mér. Og í dag skellti hann á
mig hjóli. Ég veit ekki hvað ég á að
gera!“
Jæja þá, hvað gerir maður? Segið
mér það, skólamenn og sálfræðingar,
hvað hefði ég átt að ráðleggja syni
mínum. Hann hafði komizt að því að
heimurinn innan veggja þessa skóla
sem var frábærlega vel búinn öllum
gögnum og sálfræðingum og afburða-
kennurum var ekki eins og alvöru-
heimurinn utan skólaveggjanna.
Það sem ég gerði var þetta: Þegar
ég komst að því að Matthew var búinn
að ákveða að slást við Kevin reyndi
ég að fá hann ofan af því. Ég spurði
hvort hann réði við Kevin. Já, sagði
hann. Ég sá að hann var einbeittur
svo ég tók í sama streng og fór meira
að segja með honum. „Pabbi ætlar að
koma með,“ hafði Matthew sagt við
hina strákana, „bara til að tryggja að
þið ráðist ekki tveir á mig í einu.“
Við gengum þama allir meðfram
ströndinni til að finna afvikinn stað.
„Hvað sem fýrir kemur, pabbi," sagði
Matthew á leiðinni, „ekki skerast í
leikinn." Ég skarst ekki í leikinn.
Ég stóð upp við símastaur og greip
með annarri hendi í þann neðsta af
málmgöddunum sem hafðir eru til að
klifra upp staurinn. Tylft eða meira
af krökkum stóð álengdar. Matthew
var þreknari en Kevin sem var grann-
ur og stæltur. Báðir biðu þess að hinn
byijaði. Kevin tók undir sig stökk og
á augabragði hafði hann skellt Matt-
hew og tekið hann haustaki. Hnefinn
dundi aftur og aftur á andliti Matt-
hews. Þetta var enginn keppni. Kevin
var þaulreyndur áflogaseggur; Matt-
hew vissi einfaldlega ekki hvemig átti
að slást. Loksins kom: „Gefst’upp?"
„Já.“
Matthew reis á fætur, með blóð-
nasir, varimar bólgnar og blóðugar.
Hann reyndi að halda aftur af tárunum
en reiðin og niðurlægingin voru honum
um megn. Hann gerði áhlaup og Ke-
vin kom á móti með hægri hnefann á
lofti og fylgdi honum eftir með öllum
þunga sínum og kom þungu höggi á
hálsinn. Áhorfendur heyrðust grípa
andann á lofti við hljóðið sem kom
þegar höggið reið. Matthew stóð á
öndinni en gaf síðan frá sér bælt óp.
„Gefst’upp?" Hann kinkaði kolli. Ég
lagði handlegginn um herðar sonar
míns og fór með hann heim til að lauga
sárin.
Um kvöldið breiddi ég vel ofan á
hann og kyssti hann góða nótt. Ég
vissi að skrámumar mundu gróa en
ég var ekki eins viss um niðurlæging-
una. Enn þann dag í dag er ég ekki
viss um neitt nema það að Matthew
minnist þessa atburðar jafnglöggt og
ég-
Síðan hef ég kennt í ríkisreknum
skólum í New York og það var lær-
dómsríkt. Krakkamir í sumum bekkj-
unum vissu alveg hvemig þeir áttu
að fara að því að fá það sem þeir
vildu, einfaldlega með því að taka það
— eða stela því. Þeir vissu hvemig
átti að þjarma þannig að kennaranum
að klukkustundir liðu án þess að ein
einasta reiknings- eða lestrarbók væri
opnuð. Þeir vissu hvemig átti að tukta
kennarann til með því að vængstýfa
hann.
Þetta vefst fýrir mér. Með semingi
féllst ég á það að sonur minn gengi
á hólminn og hann hörfaði ekki. En
var það nóg? Hefði ég líka átt að kenna
Matthew að fljúgast á? Hefði hann
þurft að fá þjálfun fyrir sambúðina í
hinum heiminum? Hugmyndin ein vek-
ur mér hroll. Sama er að segja um
þá hugmynd að hann verði laminn í
klessu af hvaða hrotta sem hann kann
að mæta. Emm við að gera rangt
með því að skoða aðeins helming
myndarinnar? Er hægt að þjálfa sjó-
mann með því að sýna honum kaðlana
og hafa ekki fyrir því að segja honum
frá vindátt og sjávarföllum?
„Lífið veldur ónæði" var eitt eftir-
lætisorðtak Stellu Adler, dásamlegs
leiklistarkennara sem ég starfaði með
um árabil. Það er sama hve traust-
byggt draumahúsið okkar er, við get-
um aldrei fyllt algjörlega upp í allar
glufur. Lifið mun læðast að okkur,
troða sér inn á mann. Það er þama,
sama hvað við tautum oft já og nei
og en og kannski. Það er þama, og
það er máski óviturlegt að láta sem
svo sé ekki.
Ég hef ekkert svar á takteinum,
hef ekkert upp á að bjóða nema óviss-
una um það hvemig eigi að óska
Matthew og okkur öllum alls hins
bezta. Fyrst við getum ekki alið
áflogaseggi þannig upp að þeir verði
prúðmenni eigum við þá að ala prúð-
mennin þannig upp að þau verði
áflogaseggir? Ættum við öll að verða
skátar? Avallt viðbúin? Eða er það
sama óðs manns æði og að setja ofur-
næman gikk á byssuna?
IKEA
ER FYRIR ALLA
MARIN skápur
kr. 28.490-
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7,108 Reykjavík. Sími 686650.