Morgunblaðið - 25.11.1988, Side 3

Morgunblaðið - 25.11.1988, Side 3
I C 3 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 IÐJUÞJÁLFUN Á GEÐDEILD sköpunargleði. Hún segir enn- fremur að markmiðið með iðju- þjálfuninni sé að hjálpa fólki að komast sem fyrst til sinna fyrri starfa.“ ÞærErla Ingólfsdóttirog Elín Ingólfsdóttir sem leiðbeina við handavinnuna segja að nú só verið að huga að jólaföndri og fólk sé reyndar löngu farið að búa til jóla- gjafir fyrir ættingja sína. „Það er stundum erfitt að fá fólk til að hefjast handa og við reynum því að hafa nokkra fjöl- breytni í handavinnunni svo eitt- hvað höfði til allra. Þegar fólk á annað borð er byrjað að hafa eitt- hvað fyrir stafni er það mjög án- ægt, lifnar við og talar um hve tíminn sé fljótur að líða." „Þó að handavinna sé stór hluti af því sem við erum að fást við þá er margt fleira sem við tökum okkur fyrir hendur. Hér er boðið upp á sund tvisvar í viku, leikfimi og slökun. Á miðvikudögum er far- ið á söfn, í bæinn eða á kaffihús. Á sumrin er farið í ferðalög, grillað og gerður dagamunur. Séra Sig- finnur, sjúkrahúspresturinn okkar er með bænastund á fimmtudög- um og ekki má gleyma kvöldvökun- um sem eru á fimmtudagskvöld- um. Þá skemmtir fólkið sjálft að miklu leyti, stundum bökum við saman vöfflur, spilum bingó, förum í leiki eða syngjum jafnvel og döns- um.“ Jónína segir að sig dreymi stóra drauma. „Mig langar að koma hér upp tilraunaeldhúsi svo að hægt sé að elda og baka. Það væri gam- an að geta leiðbeint fólkinu með bakstur og matseld. Gott væri að hafa betri aðstöðu fyrir smíðamar og koma upp aðstöðu fyrir leir- brennslu. Það er mjög algengt að unga fólkið vilji vinna með leir en okkur vanntar brennsluofn. Það væri líka gaman að fá aðstöðu fyr- irtágavinnu og... Þetta eru stórir draumar, sér- staklega þegar hvert pláss er setið á Borgarspítalanum, en kannski eiga þeir eftir að rætast". GRG SNYRTING ROSÍHÁRIÐ, HNAPPA GATIÐ,... Spennur, hálsklútar, slaufur og slæður. Allt hefur þetta átt miklum vinsældum aðfagna und- anfarin misseri. Þessi einfalda rós sómir sér vel hvar sem er og er einföld ítilbúningi. Það er bara að ná í efnisafganga, velja saman smekklega liti og klippa í mátulega hringi. Þegar nokkrir lita- hringirerutilbúnirþá þarf að renna þeim í gegnum saumavélina til aðekki rakni upp. Að síðustu eru efnin saumuð saman í miðjunni og ör- yggisnælan dregin fram ef setja á rósina í flík. Ef hún á hinsvegar að prýða hár er hægt að festa á hana spennu eða teygju. f KRAKKAR! MUNÍÐ AÐ BllRSTA ■TENNURNAR eru komin á alla útsölustaði 011 lionsdagatöl ern merkt og þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstnpa. Allnr hagnadur rennnr oskiptur til liknarmála. Verð 150.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.