Morgunblaðið - 25.11.1988, Side 10

Morgunblaðið - 25.11.1988, Side 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 MAT- reiðslubœkur fyrir jól Talsvert minna er um mat- reiðslubækur í ár en oft áður. Það lítur út fyrir að fólk virð- ist vera orðið nokkuð „satt“ á matreiðslubókum eftir gró- skumikla útgáfu undanfar- inna ára. Eitthvað á þessa leið varð einum bókaútgef- anda að orði, þegar við fórum á stúfana til að kanna hvað mætti gómsætt finna á jóla- bókamarkaðnum í ár. Reynd- ar er ekki um nema tvær matreiðslubækur að ræða í þetta skiptið og fjalla þær, hvor á sína vísu, um afmark- aða tegund matreiðslu, ann- ars vegar á jurtafæði og hins vegar matreiðslu í örbylgju- ofnum. Þetta eru bækurnar Grænt og gómsætt eftir Colin Spencer í þýðingu Helgu Guðmundsdóttur sem Forlagið gefur út og svo bók frá Setbergi sem nefnist Úrvalsréttir í örbylgjuofni eftir Jennie Shapter og er þýdd og staðfærð af Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara, en hún hefur um árabil haldið hér námskeið í matreiðslu í örbylgjuofnum. í bókinni eru kaflar með ýmiskonar upplýsinum um örbylgjuofna, áhöld, undir- stöðuatriði og grænmetismatreiðslu, auk uppskriftakafla sem skiptast niður í forrétti, aðalrétti og eftirrétti, ýmist fyrir einn, tvo, eða fjóra, auk sérréttauppskrifta og uppskrifta fyrir matreiðslu í sambyggðum ofnum. Grænt og gómsætt fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um jurta- fæði og matreiðslu þess á sælkeravísu, auk þess sem í henni er að finna margvíslegar upplýsingar um jurtafæði og mataræði. Auk kafla með margvíslegum uppskriftum gefa sex matreiðslumeistarar uppskrift- ir að veisluréttum úr jurtafæði og bera þær yfirskriftirnar: Jónsmessu- veisla í náttúrunni, Fyrsta máltíð á hlýjum vordegi, Kvöldverðarboð, Þakkargjörðarveisla, Jólaboð og Brúðkaupsveisla. Þar sem jólin nálgast óðum grípum við hér niður í þessar bækur og birtum af handahófi upp- skriftir úr þeim að hátíðarréttum. Úrvalsréttir í örbygjuofni -GRÁÐOSTAFRAUÐ 20 g smjör eða smörlíki 1 Iftill laukur, rlfinn 20 g hveiti 1V4 dl mjólk 2 egg, aðskilin 50 g gróðostur, mulinn salt og pipar Undirbúningstími þessa forréttar er 10 minútur og matreiðslutími 14 mínútur. Setjið smjörið í skál og matreiðið á fullum styrk í 20 til 30 sekúndur. Setjið laukinn út í og matreiðið á fullum styrk í 2 mínútur. Hrærið hveitinu saman við og hellið mjólkinni smátt og smátt út í. Mat- reiðið á fullum styrk í 11/2 til 2 mínút- ur, þar til það þykknar, hrærið tvisv- ar til þrisvar sinnum i. Hrærið eggja- rauður og ostinn út i og kryddið. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið saman við ostasósuna. Hellið í 4 litl- ar skálar. Setjið á grind í ofninum. Matreiðið í sambyggðum ofni við 200 gráðu hita og lágum styrk í 10 mínútur, þar til frauðið er farið að lyfta sér og komin Ijósbrún húð. Borið fram strax. Matreiðsla í örbylgjuofni: Útbúið réttinn og matreiðið í héitum ofni við 200 gráðu hita i 12 til 15 mínútur þar til hann brúnast. ENGIFERÖND 4 skammtar af önd eða um 11/2 kg 4 msk. plómusulta 1 msk. sítrónusafi 1 hvítlauksrif, marið 2 tsk. chilisósa 2,5 sm. englferbiti, fínt rifinn rifið hýði af sitrónu smár blaðlaukur og sítrónu- sneiðar til skrauts Undirbúningstími þessa aðal- réttar er 4 mínútur og mat- reiðslutími 31 mínúta. Stingið í öndina með gaffli og setjið á grind. Matreiðið í sambyggðum ofni við 200 gráðu hita og meðal- styrk í 15-20 mínútur eftir stærð andarinnar. Blandið þá plómusul- tunni, sítrónusafanum, hvítlaukn- um, chilisósunni, sítrónuberkin- um og engifer saman og mat- reiðið á fullum styrk í 1 mínútu. Setjið öndina síðan í eldfast mót, hellið sósunni yfir og mat- reiðið í sambyggðum ofni við 200 gráðu hita og lágan styrk í 10 mínútur, þar til safinn er tær sem rennur þegar stungið er í öndina með hníf. Berið fram á heitu fati, skreytt með blaðlauk og sítrónu- sneiðum. Matreiðsla í örbylgjuofni: Stingið í öndina, setjið hana á grind og matreiðið á fullum styrk í 10 mínútur. Setjið í eldfast mót, hellið plómusultunni og blöndunni yfir og matreiðið á full- um styrk í 5 mínútur, eða þar til safinn er tær sem rennur úr kjöt- inu. Setjið loks undir heitt grill til að brúna öndina. FERSKJU- OG MARENGS- UNDUR 2 stórar ferskjur, flysjaðar 75 g sykur 40 g hnetur 5 kirsuber, söxuð 2-3 hnetudropar 1 stórt egg, aðskilið kirsuber skorin (fernt til skrauts Undirbúningstími þessa eftir- réttar er 15 mínútur og matreiðsl- utími 10 mínútur. Skerið ferskjurn- ar til helminga og takið steinana úr. Setjið í eldfast mót. Blandið 25 g af sykri saman við hneturnar, kirsuberin, hnetudropana og eggjarauðuna. Skiptið í fernt og setjið í ferskjurnar, þar sem stein- arnir voru. Stífþeytið eggjahvítuna með sykrinum sem eftir var, nema 1 tsk. sem er sett síðast. Setjið ofan á hvern ferskjuhluta. Stráið sykri yfir. Skreytið með kirsuberj- um og matreiðið í sambyggðum ofni við 220 gráðu hita og légan styrk í 9-10 mínútur. Matreiðsla f örbylgjuofni: Útbúið eins og að ofan greinir og matreiðið á fullum styrk í 3 mínút- ur. Setjið undir heitt grill svo það brúnist. ATH. Allir réttirnir sem fengnir eru úr bókinni Úrvalsréttir i örbylgjuofni eru œtlaÖir fyrir fjóra og henta til mat- reiÖslu hvort heldur er í sambyggöum ofni eða örbylgjuofni. Efég vœri íþínum sporum . .. Flest erum við sérfræðingar f að gefa öðrum góð ráð. Fæstum gengur okkur hins vegar jafnvel að fara eftir ráðum annarra. Reyndar má færa gild rök að þvf að heilræði geri nær alltaf meira tjón en gagn. Og kannski er eitthvað til í því að heilræði séu dálítið sem maður gefi öðrum af því að maður hafi engin not fyrir þau sjálfur. Það vantar ekki að við séum ávallt reiðubúin að gefa góð ráð til hægri og vinstri. Þegar aðrir eiga í hlut höfum við ráð undir rifi hverju, jafnvel á sviðum þar sem engum dylst að þar hefur okkur sjálfum mistekizt svo um munar. Okkur er líka gjarnt að hlusta með andakt á frásagnir af óförum ann- arra og gleyma um leið eigin óför- um sem við hefðum trúlega ekki orðið fyrir hefðum við haft vit á því að fara að ráðum annarra. Við höfum nefnilega öll tilhneigingu til að hegða okkur í samræmi við eig- ið brjóstvit. Okkur munar ekki um að ráðleggja öðrum en annað verð- ur upp á teningnum þegar um það er að ræða að fara að ráðum ann- arra. Yfirleitt gerum við einmitt þau mistök sem mest hefur verið brýnt fyrir okkur að varast — jafnvel af einskærri þrjózku gagnvart þeim sem hafa veitt hinar óumbeðnu ráðleggingar og þannig blandað sér í það sem þeim kemur ekki við. í stað þess að bregðast harka- lega við og segja hreinskilnislega að við kærum okkur ekki um þessa afskiptasemi erum við gjörn á að fara undan í flæmingi og segja óbeint að við vitum ofurvel hvernig bezt sé að fara að. Þeir sem á annað borð vilja gjarnan hafa reynslu annarra til hliðsjónar án þess að láta ráðzkast með sig komast oft í vandaræði. í stað þess að fyllast sektarkennd af því að velja aðra leið en hinir spakvitru mæla með er reynandi að taka mark á því sem jákvætt er en láta hitt eiga sig. Með öðrum orðum, að skilja hismið frá kjarnan- um. Barnasérfræðingarnir Þegar meðferð og uppeldi barna er annars vegar eru það einkum mæður og tengdamæður sem herja á reynslulitla foreldra með ráðleggingum um hvernig þeir eigi að annast afkvæmið. Oft vill það gleymast að síðan þær eignuðust sjálfar börn hefur ýmislegt breyzt. Nú eru í gildi aðrar reglur um eldi ungbarna og af er sú tíð þegar talið var að börn yrðu rellin og beinlínis óþekk af því að vera tekin upp um leið og þau gáfu frá sér minnsta hljóð. Tímarnir hafa held- ur betur breytzt síðan ófrávíkjan- leg fyrirmæli voru um að fyllstu reglusemi og hreinlætis væri gætt en að öðru leyti ætti að láta börn- in eiga sig. Um þetta segir Vibeke Brönsted sem er dönsk heilsugæzluhjúkrun- arkona: „Sumt fólk umturnast um leið og það sér konu sem væntir sín eða er með ungbarn. Það get- ur alls ekki stillt sig um að segja frá sinni eigin reynslu og því sem það hefur heyrt eða lesið um fæð- ingar og barnagæzlu. Þessi þörf fyrir að láta Ijós sitt skína varðandi fæðingar og brjóstagjöf gerir það að verkum að fyrsta heimsókn okkar frá heilsugæzlunni á heimili er yfirleitt í því fólgin að ryðja úr vegi alls konar fordómum sem búið er að koma inn hjá foreldrum. Oft eru þeir með slæma samvizku af því að gera ekki það sem „rétt" er, þ.e.a.s. það sem allar reyndar mæður þykjast vita að sé rétt.“ Aðvaranir Yfirleitt eru konur ringlaðri og öryggislausari þegar fyrsta barnið fæðist en algengt var fyrir svo sem tuttugu árum, segir Vibeke Brönsted. Fæstar nýbakaðar mæður eru vanar að umgangast börn og þær eru margar sem aldr- ei hafa komið nálægt hvítvoðungi fyrr en þær halda á sínum eigin í örmum sór. Þess vegna eru mæð- ur nú móttækilegar fyrir leiðbein- ingum, ekki sízt frá mæðrum sínum og tengdamæðrum sem reyndar geta látið í té ómetanlegan stuðning. Þær mæður sem þegar hafa átt börn hafa þegar aflað sér reynslu en þær sem eru að eign- ast fyrsta barnið komast ekki hjá því að sækja ráð til annarra. Það er ekki sama hvernig þessum ráð- leggingum er komið á framfæri. Umvandanir, boð og bönn eiga ekki rétt á sér. Tröllasögur af stofnanabörnum og vanhugsaðar athugasemdir fá byr undir báða vængi um leið og fólk lætur á sér skilja að það vilji gjarnan eignast barn: „Þið ættuð að hugsa ykkur tvisvar um — þetta er ekki bara eins og að drekka vatn. Fyrstu þrjá mánuðina verðið þið svefn- laus, ekki sízt ef barnið fær nú magakrampa." Og þannig malar kvörnin, áfram og áfram, nánast þar til unginn flýgur úr hreiðrinu. Fólk á rétt á því að syrgja Sagt er að tíminn lækni öll sár, og gömul orðtæki af þessu tagi lifa enn góðu lífi. Sá sem verður fyrir því að missa barn má oft láta sér lynda að hlusta á eitthvaö í þessa veru: „Þið drífið bara í því að eignast annað barn. Þið eruð ung og eigið lífið framundan." Við fólk sem eignast andvana barn er ekki fátítt að sagt sé: „Þið skuluð ekkert vera að gefa því nafn. Það yrði bara til þess að gera þetta erfiðara." Með öðrum orðum: Hók- us, pókus, látum eins og þetta hafi aldrei gerzt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.