Morgunblaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 Hörður Áskelsson, stjómandi Mótettukórsins: Lykilorð aðventimn- ar er eftirvænting Það er kaffípása og gangurinn er fullur af hjalandi og brosandi fólki. Því virðist líða svo vel. Á eft- ir hljómar samstilltur söngurinn og fyllir kirkjuna. Einn langur tónn deyr út, og svífur einhvers staðar um. Enginn veit hvar. Það er eins og tónamir leiki sér stundum, löngu eftir að raddimar em þagnaðar. En þá hafa fæðst nýir tónar. Hörður Áskelsson, stjómandi og stofnandi Mótettukórsins. Hvemig var dagskrá kórsins valin í þetta sinn? Hún er sett saman og valin með tilliti til þessa árstíma, aðventunn- ar, en lykilorð aðventunnar er eftir- vænting. Aðventa og jól eru ríkust af kirkjulegri tónlist. Mér finnst of mikið gert af því að syngja jólalög löngu fyrir jól. Við höfiim því reynt að halda aðventutónlistinni á lofti. Stef, sem mikið er notað fyrir að- ventu, er „Nú kemur heimsins hjálparráð", og hefur verið mottó fyrir aðventuna gengnum aldimar. Laglínan er úr ævafomum sálmi frá 4. öld, eftir Ambrósíus kirkjuföður. Hann samdi mikið af hymnum, og einn hinn þekktasti er þessi bæn, sem er í raun hjá honum; Kom þú Kristur. Þessi sálmur hefur verið rauður þráður gegnum alla að- ventutónlist allar götur síðan. Og mikið af tónlist og sérstaklega org- elverkum sem sækja áhrif sín til sálmsins. En við spinnum sumsé kringum þetta stef. Og hefjum tón- leikana með því að syngja sálminn á latínu í upphaflegu formi. Lagið er einskonar þjóðlag, fom kirkju- söngur, sem hefur breyst lítillega gegnum tíðina, ein og ein nóta færst til. Þá syngjum við 16. aldar tónsmíð, við sama sálm, en á þýsku. Það er átta radda kór, sem kallast á. Tónverkið er eftir Samuel Scheidt. Við endum síðan tónleik- ana á íslenskri gerð í þýðingu Sigur- bjöms Einarssonar. Hodie Chrístus natus est Dagskrá kórsins er nær jólunum en áður. Við erum búin að syngja ákveðin aðventuefni, en þannig eru nokkur verkanna tengd sjálfri fæð- ingunni. Þá nefni ég fjórar útsetn- ingar á jólasálmi Luters, „Gelobet seist Du Jesus Christ". Útsetningar frá endurreisnartímabili til J.S.Bach. Sá sálmur er sérstakjega þýddur af dr. Jakobi Jónssyni. Önn- ur þýðing var til, en þýðing dr. Jakobs passar betur við lagið. Sálm- urinn er sjö vers, og við skiptum útsetningum niður þannig að fyrstu Viðtöl: Elisabet K. Jökulsdóttir Mótettukór Hallgrimskirkju flytur sjöundu aðventutónleika sína á morgun. Á dagskrá eru tónverk og mótettur eftir, Will- iam Byrd, Johan Eccard, John Pieterson, Samuel Scheidt, Heinrich Schiitz, Andreas Hammerschmidt, Henry Purcell, Johann Sebastian Bach, Anton Bruchner og Edward Grieg. í tileftii af tónleikunum ræddi Morgunblaðið við þijá félaga i Mótettukómum. Gott að syngja á latínu „Ég hef verið með frá stofnun körsins, 1982," segir Trausti Þór Sverrisson „og þá var kórinn 25 manns. Fyrstu aðventutónleikamir voru 1983. Síðan þá hefur kórinn verið það stór að hann getur flutt mótettur fyrir tvo kóra.“ tvö versin eru sungin við elstu út- setningu o.s.frv. Það sem tengist jólunum líka á dagskránni er óskap- — Og hvað em mótettur? „Mótetta er söngverk fyrir kór, með trúarlegum texta án hljóð- færasláttar. A fyrri tíð, 16. og 17. öld, voru mótettur algeng form. Og hluti af starfi tónskálda sem unnu í þágu kirkjunnar. Þau urðu stund- um að semja fyrir helgihald með stuttum fyrirvara. Flest verk Bachs höfðu hagnýtt gildi. Kórinn hefur flutt fimm af sex mótettum sem hann samdi. Þegar kom fram á 18. öld, á tímum klassíkur og rómatík- ur, fór þeim tónskáldum fækkandi sem sömdu mótettur. Anton Bruc- hner er þó undantekning og við flytjum Virga Jesse eftir hann núna. Það er sama yrkisefni og Matthías Jochumsson gerir skil í jólasálmi sínum: Það aldin út er sprungið. En mótettan er smátt form. Sum verkin syngjum við á latínu. Það er gott að syngja á latínu, ma. lega merkilegt verk eftir Sweelinck, 16. aldar Hollending, við sálminn „Hodie Christus natus est“. Texti sem sunginn hefur verið við jól, svo lengi sem elstu menn muna. Tón- skáld hafa keppst um að semja lög við sálminn. Þennan sama sálm syngja svo þijár söngkonur saman á þýsku við tónlist Schútz. Þriðja þema tónleikanna er Lofsöngur Maríu, og kemur fyrir í tveimur myndum, annars vegar sem frásögn í lagi eftir Eccard, og hinsvegar sem lofsöngurinn sjálfur, þá sunginn á ensku, Motetta eftir H. Purcell. En þetta er tónlist frá lögnum tíma, en þó er endurreisnartónlistin áber- vegna sérhljóðanna. Þýska er mun erfiðari. Islensk tónskáld hafa spreytt sig á kirkjulegri tónlist og Mótettukórinn hefur frumflutt íslensk kirkjuleg verk, eftir eftir Jónas Tómasson, Hjálmar H. Ragn- ar, Gunnar Reyni Sveinsson og síðast en ekki síst tvö verk eftir andi hjá kómum. Þá var mjög skap- andi tímabil í kirkjunni, hvað tónlist snerti. Endurreisnartónlist hefur ekki verið flutt mikið hér á landi. Enda býsna erfið að syngja hana og bara fyrir þjálfaða kóra. Ég veit þó að Pólýfónkórinn flutti heilmikið af þeirri tónlist á sínum sokka- bandsárum. Nuna er mikil gróska í kórum og við kirkjumar. í Reykjavík starfa þrír stórir kirkju- kórar, við Hallgrímskirkju, Dóm- kirlq'una og Langholtskirkju. Er þetta ekki fullt starf að vera stjórnandi kórs? Jú, hvað vinnu snertir, þó er það ekki skilgreint þannig launalega Þorkel Sigurbjömsson, þar sem hann hafði Mótettukórinn í huga þegar hann samdi, Kvöldbænir, Hallgríms Péturssonar og Páskaor- atoríu, sem við fluttum með hljóm- sveit sl. páska. Ég held að það teng- ist því, að íslensk tónskáld semji kirkjulega tónlist, að seinni ár hafa Eins og kraftaverk — þetta andartak Morgunblaðið/Bjami Frá vinstri: Trausti Þór Sverrisson, Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifúr Hjartarson. Drottinn allsherjar eða sápusali — segir Guðmundur Björgvinsson um hlutskipti listamannsins Guðmundur Björgvinsson rit- höfúndur og myndlistarmaður hefúr nýlega sent frá sér skáld- söguna ÁSTIN SIGRAR - ÞESSI GAMLI DJÖFULL. Þetta er þriðja bók Guðmundar þvi áður eru út komnar NÆTURFLUG I SJÖUNDA HIMNI og ALLT MEINHÆGT. í Ástin sigrar — þessi gamli djöfúll segir frá Halldóri Guðbjam- arsyni, ungum námsmanni, sem fer utan til Bandaríkjanna einn vetur en uppi á íslandi í litlu húsi við hafið situr heitmey hans og þreyir þorrann þolinmóð. Halldór snýr svo heim í lokin, rejmslunni ríkari og giftist heitmey sinni. „Það sem gerist er glíma Hall- dórs karisins við þennan nýja heim og ást sína á konu sem hann kynn- ist, Jackie," segir Guðmundur. „Giftingin í lok sögunnar er hrein skrýtla. Þegar ég segi að ástin sigri er það af nokkurri kaldhæðni. Ástin sigrar með því móti að yfirbuga manninn, hún leikur hann grátt — tortímir honum jafnvel. Hugsunin er sú að fólk fari heldur illa út úr viðskiptum sínum við ástina." — Hvað er ást? „Ástin er náið samband milli karls og konu. Mér fínnst ástin magnað efni í bókmenntir því hún er yfirleitt nánasta samband tveggja einstaklinga sem hægt er að fást við. Allar hliðar mannskepn- unnar hljóta að koma upp á yfir- borðið — góðar, illar, gimd og fysn- ir; andinn og göfugustu partar mannsins njóta sín líka þegar ástin blómstrar. Ef rithöfúndur skoðar ástina þá hlýtur hann að skoða mannskepnuna alla. Hlutverk rit- höfundar er að sýna allt sviðið, frá hinu smæsta til hins hæsta." — Það er ekki laust við að stund- um finnist manni sem þú sprengir utan af þér ramma sögunnar — ímyndunaraflið hlaupi út undan sér? „Já, ég veit hvað þú átt við. En Halidór splundrast sjálfur sem per- sóna þegar samband hans við Jackie splundrast. Kaflinn sem fylgir í kjöl- farið er táknrænn — Halldór fer ofan í jörðina — eins og þegar Dante fór niður til vítis. Fyrir mér er þetta miklu rökréttara en það hefði getað verið. Ég kaus þessa leið og finnst ég ekki sprengja ram- mann.“ — Þú blandar saman myndræn- um expressjónisma og raunsæis- legri frásögn — ekki satt? „Jú, og þessi frásagnaraðferð er mjög meðvituð hjá mér. Það er gömul kenning að skáldsögur eigi að hafa upphaf, miðju og endi. Raunveruleikinn er hins vegar ekki þannig og sú skáldsaga sem mest áhrif hefur haft á mig er Tómas Jónsson metsölubók þar sem stokkið er úr einu í annað án þess að það virki sundurlaust. Ástin sigrar — þessi gamli djöfúll er tilraun af minni hálfu til að tengja saman þessa tvo þætti; raunsæis- lega frásögn og draumkenndar lýs- ingar. Með þeim vonast ég til að ná fram undirstraumi í söguna og auk þess hleð ég inn í frásögnina fjölmörgum táknum." — Ertu að búa til púsluspil fyrir bókmenntafræðinga? „Alls ekki. Tilgangurinn er að þetta sjáist ekki. Ég efast um að til sé nokkur höfundur sem ekki er meðvitaður um alla þræði sögunnar sem hann skapar. En ég ætlast ekki til að þetta sé lesið þannig. Það fer í taugarnar á mér ef ég þykist sjá einhvem tilvísanaremb- ing í skáldsögum. Slíkt á ekki sjást. Það er tilgerðarlegt." — Þú stundaðir sjálfur nám í Bandaríkjunum. Er sagan lýsing á eigin reynslu? „Ég get ekki svarað þessu ját- andi því í sögunni lýg ég alveg skilyrðislaust þegar mér hentar. Kannski er eitt prósent sögunnar lýsing á eigin reynslu. Ævisögur eru þrenns konar; í fyrsta lagi eru lýsingar höfunda sem styðjast við Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Björgvinsson rithöf- undur sem hefúr nýlega sent frá sér skáldsöguna, ÁSTIN SIGRAR - ÞESSI GAMLI DJÖFULL. minni sitt. Þessir höfundar fullyrða gjaman að frásögnin sé sannleikan- um samkvæm. í öðru lagi eru ævi- sögur dulbúnar sem skáldsögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.