Morgunblaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 ísrael; Samkomulag milli Verkamannaflokks og strangtrúarflokks Jerúsalem. Reuter. SAMKOMULAG náðist milli Verkamannaflokksins og strangtrúar- flokksins Agndat ísrael á miðvikudagskvöld sem gæti komið í veg fyrir að Yitzhak Shamir, forsætisráðherra og leiðtoga Líkud- flokksins, takist að mynda stjórn. Með samkomulaginu hefur Shim- on Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, tryggt sér stuðning GO þingmanna en Shamir hefur stuðning 58 þingmanna. Þingmaður Agudat ísrael, Menachem Porush, sagði að með samkomulaginu væri ekki aðeins komið í veg fyrir að Shamir mynd- aði stjóm heldur væri Peres þar með veitt tækifæri til stjómar- myndunar. Shamir sagði á fimmtu- dag að hann vonaðist enn til að mynda stjóm hægrimanna og strangtrúarflokka fyrir næstkom- andi mánudag, en þá rennur stjóm- armyndunammboð Shamirs út. Hann sagði í samtali við ísraelska útvarpið að hann stefndi að því að vinna stuðning Agudat ísrael- flokksins á komandi dögum. Líkud-flokkurinn gerði samkomu- lag á miðvikudag við strangtrúar- flokkinn Shas og, samkvæmt ísra- elska útvarpinu, var fólst í sam- komulaginu að Shas-flokkurinn fengi tvö ráðherraembætti í vænt- anlegri ríkisstjórn. Shimon Peres og Yitzhak Rabin, vamarmálaráðherra, vömðu flokksmenn sína við því að sam- stjóm hægri afla og trúarlegra afla myndi binda endi á tilraunir til að koma á friði milli araba og gyðinga. Meginbaráttumál Agudat ísra- el-flokksins er að koma á lögum um að aðfluttir íbúar, sem snúist hafi til gyðingatrúar án þess að hneigjast að réttrúnaði, verði ekki viðurkenndir sem gyðingar. Verka- mannaflokkurinn samþykkti að veita væntanlegu fmmvarpi Agud- at ísrael-flokksins, sem gengur undir nafninu „Hver er gyðingur?“, brautargengi gegn stuðning þeirra við Verkamannaflokkinn. Reuter Grískir hermenn héldu uppi eftirliti á götum Rhodos á Grikklandi í gær en leidtog’ar Evrópubandalags- ríkja fúnda þar yfír helgina. Leiðtogafiindur EB; Deilur um félagsleg rétt- indi og sameiningu Evrópu Brussel. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópubandalags- ins komu saman til tveggja daga fundar í gær á eynni Rhodos. Fyrirhugaðar eru viðræður um sameiginlegar áherslur aðild- Frakkland: Stj órnarhættir Mitterr- ands sæta vaxandi gagnrýni Forsetinn sakaður um dugleysi og sagð- ur hafa tamið sér konunglega siði GAGNRÝNI á stjórnarhætti Francois Mitterrands forseta hefur skyndilega blossað upp i Frakklandi. Raunar hafa Frakkar löng- um haft af því yndi og skemmtun að gera grin að forsetum sínurn og var þannig óspart skopast að Charles de Gaulle ekki síst er hann breytti sljórnarskránni tíl að auka völd forsetans. Aðeins eru liðnir sex mánuðir frá því Mitterrand var kjörinn forseti og þvi kemur á óvart að bæði menntamenn og ijölmiðlar skuli nú veitast að honum. Stjórnmálafræðingur einn segir í viðtali við fréttaritara bandaríska dagblaðsins The Washington Post að menntamenn, blaðamenn og stjórnmálamenn hafí lengi verið óánægðir vegna framgöngu forsetans í hinum ýmsu málum og kveðst sá hinn sami telja að innan Sósíalistaflokksins, flokks Mitterrands, gerist gagnrýnisraddirnar sífellt háværari. Það eru einkum stjómarhættir júlímánuði til að geta varið nokkr- forsetans sem skyndilega fara svo mjög fyrir bijóstið á landsmönn- um. Hann þykir hafa tamið sér konunglega siði og kosta kapps um að halda sig í ákveðinni fjar- lægð frá almenningi. Nýverið birti tímaritið Le Point, sem er hægri sinnað, greinaflokk sem þótti í ósvífnara lagi undir fyrirsögninni: „Mitterrand: konungurinn og hirð hans“! A forsíðunni gat að líta mynd af Mitterrand f konungs- klæðum. Vinkona í Feneyjum í greinunum var Mitterrand gagnrýndur fyrir að vilja helst eyða tíma sínum í hópi vina sinna eða á rándýrum matsölustöðum og var fullyrt að þyrla væri ævin- lega til taks er forsetinn vildi bregða sér frá og njóta lífsins. Þá var ennfremur vikið að ferðum Mitterrands til Feneyja en þrálát- ur orðrómur er á kreiki um að forsetinn eigi „vinkonu" þar í borg. Raunar hafa Parísarbúar löngum velt fyrir sér sögusögnum í þessa veru en hingað til hafa blöð og fjölmiðlar ekki tekið á málinu enda líta virðuleg dagblöð í Frakkalandi svo á að lesendum þeirra komi einkalíf háttsettra embættismanna ekkert við. í grein Le Point var vikið frá þess- ari grundvallarreglu og t.a.m. fullyrt að Mitterrand hefði flýtt fyrirhuguðum ríkisstjómarfundi í um dögum í Feneyjum „í einkaer- indum“. Umkring'dur höfðingjasleikjum Þótt Mitterrand hafi ekki ávallt notið almennra vinsælda hefur hann fram til þessa sloppið við persónulegar ærumeiðingar í fjöl- miðlum. Bæði hefur stefna hans farið saman við skoðanir áhrifa- mikilla mennta- og blaðamanna auk þess sem sigur hans í forseta- kosningunum í ár var ótvíræður. En margt hefur breyst á þessum sex mánuðum. Nýlega kom út bók, sem vakið hefur mikla at- hygli og nefnist „Opið bréf til Mitterrand-kynslóðarinnar" (Let- tre Ouverte a la Generation Mit- terrand). Bókina ritar Thierry Pfíster, fyrrum starfsmaður Sósílaistaflokksins. í bókinni er farið mjög neikvæðum orðum um stjómarhætti forsetans. Hann er þar sagður vera einvaldur og umkringdur höfðingjasleikjum. Það er m.a. af þessum sökum sem greinaflokkur Le Point kom mönnum ekki svo mjög á óvart. Michel Rocard, forsætisráð- herra Frakklands, hefur átt við mikla erfiðleika að glíma í haust. Verkföll fjölmargra starfsstétta hafa lamað atvinnulífið og ekki bætir úr skák að sérfræðingar um frönsk stjómmál telja mikinn meirihluta verkfallsmanna óán- ægða kjósendur Sósíalistaflokks- ins. Er Mitterrand skipaði Rocard forsætisráðherra í maímánuði bar hann einmitt lof á þann hæfileika Rocards að geta leyst erfið deilu- mál. Árangurslítil utanríkisstefna Framganga Mitterrands á vett- vangi utanríkismála sætir einnig nokkurri gagnrýni. Er Mitterrand var endurkjörinn forseti lögðu aðstoðarmenn hans áherslu á að reynsla hans myndi verða til þess að treysta stöðu Frakklands á alþjóðavettvangi. Var einkum nefnt að Frakkar myndu gegna lykilhlutverki við mótun nýrrar stefnu Vestur-Evrópuríkja gagn- vart kommúnistaríkjunum austan Jámtjaldsins. Nýverið lýsti Valery Giscard d’Estaing, fyrrum forseti og núverandi formaður utanríkis- nefndar franska þingsins, yfir því að forsetinn hefði ekki nýtt þá möguleika sem gefist hefðu á þessu sviði. Tilefni þessara um- mæla var tillaga sem Mitterrand kynnti er hann ávarpaði allsheij- arþing Sameinuðu þjóðanna þess efnis að boðað yrði til sérstakrar ráðstefnu um takmarkanir efna- vopna. Þótti þetta ekki við hæfí í ljósi þess að aðeins tveimur dög- um áður hafði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti lagt til að ráð- stefna þessi færi fram í París í janúarmánuði. Þá hafa stjómmálaskýrendur sagt að stefna forsetans gagnvart Sovétríkjunum hafi skilað litlum árangri. Hafa menn haft á orði að Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtoga sé greinilega frekar um- hugað um að treysta samskipti sín og Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, og hafa því til sannindamerkis nefnt að hann hyggist eiga viðræður við „Jámfr- úna“ á leið sinni heim frá Banda- ríkjunum í næsta mánuði án við- komu í París. Heimildir: International Herald Tribune og The Economist. arríkjanna í utanríkismálum og sömuleiðis samskipti við riki utan EB. Talið er að leiðtogarnir muni leggja áherslu á að eyða allri tor- tryggni ríkja utan EB gagnvart EB-mar kaðnum. Leiðtogar Evrópubandalagsins hittust í gær á grísku eynni Rhodos skömmu áður en formlegur fundur Evrópubandalagsins hófst. Þegar leiðtogar 12 ríkja EB komu saman á Ródos sprungu tvær sprengjur við skrifstofur EB í Aþenu. Vinstrisinn- aður skæruliðahópur, RPS, lýsti ábyrgð á sprengjutilræðunum. í bréfi sem samtökin sendu dagblaði í borg- inni segir að EB „sé samtök nýlendu- þjóða" sem arðræni gríska verka- menn. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, snæddi morgunverð í gær með Helrnut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands. Að sögn breskra embættismanna snerust samræður þeirra um sameiginleg viðhorf þjóð- anna til samskipta Austur-Evrópu og Vestur-Evrópu, vígbúnaðareftirlit og viðhorf bandarísku ríkisstjómar- innar til friðarumleitana fyrir botni Miðjarðarhafsins. Thatcher ræddi einnig við Wilfred Martens, forsætis- ráðherra Belgíu, um írska prestinn Patrick Ryan sem fluttur var til Belgíu en Bretar höfðu krafist fram- sals hans vegna meintrar hryðju- verkastarfsemi. Framkvæmdastjóm EB mun eftir mætti freista þess á fundinum að fá leiðtogana til að fallast á það sem kallað er „Evrópa fólksins" sem er eins konar andstæða „Evrópu fyrir- tækjanna". Bretar hafa sérstaklega verið sakaðir um „kaupmannavið- horf“ í samskiptum innan EB. Það er t.d. staðfest að viðleitni í þá átt að leggja niður landamæri hefur ekki borið árangur. Það mál hefur strandað á fólksflutningum en ekki vöru- og þjónustuflutningi. Tillögur um samræmd félagsleg réttindi fyrir launþega innan banda- lagsins hafa hlotið dræmar undir- tektir á Bretlandi. Öryggi á vinnu- stöðum, lágmarkslaun, aðild að stjóm fyrirtækja og starfsþjálfun em ekki mál skriffinnanna í Brassel segja Bretar. Sama gildi um búsetu- rétt, ferðafrelsi og félagslegt öiyggi, t.d. farandverkafólks. Talið er að sameiginlegur markað- ur EB verði ekki á dagskrá fyrr en í Madrid í vor. Breski herinn: Óttast árás IRA í N or ður-N oregi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TALIÐ er, að írski lýðveldisher- ínn, IRA, skipuleggi nú árás á breskar hersveitir, sem verða við æfingar i Norður-Noregi í vetur, að því er fram kemur í The Sunday Telegraph síðastliðinn sunnudag. í september í haust vora tveir liðs- menn IRA í handteknir í Vestur- Þýskalandi. Eftir það linnti hryðju- verkum gegn breska hemum í Vest- ur-Þýskalandi og Hollandi. Norska leyniþjónustan hefur látið bresku leyniþjónustunni í té gögn um, að IRA-hópur, sem starfar í Svíþjóð, undirbúi nú árás á breskar hersveitir, sem verða við árlegar æfingar í Norður-Noregi í vetur, frá því í desembér og fram í mars. Ekki er talið, að IRA reyni að ráða hermenn af dögum, vegna þess að erfitt er að komast ferða sinna óséður í Norður-Noregi á þessum árstíma. Sir Geoffrey Howlett hers- höfðingi er yfirmaður heija Atlants- hafsbandalagsins í Norður-Evrópu og mun stjóma þessum æfingum. Hann er hugsanlegt skotmark, því að hann var yfírmaður breska hers- ins á Norður-Irlandi 1971-73. Einnig er talið, að IRA gæti ráðist að stjórn- stöðvum breska hersins í Noregi í þessum æfingum. Allar öryggisráðstafanir breska hersins í Noregi era nú í endurskoð- un. Noregur: Vilja fimd um loðnuveiðar Ósló. Frá Runc Timberlid, fréttarítara Morgunblaösins. NORÐMENN hafa á prjónunum að kveðja til fúndar um loðnuveið- amar á Norður-Atlantshafí og hefur sjávarútvegsráðuneytið hug á, að hann verði um miðjan janúar. Kom þetta fram á fimmtudag þeg- ar Norðmenn og íslendingar undirrit- uðu samning um loðnuveiðamar við ísland, Jan Mayen og Grænland fram í apríl á vori komanda. Er kvótinn 360.000 tonn og koma 54.000 tonn í hlut Norðmanna á tímabilinu 5. desember til miðs janúar. Er þetta í fyrsta sinn, sem þeir mega hefja vetrarveiðamar fyrir áramót. Á fundinum í janúar vilja Norðmenn ræða um norska kvótann næsta haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.