Morgunblaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.12.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1988 49 meira virði var okkur þó hlýhugur, góðvild og vinátta húsráðenda, en þeirra hluta fengum við í sannleika að njóta þar í ríkum mæli. Ég vil að leiðarlokum þakka af alhug látnum skólabróður og vini tryggð hans og vináttu í meira en hálfa öld. Einnig þakka ég allar góðar samverustundir á liðnum ævidegi. Minning þessa góða drengs er mér dýrmæt nú er ég kveð hann í von og vissu þess, að andi hans sé inn genginn til friðar og fagnaðar þess Drottins, er hann ungur kaus að þjóna hér á jörð. Eiginkonu hins látna, börnum og ástvinum öllum vottum við hjónin innilegustu samúð. Guðm. Guðmundsson Tíminn er eins og vatnið, segir í upphafi á þekktu kvæði. Þegar góðir vinir kveðja leitar hugurinn til upptakanna á þessu hraðstreyma tímabili, mannsævinni, jafnvel þótt hún skipti áratugum. Við leiðarlok fínnst mér ungu árin allt í einu svo undraskammt í burtu. Jón Árni Sigurðsson var fæddur á Auðshaugi á Barðaströnd 30. desember 1917, sonur Valborgar Þorvaldsdóttur og Sigurðar Páls- sonar bónda þar. Hann missti kom- ungur móður sína og var þá tekinn í fóstur að Stað á Reykjanesi til móðurbróður síns sr. Jóns Þor- 'vandssonar og konu hans Ólínu Snæbjamardóttur, tengdaforeldra minna. Þá vom fýrir þijú börn þeirra Staðarhjóna, Snæbjöm, Ragnheiður og Kristján, og var alla tíð gróin vinátta og bróðurþel milli þeirra og fósturbróðurins, sem kveður nú síðastur þeirra systkina. Að loknu menntaskólanámi á Akureyri og í guðfræðideild Háskól- ans vígðist hann til Staðarpresta- kalla árið 1945 og starfaði því í sóknum fóstra síns fyrstu prest- skaparárin. Það sama ár kvæntist hann elskulegri konu, Jónu Sigur- jónsdóttur Jonssonar bóksala í Reykjavík. Á Stað byijuðu ungu hjónin bú- skap og þar fæddist þeim fyrsta bamið, Valborg Ólína. Ekki held ég að neinn, sem er alinn upp i Reykhólasveit, komist hjá því að festa djúpar rætur í þessu fagra umhverfi, enda þykist ég hafa nokkrar sannanir fyrir því. Það var eins og eitthvað vantaði í sumarið hjá þeim fóstbræðmm, ef ekki hafði unnist tími til að skreppa vestur og heilsa upp á land og fólk. Þar nutum við öll saman margra ógleymanleg stund og gestrisni og hlýju á heimili þeirra Unnar og Snæbjamar mágs míns, en þau tóku við búi á Stað eftir lát tengdaföður míns. Árið 1947 fluttist heimili þeirra presthjónanna til Grindavíkur er sr. Jón várð prestur þar. Þar fæddust tvö yngri bömin, Guðlaug og Ámi Þorvaldur. Öll em börnin mikið mannkostafólk og bamabömin átta efnileg og vel gerð. Það var gott að koma í gamla prestseturshúsið í Grindavík. Húsa- kynni vom af eldri gerðinni og brim- ið kögraði ströndina í nokkurra metra fjarlægð. Myndarbragur og elskulegt viðmót fylgdu húsráðend- um hvar sem þau bjuggu. Fyrst í þessu gamla húsi og seinna í glæsi- legum embættisbústað ofar í bæn- um þar til sr. Jón lét af prestskap og þau fluttu til Reykjavíkur. Það var um hásumar á sólbjört- um sunnudegi, þegar sr. Jón var prestur á Stað að við bjuggumst mörg saman til messuferðar inn að Reykhólum. Þá var ekki kominn bílfær vegur svo langt út á nesið, en reiðskjótar stóðu á hlaði. Mér er í fersku minni þessi ferð í glöðum hópi, með fegurð Breiðafjarðar á aðra hönd, með eyjum og sundum og ijallahringnum sem lykur um héraðið á þijá vegu. Einhvem veginn er þessi mynd ásækin í hug mér þegar ég hugsa um áralöng kynni við Jón Áma Sigurðsson. Þar ber ekki skugga á. Það var gróandi í lífi hans og störfum. Heiðríkja og birta fylgja minningu hans. Ég og fjölskylda mín þökkum honum óbrigðula vináttu og styrk og vottum konu hans og öðrum aðstandendum innilega samúð. Þórunn Jónsdóttir Erlendur Ámason á Skíðbakka - Minning Fæddur 24. október 1906 Dáinn 27. nóvember 1988 í dag laugardag er Erlendur Árnason fyrrv. bóndi og oddviti á Skíðbakka, Austur-Landeyjum, kvaddur. Með Erlendi er horfinn heil- steyptur félagsmálamaður og sann- ur drengskaparmaður, heill og trúr í starfi. Leiðir okkar lágu oft saman í störfum og á mannfundum. Frá árinu 1963 til ársloka 1970 störfuð- um við saman að fasteignamati í Rangárþingi, þar er erfitt starfi, og vandasamt. Erlendur var glöggur reiknings- maður og athugull. Nú að leiðarlokum er gott að minnast þeirra samverustunda. Um leið og ég kveð hann hinstu kveðju sem samstafsmann og vin, sendi ég fjölskyldu hans mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Lárus Ág. Gíslason Við kveðjum í dag einn af mæt- ustu sonum þessa lands, bænda- höfðingjann, oddvitann og land- græðsluvörðinn Erlend á Skíðbakka. Hans verður minnst af hlýhug og virðingu allra þeirra er til hans þekktu. Þegar horft er til baka og hugsað til Erlendar þá koma manni fyrst í hug þær gífur- legu breytingar sem orðið hafa í Landeyjunum á síðastliðnum 40 árum. Erlendur var í forystusveit þeirra manna sem í raun skópu þessa byltingu byggðar sinnar með einurð og framsýni og óbilandi trú á mátt gróðurmoldarinnar og íslenskrar bændastéttar. Landeyingar hafa löngum átt í stríði við eyðingaröflin, fyrst og fremst ágang vatns og sanda. Sand- urinn sótti fast að byggðinni í byij- un þessarar aldar bæði norðan frá Þveráraurum og að sunnan frá sjáv- arsöndum og ógnaði byggðinni með eyðileggingu. Víst er að fjöldi jarða fór í eyði af þessum sökum. Með breytingum á útfalli Markarfljóts hækkaði grunnvatnsstaðan í byggðinni og fjöldi jarða var meira og minna umflotinn vatni. Það þurfti eldhuga á borð við Erlend og Ásgeir L. Jónsson ráðunaut hjá Búnaðarfélagi íslands til að vinna bug á vatnsaganum. Framræsla Landeyjanna hefur breytt þeim úr lítt byggilegum sveitum í ein af búsældarlegustu sveitum landsins. En Erlendur lét ekki þar við sitja, hann var óþreytandi við öll fram- faramálefni sveitarinnar. Vegagerð í sveitinni var honum mjög hugleik- in og hann hvatti sveitunga sína óspart til að afmarka jarðir sínar með girðingum og framræsluskurð- um til þess að hver byggi á sínu og ræktaðj sína jörð fyrir eigin búfénað. Árið 1955 hófst sand- græðsla fyrir alvöru á Landeyja- söndum. Erlendur var þar frá upp- hafi í fararbroddi og var land- græðsluvörður um þijátíu ára skeið. Hann háói þar langvinna og tíma- freka baráttu við eyðingaröfiin. En hún bar stórkostlegan árangur, og hefur melgresið nú víða tekið yfir- höndina og breiðist út hægt en ör- ugglega. Sex þúsund hektara eyðimörk varð að lúta í lægra haldi fyrir þrautseigju Erlendar. Það var mikið lán fyrir mig þeg- ar ég ungur tók við starfí hjá Landgræðuslunni_ að hafa slíkan samstarfsmann. Áhugi hans, bjart- sýni og vinnusemi var með ólíkind- um. Alltaf var hann að finna upp á nýjum tiltækjum til að vinna bug á sandinum. Margar aðferðir hans við sáningu melfræs og gerð sandfoksvamar- garða voru ómetanlegt brautryðj- andastarf. Það eru ógleymanlegar stundimar sem ég átti í notalegu eldhúsinu þeirra Guðbjargar og hans á Skíðbakka. Erlendur var aldrei samur maður eftir lát Guð- bjargar óg nú veit ég að minn maður er ánægður með að vera kominn til hennar. Þegar hugur minn leitar til Er- lendar á þessari kveðjustund þá vil ég ekki láta hjá líða að minnast á helsta samverkamann hans í sand- græðslunni, Ólaf Sigurðsson frá Krossi er lést í árslok 1986. Saman unnu þeir myrkranna á milli frammmi á sandi, stundum í grenj- andi sandfoki svo ekki sá út úr augum. Skarð þeirra í röðum sand- græðslumanna verður vandfyllt en við Erlendur fögnuðum því að fá til starfa Albert Halldórsson tengdason hans. Fram á síðustu stundu var Erlendur með hugann við sandgræðsluna fram á Landeyj- asöndum, hann var sannur land- græðslumaður. Með eftirfarandi orðum Erlendar sjálfs í viðtali við Jón R. Hjálmars- son snemma vetrar 1987 lýk ég þessum kveðjuorðum og votta að- standendum Érlendar innilega sam- úð mína. „Nú er ég hættur og sestur í helgan stein. Ég fylgist þó vel með gróðri og framförum frammi á sandi og fer þangað oft til að líta eftir þessu. Þá ósk á ég heitasta v að vel verði um þetta allt saman I hugsað, öllu verði vel við haldið og ! landið megi gróa upp sem mest. Verði svo, mun sandurinn ekki framar fjúka og spilla landi í sveit- inni minni.“ Sveinn í Gunnarsholti Áskell Snorrason tón- skáld - Aldarminning Hratt flýr stund, svo hratt að ég átta mig naumast á því að um þess- ar mundir eru liðin hundrað ár frá fæðingu Áskels Snorrasonar tón- skálds, vinar míns og frænda. Hann fæddist á Öndólfsstöðum í Reykjadal hinn 5. desember 1888. Foreldrar Áskels voru Snorri Jóns- son frá Þverá í Laxárdal Jóakimsson- ar og Aðalbjörg Jónasdóttir frá Þverá í Reykjahverfi Jóhannessonar. Þau bjuggu þó ekki lengi á Önd- ólfsstöðum en fluttu brátt austur yfir heiðina til Þverár í Laxárdal, ættaróðals Snorra, þar sem hann bjó upp frá því allt sitt líf. Áskell ólst því upp flest sín bemskuár og unglingsár öll á Þverá eða þar til hann fluttist til Akureyrar 1919 með konu sinni, Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Bimingsstöðum í Ljósavatnsskarði. Þá þegar, og miklu fyrr var Áskell farinn að fást við tónsmíðar eftir því sem hversdagsönnin leyfði. En aðal- starf Áskels, og það sem hann hafði framfæri sitt af var kennsla. Hann kenndi um áratugaskeið við Bama- skóla Akureyrar, bæði tónlist og aðrar kennslugreinar. Einnig kenndi hann tónlist við Gagnfræðaskóla Akureyrar um árabil. Auk þess vann hann venjulega verkamannavinnu á sumrin eftir því sem geta og heimil- isástæður leyfðu. Einn þáttur í tónlistarstarfí Áskels, og ekki sá veigaminnsti var stofnun Karlakórs Akureyrar um 1930. Meðlimir kórsins voru yfirleitt erfiðismenn, sem litla eða enga til- sögn höfðu fengið í tónlist, og skil- yrðin til tónlistariðkana því í lág- marki. Úr þessum kröftum tókst Áskeli þó að vinna svo vel að því var viðbrugðið hve samstilltur og vel æfður kórinn varð á svo stuttum tíma í höndum hans. Hann setti markið ávallt hátt og slakaði aldrei á klónni og gerði miklar kröfur. Að fáum árum liðnum var kórinn kominn í tölu bestu kóra landsins. Þetta var ekki hægt nema með stökustu kost- gæfni og ströngum aga og kröfu- hörku bæði við kórfélagana og sjálf- an sig. Slíkum árangri ná ekki aðrir en jieir, sem eru fæddir kennarar. I stopulum frístundum undi Áskell sér löngum við að semja tónsmíðar. Hann samdi fjölda sönglaga og einn- ig verk fyrir hljóðfæri, þó fæst af því hafi komið út á prenti. Þó komu út eftir hann þijú sönglög 1933, og árið eftir komu tvö sönglög í söngva- safninu Samhljómum, auk ýmissa laga í Heimi og Unga íslandi 1928. Um Áskel Snqrrason er það að segja hvað varðar stefnu hans í músík að hann var bam síns tíma. Tóniist hans er öll rómantísk og lög- in hans eru hugljúf og auðlærð og eiga greiðan aðgang að öllum þeim, sem eru opnir fyrir tónlist og unna fögrum lögum. Hann vildi semja lög, sem hvert mannsbam gat lært, og hann gerði það. Hver kannast ekki við Dettifoss við ljóð Kristjáns ijalla- skálds eða Hallgrím Pétursson við ljóð Matthíasar Jochumssonar, svo nefnd séu tvö af þekktustu lögum hans. Hann samdi líka lög við mörg af kvæðum Guðfinnu frá Hömrum, hafði mikið dálæti á ljóðum hennar: Hvar er blærinn sem þaut í gær, Vetrarhugsun o.fl., o.fl. Þegar farið er að rýna í lög Áskels Snorrasonar er þar eitt, sem er mjög áberandi, en það er raddsetningin. Hann átti mjög auðvelt með að laða fram þá hljóma, sem undirstrikuðu stemmningu lags og ljóðs, sem steypti hvorttveggja saman í eina óijúfanlega heild, sem stóð ein og sér sem sjálfstætt listaverk og ekki þurfti neinna skýringa við. Lögunum hans var líka vel tekið og mörg þeirra oft flutt bæði í fjölmiðlum og á hljóm- leikum. Áskell var á margan hátt eftir- minnilegur maður. Hann var gjör- hugull og rökfastur í viðræðum við aðra, og það var ekki á a!!ra fteri að halda hlut sinum fyrir horu.a ef A I R P O R T KEFLjAVÍK 92-1 5222 upp kom skoðanaágreiningur. Hann var sárkurteis maður, virðulegur í framkomu svo af bar og kom það fram á ýmsan hátt, td. í göngulagi hans. Hann gekk rólega og ákveðinn fram og það var eins og hvert fót- mál hans væri fyrirfram ákveðið og gjörhugsað. Þannig var Áskell, gegn- heill maður og hvert hans loforð stóð eins og stafur á bók. Áskell lék bæði á orgel og fiðlu. Skólaganga Áskels var ekki löng. Hann stundaði nám við unglinga- skóla Benedikts Bjarnarsonar á Húsavík veturinn 1906 til 1907. Síðan stundaði hann framhaldsnám- skeið í Reykjavík fyrir kennara. Síðar fór hann svo aftur til Reykjavfkur og stundaði tónlistamám hjá Sigfúsi Einarssyni. Þar með er upptalin skólaganga Áskels Snorrasonar, nema hvað hann stundaði orgelnám hjá þýskum píanóleikara, sem hér var á Akur- eyri. Það nám var ekki langt en reyndist honum heilladijúgt. Er þá upptalinn námsferill Áskels Snorra- sonar, og hefði einhveijum lang- skólagengnum þótt hann stuttur. En Áskell gafst ekki upp. Hann greip til þess ráðs, sem mörgum efnalitlum íslendingi hefur jafnan reynst vel, en það var sjálfsnámið. Það má víst með sanni segja að því námi hafi aldrei linnt. Áskell Snorrason vann sitt ævi- starf hér á Akureyri. Hann skrifaði mikið í blöð og tímarit um hin margv- íslegustu efni, einkum þó um músík. Hann var um langt árabil tónlistar- gagnrýnandi við Verkamanninn og var jafnan gert mikið með það, sem hann skrifaði um þau efni. Áskell Snorrason hnoðaði aldrei hinn þétta leir um dagana, enda var honum aldrei sú list lén að slá af setningi til að þóknast þeim sem meira máttu sín og höfðu ráðin og völdin. Hann bar oft skarðan hlut frá borði þjóðfélagsins, en í staðinn gaf hann því starf sitt og krafta og tón- list sína, sem mun verða metin með- an söngelsk hjörtu unna fögrum lög- um. Áskell Snorrason var karlmenni í þess orðs bestu merkingu. Þótt sjúk- dómar og heilsuleysi léku fjölskyldu hans æði grátt á stundum, stóð hann ávallt uppréttur og lét aldrei bugast. Það varð skammt á milli þeirra Guðrúnar og Áskels, sem ávallt unn- ust hugástum. Hún lést tólfta nóvem- ber 1970, hann varð bráðkvaddur fjórða desember sama ár, þá einum degi fátt I 82 ár. Þeim hjónum var ekki ætlaður langur aðskilnaður. Um fræanda minn og vin, Áskel Snorrason, má segja eins og Stephan G. kvað um greniskóginn: „Bognar aldrei - brotnar i bylnum stóra seinast". Jón Eðvarð Félag austfirskra kvenna í Reykjavík heldur kökubasar og kaffisölu nk. sunnu- dag 4. des. kl. 14.00 að Hallveigarstöðum. Einnig basarhorn og skyndihappdrætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.