Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 3

Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 ■'» CS C 3 önnur brunnu hægt. Hitagildið fór eftir því hvernig þau brunnu. Eftir því sem þau brunnu hægar því meira var hitagildið. Kolin voru flutt inn frá Englandi og Póllandi. Stórt tæki, kolakrani sem kallaður var Hegrinn var notaður í Reykjavík til að losa kol úr skipunum, en hér á Akureyri var enginn krani. Á Akur- eyri voru þrír til fjórir aöilar sem seldu kol. Þar á meðal Kaupfélag- ið. Það var um það bii þriðjungur af árslaunum verkamanns sem fór í upphitun á ári. Upp úr 1945 fór verð á kolum lækkandi miðað við aðrar nauðsynjavörur. Hópur af mönnum hafði atvinnu af því að keyra út kolin. Fyrst voru notaðir hestvagnar til að keyra út kolin en síðar tóku bílarnir við. Þó var það svo að hestasleðar voru notaðir við útkeyrsluna þegar þungfært var á vetrum. Lengi framan af höfðu menn engin hlífðarföt en síðar meir notuðu sumir sjófrakka. Um 1940 var farið að nota rafmagn til næturhitunar á Akureyri. Það var eftir að Laxár- virkjun var tekin í notkun. Eftir að farið var að nota eingöngu olíu- kyndingu þurfti aðeins að fara eina umferð um bæinn á ári til að sóta. Síðan hitaveitan var tekin í notkun á Akureyri árið 1978 þá hefur eng- inn sótari verið hér að störfum. Oft hugsa ég um þá tíma þegar það þurfti að spara heita vatnið því bæði var dýrt að hita vatnið og eins gat það klárast þar sem hita varð það T smáskömmtum. Það er ekki eins og í dag. Þegar skrúfað er frá heita krananum er vatniö jafnheitt allan tímann sem það rennur. Þannig mælti Gestur Jóhannes- son fyrrum sótari, fulltrúi starfs- stéttar sem tilheyrir fortíöinni. Á Islandi eru kol notuð enn í dag og meðal annarra notar Sements- verksmiðjan á Akranesi kol. Þeir hjá Sementsverksmiðjunni sögðu að kolin væru miklu ódýrari en olíu- kyndingin. Að vísu er enginn sót- ari að störfum hjá Sementsverk- smiðjunni því öll aska er rykhreins- uð. Það er aðallega loftgufa sem við sjáum koma út úr stóra strompnum á Akranesi. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hver veit nema kolakynd- ing verði tekin upp á nýjan leik og að hér verði virkur og stór hags- munahópur starfandi sótara. Texti: Kristín Jónsdóttir. fer mjög mikið eftir þeim viðbrögð- um og viðurkenningu sem það fær. Notaðu fjölbreyttar aðferðir tl að sýna barninu viðbrögð: 1) hrós, 2) góðgæti, 3) drykki, 4) vina- listann og 5) ýmis konar viðbrögð s.s. faðmlög, kossa, bros og lófa- klapp. Barnið verður að finna áþreifanlega fyrir ánægju þinni, þú hvetur það ekki til dáða nema þú tjáir hrifningu þína opinskátt. Það gerir ekkert til þótt þú ofleikir svol- ítið. Þegar þú sérð barnið brosa út að eyrum og verða himinlifandi þá veistu að viðbrögð þín hafa verið rétt. Útskýröu hvers vegna þú gleðst Ef þér á að takast að hvetja barn- ið til að læra verður það að vita hvers vegna þú gieðst og hrósar því. Því verður þú alltaf aö útskýra fyrir barninu hvers vegna það fær hrós. Segðu t.d.: Villi pissaði í koppinn, nú er mamma glöð, eða ef hann situr kyrr á koppnum: Villi situr stilltur 'a koppnum og þú strýkur honum um leiö eða ef hon- um tekst að hysja upp um sig: Villi er stór strákur, hann getur tekið buxurnar sjálfur upp, eða... AUSTURBÆR Sóleyjargata o.fl. Drekavogur Viðjugerði Laugarásvegur 39-75 Dyngjuvegur KÓPAVOGUR Kársnesbraut77-139o.fl. ar 35408 og 83033 Bókaflokkur bandaríska metsöluhöfundarins Jean M. Auel um Börn Jarðar hefur fyrir löngu öðlast frægð og fádæma vinsældir um allan heim. Mammútaþjóðin er þriðja bókin sem kemur út á íslandi. Sögusviðið er sem iyrr Jörðin eins og hún var byggð fyrir 35.000 árum síðan. Söguhetjan Ayla tekst á við lífið sem fullþroska kona í hörðu samféiagi Mammútaveiðimanna og enn tekst höfundinum einstaklega vel að skapa andrúm fortíðar og glæða forfeður okkar lífi og tilfinningum. Mammútaþjóðin er sjálfstætt framhald bókanna Dalur hestanna og 5 Þjóð bjarnarins mikla. Þar var rakin uppvaxtar- og reynslusaga Aylu, | m.a. hjá Neanderdalsmönnum og lesendum veitt óvenju næm og skýr | innsýn í þennan horfna heim, sem nánast ekkert hefur verið skrifað | um til þessa. Mammútaþjóðin er spennandi framhald þessara i stórkostlegu skáldsagna um .. mmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.